Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 58
10. september 2012 MÁNUDAGUR26 sport@frettabladid.is ELÍN METTA JENSEN fær gullskóinn í Pepsi-deild kvenna í ár en hún skoraði átján mörk fyrir Val í sumar. Sandra María Jessen, Þór/KA, skoraði einnig átján mörk en Elín Metta spilaði færri mínútur í sumar og fær því gullskóinn. Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni, skoraði sautján mörk og fær bronsskóinn. HANDBOLTI Ólafur Stefánsson vildi lítið segja um framtíðaráætlanir sínar þegar Fréttablaðið ræddi við hann um helgina. Ólafur hefur verið í fríi síðan Ólympíu- leikunum lauk í síðasta mánuði. „Ég er bara enn að melta Ólympíuleikana og veit ekki enn hvað tekur við,“ sagði Ólafur. „Það eru möguleikar, vissu- lega. Ég er að reyna að skapa mér þannig aðstæður að ég velji réttan möguleika, þó maður viti aldrei fyrr en eftir á hvort maður valdi rétt.“ Aron Kristjánsson hefur tekið við þjálfun íslenska landsliðsins og Ólafur útilokaði ekki að hann myndi spila aftur með liðinu. „Það er einn af þessum möguleik- um en hann er ekkert rosalega stór. Ég veit bara ekki hvað gerist næst – það er óbreytt ástand hjá mér.“ Ólafur var síðast á mála hjá AG í Danmörku en hann er nú án félags. - esá Ólafur Stefánsson: Möguleikinn er ekki stór ÓLAFUR Hér í leik með landsliðinu á Ólympíuleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi, 101-92, þrátt fyrir hetjulega baráttu. Ísland skoraði 61 stig í fyrri hálfleik og var með 22ja stiga forystu að honum loknum. Svartfellingar komu svo sterkir til leiks í síðari hálfleik og söxuðu á forystuna, jafnt og þétt. Pavel Ermolinskij meidd- ist snemma í síðari hálfleik a og Haukur Helgi Pálsson spilaði aðeins örfáar mínútur í síðari hálfleik vegna villuvandræða. Jón Arnór Stefánsson átti stórleik en fékk sína fimmtu villu í stöðunni 83-80 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Svartfellingar gengu á lagið, skoruðu ellefu stig í röð og gerðu út um leikinn. „Þetta hefur verið upp og niður hjá okkur en ég hef verið að bíða nokkuð lengi eftir því að fá svona leik þar sem við byrjum jafn vel og við gerðum í dag,“ sagði Hlynur Bæringsson. „Það er ekki gaman að tapa með reisn, þó svo að við getum sagt að við spiluðum vel. Þetta hefur verið erfitt og fyrir utan leikinn í Ísrael hafa síðustu leikir ekki verið góðir.“ Landsliðið hefur nú spilað níu leiki í undankeppninni og allt- af til skiptis á heima- og útivelli. Öll liðin í riðli Íslands eru í aust- urhluta Evrópu og því gríðarlega mikil ferðalög að baki. Strákarnir spila lokaleik sinn í undankeppn- inni í Eistlandi á morgun. Peter Öqvist landsliðsþjálfari hefur keyrt liðið áfram á fáum mönnum en segir samt að ferða- þreytan hafi meiri áhrif á spila- mennsku liðsins en álag á lykil- menn. „Við höfum verið að fljúga út snemma dags og koma svo seint á áfangastað. Þetta hefur verið mjög strembið,“ sagði hann og Hlynur samsinnir því. „Þetta prógramm er bara rugl. Ég veit ekki hvað veldur því að það er uppsett á þennan máta. Það hefðu allir aðrir geta sett upp skárri dagskrá. Þetta er yfirmáta heimskulegt.“ - esá Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki gegn Svartfjallalandi í síðasta heimaleik Íslands í undankeppni EM: Leikjafyrirkomulagið yfirmáta heimskulegt HLYNUR Hefur staðið í ströngu með íslenska landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Undankeppni EM Ísland - Svartfjallaland 101-92 (61-39) Stig Íslands: Jón Arnór Stefánsson 32, Hlynur Bæringsson 22 (9 fráköst), Jakob Örn Sigurðarson 10, Logi Gunnarsson 8, Haukur Helgi Pálsson 5, Helgi Már Magnússon 5, Finnur Magnússon 4, Pavel Ermolinskij 4, Ægir Steinarsson 2. Pepsi-deild kvenna Fylkir - Þór/KA 1-2 Afturelding - Valur 4-4 Selfoss - Stjarnan 1-4 Breiðablik - FH 1-1 ÍBV - KR 8-0 LOKASTAÐAN Þór/KA 18 14 3 1 53-16 45 ÍBV 18 12 2 4 58-22 38 Stjarnan 18 12 2 4 53-23 38 Valur 18 9 4 5 48-30 31 Breiðablik 18 8 5 5 41-22 29 FH 18 5 4 9 27-47 19 Afturelding 18 4 4 10 22-42 16 Selfoss 18 4 4 10 30-77 16 Fylkir 18 3 3 12 23-44 12 KR 18 1 5 12 17-49 8 ÚRSLIT H Ú S G AG N A H Ö L L I N O P I Ð RIALTO La-z-boy stóll. Brúnt, svart eða natur áklæði. B:80 D:90 H:100 cm. 109.990 FULLT VERÐ: 129.990 NÚNA 20.000 KR. AFSLÁTTUR La-z-boy