Fréttablaðið - 11.08.2012, Page 36

Fréttablaðið - 11.08.2012, Page 36
FÓLK| vil samþykki. Það er stór munur á að umbera eitthvað og samþykkja.“ HÁTÍÐARDANSLEIKUR Á BROADWAY Páll Óskar mun ekki vera með ball líkt og undanfarin ár sem kemur ekki til af góðu. „Van- inn hefur verið að halda ball á Nasa en þar sem það er ekki í boði hef ég ákveðið að sleppa því. En það er verið að vinna í því að bjarga Nasa og komnar þrettán þúsund undirskriftir inn á vefinn www.ekkihotel.is. Ég hvet alla til skrifa undir og mótmæla.“ Fólk ætti þó ekki að örvænta því Páll Óskar mun stíga á sviðið fyrir neðan Arnarhól og trylla lýðinn ásamt fleiri góðum listamönnum að lokinni gleðigöngunni. Um kvöldið verður svo Hinsegin hátíðardans- leikur á Broadway þar sem hann tekur nokkur af sínum bestu lögum. VEÐUR OG VINDAR Að lokum vill Páll Óskar minna fólk á að fylgjast með veðrinu. „Það spáir ekkert æðislega og gæti blásið örlítið og rignt smá og fólk ætti því að klæða sig eftir veðri. Við sem erum í göng- unni munum hins vegar lifa það af þó rigni ör- lítið eða blási, enda höfum við staðið af okkur miklu verri storma í gegnum tíðina en það.“ Gangan mun halda af stað frá Vatnsmýrarvegi klukkan 14 í dag eftir tjörninni og að Arnarhóli. ■ vidir@365.is ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU GOTT VEÐUR? „Við sem erum í göng- unni munum hins vegar lifa það af þó rigni örlítið eða blási, enda höfum við staðið af okkur miklu verri storma í gegnum tíðina en það.“ MYND/SNORRI ÚTSÖLULOK Í dag 11-16 allt að 60% afsláttur HELGIN Róbert kynntist sviffluginu fyrst í gegnum vin sinn og fór upp úr því á námskeið hjá þýskum kennara hér á Íslandi árið 2003. Síðan þá hefur hann sótt fjölda námskeiða til að afla sér meiri þekkingar á svifvængjaflugi. „Svifvængja- flug er léttasta form svifflugs og auðvelt að stunda hvar sem er sökum þess hve fyrirferðarlítill búnaðurinn er. Allt sem þarf til að fljúga tekur maður með í einum bakpoka sem vegur ekki nema um 10-15 kíló. Fluginu fylgja líka aðrir kostir eins og fjallganga og útvist.“ Róbert segir mikla vakningu hafa orðið í svifvængjaflugi undanfarin misseri og í ár hafi verið metþátttaka á námskeiðum Fisfélags Reykjavíkur sem gefur út nauð- synleg réttindi til svifvængjaflugs hér á landi. Flugstaðir eru óteljandi margir og ekki takmarkaðir nema af loftuppstreymi og veðri. „Það eina sem þarf er fjall og réttar veðurfarsaðstæður. Hafgolan streymir að landi og upp í loft hjá fjöllum sem standa allt að 20 kílómetra frá ströndinni. Það uppstreymi er notað til að svífa um á vængnum.“ Margir halda að svifvængjaflug sé mjög áhættusamt en Róbert blæs á þær vangaveltur og segir vel hægt að stunda það með lítilli áhættu. „Allt flug er í sjálfu sér hættulegt en það er hægt að stjórna því hversu hættulegt það er. Ef flotið er um í hafgolunni sem myndast við fjöll ná- lægt strandlengjunni er lítil hætta á ferð. Sé hins vegar reynt að fljúga einhverjar vegalendir og leita uppi hitauppstreymi eykst hættan. Listflug er erfiðast og jafn- framt hættulegast.