Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.08.2012, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 13.08.2012, Qupperneq 10
13. ágúst 2012 MÁNUDAGUR10 MYNDASYRPA: Gleðigangan í Reykjavík Gay Pride fór fram í höfuðborginni á laugardaginn og létu landsmenn vætusamt veðrið ekki á sig fá því fjöl- mennt var í miðbænum í tilefni dagsins. Gleðigangan var á sínum stað þar sem skrautlegir bílar og litríkir bún- ingar skemmtu áhorfendum. Skemmtunin fór vel fram en gangan endaði svo á tónleikum á Arnarhóli þar sem meðal annars Páll Óskar, Sigríður Beinteinsdóttir og Helgi Björn komu fram. Ljósmyndari Fréttablaðsins, Daníel Rúnars- son, festi hátíðarhöldin á filmu. Landsmenn fögnuðu fjölbreytileikanum Í FARARBRODDI Fánaberar með bros á vör fremst í göngunni. STOLTAR FJÖLSKYLDUR Félag hinsegin foreldra lét sig ekki vanta í göngunni ár. BORGARSTJÓRINN Jón Gnarr hefur verið fastagestur í Gleðigöngunni undanfarin ár en þetta árið lýsti hann yfir stuðningi við rúss- nesku pönksveitina Pussy Riot og dreifði rósum til áhorfenda. HAFNARFJÖRÐUR „Þú hýri Hafnarfjörður“ stóð á einum borðanum í göngunni. GLIMMER Páll Óskar klæddist bláum pallíettusamfestingi og var umkringdur skrautlegum dönsurum á bílnum sínum í Gleðigöngunni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.