Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 50
10. september 2012 MÁNUDAGUR18 timamot@frettabladid.is COLIN FIRTH leikari á afmæli í dag „Ég myndi heldur vilja að fimm manns þekktu til starfa minna og þætti varið í þau heldur en að fimm milljónir þekktu til þeirra og væri alveg sama.“ 52 Fátækt er þema hádegisfyrirlestra Sagnfræðinga- félags Íslands á haustmisseri en fjallað verður um fátækt í sögulegu ljósi, á ýmsum tímum og út frá ólíkum sjónarhornum. Fyrsti fyrir- lesturinn verður haldinn á morgun en það er Sólveig Ólafsdóttir sem flytur erindi sem ber heitið Dísæt- ur skortur – smávegis um sykur í sögunni. Þetta er fimmtánda árið sem sagnfræðingar standa fyrir hádegisfyrirlestrum en þeir hafa „fyrir löngu fest sig í sessi sem frjór vettvangur umræðu um sagn- fræðileg málefni á breiðum grund- velli,“ eins og segir í fréttatilkynn- ingu þar sem einnig er tekið fram að þeir séu jafnan vel sóttir. Á vormisseri verður yfirskrift fyrirlestranna: Hvað er sögulegur skáldskapur. Fyrirlestrarnir verða haldnir í hádeginu annan hvern þriðjudag og hefjast klukkan 12.05 – 13.00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Sykur í sögunni SÓLVEIG ÓLAFS- DÓTTIR Flytur erindi um sykur og skort á honum á morgun. 11. september: Dísætur skortur – smávegis um sykur í sögunni. Sólveig Ólafsdóttir. 25. september: Þeim eru mis- lagðar höndur þeim herrum. Bjargarskortur í Breiðafjarð- areyjum undir lok 19. aldar. Már Jónsson. 9. október: Fátækt á Íslandi 1991-2004. Hannes H. Gissurarson. 23. október: Velsæld í örbirgðarlandi? Margrét Gunnarsdóttir 6. nóvember: Fátækt og fátækraframfærsla á úthallandi miðöldum og byrjun nýaldar. Vilborg Auður Ísleifsdóttir. 20. nóvember: Íslenska neyslusamfélagið. Úr neysluæði í kreppu. Magnús Sveinn Helgason. 4. desember: Fátækt á Íslandi í aldanna rás. Gísli Gunnarsson. FÁTÆKT FRÁ ÝMSUM SJÓNARHORNUM Útvarpskonan góðkunna Gerður G. Bjarklind er sjötug í dag. Af því tilefni sló Fréttablaðið á þráðinn til Gerðar sem heldur upp á daginn fjarri íslensk- um heimahögum. „Ég er nú bara úti í göngutúr hér í Moskvu með manninum mínum. Hér erum við í vellystingum hjá systurdóttur minni, Ásu Baldvinsdóttur, sendiherrafrú, og manni hennar Alberti Jónssyni sendiherra Íslands í Moskvu. Ég ætla að nota afmælisdaginn í það að skoða Kreml og svo ætlum við út að borða um kvöldið,“ sagði Gerður sem er í sinni fyrstu heimsókn í Rússlandi. „Við komum út fyrsta september og vorum fyrstu fimm dagana í Péturs- borg, sem er dásamleg borg og afar falleg. Við verðum hér til tólfta sept- ember en markmið okkar með þessari ferð var að njóta þess besta sem Rúss- land hefur upp á að bjóða. Við erum til dæmis á leið á ballett á morgun [laugar- dag], ætlum að sjá Hnotubrjótinn. Svo höfum við skoðað okkur um en akkúrat núna erum við á göngu með hund gest- gjafanna.“ Ekki verður komist hjá því að spyrja hvort einhver áform séu uppi um stór- veislu til að fagna þessum merkis- áfanga. „Ég geri nú ekki ráð fyrir því að halda upp á afmælið með öðrum hætti en þessari ferð. Við fórum í þessa ferð því okkur langaði til þess að breyta til, ég hélt upp á bæði fimmtugs- og sex- tugsafmælið með veislu. En maður veit svo sem aldrei,“ segir Gerður að lokum. sigridur@frettabladid.is GERÐUR G. BJARKLIND: FAGNAR SJÖTUGSAFMÆLI Í DAG NÝTUR LÍFSINS Í MOSKVU Á VAKTINNI Gerður G. Bjarklind í hljóðveri Ríkisútvarpsins þar sem hún starfaði um árabil. Myndin til vinstri er tekin árið 1977 en hin síðari er tekin árið 2004. Gerður G. Bjarklind er flestum Íslendingum kunn fyrir störf sín hjá Ríkisútvarpinu. Hún hóf störf þar árið 1961 og var lengi vel útvarpsþulur. Hún sá einnig um Lög unga fólksins um tíma og frá árinu 1997 stjórnaði hún Óskastundinni á Rás eitt. Gerður sagði skilið við þularstarfið í ársbyrjun 2005 en var áfram við stjórnvölinn á Óska- stundinni. Í febrúar 2011 var þeim tímamótum fagnað að Gerður hafði séð um 700 Óskastundir. Við tækifærið var haldið hóf henni til heiðurs og þá var myndin tekin. „Á einhverju allt öðru átti ég von en þessu. En þetta er líkt þeim því þau eru svo sæt í sér og elskuleg, allir samstarfsmenn mínir. Ég er ekki hissa að því leyti og þetta var bara ógurlega gaman,“ sagði