Fréttablaðið - 11.08.2012, Page 36
FÓLK|
vil samþykki. Það er stór munur á að umbera
eitthvað og samþykkja.“
HÁTÍÐARDANSLEIKUR Á BROADWAY
Páll Óskar mun ekki vera með ball líkt og
undanfarin ár sem kemur ekki til af góðu. „Van-
inn hefur verið að halda ball á Nasa en þar sem
það er ekki í boði hef ég ákveðið að sleppa
því. En það er verið að vinna í því að bjarga
Nasa og komnar þrettán þúsund undirskriftir
inn á vefinn www.ekkihotel.is. Ég hvet alla til
skrifa undir og mótmæla.“ Fólk ætti þó ekki að
örvænta því Páll Óskar mun stíga á sviðið fyrir
neðan Arnarhól og trylla lýðinn ásamt fleiri
góðum listamönnum að lokinni gleðigöngunni.
Um kvöldið verður svo Hinsegin hátíðardans-
leikur á Broadway þar sem hann tekur nokkur
af sínum bestu lögum.
VEÐUR OG VINDAR
Að lokum vill Páll Óskar minna fólk á að fylgjast
með veðrinu. „Það spáir ekkert æðislega og
gæti blásið örlítið og rignt smá og fólk ætti því
að klæða sig eftir veðri. Við sem erum í göng-
unni munum hins vegar lifa það af þó rigni ör-
lítið eða blási, enda höfum við staðið af okkur
miklu verri storma í gegnum tíðina en það.“
Gangan mun halda af stað frá Vatnsmýrarvegi
klukkan 14 í dag eftir tjörninni og að Arnarhóli.
■ vidir@365.is
■ FRAMHALD AF FORSÍÐU
GOTT VEÐUR?
„Við sem erum í göng-
unni munum hins vegar
lifa það af þó rigni örlítið
eða blási, enda höfum
við staðið af okkur miklu
verri storma í gegnum
tíðina en það.“
MYND/SNORRI
ÚTSÖLULOK
Í dag 11-16
allt að 60%
afsláttur
HELGIN
Róbert kynntist sviffluginu fyrst í gegnum vin sinn og fór upp úr því á námskeið hjá þýskum kennara hér
á Íslandi árið 2003. Síðan þá hefur hann
sótt fjölda námskeiða til að afla sér meiri
þekkingar á svifvængjaflugi. „Svifvængja-
flug er léttasta form svifflugs og auðvelt
að stunda hvar sem er sökum þess hve
fyrirferðarlítill búnaðurinn er. Allt sem
þarf til að fljúga tekur maður með í einum
bakpoka sem vegur ekki nema um 10-15
kíló. Fluginu fylgja líka aðrir kostir eins
og fjallganga og útvist.“
Róbert segir mikla vakningu hafa orðið
í svifvængjaflugi undanfarin misseri og í
ár hafi verið metþátttaka á námskeiðum
Fisfélags Reykjavíkur sem gefur út nauð-
synleg réttindi til svifvængjaflugs hér á
landi. Flugstaðir eru óteljandi margir og
ekki takmarkaðir nema af loftuppstreymi
og veðri. „Það eina sem þarf er fjall og
réttar veðurfarsaðstæður. Hafgolan
streymir að landi og upp í loft hjá fjöllum
sem standa allt að 20 kílómetra frá
ströndinni. Það uppstreymi er notað til
að svífa um á vængnum.“
Margir halda að svifvængjaflug sé
mjög áhættusamt en Róbert blæs á þær
vangaveltur og segir vel hægt að stunda
það með lítilli áhættu. „Allt flug er í sjálfu
sér hættulegt en það er hægt að stjórna
því hversu hættulegt það er. Ef flotið er
um í hafgolunni sem myndast við fjöll ná-
lægt strandlengjunni er lítil hætta á ferð.
Sé hins vegar reynt að fljúga einhverjar
vegalendir og leita uppi hitauppstreymi
eykst hættan. Listflug er erfiðast og jafn-
framt hættulegast.“
Svifvængjaflug er kjörið til að stunda
hvar sem er í heiminum enda búnaðurinn
fyrirferðarlítill og kemst hæglega fyrir í
farangurstösku. Einnig er töluvert magn
upplýsinga um vinsæla flugstaði aðgengi-
legt hjá flugklúbbum víða um heim og
flugmenn veita hver öðrum upplýsingar
eftir fremsta megni. „Ég hef flogið víða
um heim; í Kólumbíu, á Spáni og í Tyrk-
landi. Þetta gefur manni færi á að skoða
löndin á annan hátt en fótgangandi.
