Fréttablaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 96
11. ágúst 2012 LAUGARDAGUR52 sport@frettabladid.is ÞÓRIR HERGEIRSSON getur í dag endurskrifað sigursæla þjálfarasögu norska kvennalandsliðsins í handbolta með því að verða fyrsti þjálfarinn sem vinnur öll þrjú stærstu mótin í einni runu. Þórir gerði norsku stelpurnar að Evrópumeisturum 2010 og Heimsmeisturum 2011 og vinni þær Svartfjallaland klukkan 19.30 í kvöld þá bætir hann Ólympíumeistaratitlinum við. Þórir hefur þegar unnið sex gull, þrjú silfur og eitt brons sem aðal- eða aðstoðarþjálfari norska liðsins. ÓL 2012 Á morgun er lokakeppnis- dagur Ólympíuleikanna í Lond- on og eins og venja er verður þá keppt í maraþonhlaupi karla, þeirri sögufrægu keppnisgrein. Kári Steinn Karlsson verður á meðal hlauparanna sem munu þeysast um stræti Lundúna í fyrramálið. Hlaupið er nákvæmlega 42 kílómetrar og 195 metrar sem samsvarar þeirri vegalengd sem gríski hermaðurinn Filippídes mun hafa hlaupið fyrir rétt um 2500 árum síðan. Þá hljóp hann frá borginni Maraþon til Aþenu til að flytja þær fréttir að Grikkir hefðu haft betur í orrustu þeirra við Persa. Líkaminn tók vel við hvíldinni „Þetta er grein sem allir þekkja og á góða tengingu við sögu Ólympíuleikanna. Óneitanlega er gaman að fá að vera hluti af því,“ sagði Kári Steinn í samtali við Fréttablaðið. „Þess fyrir utan er sá hópur hlaupara sem hefur glímt við maraþon sístækkandi og mjög margir sem finna samsvörun með manni. Hlaupaíþróttin hefur stækkað mjög á undanförnum árum en fyrir örfáum árum vissu fáir hvað þætti góður tími í mara- þonhlaupi og 10 km hlaupi.“ Kári Steinn hefur þurft að bíða Vil helst ekta breskt suddaveður Kári Steinn Karlsson etur kappi við bestu maraþonhlaupara heims í hinu fornfræga maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í London. Hlaupið markar endalok leikanna sem verður formlega slitið annað kvöld. TILBÚINN Kári Steinn Karlsson mun hlaupa um götur Lundúna á morgun þegar maraþon karla fer fram á lokadegi Ólympíuleikanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kári Steinn Karlsson viðurkennir að hann sé orðinn þreyttur á að borða kolvetnaríkt fæði í hvert mál, eins og hann þarf að gera nú í aðdraganda maraþonhlaupsins á morgun. „Kvöldið fyrir keppni fæ ég mér líklega pasta í kvöldmat. Svo rétt áður en ég fer að sofa fæ ég mér hafrakex og kolvetnadrykk,“ segir hann. „Ég vakna svo um fjórum tímum fyrir hlaupið og fæ mér þá brauð, banana og kolvetnadrykk.“ Hann segir að þetta taki sinn toll. „Maður verður hálf þungur í hausnum á þessu. En það er nauðsynlegt að hlaða líkamann og fylla á glýkógenbirgðir vöðvanna,“ segir Kári Steinn sem mun taka sér hvíld frá kolvetnum eftir morgundaginn. „Það væri örugglega ekki leiðinlegt að vaða í góðan hamborgara eða væna steik eftir hlaupið,“ bætir hann við. Hlakka til að vaða í steikina Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Valgarður Gíslason fjalla um ÓL 2012 eirikur@frettabladid.is - valli@frettabladid.is lengi eftir sinni grein á Ólympíu- leikunum en hann hefur þó eytt drjúgum tíma í æfingabúðum í Bournemouth, fjarri erli ólymp- íuþorpsins. „Það er langt síðan ég kom hingað út en ég var búinn að stilla mig inn á þetta og því hefur biðin ekki verið erfið. Það var gott að fara til Bournemouth því þar gat ég einbeitt mér algjörlega að und- irbúningnum.