Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 46
KYNNING − AUGLÝSINGHljóðfæri MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 20124 HEIÐURSGESTIR Raggi Bjarna, Jón Páll Bjarna son og Guðmundur Steingrímsson MIÐASALA HEFST 13. SEPTEMBER Á MIÐI.IS ANDREA GYLFADÓTTIR · DIDDÚ · EIVÖR · ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR · GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR · LAY LOW · RAGGA GÍSLA · SIGGA BEINTEINS BJÖRGVIN HALLDÓRSSON · EGILL ÓLAFSSON · GISSUR PÁLL GISSURARSON · STEFÁN HILMARSSON ÚTSETNINGAR & STJÓRN STÓRSVEITAR SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON STJÓRN STRENGJASVEITAR GRÉTA SALÓME HANDRIT & LAGAVAL GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR · GUNNAR HELGASON · MARGRÉT BLÖNDAL · SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON SVIÐSMYND MÓEIÐUR HELGADÓTTIR BÚNINGAR ELLEN LOFTSDÓTTIR KYNNIR MARGRÉT BLÖNDAL LEIKSTJÓRI GUNNAR HELGASON ALLAR HELSTU SÖNGKONUR LANDSINS SAMANKOMNAR Á EINUM STAÐ ÁSAMT STÓRSKOTALIÐI KARLSÖNGVARA, HRYNSVEIT, BLÁSURUM OG STRENGJASVEIT Á GLÆSILEGUM STÓRTÓNLEIKUM Í HÖLLINNI www.sena.is/elly TUNERIFIC GÍTARSTILLIR Gítarstillirinn Tunerific er íslenskt gítarstilliforrit sem farið hefur sigurför um heiminn undanfarin ár. Forritið er hannað af sprotafyrirtækinu Hugvakanum fyrir OVI-stýrikerfi Nokia-síma og hefur notið fádæma vinsælda hjá Nokia-notendum. Því hefur verið hlaðið niður í yfir milljón síma í 202 löndum. Virkni Tunerific er sú sama og hefðbundinna gítarstilla; farsíminn nemur hljóð frá gítar- streng á gítarnum og gefur svo myndræn skilaboð á skjánum um hvernig hann skuli stilltur. Einnig hafa aðstandendur Tunerific hannað forritið Chords sem er hljómaforrit. Hjá Hug- vakanum er nú unnið að þróun forrita fyrir Iphone- og Android- snjall- síma auk annarra nýsköp- unarverk- efna. FYRSTU HLJÓÐFÆRIN Saga hljóðfæra er nánast jafn- löng sögu mannkyns. Í upphafi menningar var notkun hljóðfæra yfirleitt tengd einhvers konar helgisiðum. Það var ekki fyrr en í samfélögum seinni tíma að fólk fór að búa til tónlist sem ætluð var til skemmtunar. Hljóðfærin þróuðust svo í takt við breyttar áherslur. Fyrstu hljóðfærin voru búin til úr dýraskinnum, beinum, tré og öðrum efnum sem eyðast með tímanum. Því er erfitt að fastsetja einhvern tíma á því hvenær fyrsta hljóðfærið kom til sögunnar og hvers konar hljóðfæri það var. Flestir fræðimenn eru þó sam- mála um það að flautur hafi verið gerðar fyrir að minnsta kosti 37 þúsund árum. Sumir telja að elsta flautan sé um 67 þúsund ára gömul. HLJÓÐFÆRI BROTIN Mörgum tónlistarmönnum í rokksögunni hefur þótt svalt að brjóta gítarinn í lok tónleika. Reyndar er þessi ágæta skemmtun ekki eingöngu bundin við gítarleikara; trommuleikarar hafa gegnum tíðina brotið ófá trommusettin auk þess sem nokkrir bassar hvíla í friði, margbrotnir og sundurtættir. Elstu heimildir um listamann sem braut gítar á tónleikum greina frá Rockin‘ Rocky Rockwell sem flutti grínútgáfu af Elvis Presley-slagaranum „Hound Dog“ og braut gítarinn í öreindir að lagi loknu. Jerry Lee Lewis er talinn fyrsti rokkarinn sem rústaði með stæl hljóðfærum á sviði en hann brenndi fjölda píanóa á sjötta áratugnum. Gítarleikarinn Pete Townshend úr rokksveitinni The Who tók þó verknaðinn upp á næsta stig og skrifaði sig í tónlistarsöguna á sjöunda áratugnum sem fyrsta rokk- stjarnan sem braut gítara sína reglulega á tónleikum. Bandaríska tónlistartímaritið Rolling Stones setur meðal annars gítarbrot Petes, á tónleikum í september árið 1964, á lista yfir 50 atriði sem breyttu rokksögunni. Seinni tíma rokkstjörnur hafa að sjálfsögðu leikið eftir þessa iðju. Þannig rústaði Ritchie Blackmore úr Deep Purple og Rainbow mörgum gíturum á áttunda áratug síðustu aldar. Kurt Cobain og aðrir með- limir Nirvana brutu ófáa gítara og önnur hljóðfæri á síðasta áratug síðustu aldar. BLÁSTUR FRÁ ÁSTRALÍU Tréblásturshljóðfærið Didgeridoo á rætur að rekja til frumbyggja Norður-Ástralíu. Hljóðfærið á sér langa sögu og eru til yfir 1500 ára gamlar hellamynd- ir sem sýna notkun þess. Það var upphaflega notað þar sem leikið var undir dansi en frumbyggjar Ástralíu trúðu því að lækninga- máttur byggi í hljóðfærinu og hægt væri að lækna fólk með því að spila á mein þess. Erfitt er fyrir byrjendur að spila á hljóðfærið en beita þarf lagni við að ná tón úr því og spila varir og öndun þar stórt hlutverk. Vanir spilarar hafa þróað með sér svo kallaða hring- öndun sem gerir þeim kleift að spila í mjög langan tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.