Einnig eru flugstaðir oftast utan hefð-
bundinna ferðamannastaða.“
Spurður um uppáhaldsflugstaði segir
Róbert það vera Olu Deniz í Tyrklandi og
svo Hafrafjall og Herdísarvík hér heima á
Íslandi. Þeir sem hafa áhuga á að kynna
sér meira um svifvængjaflug er bent á að
líta inn á heimasíðu Fisfélags Reykjavíkur,
www.fisflug.is. ■ vidir@365.is
SVIFIÐ UM LOFTIN BLÁ
SVIFVÆNGJAFLUG Róbert Bragason stundar svifvængjaflug af kappi. Árið
2003 féll hann flatur fyrir svifvængnum svo ekki varð aftur snúið. Í dag sér
hann um kennslu í svifvængjaflugi fyrir Fisfélag Reykjavíkur.
STUTT Í
HÁLOFTIN
Ekki er langt að
fara til að stunda
svifvængjaflug.
Engin þörf er á sér-
aðstöðu, annarri
en fagurri fjalls-
hlíð og örlítilli golu.
Við Hafrafjall eru
kjöraðstæður til
svifvængjaflugs
og ekki óalgengt
að sjá þar fólk á
sveimi.
VÆNGURINN
ÞANINN Róbert
segir svifvængjaflug
léttasta form svif-
flugs og auðvelt að
taka með sér hvert
sem er þar sem
búnaðurinn vegi ekki
nema 10-15 kíló.
Þetta er árlegur viðburður hjá okkur hér á Sólheimum og við höfum fengið til okkar um hundrað manns á þessum degi í gegnum tíðina en þetta er sjötta árið sem við höldum Lífræna
daginn hátíðlegan,“ segir Erlendur Pálsson, forstöðumaður atvinnu-
sviðs Sólheima.
Lífræni dagurinn er lokadagur menningarveislu Sólheima sem
staðið hefur yfir í allt sumar með tónlistarmönnum, fræðsluerindum
og síðast en ekki síst sýningum af verkum heimamanna sem kallast
„Svona gerum við“.
Ljósmyndasýning Péturs Thomsen, „Svona erum við“, hefur verið
í íþróttahúsinu en á henni má sjá myndir af íbúum Sólheima.
Dagskráin í dag er fjölbreytt en hún hefst klukkan tvö með tón-
leikum Ragga Bjarna og Þorgeirs Ástvaldssonar í Sólheimakirkju.
„Það hefur verið fullt út úr dyrum á tónleikunum hjá þeim en þeir
hafa haldið tónleika áður hjá okkur. Strax að loknum tónleikum
þeirra félaga flytur Gunnþór Guðfinnsson garðyrkjufræðingur fyrir-
lestur um lífræna og lífeflda ræktun. Að honum loknum mun Hafdís
Huld Þrastardóttir vera með tónleika í Grænu könnunni, kaffihúsi
Sólheima.“
Á torginu á Sólheimum verður markaður með afurðir úr garð-
yrkjustöðvum, bakaríi, matvinnslu og snyrtivöruframleiðslu Sól-
heima. „Dagurinn verður líka notaður til að kynna snyrtivörurnar
okkar formlega og framleiðslu bakarísins. Við höfum verið að þróa
snyrtivörustarfsemina í rúmt ár en hér snýst allt um að skapa at-
vinnutækifæri fyrir heimilisfólkið,“ segir Erlendur.
Kaffihús Sólheima, verslunin, garðyrkjustöðin og markaðurinn
opna klukkan tólf.
LÍFRÆNT Á SÓLHEIMUM
Lífræni dagurinn verður haldinn hátíðlegur á Sól-
heimum í dag. Boðið verður upp á fjölbreytta og
áhugaverða dagskrá.
HAFDÍS HULD
Hafdís Huld verður
með tónleika á
Grænu könnunni,
kaffihúsi Sólheima,
í dag í tilefni lífræna
dagsins.
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir
Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427