stóll. Svart, vín- rautt, brúnt eða ljóst leður. B:80 D:85 H:102 cm. 119.990 FULLT VERÐ: 139.990 GRAND PINNACLE XL La-z-boy stóll. Svart eða brúnt leður. B:84 D:107 H:118 cm. 149.990 FULLT VERÐ: 169.990 ASPEN La-z-boy stóll. Brúnt eða natur áklæði. B:80 D:85 H:100 cm. 0FULLT VERÐ: 99.99 NÚNA 20.000 KR. AFSLÁTTUR NÚNA 20.000 KR. AFSLÁTTUR NÚNA 20.000 KR. AFSLÁTTUR Hinn eini sanni! LA-Z-BOY er hágæða vörumerki, þar sem þægindi, notagildi og ending fara saman. Upplifðu hvíld á nýjan hátt og færðu þægindi inn á þitt heimili með LA-Z-BOY. LA-Z-BOY er eini stóllinn í heiminum sem hefur 18 mismunandi hægindastillingar. LA-Z-BOY er skrásett vörumerki og fæst eingöngu í Húsgagnahöllinni. FÓTBOLTI Lars Lagerbäck, lands- liðsþjálfari, setti miklar ábyrgð á herðar þeirra Helga Vals Daníels- sonar og Arons Einars Gunnars- sonar fyrir leikinn gegn Noregi á föstudag. Það var þeirra hlutverk að stöðva miðjuspil gestanna en þeim fórst það vel úr hendi. Eftir leikinn sagði Lagerbäck að þeir hefðu verið eins og tvær ryksugur á miðju vallarins. „Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifærið og það er frábært að finna fyrir trausti frá landsliðs- þjálfaranum,” sagði Helgi Valur við Fréttablaðið í gær. Lands- liðið var þá komið til Kýpur þar sem það æfði í gærmorgun. Kári Árnason, sem fór meiddur af velli á föstudag, gat ekki æft né heldur Jóhann Berg Guðmundsson sem fékk magakveisu í gærnótt. Lagerbäck hefur fylgst vel með „Það er ekkert annað að gera en að nýta tækifærið þegar maður fær það. Ég hef verið í landsliðshópn- um síðan Lagerbäck tók við og þó svo að ég hafi ekki verið alltaf í byrjunarliðinu hefur hann fylgst vel með mér og veit hvernig leik- maður ég er.“ Spurður hvort hann telji leikinn á föstudag sinn besta leik á lands- liðsferlinum játti hann því. „Sér- staklega þar sem við unnum 2-0 sigur á sterku liði. Ég hef áður spilað ágætlega með landsliðinu en þá hafa úrslitin ekki fallið okkur í vil. Mér leið vel á vellinum á föstu- daginn og þetta var gott.“ Hann segist ekki hafa fundið fyrir mikilli gagnrýni á frammi- stöðu sína með landsliðinu í gegn- um árin. „Ég hef ekki verið hugs- aður sem fyrsti kostur á miðjuna hjá landsliðinu í gegnum árin. Ég veit auðvitað best sjálfur hvað ég get og kannski hafði mér ekki tek- ist að sýna mitt besta með lands- liðinu.” Fæ yfirleitt ekki mikla athygli Helgi Valur segir það ef til vill helgast af því að sú vinna sem hann sinnir vekur yfirleitt ekki mikla athygli. „Ég hef ekki feng- ið mikla umfjöllun, hvorki með félagsliði mínu né landsliðinu. Ég tel mína helstu styrkleika vera að vera vel staðsettur, hlaupa mikið og vinna fyrir liðið. Það vekur yfirleitt ekki mikla athygli. En svo lengi sem ég fæ að spila og þjálfar- inn er ánægður þá er ég sáttur.“ Ísland mætir Kýpverjum á morgun og vonast Helgi Valur vit- anlega til að halda sæti sínu í lið- inu. „Ég vona að frammistaða mín á föstudag dugi til þess.“ eirikur@frettabladid.is MINN BESTI LANDSLEIKUR Helgi Valur Daníelsson og Aron Einar Gunnarsson voru ryksugurnar á miðju ís- lenska liðsins gegn Noregi, eins og landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck komst að orði eftir leik. Helgi vonar að frammistaðan dugi til að halda sæti sínu í liðinu. HELGI VALUR Var í „skítverkunum“ á miðju íslenska landsliðsins gegn Noregi á föstudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FORMÚLA 1 Lewis Hamilton vann sannfærandi sigur á Monza- brautinni á Ítalíu þar sem síðasti kappakstur tímabilsins í Evrópu fór fram. Hamilton, sem ekur fyrir McLaren, var fremstur á ráspól og leiddi næstum alla keppnina. Forystu hans var varla ógnað alla keppnina. „Þetta gekk hnökralaust fyrir sig. Ég held að ég hafi ekki lent í neinum vandræðum,“ sagði Hamilton. Sergio Perez á Sauber varð óvænt annar eftir að hafa verið tólfti á ráspól. Fernando Alonso, Ferrari, ók einnig mjög vel en hann endaði í þriðja sæti eftir hafa byrjað í því tíunda. Alonso er efstur í stigakeppni ökuþóra með 37 stiga forystu á næsta mann. Hamilton fór upp í fimmta sætið með sigrinum. - esá Formúla 1 á Ítalíu: Hamilton varla ógnað á Monza SIGURVEGARI Hamilton var sannfærandi á Monza-brautinni. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.