Fréttablaðið - 08.09.2012, Side 86

Fréttablaðið - 08.09.2012, Side 86
8. september 2012 LAUGARDAGUR42 Þegar í réttina var komið reið mikið á að vera nógu fljót upp að girðingu til þess að geta séð 600 hesta stóðið líða niður hálsinn gegnt réttinni. „Þetta er þar sem Morgun- blaðið tekur alltaf myndina ár eftir ár,“ sagði einn bændanna mér seinna. Eftir að byrjað var að hleypa hrossunum inn í réttina og þessi árlegi réttar- og vinnudagur bændanna hófst var tilgangur okkar, sem og annarra gesta þarna í réttinni, nokkuð óljós. Vissulega gátu sum okkar hitt gamla vini og ættingja en hinir sem enga þekktu ráfuðu eiginlega bara hringinn í kringum réttina og drukku bjór. Eins og flestir aðrir þarna. Gleðin yfir að hitta hestana Sumir voru heppnir og upplifðu fjöldasöng en það er nokkuð óljóst hvaðan þeir söngmenn voru ættaðir. Í hugum flestra voru aðalhetjur réttarinnar þó bændurnir sjálfir sem eiga hross þarna og allmargir telja að það séu þeir sem standa með pela upp við réttarvegginn og syngja ættjarðarlög. Sú er þó ekki raun- in því bændurnir hafa eiginlega engan tíma til að standa í svoleiðis. Fyrir þá felst mesta gleðin þennan dag í því að hitta aftur hestana sína og folöld eftir sumarlanga dvöl á heiðum og uppskeruhátíð þeirra hefst varla fyrr en lagt er ríðandi af stað heim á leið. Það gætu þó verið aðrir Skagfirðingar sem standa þarna en gamall maður sagði í viðtali við Morgunblaðið árið 1995 að það heyrðist að flestir af þeim syngjandi væru annars staðar frá. „Er einhver að reyna að koma því inn að Laufskálaréttir séu að verða jafn skagfirskar og jóðl í Brasilíu?“ er spurt í kjölfarið. Á laugardagskvöldinu eftir réttarstússið er svo haldið heljarmikið sveitaball í reiðhöllinni á Sauðárkrók. Þangað mæta sumir bændur úr Laufskálarétt en flestir koma að. Enda um 2.000 manns sem fara á ballið en svo margir bændur finnast varla í öllum Skagafirði þar sem búa um 4.100 manns. Þrátt fyrir það er þetta alvöru réttarball í hugum gesta. Við þjóðfræðinemarnir tókum okkur far á skrallið með öðrum hóp framan úr sveit og það var mikið sungið í rútunni. Reyndar svo mikið að það upphófst eins konar kappsöng- ur milli hópanna en hugur þjóðfræðinganna hneigðist að sigri yfir Skagfirðingum í þeim bardaga, þrátt fyrir að hinn hópurinn kæmi reyndar líka að og væri ekki miklu skagfirsk- ari en þjóðfræðingarnir sjálfir. Nostalgíuþrá ráðvilltra nútímamanna Það má velta fyrir sér hversu nauðsynlegt það er fyrir fólk að geta komið og upplifað réttarstemningu í öðru héraði en það er upp- alið í. Sumir fræðimenn vilja halda því fram að nútímamaðurinn sé ráðvilltur í nostalgíu- kasti og sakni einhvers sem einu sinni var. Hann haldi til dæmis að allt hafi verið gott og fallegt í gamla bændasamfélaginu. Hugs- anlega væri hægt að halda því fram að þetta nostalgíukast ætti stóran þátt í veru mann- fjöldans í Laufskálarétt. En kannski er þetta ekki söknuður yfir neinu sérstöku heldur bara sveitaleikur sem á sér leiksvið einu sinni á ári. Á síðum dagblaða má upplifa á sveitaróm- antík gegnum ferðamálaauglýsingar og má ekki líkja þessu við það að kaupa sér golf- ferð út í lönd eða karnivalferð til Brasilíu. Kannski er aðkomufólkið ekki svo ómeðvit- að um tilgangsleysi sitt í réttinni. Og það má vel vera að þessi leikur sé til þess gerður að láta fólki líða vel, bæði þeim sem koma að og upphöfnu heimafólkinu. Hópur vinkvenna sem kynntust í Mennta-skólanum á Akureyri hefur það fyrir árleg- an sið að skreppa í Skagafjörð yfir Laufskála- réttarhelgina. Þær hafa þróað með sér ýmsar hefðir í kringum þessa helgi, meðal annars að hlusta mikið á sveiflukónginn Geirmund Val- týsson og svo fara þær í stigakeppni. Sú keppni eða leikur snýst um að safna stigum fyrir að yfirvinna ákveðnar hindranir og þá bæði á ballinu og í sjálfri Laufskálaréttinni. Til dæmis fást stig fyrir að dansa við innfæddan Skag- firðing og svo aukalega 10 bónusstig fyrir að koma af stað fjöldasöng í réttinni. Eva María Hilmarsdóttir, ein þessara vinkvenna segir að á Hótelbarnum í Varmahlíð sé lítið mál að finna góða dansara sem eru til í tuskið. „En það er náttúrulega stórhættulegt fyrir óvana að lenda í sveiflu. Skagfirðingar eru mjög góðir dans- arar.“ „Stig fyrir skagfirska sveiflu“ ■ SUNGIÐ VIÐ KLÓSETT OG RÉTTARVEGGI H var beygi ég inn að réttinni?