“ Hann segist ánægður með hvernig æfingar hafi gengið. „Ég hef ekki verið að reyna mikið á mig síðustu vikurnar enda verið að trappa mig niður eftir þungar æfingar fram að því. Það er alltaf spurning hvernig líkaminn bregst við slíkum breytingum en hann hefur verið að taka hvíldinni mjög vel. Ég er því orðinn mjög spennt- ur fyrir hlaupinu,“ segir hann. Ætla bara að kýla á það Þótt ótrúlega megi virðast hefur Kári Steinn aðeins tvívegis áður hlaupið heilt maraþon. Fyrst í Berlín í fyrra en þá náði hann ólympíulágmarkinu og bætti Íslandsmetið. Hann tók svo „æfingamaraþon“, eins og hann kallaði það, á Ítalíu í marsbyrjun. „Ég efast um að það séu marg- ir hér sem eru að hlaupa mara- þon í aðeins þriðja skiptið. Þetta er mikil reynslugrein og hún er grimm að því leyti að maður þarf að hitta á góðan dag þegar að hlaupinu kemur – þá þarf allt að smella. Til þess þarf maður reynslu og er ég með þeim reynsluminni í hópnum. Ég læt það þó ekki hafa áhrif á mig og ætla bara að kýla á það.“ Íslandsmet Kára Steins er 2:17,12 klst. og bæting á morg- un væri afar góður árangur hjá honum. Það spilar þó margt inn í, eins og veðurfar. „Ég ætla samt ekki að stressa mig á veðrinu, enda stjórna ég því ekki. Það getur verið varasamt að hlaupa í meira en 30 gráðu hita en eftir því sem ég best veit er ólíklegt að það verði svo heitt. Ef það verður mjög hlýtt þarf ég að passa mig á því að drekka vel, sérstaklega á meðan á hlaupinu stendur,“ segir hann. „En best væri auðvitað að fá ekta breskt veður – 15 gráðu hita, smá rigningu og golu,“ bætir hann við brosandi. Hlaupið hefst klukkan 11 að staðartíma sem er heldur seint að mati Kára Steins. „Það hefði verið eðlilegri tími að byrja klukkan 9. Þetta þýðir að við erum að koma í mark um eittleytið sem er í kring- um heitasta tíma dagsins. Ef það verður steikjandi hiti verður mjög erfitt að taka síðustu kílómetr- ana.“ Dýragarður mannkynsins Kári Steinn hefur nú verið í ólympíuþorpinu í nokkra daga eftir að hafa komið til baka frá Bourne mouth. Hann segir þó maraþonhlaupara frá Íslandi ekki vekja sérstaka athygli. „Nei, ég fæ engin sérstök við- brögð. Þetta er hálfgerður dýra- garður mannkynsins þarna inni og miklar öfgar í allar áttir. Allir íþróttamennirnir hafa lagt gríðar- lega mikið á sig og eru allir öfga- fullir á sínu sviði. Þeim finnst ekkert svakalega merkilegt að hlaupa maraþon.“ ÓL 2012 Úrslitaleikir helstu bolta- greinanna á ÓL í London fara fram í dag og á morgun. Í dag klukkan 14.00 spila Brasilíumenn og Mexíkóbúar til úrslita í knattspyrnu karla og í kvöld verður spilað til úrslita hjá konunum í handbolta (Nor- egur-Svartfjallaland) og körfu- bolta (Bandaríkin-Frakkland). Á morgun fara síðan fram úrslita- leikirnir í handbolta karla og körfubolta karla og hefjast þeir báðir klukkan 14.00. Brasilíumenn eru sigurstrang- legasta þjóðin í sögu HM í fót- bolta með fimm heimsmeistara- titla en þeir eiga enn eftir að vinna ólympíugull. Brassar hafa beðið lengi eftir gullinu (2 silfur og 2 brons) en brasilíska liðið er líklegt til að ná loksins gull- inu í dag enda búið að vinna alla fimm leiki sína á leikunum. - óój Úrslitaleikir á ÓL í London: Ná Brassarnir loksins gullinu? NEYMAR Hvað gerir einn sá allra efnileg- asti í úrslitaleiknum í dag? NORDICPHOTOS/AFP Ódýr Heilsársdekk Á Tilboði Dekkverk Lyngási 20 Garðabæ Við erum alltaf með ódýrasta verðið sem við getum boðið upp á :D Opið alla daga 10-19 Laugardaga og Sunnudaga líka Þó að við sofum stundum yfir okkur um helgar ;)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.