Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 2
10. september 2012 MÁNUDAGUR2 ÍRAK Hinn landflótta varaforseti Íraks, Tariq al-Hashemi, hefur verið dæmdur til dauða að honum fjarverandi eftir að réttur, sem fjallaði um ákæru um að hann hefði haldið úti dauðasveitum, fann hann sekan. Saksóknarar sögðu hann hafa átt þátt í 150 morðárásum og fyrrver- andi lífverðir hans báru fyrir rétt- inum að hann hefði einnig fyrir- skipað morð. Dómsúrskurðurinn var kveðinn upp í sömu mund og 45 manns féllu í 24 árásum um allt Írak. Hashemi var í forsvari fyrir súnní-múslíma í írönsku ríkis- stjórninni, sem að mestu er skip- uð sía-múslimum, þar til hann var ákærður í desember á síðasta ári og flýði land. Ákærurnar ollu pólitískri upplausn í Írak þar sem aðrir stjórnmálamenn úr röðum súnna gáfu út yfirlýsingu um að forsætisráðherrann, Nouri al-Mal- iki, væri einræðisherra og sökuðu hann um að ákæra Hashemi til að ögra súnnum og hrinda þannig þjóðinni á ný út í átök á milli trúar- hópa. Átök hafa blossað upp víða í landinu og fara stigversnandi. Að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC) eru öfgamenn súnna taldir ábyrgir fyrir þeim flestum og taldir tengj- ast al-Kaída. Í gær voru gerðar nokkrar árásir og í þeirri mann- skæðustu féllu ellefu hermenn í skot- og sprengjuárás á herbúðir rétt fyrir norðan Bagdad. Tvær sprengjur sprungu við helgistað sía í borginni Amara í suð-austurhluta landsins og þar létust að minnsta kosti fjórtán manns og sextíu særðust. Sjö lög- reglumenn féllu í sprengjuárás í borginni Kiruk og í Nasiriiya var gerð árás á franska sendiráðið þar sem einn maður féll. Árásir voru einnig gerðar í Tuz Khurmatu, Baquba, Basra og Samarra. - fsb Ný hrina ofbeldisverka í Írak talin tengjast umdeildum réttarhöldum: Tariq al-Hashemi dæmdur til dauða TARIQ AL-HASHEMI Fyrrverandi varaforseti Íraks, var dæmdur til dauða í Bagdad í gær. NORDICPHOTOS/GETTY BANDARÍKIN Töluvert eignatjón varð í hverfunum Queens og Brooklyn í New York aðfara- nótt sunnudags þegar skýstrók- ar gengu þar yfir. Skýstrók- ar eru ekki algengir á þessu svæði en þeir ollu rafmagns- leysi á mörgum stöðum auk þess sem skemmdir urðu á húsum og öðrum eignum. Óveður gekk yfir borgina Washington á laugardaginn sem varð til þess að tugir þúsunda heimila urðu rafmagnslaus. Tveir skýstrókar í New York Hús skemmd- ust í ofsanum NOREGUR Sjö ára stúlku sem var alein heima var bjargað úr brennandi raðhúsi í Stavangri í gærmorgun. Það var snarráður nágranni sem náði stúlkunni út og var hún heil á húfi þegar slökkviliðið kom á staðinn, að sögn Aftenposten. Tvær íbúðir stórskemmd- ust í brunanum en engan sak- aði. Eldsupptökin eru ókunn og rannsakar lögregla nú málið, en húsið hefur verið notað til að hýsa hælisleitendur. Barna- verndaryfirvöldum hefur einnig verið gert viðvart og verður fjölskylda barnsins krafin skýr- inga á því hvers vegna hún var ein heima. - fsb Alein í brennandi húsi: Sjö ára stúlku bjargað af góð- um nágranna RANNSÓKNIR Vísindamenn Hafrannsókna- stofnunarinnar, Matís og Háskóla Íslands ásamt norskum, færeyskum, grænlenskum og kanadískum vísindamönnum rannsaka arfgerð makríls í Norður-Atlantshafi í sam- vinnu við útgerðarfyrirtæki. Markmiðið er að varpa ljósi á uppruna makríls innan íslenskrar, færeyskrar og norskrar lögsögu, segir á heimasíðu Hafró. Um er að ræða þverfaglegt verkefni sem byggir á söfnun makrílsýna á mismun- andi svæðum og tímabilum og úrvinnslu þeirra með tilliti til DNA-arfgerða, líffræði- legra upplýsinga, vinnslueiginleika ásamt umhverfisgögnum. Jafnframt er stefnt á að greina stofngerð makríls í Norður-Atl- antshafi, eða fjölda stofneininga og hvort blöndun eigi sér stað milli ólíkra stofna á veiðislóð, bæði innan Evrópu sem og milli Evrópu og N-Ameríku. Markmiðið er að verkefnið afli mikil- vægra vísindagagna sem geta varpað frek- ara ljósi á breytingar á útbreiðslumynstri makríls í Norður-Atlantshafi. Í verkefninu er byrjað á að þróa DNA- erfðamörk fyrir makríl. DNA-erfðamörkin eru notuð sem tæki til stofn- og uppruna- greininga í þeim tilgangi að stuðla að sjálf- bærum veiðum og hjálpa til við að spá fyrir um breytingar á útbreiðslu makríls í fram- tíðinni. - shá SPURNING DAGSINS F ÍT O N F ÍT O N ÍT O / S ÍA / SSS 4 3 22 I0 4 3 F I0 F 5 999999 5 99 5 9 568 8000 | borgarleikhus.is Fjölsk yldan Bjark arási 13, Garð abæ 4 sýn ingar að eig in val i Áskri