Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 62
10. september 2012 MÁNUDAGUR30 MÁNUDAGSLAGIÐ „Ég er að missa mig yfir nýja Villagers-laginu. Það heitir The Waves og er magnaður and- skoti með alveg ótrúlega upp- byggingu sem endar í hreinni fullnægingu. Ég held að ég hafi spilað það svona tíu sinnum í gegn síðasta mánudag.“ Birgir Örn Steinarsson, tónlistarmaður. Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti gefur út sína fyrstu plötu, Dýrð í dauðaþögn, á þriðjudaginn. Tvö lög af henni, Leyndarmál og Sumargestir, hafa notið mikilla vinsælda í sumar og því er eftirvæntingin mikil. Aðspurður segist Ásgeir Trausti hafa verið í eitt ár að semja lögin, þrír mánuðir fóru í upptökur og um tveir mánuðir í að vinna umslagið. Ferlið hefur því verið ansi langt en hann er mjög spenntur að sjá hvernig viðtökurnar verða. Strákarnir í Hjálm- um aðstoðuðu Ásgeir Trausta við upptökurnar, sem kemur ekki á óvart því söngvari sveitarinnar er bróðir hans Þorsteinn Einarsson. Þeir spiluðu einnig inn á plötuna og verða með honum á þrenn- um útgáfutónleikum. Þeir fyrstu verða á Græna hattinum 14. september, þeir næstu á Hvamms- tanga hinn 16. og þeir þriðju og síðustu á Faktorý 18. september. „Það er rosalega þægilegt að hafa svona reynslubolta í þessu með sér þegar maður er að koma svona nýr inn,“ segir Ásgeir Trausti um Hjálmana. Lögin á plötunni eru annars úr öllum áttum. „Lögin eru öll rosa ólík og textarnir eru allir mjög mismunandi,“ segir hann. Faðir hans, Einar Georg Einarsson, samdi sjö texta og Júlíus Róbertsson þrjá en hann spilar einnig með Ásgeiri. Það eru spennandi hlutir fram undan hjá tónlistar manninum efnilega, sem er þó sallarólegur yfir öllu saman. „Ég nenni ekki að vera að stressa mig, ég sé engan tilgang í því. Þetta rennur bara áfram og ég fylgi með.“ - fb Ný plata og þrennir tónleikar SALLARÓLEGUR Ásgeir Trausti er sallarólegur og nennir lítið að vera að stressa sig yfir hlutunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Minningartónleikar um útigangsmanninn Loft Gunnarsson, sem lést fyrr á þessu ári, verða haldnir á morgun, þriðjudaginn 11. september, í Vídalínskirkju í Garðabæ. Allt andvirði miðasölu rennur í minningarsjóð Lofts sem hefur það eina markmið að bæta aðbúnað utangarðsmanna í Reykjavík. Aðspurður segir Frosti Logason, vinur Lofts, að tónleikarnir hafi átt sér töluvert langan aðdraganda. „Fjölskyldu hans lang- aði fljótlega eftir jarðarför Lofts að gera eitt- hvað til að bæta hag útigangsmanna. Vinkona Lofts hélt ljóðasamkeppni og gerði ljóðabók sem var hugsuð fyrir sama málstað og svo er afmælið hans ellefta september. Við vissum alltaf að við myndum gera eitthvað á afmælis- degi Lofts,“ segir Frosti. Pétur Ben, Ómar og Óskar Guðjónssynir, Esja, Ellen og KK og Frizko spila á tónleik- unum, sem hefjast klukkan 20. Miðar fást á Midi.is. „Þetta verða mjög flottir tónleikar,“ segir hann og bætir við að allir hafi verið æstir í að fá að taka þátt. „Hann var svo rosa- lega vinamargur. Allir vissu hver hann var og höfðu talað við hann.