“ Svifvængjaflug er kjörið til að stunda hvar sem er í heiminum enda búnaðurinn fyrirferðarlítill og kemst hæglega fyrir í farangurstösku. Einnig er töluvert magn upplýsinga um vinsæla flugstaði aðgengi- legt hjá flugklúbbum víða um heim og flugmenn veita hver öðrum upplýsingar eftir fremsta megni. „Ég hef flogið víða um heim; í Kólumbíu, á Spáni og í Tyrk- landi. Þetta gefur manni færi á að skoða löndin á annan hátt en fótgangandi. Einnig eru flugstaðir oftast utan hefð- bundinna ferðamannastaða.“ Spurður um uppáhaldsflugstaði segir Róbert það vera Olu Deniz í Tyrklandi og svo Hafrafjall og Herdísarvík hér heima á Íslandi. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér meira um svifvængjaflug er bent á að líta inn á heimasíðu Fisfélags Reykjavíkur, www.fisflug.is. ■ vidir@365.is SVIFIÐ UM LOFTIN BLÁ SVIFVÆNGJAFLUG Róbert Bragason stundar svifvængjaflug af kappi. Árið 2003 féll hann flatur fyrir svifvængnum svo ekki varð aftur snúið. Í dag sér hann um kennslu í svifvængjaflugi fyrir Fisfélag Reykjavíkur. STUTT Í HÁLOFTIN Ekki er langt að fara til að stunda svifvængjaflug. Engin þörf er á sér- aðstöðu, annarri en fagurri fjalls- hlíð og örlítilli golu. Við Hafrafjall eru kjöraðstæður til svifvængjaflugs og ekki óalgengt að sjá þar fólk á sveimi. VÆNGURINN ÞANINN Róbert segir svifvængjaflug léttasta form svif- flugs og auðvelt að taka með sér hvert sem er þar sem búnaðurinn vegi ekki nema 10-15 kíló. Þetta er árlegur viðburður hjá okkur hér á Sólheimum og við höfum fengið til okkar um hundrað manns á þessum degi í gegnum tíðina en þetta er sjötta árið sem við höldum Lífræna daginn hátíðlegan,“ segir Erlendur Pálsson, forstöðumaður atvinnu- sviðs Sólheima. Lífræni dagurinn er lokadagur menningarveislu Sólheima sem staðið hefur yfir í allt sumar með tónlistarmönnum, fræðsluerindum og síðast en ekki síst sýningum af verkum heimamanna sem kallast „Svona gerum við“. Ljósmyndasýning Péturs Thomsen, „Svona erum við“, hefur verið í íþróttahúsinu en á henni má sjá myndir af íbúum Sólheima. Dagskráin í dag er fjölbreytt en hún hefst klukkan tvö með tón- leikum Ragga Bjarna og Þorgeirs Ástvaldssonar í Sólheimakirkju. „Það hefur verið fullt út úr dyrum á tónleikunum hjá þeim en þeir hafa haldið tónleika áður hjá okkur. Strax að loknum tónleikum þeirra félaga flytur Gunnþór Guðfinnsson garðyrkjufræðingur fyrir- lestur um lífræna og lífeflda ræktun. Að honum loknum mun Hafdís Huld Þrastardóttir vera með tónleika í Grænu könnunni, kaffihúsi Sólheima.“ Á torginu á Sólheimum verður markaður með afurðir úr garð- yrkjustöðvum, bakaríi, matvinnslu og snyrtivöruframleiðslu Sól- heima. „Dagurinn verður líka notaður til að kynna snyrtivörurnar okkar formlega og framleiðslu bakarísins. Við höfum verið að þróa snyrtivörustarfsemina í rúmt ár en hér snýst allt um að skapa at- vinnutækifæri fyrir heimilisfólkið,“ segir Erlendur. Kaffihús Sólheima, verslunin, garðyrkjustöðin og markaðurinn opna klukkan tólf. LÍFRÆNT Á SÓLHEIMUM Lífræni dagurinn verður haldinn hátíðlegur á Sól- heimum í dag. Boðið verður upp á fjölbreytta og áhugaverða dagskrá. HAFDÍS HULD Hafdís Huld verður með tónleika á Grænu könnunni, kaffihúsi Sólheima, í dag í tilefni lífræna dagsins. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.