Gerður í samtali við Fréttablaðið við þau tímamót. YFIR 700 ÓSKASTUNDIR Alþingi samþykkti þennan dag árið 1915 bann við sölu, framleiðslu og neyslu áfengis en það gekk í gildi í ársbyrjun 1915. Algjört áfengisbann ríkti hér á landi í sjö ár eða til ársins 1922 en þá var sala á léttvíni leyfð vegna viðskiptasamninga við Spán- verja. Árið 1935 var bannið afnumið á öllum áfengistegundum nema bjór en sala á honum var ekki leyfð á Íslandi fyrr en 1. mars 1989. Þegar rætt var um ný áfengislög á Alþingi í aðdrag- anda þess að bannið var afnumið 1935 var deilt um hvort leyfa ætti bjór eða ekki. Meðal raka sem ýmsir ræðumenn færðu fyrir því að banna áfram bjór voru að bjórdrykkja leiddi til áfengisfíknar meðal unglinga, drykkja verkafólks myndi aukast vegna þess að bjór væri ódýrari en sterkt vín en meginröksemd stuðn- ingsmanna laganna var sú að með því að leyfa bjór yrði heimabrugg upp- rætt sem og smygl á áfengi. Oft var deilt um bjórbannið og lagafrumvörpum var stefnt gegn því nokkrum sinnum en þó liðu 54 ár þar til því var hnekkt 1989 sem fyrr segir. ÞETTA GERÐIST: 10. SEPTEMBER 1915 Áfengisbann samþykkt á Alþingi Sýningin Norden Rundt stend- ur nú yfir í Nuuk á Grænlandi en hún samanstendur af verkum eftir ungmenni frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Álandseyjum og Finn- landi. Á meðal þeirra sem eiga verk á sýningunni eru 12 nemend- ur Myndlistaskólans í Reykjavík á aldrinum 13-16 ára sem allir sóttu námskeiðið Teikning, málun, grafík við skólann síðastliðinn vetur. Verkefnið Norden Rundt er sam- starfsverkefni norrænu húsanna í þátttökulöndunum fimm og fólst í því að ungmenni frá öllum lönd- unum unnu verk í flutningsgám sem merktur var með þjóðfána þeirra. Gámarnir voru síðan allir fluttir til Nuuk þar sem sýning- in var opnuð og vinnubúðir haldn- ar fyrir nemendur. Sýningin mun síðan ferðast um Grænland og fara þaðan til Helsinki, Kaupmanna- hafnar, Maríuhafnar og Þórshafn- ar, en gert er ráð fyrir að hún komi til Reykjavíkur í apríl á næsta ári og verði sett upp við Norræna húsið í Reykjavík á Barnamenningarhá- tíð 2013. Íslensku nemendurnir ákváðu að gera innsetningu í gáminn sinn, skuggateikningu af lítilli veröld eða borg þar sem ákveðnar bygg- ingar og fyrirbrigði minna á Ísland. Kennari á námskeiðinu var Þor- björg Þorvaldsdóttir. Farandsýning ungmenna INNSETNING Framlag íslensku ungmennanna var þessi innsetning. Merkisatburðir 422 Selestínus I. verður páfi. 1908 Fyrstu almennu leynilegu kosningarnar til Alþingis haldnar. Áður hafði verið kosið í heyranda hljóði. Kosninga- þátttaka stóreykst í kjölfarið og fer í 75,5 prósent. 1911 Minnisvarði eftir Einar Jónsson um Jón Sigurðsson afhjúpaður framan við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík. Síðar var styttan flutt á Austurvöll. 1942 Þýsk orrustuflugvél gerir árás á tvo bæi á Breiðdalsvík og á fimm báta úti fyrir Austurlandi. Skemmdir verða á húsum, en fólk sleppur án meiðsla. 1950 Minnisvarði um Bjarna Sívertsen riddara afhjúpaður í Hellisgerði í Hafnarfirði. Bjarni hóf verslun í Hafnarfirði 1793 og hefur verið nefndur faðir staðarins. 1960 Samtök hernámsandstæðinga stofnuð. 1977 Síðasta aftaka með fallöxi fer fram í Frakklandi. 2003 Ráðist á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Hún lætur lífið af völdum stungusára daginn eftir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA THORLACIUS sem lést sunnudaginn 2. september, verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 12. september kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Margrét Oddný Hannesdóttir Borg Curt Erik Borg Guðmundur Hannesson Ása Jónsdóttir Þorsteinn Hannesson Karólína Eiríksdóttir Sigmundur Hannesson Hildur Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN VIGFÚSSON áður til heimilis að Dalatanga 6, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju Grafarholti fimmtudaginn 13. september kl 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Orgelsjóð Guðríðarkirkju. Kt: 660104-3050 banki 0114-15-380396. Stefán Már Jónsson Hrefna Lind Borgþórsdóttir Kolbrún Jónsdóttir Bæring Sigurbjörnsson Edda Melax Günter Willi Schmid barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.