Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 57
MÁNUDAGUR 10. september 2012 25
bærið sem tröllreið kvikmynda-
iðnaðinum fyrir aldamót. Augljós-
lega átti að búa til eftirvæntingu
og það tókst að vissu leyti. Íslensk-
ir spennutryllar eru ekki í bíó í
hverri viku og hugmyndin er ekki
slæm. Ungt par, mastersneminn
Agla og kvikmyndagerðarmaður-
inn Gunnar sem eru leikin af Önnu
Gunndísi Guðmundsdóttur og Birni
Thors, vaknar í rannsóknarbúðum
uppi á jökli og uppgötva eftir því
sem líður á daginn að allir félagar
þeirra úr rannsóknarleiðangrin-
um eru á bak og burt. Dularfullir
og ógnvænlegir atburðir fara að
gerast og sífellt syrtir í álinn hjá
söguhetjunum okkar sem eru ein
og yfirgefin í einskismannslandi
þar sem náttúruöflin sýna þeim
enga miskunn. Það er erfitt að fara
yfir myndina án þess að gefa of
mikið upp um söguþráðinn, en hitt
má segja að framvindan er óhemju
hæg fyrir hlé þar sem þau Agla
og Gunnar velta fyrir sér hvert
félagar þeirra gætu hafa farið.
Spennan og hryllingurinn sem
liggja undir, láta bíða eftir sér og
birtast svo ekki nema rétt í skötu-
líki. Loks er niðurlagið endaslappt
svo ekki sé dýpra í árina tekið. Það
er oftar en ekki til marks um góða
kvikmynd og ánægjulega kvöld-
stund þegar áhorfendur yfirgefa
salinn með höfuðið fullt af spurn-
ingum, en í þessu tilfelli spurðu sig
flestir hvort myndin væri í alvör-
unni búin. Það sem má þó segja
myndinni til hróss er að leikstjór-
inn, Reynir Lyngdal, nær að skapa
nokkuð góða umgjörð um þau Öglu
og Gunnar. Leikmyndin og útlitið
er sannfærandi, allt hljóð er vel
unnið og Reynir kemur ágætlega
til skila ákveðnum votti af inni-
lokunarkennd og ónotum, án þess
þó að það grípi áhorfandann fylli-
lega. Þau Anna Gunndís og Björn
skila sínum hlutverkum vel og er
ekki við þau að sakast þótt heild-
arútkoman sé nokkuð döpur og
skilji ekkert eftir sig. Þó að Frost
hafi vissulega eitt og annað til síns
ágætis er það einfaldlega ekki nóg
þegar sagan heldur ekki og þá ekki
myndin sjálf. Niðurstaðan er því
vonbrigði. Þorgils Jónsson
Niðurstaða: Slappur spennu-
vísindatryllir sem nær aldrei að grípa
áhorfandann og skilur ekkert eftir sig.
Renée Zellweger ætlar að setjast
í leikstjórastólinn í fyrsta sinn
og leikstýra
gamanmynd-
inni 4½ Min-
utes. Leikkonan
fer einnig með
aðalhlutverk-
ið í myndinni
á móti Johnny
Knoxville.
Zellweger
hefur áður
verið á bak við
tjöldin í Holly-
wood, eða þegar hún var einn af
framleiðendum Miss Potter sem
kom út 2006. 4½ Minutes gerist í
New York-borg og er byggð á ævi
uppistandarans Dov Davidoff.
Zellweger leikur einstæða móður
sem kynnist grínistanum Jimmy
Bennett sem á í erfiðleikum með
að festa ráð sitt.
Leikstýrir í
fyrsta sinn
Kvikmyndir ★★★★★
Frost
Leikstjórn: Reynir Lyngdal
Aðalhlutverk: Anna Gunndís
Guðmundsdóttir, Björn Thors,
Hilmar Jónsson, Helgi Björnsson,
Elma Lísa Gunnarsdóttir, Valur
Freyr Einarsson, Hallur Ingólfsson.
Fátt er verra fyrir spennutrylli
en spennufall, en það er eiginlega
besta orðið til að lýsa kvikmynd-
inni Frosti. Kynningarherferð
myndarinnar lofaði nokkuð góðu
þó hún hafi óneitanlega vakið upp
minningar um Blair Witch-fyrir-
Kaldur dagur í helvíti
EIN STJARNA Gagnrýnandinn Þorgils
gefur íslensku spennumyndinni Frost
bara eina stjörnu. MYND/BJARNI GRÍMS
Söngvarinn Enrique Iglesias gæti
verið næsti dómari í sjónvarps-
þáttunum American Idol. Söngv-
arinn mun hafa fengið tilboð um
að ganga til liðs við hinn vinsæla
sjónvarpsþátt og gerast dómari.
Aðrir dómarar í þættinum munu
vera Nicki Minaj, Keith Urban og
Mariah Carey.
Árslaun söngvarans yrðu
ekki af verri endanum því hann
fengi 490 milljón krónur fyrir
starf sitt. Það er þó ekki víst að
Iglesias taki tilboðinu því hann
hefur áður afþakkað tilboð um að
gerast dómari X Factor og The
Voice.
Boðið
dómarasætið
RENÉE ZELLWEGER