Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 18
FÓLK|HEILSA TEIKNA OG SKRIFA MÖRG LEIKSKÓLABÖRN HAFA GAM- AN AF ÞVÍ AÐ LÆRA STAFI. HÆGT ER HVETJA BÖRNIN MEÐ ÞVÍ AÐ LÁNA ÞEIM LITLA TÖFLU OG KRÍT OG KENNA ÞEIM STAFINA. BÖRNIN SKEMMTA SÉR VIÐ AÐ SKRIFA OG ÞURRKA AFTUR ÚT. SÖMU TÆKNI ER HÆGT AÐ NOTA Í TÖLVU EN TAFLAN ER KANNSKI ÞÆGILEGRI ÞEGAR MJÖG UNG BÖRN EIGA Í HLUT. ÞAU GETA ÞÁ LÍKA TEIKNAÐ DÝR, HÚS EÐA ANN- AÐ ÞAÐ SEM HUGURINN LEYFIR. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir HEIMA VIÐ | FRIÐRIKA GEIRSDÓTTIR KOM SKIPULAGI Á SKÁPANA ■ Friðrika Geirsdóttir verður dómari í íslenskri útgáfu af Masterchef-þátt- unum sem hefja göngu sína á Stöð 2 í lok þessa árs. Masterchef-þættir hafa verið afar vinsælir um allan heim. Til gamans fengum við Rikku til að svara nokkrum spurningum heima við. Stendur þú í einhverjum framkvæmdum þessa dagana á heimilinu eða hefur nýlokið við? Nei, ekki eins og er. En ég er reyndar búin að vera að taka til í fataskápunum hjá mér og koma nýju skipulagi á þar. Þar er alveg heilmikið sem mætti hverfa, einnig væri kærkomið að fá eitthvað nýtt inn. Ég hef reynt að halda þá reglu að þegar ég kaupi eitt- hvað nýtt í fataskápinn þá fer eitthvað gamalt út. Eins og gefur augaleið þá gengur það ekki alltaf upp. 2012 snýst um skipulag á heimilinu mínu að þessu sinni, sjáum til hvort að það gangi eftir. Eitthvað slíkt á dagskránni? Fyrir utan það að skipuleggja alla skápa þá langar mig óskaplega til að fríska upp á nokkra veggi. En auðvitað klæjar mann alltaf í fingurna og langar að snúa öllu við en það verður að bíða betri tíma. Ertu dugleg að breyta og bæta heima við? Ég er reyndar nokkuð sátt núna en ég reyni að létta aðeins á fyrir sumarið og svo aftur á móti fyrir veturinn þá kem ég fleiri kertastjökum fyrir svona hér og þar. Er einhver hlutur sem þig langar sér- staklega mikið í þessa dagana? Langar mann ekki alltaf í eitthvað? Ég sá til að mynda alveg óskaplega mikið af fal- legum hlutum í Hugmyndum og heimili og væri til í að fá að rasa þar út. Hver er uppáhaldshluturinn þinn í eld- húsinu? Hnífasafnið mitt auk þess sem Kitchen Aid-vélin kemur alltaf að góðum notum. Hver er uppáhaldsstað- urinn þinn á heimilinu? Ég sit mikið við eldhús- borðið þegar ég er að vinna og þar fæ ég margar góðar hug- myndir auk þess er það staðurinn þar sem fjöl- skyldan kemur saman á kvöldin. V ík Prjónsdóttir er einn fjölmargra íslenskra hönnuða sem taka þátt í Hönnunarvikunni í Finnlandi sem var sett síðastliðinn fimmtudag. Hönnun Víkur Prjónsdóttur var valin af skipuleggj- endum sýningarinnar til að vera í hinum þekkta útstillingarglugga Stockmann- stórverslunarinnar í miðborg Helsinki. „Við tökum þátt í sýningu sem kallast Everyday Discoveries sem er einn helsti viðburður World Design Capital Helsinki 2012 en þar verður hönnun sem tengist daglegu lífi fólks kynnt. Vík Prjónsdóttir sýnir þar Selinn og Kópinn en það eru teppi fyrir börn og fullorðna sem er hægt að klæða sig í,“ segir Ólafur Páll Torfason, framkvæmdastjóri Víkur Prjónsdóttur. Selurinn var hannaður fyrir nokkrum árum og hefur vakið athygli þar sem hann hefur verið sýndur. „Selurinn og Kópurinn hafa náð ákveðinni stöðu. Við skilgreinum okkur ekki sem tískufyrirtæki heldur bjóðum við upp á vöru sem hefur ákveð- ið notagildi sem fellur ekki úr tísku. Fólk hefur sýnt okkur mikinn áhuga og varan hefur selst ágætlega. Margir sjá þó ekki notagildið fyrr en þeir hafa prófað Selinn. Það er ótrúlega gott að vera í honum þeg- ar fólk er heima á kvöldin í tölvunni eða að horfa á sjónvarpið. Í Selnum nær maður ákveðinni jarðtengingu og einbeitingu.“ Vík Prjónsdóttir hyggur á landvinninga í Finnlandi og tekur þátt í annarri sýningu þar í október sem heitir Smart Process/ Smart design. „Þetta er liður í því að at- huga hverjir okkar möguleikar eru í Finn- landi. Við teljum að Finnar séu líkir okkur Íslendingum að mörgu leyti og að íslensk hönnun höfði til þeirra. Salan í netverslun okkar sem kemur frá Finnlandi hefur til dæmis aukist eftir að við fórum að sýna þar,“ segir Ólafur. Helsinki ber í ár titilinn World Design Capital og hefur íslensk hönnun verið áberandi í Finnlandi á árinu. Vík Prjóns- dóttir er ekki eini íslenski hönnuðurinn sem tekur þátt í Hönnunarvikunni í Finn- landi. Á meðal íslenskra þátttakenda eru Vík Prjónsdóttir, Studio Subba, Hrafnkell Birgisson, Dögg Guðmundsdóttir, Haf- steinn Júlíusson, Volki, Áslaug Jónsdóttir og Össur. ■ lilja.bjork@365.is SELURINN ÁBERANDI HÖNNUN Selur Víkur Prjónsdóttur var valinn til að kynna hluta sýningarinnar Everyday Discoveries á Hönnunarvikunni í Finnlandi. TIL SÝNIS Selur Víkur Prjónsdóttur í útstill- ingarglugga stórversl- unarinnar Stockmann í Helsinki. SELUR Selur, hönnun Víkur Prjónsdóttur, er þægilegt ullarteppi sem hægt er að klæða sig í. MYND/GULLI MAR FRIÐRIKA GEIRS- DÓTTIR Listakokkur og dómari. -inniheldur m.a. hinn öfluga DDS1 asídófílus sem er bæði gall- og sýruþolin. -er sannkölluð himnasending fyrir meltinguna, bætir og byggir meltingarflóruna og hefur reynst vel þeim sem þjást m.a. af meltingarkrampa, uppþembu, kandíta, lausri og tregri meltingu. www.gengurvel.is UPPLIFÐUMUNINN!® ® Þessi vara er laus við: Mjólk Glúten Sykur Soja Rotvarn- arefni P R E N T U N .IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.