Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 22
ÓÐINSGÖTU 4
SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is
Jón Guðmundsson, sölustj. og lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali.
SÉRBÝLI
Markarflöt – Garðabæ
Fallegt og vel skipulagt 199,7 fm. einbýlishús á einni hæð með innbyggðum tvöföldum bíl-
skúr. Húsið hefur verið þó nokkuð endurnýjað á sl. 5 árum. Aukin lofthæð er í öllu húsinu.
Samliggjandi stofur með gólfsíðum gluggum. Þrjú herbergi og eitt herbergi innaf bílskúr.
Parket nýlega slípað og lakkað. Gólfhiti. Skjólgóð steypt verönd fyrir framan húsið til
suðurs. Hús að utan nýmálað. Verð 58,9 millj.
Haukanes- Garðabæ
Glæsilegt u.þ.b. 330 fm. einbýlishús á tveimur hæðum innst í götu og með frábæru útsýni
á Arnarnesinu.Húsið hefur verið þó nokkuð endurnýjað hið innra á undanförnum árum
og er í mjög góðu ástandi, bæði innan og utandyra. Stórar og glæsilegar stofur með mikilli
lofthæð, miklum gluggum og ofanbirtu. Eldhús með vönduðum sérsmíðuðum innréttingum.
Fimm herbergi. Stórar og skjólgóðar verandir til suðurs með skjólveggjum og heitum potti.
Stór og ræktuð eignarlóð.Verð 99,0 millj.
Kaplaskjólsvegur
Vel skipulagt og fallegt 187,0 fm. endaraðhús á pöllum auk 30,0 fm. bílskúrs í vesturbænum.
Stórar og bjartar stofur. Sjónvarpshol. Eldhús með góðri borðaðstöðu. 5 herbergi. Nýlega
endurnýjað baðherbergi. Stórar suðursvalir og rúmgóð afgirt lóð til suðurs með hellulagðri
verönd. Hús í góðu ástandi að utan.Verð 59,0 millj.
Reynigrund – Kópavogi
Gott 126,6 fm. raðhús á tveimur hæðum auk frístandandi 31,5 fm. nýlegum bílskúr. Eignin
skiptist m.a. í stofu og borðstofu með útgengi á suðvestur svalir og þrjú svefnherbergi auk
forstofuherbergis og fataherbergis. Manngengt geymsluloft er yfir efri hæð. Sérlega fallegur
garður með viðarverönd til suðvesturs. Húsið og garður hafa fengið gott viðhald. Verð 37,5
millj.
Góðakur- Garðabæ
Glæsilegt 454,2 fm. einbýlishús á frábærri endalóð. Lóðin er 963 fm. að stærð og nýtur
útsýnis til sjávar og yfir óbyggt svæði. Eignin stendur neðan við götu og við óbyggt svæði
á tvo vegu. Húsið skilast í núverandi ástandi, fullfrágengið að utan og með grófjafnaðri
lóð. Aðalhæð hússins er 283,4 fm. og kjallari er 170,8 fm. að stærð og með fullri lofthæð.
Mögulegt er að setja glugga á kjallara. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu.
Verð 92,0 millj.
Móaflöt-Garðabæ
Fallegt og vel staðsett 213,6 fm. einbýilshús með 50,4 fm. innbyggðum bílskúr. Húsið var
nýlega stækkað og nánast algjörlega endurnýjað hið innra. Nýtt eldhús með vönduðum
tækjum, bæði baðherbergi endurnýjuð, öll gólfefni og settur gólfhiti í húsið o.fl. Fjögur
svefnherbergi. Ræktuð lóð og vísar til suðurs með útsýni út í hraunið. Verð 66,9 millj.
Starhagi.
307,2 gm. Glæsilegt einbýishús á þremur hæðum með aukaíbúð á þessum glæsilega
útsýnisstað auk 35,1 fm. bílskúrs. Á aðalhæð eru m.a. samliggjandi stofur með föstum inn-
réttingum, borðstofa,sjónvarpsstofa og eldhús með fallegum upprunalegum innréttingum.
Á efri hæð eru 5 herbergi og baðherbergi. Íbúð í kjallara er 3ja herbergja, samþykkt og með
fullri lofthæð. Glæsilegt útsýni úr stofum út á sjóinn. Falleg lóð. Frábær staðsetning.
Tjaldanes – Garðabæ
Mikið endurnýjað 256,2 fm. einbýlishús á einni hæð með innbyggðum tvöföldum bílskúr
á sunnanverðu Arnarnesi. Stórt hol/arinstofa með útgangi á verönd til suðurs. Stórar sam-
liggjandi bjartar stofur. Eldhús með vönduðum hvítum innréttingum. Hjónaherbergi með
fataherbergi innaf, forstofuherbergi og tvö barnaherbergi. Húsið hefur verið mikið endur-
nýjað að utan sem innan sl. ár. Stór eignarlóð sem snýr til suðurs. Verð 84,9 millj.
Asparhvarf- Kópavogi
Afar glæsilegt og vandað 243,1 fm. parhús á tveimur hæðum með innbyggðum 34,6 fm.
bílskúr á frábærum útsýnisstað við Elliðavatn. Húsið er innréttað á afar vandaðan og
smekklegan máta. Instabus rafkerfi er í húsinu. Innihurðir eru allar extra háar. Innréttingar
eru sérsmíðaðar, hvítar og úr bæsaðri eik. Gólfefni eru hvíttaður askur og flísar. Þrjú svefn-
herbergi. Auðvel t er að innrétta eitt stórt svefnherbergi í viðbót í stað sjónvarpsstofu á
neðri hæð. Lóðin er með miklum hellulögðum veröndum. Falleg lýsing utan á húsinu og á
lóð. Verð 73,9 millj.