“ Kallar áttavilltur rútubíl- stjórinn að sunnan til farþeg- anna þegar leiðin liggur inn að Laufskálarétt. „Við verðum að vera komin áður en hestarn- ir hlaupa niður brekkuna!“ bætir kennarinn við en hún stýrir hópi þjóðfræðinema sem er mættur í Hjaltadalinn til að skoða skagfirska hestamenn og upplifa réttarstemningu. Áfram skröltir rútan inn afleggjarann og bílstjórinn baslar við að finna stæði innan um bílamergð- ina norðvestan við réttina. Gúmmítúttu- og lopapeysuskrýddur hópur- inn þýtur út og lágvært hviss heyrist þegar fyrstu bjórarnir eru opnaðir. Hér er ekki við- eigandi að vera nema með rétta drykki og réttan klæðnað. Niður hálsinn liðast hrossa- stóðið með skagfirska höfðingja í fararbroddi og bændur og gesti þeirra á eftir. Það verð- ur vart séð hvor hópurinn er stærri – ríðandi menn eða brokkandi hestar án knapa. Drottning stóðréttanna Skagfirðingar eru þekktir fyrir að vera skemmtanaglaðir söng- og hestamenn. Í Lauf- skálarétt í Hjaltadal kristallast þessi ímynd hjá bæði heimamönnum og gestum en síðar- nefndi hópurinn hefur farið ört stækkandi seinustu þrjá áratugi. Í fyrstu voru það fyrst og fremst hestamenn úr nágrannafjórðungum sem sóttu réttina heim en nú er svo komið að fólk alls staðar að af landinu mætir til þess að upplifa ákveðna réttarstemningu eða sveitarómantík. Þetta má að hluta til þakka þeirri blaðaumfjöllun sem réttin hefur fengið en hún hefur fengið gælunafnið „drottning stóðréttanna“ og jafn- vel hefur verið minnst á hana í „hverjir voru hvar“ dálkum dagblaða þar sem tilgreint er hvaða frægu Íslendingar láta sjá sig í réttinni. Alvöru liðið í Laufskálarétt Stóðréttum landsins fækkaði á níunda áratugnum en á sama tíma fjölgaði gestum í Laufskálarétt í Hjaltadal. Sæbjörg Freyja Gísladóttir kannaði hvað það er sem dregur gesti hvaðanæva að í réttargleðina í Skagafirði. Í ár verður réttað 29. september. Þegar Laufskálaréttarböllin voru í Miðgarði hér áður fyrr mátti oft heyra tilkomumikinn söng berast frá karlasal- erninu. Það var meðal annars vegna þess að hljómburður- inn var mjög góður á klósettinu en ástæðan var líka sú að gamla hlandrennan þar inni var óvenju stór. Vegna stærðar rennunnar var pláss fyrir marga menn og ekki óvenjulegt að þeim þætti við hæfi að bresta í söng, svona fyrst þeir stóðu þarna saman á annað borð. Konur áttu það líka til að villast þarna inn og syngja með og á sumum skemmtunum stóð jafnvel meirihluti ballgesta á klósettinu þegar hljóm- sveitir gerðu hlé á dansleikjum sínum. Vitaskuld voru menn aðeins góðglaðir þegar þeir iðkuðu sönglistina á salerninu en það þótti kostur og jafnvel bæta sönginn. Sumir töldu það jafnframt skilyrði að aðeins væri migið út fyrir rennuna, án þess yrði klósettsöngur ekki alvöru. Í hugum þeirra sem stóðu við rennuna forðum daga er hún tákn fyrir menning- ararf sem glataðist. „Ef rennan er horfin þá er þetta horfin tíð“ voru orð eins Skagfirðings sem saknaði þess að sækja konserta á karlaklósettinu í Miðgarði. „Allur hljómur hvarf með rennunni“ FLEIRA FÓLK EN HESTAR Stóðréttin hefur vaxið frá því að vera samkoma hestamanna og yfir í að vera skemmtun fyrir alla. MYND/ERLA BJÖRG HELGADÓTTIR HÖFUNDUR: Sæbjörg Freyja Gísladóttir er þjóðfræðingur. HESTAR OG MENN Íbúar í Skagafi rði 1. des. 2011 4110 5200 3000 600 Gestir í Laufskálarétt 2011 Hestar í Skagafi rði 1. maí 2012 Hestar í Laufskálarétt 2011 Hrossaréttum landsins fækkaði mjög ört á níunda áratug síðustu aldar og Laufskálarétt hefur öðlast þann sess að vera staður sem allir hafa aðgang að. Þetta kemur mjög greinilega í ljós þegar í réttina er komið en þar er fremur erfitt að sjá glitta í hestaatið inni í almenn- ingnum þar sem mikill mannfjöldi skyggir á. Í raun eru bændur sjálfir eða þeir sem eiga þarna raunverulegt erindi mjög lítill hluti af hópnum. Skála og syngja Skagfirðingar Haustið 2010 hélt hópur þjóðfræðinema sem leið lá í Skagafjörð til þess að upplifa hátíð- ina í hrossaréttinni að Laufskálum í Hjalta- dal. Við úr þjóðfræðinni sem erum ættuð úr Skagafirði höfðum verið ófeimin við að kynna ímynd Skagfirðinga áður en haldið var af stað svo enginn velktist nú í vafa um að þar mætti finna ákaflega söngelska og drykkjuglaða hestamenn. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.