“ Tónleikarnir í Vídalínskirkju verða að sögn Frosta bókstaflega í bakgarðinum þar sem Loftur ólst upp. Því eigi það einstaklega vel við að halda tónleikana þarna. - fb Til minningar um góðan vin LOFTUR GUNNARSSON Fjöldi þekktra tónlistarmanna minnist Lofts Gunnarssonar á tónleikum í Vídalínskirkju. MYND/BJÖRN ÁRNASON „Mér finnst miklu skemmtilegra að lesa þessa bók en síðustu tvær bækur sem ég las, en það voru kennslubækur í leikfimi,“ segir Þórunn Hjartardóttir myndlist- arkona, hljóðbókalesari og sjón- lýsandi. Þórunn er önnum kafin þessa dagana við að lesa íslenska þýðingu hinnar umtöluðu skáld- sögu Fifty Shades of Gray eftir E. L. James, mest seldu bókar heims í dag, inn á hljóðbók fyrir Blindra- bókasafn Íslands. Á næstu dögum hefst einnig lestur á bókinni Fantasíur sem ritstýrt er af Hildi Sverrisdóttur inn á slíka hljóðbók hjá Blindrabókasafninu. Kynlíf og tengdir hlutir eru veigamestu umfjöllunarefni beggja bókanna og má því segja að erótíkin ráði ríkjum í Blindrabókasafninu þessa dagana. Þórunn hefur lesið inn á flest- ar tegundir hljóðbóka í fjölda ára, meðal annars nokkrar bækur sem innihalda misjafnlega berorðar kynlífslýsingar. „Ætli það gróf- asta sem ég hef lesið hingað til sé ekki Belle du Jour – Opinská ævi- saga gleðikonu í London sem kom út fyrir nokkrum árum. Snákar og eyrnalokkar eftir japanska höfundinn Hitomi Kanehara var líka nokkuð djörf. Ég vanda mig alltaf eins og ég get, burtséð frá því hvers konar bækur ég les, og geri mitt besta til að hljóma sann- færandi í lestrinum,“ segir Þór- unn og bætir við að hugsanlega gætu óreyndir lesarar átt erfitt með að lesa klámfengnar lýsingar upphátt. „Sjálf kippi ég mér ekki upp við þær og finnst alltaf jafn huggulegt að sitja í hljóðverinu og lesa upp.“ Hlutverk Blindrabókasafnsins er að opna þeim sem ekki geta nýtt sér prentað letur aðgang að prentuðu máli á hljóðbók eða öðru aðgengilegu formi. Hafþór Ragnarsson, starfsmaður í hljóð- veri safnsins, segir að reglulega séu haldnir fundir þar sem farið ERÓTÍKIN RÆÐUR RÍKJUM: KYNLÍFSSKÁLDSÖGUR Á HLJÓÐBÓKUM Beðmál í Blindrabókasafni er yfir óskir lánþega og yfirlit yfir væntanlega bókatitla og ákvarðanir um lestur á bókum teknar út frá þeim. „Ég held að flestir lesarar mæti svona verk- efni sem hverju öðru og líklega er best að gera sem minnst af því að setja sig í sérstakar stellingar. Til dæmis las ég eitt sinn sjálfur sögu inn á hljóðbók þar sem aðal- persónan hékk sífellt úti á svölum þar sem hann glápti á smástelpur á skólalóð. Ég tengdi ekkert sér- staklega vel við þann karakter,“ segir Hafþór. kjartan@frettabladid.is KÓSÍ Þórunn Hjartardóttir hefur lesið inn á fjölda hljóðbóka fyrir Blindrabókasafnið og þykir alltaf jafn huggulegt í hljóðverinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NORSKA BLINDRA- BÓKASAFNINU HRÓSAÐ Norska tímaritið Cupido, sem í yfir aldarfjórðung hefur fjallað um kynlíf, kynheilsu og kynferðisleg réttindi, tilnefndi á föstudag norska blindra- bókasafnið til menningarverðlauna blaðsins árið 2012. Í tilnefningunni segir að með hljóðbókum opni safnið lánþegum sínum leið inn í heim erótísks skáldskapar og sýni jafnframt að ríkisstofnanir geti sýnt áhuga og ábyrgð á kynferðislegum réttindum þegna sinna. HAFÞÓR RAGNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.