Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 10
10. september 2012 MÁNUDAGUR10
Láttu hjartað ráða
„Hnetusmjörið mitt inniheldur 99,5% hnetur
og aðeins 0,5% salt og er því í miklu uppáhaldi
hjá mér.“
Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus · www.lífrænt.is
FRÉTTASKÝRING
Hver er þróunin í leikskólamálum í Reykjavík?
Leikskólaplássum sem í boði eru í Reykjavík
hefur fjölgað um 19 prósent frá árinu 2000.
Hjá borginni hefur þeim fjölgað um 11,4 pró-
sent, úr 5.240 plássum í 5.837 pláss í ár. Þegar
sjálfstætt starfandi skólum er bætt við hefur
plássum fjölgað úr 5.670 árið 2000 í 6.750 í
ár. Fréttablaðið leitaði upplýsinga hjá Reykja-
víkurborg um þróunina í leikskólamálum.
Ýmislegt forvitnilegt kemur í ljós þegar rýnt
er í tölurnar. Þar má til dæmis sjá að plássum
hjá sjálfstætt reknum leikskólum fækkaði á
milli áranna 2011, þegar þau voru flest, og
2012. Plássum á einkareknu skólunum hefur þó
fjölgað um 12,3 prósent frá árinu 2000.
Þegar tölur Hagstofu Íslands eru skoðaðar
sést að börn á aldrinum tveggja til fimm ára í
Reykjavík voru 6.624 árið 2000 en í ár eru þau
6.684. Það er fjölgun upp á tæpt prósent, sem
er örlitlu minna en íbúafjölgun alls á tíma-
bilinu.
Börnum sem njóta heilsdagsvistunar, sjö
klukkustundir á dag eða lengur, hefur fjölgað
mikið á tímabilinu. Árið 2000 voru um 70 pró-
sent barna í slíkri vistun en í ár eru þau 97
prósent. Það þýðir að nær öll börn á leikskólum
í dag eru í heilsdagsvistun. Hvort það er vegna
aukins vinnutíma foreldra eða ekki skal ósagt
látið.
Hildur Björk Svavarsdóttir, deildar stjóri
hjá skóla- og frístundasviði borgarinnar, segir
þetta þýða að mun fleiri dvalarstundir verði
til í leikskólanum, en það er sá tími sem barn
dvelur í leikskólanum.
„Sem dæmi um það voru 3.670 börn með
heilsdagsvistun árið 2000, sem þýðir um
30.000 dvalarstundir, en 5.660 árið 2011, sem
eru um 45.000 dvalarstundir. Framboð á þjón-
ustu hefur því aukist meira en sem nemur
fjölda plássa, þar sem lengd hvers pláss hefur
einnig aukist.“
Fréttablaðið fékk ekki kostnaðartölur við
leikskólana nema frá árinu 2007. Á þeim tíma
hafa framlög borgarinnar til þeirra aukist úr
7,3 í 10 milljarða. kolbeinn@frettabladid.is
Nánast öll börn í leikskólum
borgarinnar í heilsdagsvistun
Leikskólaplássum í Reykjavík hefur fjölgað um 19 prósent frá árinu 2000. Börnum á leikskólaaldri hefur
fjölgað um tæpt prósent. Heilsdagsvistun hefur aukist. Plássum á einkareknum skólum fækkaði 2012.
LEIKSKÓLAKRAKKAR Framlög Reykjavíkurborgar til leikskóla hafa aukist um 2,7
milljarða frá árinu 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Fjöldi plássa á leikskólum í Reykjavík 1. október*
Leikskólar Reykjavíkur Sjálfstætt starfandi Samtals
2000 5.240 430 5.670
2001 5.462 572 6.034
2002 5.772 590 6.362
2003 5.810 576 6.386
2004 5.800 640 6.440
2005 5.729 648 6.377
2006 5.799 535 6.334
2007 5.526 869 6.395
2008 5.676 831 6.507
2009 5.684 918 6.602
2010 5.739 999 6.738
2011 5.790 1.003 6.793
2012 5.837 913 6.750
Rétt er að taka það fram að þau ár sem erfiðlega gekk að ráða fólk til starfa í leikskólum,
aðallega haustin 2007 og 2008, eru fjöldatölur barna lægri í töflunni. Ástæðan er ekki
fækkun plássa, heldur skortur á starfsfólki.
*Tölur frá 2012 miðast við 5. september að viðbættum
þeim sem væntanleg eru inn í leikskóla á næstu vikum.
SÝRLAND Mikil aukning hefur
orðið á erlendum íslamistum sem
nú berjast við hlið uppreisnar-
manna í Sýrlandi. Þetta segir
franskur læknir sem hefur á síð-
ustu vikum hlúð að fórnarlömb-
um átakanna í Aleppo, fjölmenn-
ustu borg Sýrlands.
Hinn sjötíu ára gamli Jacques
Beres, sem einnig hefur starfað
í borgunum Homs og Idlib, sagði
við Reuters að rúmur helming-
ur þeirra uppreisnarmanna sem
hann hlúði að hafi verið erlend-
ir íslamistar sem komið hafi til
Sýrlands til að steypa Bashar al-
Assad, Sýrlandsforseta, af stóli.
Markmið þeirra að sögn Beres
var að koma á sharia-lögum á í
landinu.
Borgarstyrjöldin í Sýrlandi:
Erlendum upp-
reisnarmönn-
um fjölgar
RISA FÍLL Hindúar á Indlandi draga á
eftir sér risastórt fílshöfuð sem táknar
gyðjuna Ganeshu. Styttan verður hluti
af tólf daga hátíð hindúa.
NORDICPHOTOS/AFP