ftar- kortið okka r MENNTUN Í Lágafellsskóla í Mos- fellsbæ eru ekki bara boltar í íþróttahúsnæði skólans held- ur líka í sumum kennslustofum. Þegar nemendur þurfa að losna við óróa úr líkamanum í kennslu- stund geta þeir setið á sérstökum bolta en samtímis verið á hreyf- ingu. „Umframorkan fer öll í að halda sér á boltanum. Börnin verða upp- tekin við það en eru ekki á ferð um stofuna. Þetta er ágætt fyrir þau sem þurfa að fá útrás. Um leið ein- beita þau sér betur að náminu,“ segir Gunnhildur Harðardóttir, deildarstjóri í Lágafellsskóla. Hugmyndina að boltunum fengu starfsmenn skólans við lestur fræðirita. „Fjallað hefur verið um góðan árangur af tilraunum með boltana í öðrum löndum og þá datt okkur í hug að ef þetta virkaði hjá öðrum þá gæti það líka reynst vel hjá okkur,“ segir Gunnhildur. Hún getur þess að upphaflega hafi nemendur sem sérstaklega hafi þurft á einbeitingu að halda verið látnir prófa að sitja á bolt- um. „Það voru keyptir nokkrir boltar fyrir skólann. Reynslan hefur verið góð og fleiri nem- endur hafa prófað þetta en þeir sem þetta var fyrst hugsað fyrir. Krakkarnir finna sjálfir hvenær þeir þurfa á þessu að halda en þetta hentar ekki öllum börnum.“ Í Lágafellsskóla hafa jafnframt verið gerðar tilraunir með notk- un heyrnarhlífa fyrir nemendur. „Við höfðum lesið um að þær hefðu komið að góðum notum fyrir þá sem þurfa sérstakt næði til að ein- beita sér og nú á skólinn nokkur stykki. Þetta er úrræði sem boðið er við ákveðna vinnu og hefur til dæmis verið hentugt í náms- verum. Þeir nemendur sem vilja geta fengið að nota heyrnarhlífar við ákveðnar aðstæður,“ greinir Gunnhildur frá. Boltarnir og heyrnarhlífarnar eru notuð í öllum árgöngum þar sem óskað er eftir þeim en ekki bara í fyrstu tveimur árgöngunum þar sem kennt er í opnu rými. ibs@frettabladid Boltar í stað stóla í kennslustofunum Nemendur í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ fá að setjast á bolta þegar þeir þurfa að fá útrás fyrir umframorku. Auðveldara verður að einbeita sér að náminu. FÁ ÚTRÁS Á BOLTUM Lea Björk og Sölvi Snær, sem voru að hefja nám í 1. bekk í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ, sýna ljósmyndara Fréttablaðsins boltana sem nemend- um býðst að sitja á. Kennslukonan þeirra heitir Imke Schirmacher. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MAKRÍLL Verkefnið getur stuðlað að sjálfbærum veiðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Arfgerð makríls rannsökuð til að varpa ljósi á breytta útbreiðslu í Norður-Atlantshafi: Leita svara um uppruna í arfgerð makríls BÆKUR „Mér finnst miklu skemmtilegra að lesa þessa bók en síðustu tvær bækur sem ég las, en það voru kennslubækur í leikfimi,“ segir Þórunn Hjart- ardóttir mynd- listarkona, sem er önnum kafin þessa dagana við að lesa íslenska þýðingu hinnar umtöluðu skáld- sögu Fifty Shades of Gray eftir E. L. James, sem er mest selda bók heims í dag, inn á hljóðbók fyrir Blindrabókasafn Íslands. Á næstu dögum hefst einnig lestur á bókinni Fantasíur, sem ritstýrt er af Hildi Sverrisdóttur, inn á slíka hljóðbók hjá Blindra- bókasafninu og má því segja að erótíkin ráði ríkjum í safninu þessa dagana. - kg / sjá síðu 30 Erótískum hljóðbókum fjölgar: Rómantíkin ræður ríkjum ÞÓRUNN HJARTARDÓTTIRDANMÖRK Kristian Thulesen Dahl, verðandi formaður danska Folke- partiet, vill að leyft verði að svipta erlenda glæpamenn dönskum ríkis borgararétti. Að sögn Berl- ingske tidende segir flokksformað- urinn tilvonandi að hann vilji setja það í lög um ríkisborgararétt að menn geti misst hann ef þeir eru dæmdir fyrir alvarlega ofbeldis- eða fjármálaglæpi. Í dag er ríkisborgararétturinn endanlegur en Thulesen Dahl vill að hann verði miðaður við tíu ár í senn og að því verði bætt inn í danska refsilöggjöf að erlendur aðili með danskan ríkisborgararétt sem hlýtur dóm fyrir gróft brot missi um leið ríkisborgararéttinn. - fsb Thulesen Dahl veldur usla: Missi ríkisborg- ararétt við dóm THULESEN DAHL Vill veita danskan ríkis- borgararétt til tíu ára í senn. NORDICPHOTO/GETTY Sóley, hvert er aldurstakmark- ið hjá innheimtumönnum borgarinnar? „Þeir mega vera eins gamlir og þeim sýnist svo lengi sem börnin þurfa ekki að líða.“ Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, mótmælti því á borgarstjórnarfundi að börnum væri beitt í innheimtu á skuldum foreldra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.