Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 8
10. september 2012 MÁNUDAGUR8 www.volkswagen.is Volkswagen Caddy Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metan- vélum frá framleiðanda. Caddy* kostar aðeins frá 2.950.000 kr. (kr. 2.350.597 án vsk) *Miðað v ið Caddy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur. Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós. Góður vinnufélagi Til afgreiðslu strax Atvinnubílar Fæst einnig fjórhjóladrifinn Fréttaviðtal: Fjölþjóðleg samvinna á Norðurslóð Bandaríski öldungadeild- arþingmaðurinn Lisa Murkowski var stödd hér á landi í vikunni þar sem hún sótti þingmannaráð- stefnu um norðurskautsmál. Hún segir nauðsynlegt að styrkja formlegt hlutverk Norðurskautsráðsins og tekur undir hugmyndir um nánara tvíhliða samstarf Bandaríkjanna og Íslands á margvíslegum sviðum. „Við í þingmannaráðinu hittumst á tveggja ára fresti og nú sem fyrr vorum við að ræða hin margvís- legu mál sem tengjast norðurslóð- um,“ segir Murkowski í samtali við Fréttablaðið, en hún er annar fulltrúa Alaskaríkis í öldungadeild bandaríska þingsins. „Þar á meðal ræddum við um stjórnun yfir svæðinu, uppbygg- ingarverkefni og fleira. En mikil áhersla var lögð á nauðsyn þess að efla Norðurskautsráðið og að það verði viðurkennt formlega sem samráðsvettvangur aðildar- þjóðanna í málefnum sem tengj- ast Norðurslóðum.“ Sameiginlegir hagsmunir Murkowski segir norðurskauts- svæðið í stöðugri þróun, meðal annars með bráðnun hafíshell- unnar og það sé skylda norður- heimskautsþjóða að tryggja aukna samvinnu og samráð. „Það eru sameiginlegir hags- munir okkar allra að tryggja það að öll þau skref sem við tökum séu tekin af ábyrgð og nærgætni gagn- vart umhverfinu.“ Aðspurð hvort ekki sé erfitt að finna jafnvægi milli þess að vinna að efnahagslegri uppbyggingu og vernda umhverfið segir hún svo vissulega vera, ekki síst í hennar heimaríki, Alaska. Þar eru gríðar- legir hagsmunir í olíu- og gas- vinnslu og síðustu misseri hafa staðið harkalegar deilur innan Bandaríkjanna um það hvort taka eigi ný svæði undir vinnslu. „Það er alltaf spenna milli þró- unarverkefna og þess að tryggja það að gengið sé fram með ábyrgð gagnvart umhverfinu. Shell hefur nú fengið rannsóknarleyfi á haf- svæðinu norður af Alaska, fyrst fyrirtækja í þrjátíu ár. Stjórnvöld hafa hins vegar sett afar ströng skilyrði með tilliti til áhrifa á loft, vatn og dýralíf á svæðinu. Kröf- urnar eru miklar enda er afar mikilvægt að tryggja rétt vinnu- brögð til að vera viss um að halda jafnvægi milli þróunarverkefna og náttúruverndar.“ Mikilvæg tengsl Á fundi Össurar Skarphéðinsson- ar utanríkisráðherra og Hillary Clinton, starfssystur hans, í fyrra- vor boðuðu þau bæði nánara sam- starf þjóðanna, ekki síst varðandi málefni sem varða norðurslóðir. Murkowski segist aðspurð sjá mikla og margvíslega möguleika á tvíhliða samstarfi Íslands og Bandaríkjanna, enda sé margt hægt að læra af Íslendingum. „Það er kominn tími til þess að við Bandaríkjamenn leggjum harðar að okkur við að styrkja sambandið. Ekki aðeins við Ísland, heldur öll heimskautsrík- in. Við höfum verið nokkuð sein að átta okkur á því að við erum sannarlega norðurskautsþjóð, en það stendur til bóta og við eigum margt sameiginlegt.“ Murkowski segir til dæmis von á sendinefnd stjórnmálamanna og viðskiptafólks frá Alaska til Íslands fyrir lok árs. „Þau munu til dæmis kynna sér hvernig Íslendingar hafa nýtt sér jarðhita, sem við Alas- kabúar eigum einnig, og hvernig umhverfis vænir og ódýrir orku- gjafar hafa gert ykkur kleift að fjölga tækifærum ykkar á sviðum eins og sjávarútvegi. Þar getum við lært margt og áður en ég sný aftur heim mun ég til dæmis heimsækja orkuver [HS Orku í Svartsengi], kolefnisendurvinnslu Carbon Recycling og fiskþurrkun- arverksmiðju. Í þeim efnum geta aðrir lært af ykkur, þannig að ég er algerlega sammála Clinton utanríkisráðherra um að við eigum að auka verulega samstarf Banda- ríkjanna við Ísland.“ Horft fram á við Bandaríski herinn yfirgaf landið þegar flotastöðin á Keflavíkur- flugvelli var lögð niður árið 2006. Í ljósi þróunar síðustu ára og aukins vægis Íslands á alþjóðavettvangi í krafti stöðu sinnar gæti ákvörðun bandarískra stjórnvalda um brott- för virst ótímbær, en Murkowksi segir fánýtt að velta slíku fyrir sér eins og sakir standa. „Það er alltaf auðvelt að líta um öxl, en það sem skiptir nú máli er að horfa fram á við og skoða þau svið þar sem við getum aukið sam- starf þjóðanna.“ Vill auka verulega samstarf við Ísland LISA MURKOWSKI Hún segir mikilvægt að Norðurskautsráðið verði viðurkennt formlega sem samráðsvettvangur aðildarþjóðanna í málefnum sem tengjast Norðurslóðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is Lisa Murkowski er fædd árið 1957 í Alaska og er annar tveggja fulltrúa ríkis- ins í öldungadeild bandaríska þingsins. Hún er repúblikani og hefur setið í öldungadeildinni frá árinu 2002. Hún tók við þingsæti föður síns, Franks Murkowski, eftir að hann var kjörinn ríkisstjóri Alaska. Frank náði ekki endurkjöri árið 2006, en þá laut hann í lægra haldi fyrir Söruh Palin. Í forvali Repúblikanaflokksins fyrir öldungadeidarkosning- arnar 2010 tók Palin afstöðu gegn Lisu Murkowski sem tapaði í því kjöri. Murkowski bauð sig hins vegar fram á eigin vegum og varði sæti sitt með sigri í þingkosningunum. Fædd og uppalin í Alaska: Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra að tryggja það að öll þau skref sem við tökum séu tekin af ábyrgð og nærgætni gagnvart umhverfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.