Steinás – Garðabæ.
Fallegt, vel skipulagt og vel staðsett 144,5 fm. einbýlishús á einni hæð auk 50,0 fm. sérstæðs
bílskúrs með mikilli lofthæð. Húsið stendur á fallegum stað neðst í Ásahverfinu við opið
svæði með frábæru útsýni yfir hraunið. Mjög mikil lofthæð er í stofu og eldhúsi og innfelld
lýsing í loftum. Rúmgóð stofa, stórt eldhús og fjögur svefnherbergi. Risloft er yfir hluta
hússins, vel manngengt og nýtist sem vinnuaðstaða. Verð 63,0 millj.
4 - 6 HERB.
Stigahlíð - neðri sérhæð ásamt bílskúr
Vel skipulögð 149,4 fm. neðri sérhæð í nýviðgerðu þríbýlishúsi í Hlíðunum auk 28,5 fm.
bílskúrs. Hæðin skiptist í forstofuherbergi gestasnyrtingu, eldhús, rúmgóða stofu/borðstofu
með arni, þrjú herbergi á svefngangi og flísalagt baðherbergi. Suðursvalir út af hjónaher-
bergi. Húsið er klætt að utan. Tröppur nýlega múraðar.<B>Verð 39,9 millj.
Austurberg- m. bílskúr.
Góð 93,4 fm. endaíbúð á 4. hæð auk 17,9 fm. bílskúrs.Stofa og borðstofa með útgengi á
góðar suðursvalir með útsýni. Eldhús. Þrjú svefnherbergi, öll með skápum. Flísalagt baðher-
bergi. Snyrtileg sameign.Verð 19,9 millj.
Rauðás-4ra herbergja
Góð 108,5 fm. 4ra herbergja endaíbúð á 1. hæð í góðu fjölbýli. Gengið er beint inn í íbúðina
af jarðhæð. Gluggar eru í þrjár áttir. Eldhús er nýlega endurnýjað. Björt stofa með útgengi
á rúmgóðar svalir tilsuðurs. Fallegt útsýni úr öllum svefnherbergjum yfir Rauðavatn. Þvot-
taherbergi innan íbúðar.Verð 26,9 millj.
Skaftahlíð – 4ra herbergja sérhæð ásamt bílskúr.
Góð 114,8 fm. 4ra herbergja neðri sérhæð í Hlíðunum auk 21,5 fm. sérstæðs bílskúrs. Íbúðin
er nokkuð upprunaleg hið innra, en í góðu ásigkomulagi. Þrjú herbergi. Stofa og borðstofa
með útgengi á svalir til vesturs. Einnig litlar svalir til austurs út af hjónaherbergi. Svalir út af
hjónaherbergi.Laus við kaupsamning. Verð 37,4 millj.
Drápuhlíð – 4ra herbergja
Falleg og vel skipulögð 73,6 fm. 4ra herbergja risíbúð, lítið undir súð. Rúmgott eldhús. Tvö
herbergi. Baðherbergi nýlega endurnýjað. Rúmgóðar samliggjandi stofur. Auðvelt að breyta
annarri stofunni í svefnherbergi. Geymsluris yfir íbúðinni.Raflagnir og tafla fyrir íbúðina eru
nýleg.Laus til afhendingar fljótlega. Verð 25,9 millj.
Sumarhús – Svínadal
Glæsilegt 84,2 fm. sumarhús við Neðstaás í landi Kambhólslands, Svínadal. Húsið skiptist í gang,
stofu og eldhús í opnu rými með góðri lofthæð , þrjú svefnherbergi, baðherbergi með sturtu- og
gufuklefa, þvottaaðstöðu auk rúmgóðs svefnlofts með geymslurými. 12 fm. gestahús á lóð.
Lóðin er leigulóð 4.500 fm. að stærð, gróin og kjarri vaxin. Viðarverönd um 270 fm. umlykur
bústaðinn. Heitur pottur á verönd.
Sumarbústaður – Skorradal
Glæsilegt og vandað 57,6 fm. vel staðsett heilsárshús í landi Indriðastaða, Skorradal. Húsið er
byggt árið 2004 og skiptist í forstofu, gang, stofu með góðri lofthæð, opið eldhús, tvö herbergi
og baðherbergi auk rúmgóðs svefnlofts. Landið er leigulóð 3.853,0 fm. að stærð. Frábært útsýni
til Snæfellsjökuls, Langjökuls og niður að Skorradalsvatni. Möguleiki er að fá keypt bátaskýli, en
það er ekki innifalið í söluverði eignarinnar. Verð 17,5 millj.
Heilsárshús í Vaðneslandi, Grímsnesi.
Fallegt og vandað 55,5 fm. 4ra herbergja heilsárshús við Birkibraut, Grímsnesi. Húsið er byggt
árið 1995 og stendur á 5.000 fm. birkivaxin eignarlóð .Þrjú svefnherbergi, eldhús, stofa, baðher-
bergi og geymsla. Góð verönd við húsið með heitum potti. Fallegt útsýni. Hitaveita á staðnum.
Verð 18,9 millj.