Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 19
HLJÓÐFÆRI MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2012 Kynningarblað Hátalarar, gítarstillir, sjaldgæf hljóðfæri og gítarar í þúsunda tali Tónastöðin byrjaði sem hús-mæðrahobbí þegar v ið hjónin eignuðumst barn 1987. Þá veltum við vöngum yfir sniðugum lausnum svo Hrönn gæti verið sem lengst heima með litla barninu og úr varð, alveg óvart, Tónastöðin,“ segir Andrés Helgason, eigandi Tónastöðvar- innar. Þau hjón voru nýf lutt heim eftir þriggja ára dvöl í Færeyjum þar sem Andrés var skólastjóri tónlistarskóla. „Skólinn var suðupottur með tónlistarkennurum frá öllum heimshornum og þar kynntist ég ótal spennandi nótnabókum. Við ákváðum því að hefja innflutning á nótnabókum sem fengu strax góðar viðtökur. Brátt var eldhúsið ekki nógu stórt fyrir starfsemina og tóku bækurnar f ljótt yfir alla íbúðina,“ segir Andrés og hlær. Hann segir þau Hrönn ekki hafa stefnt á beinharðan versl- unarrekstur en úr því viðskipt- in undu svona upp á sig í eldhús- inu heima hafi þau orðið að setja á fót búð. „Tónastöðin var opnuð á Óðins torgi 1991. Í þá daga var lítil sem engin þjónusta við tónlist- arskólana og þá vantaði sárlega nótnabækur. Fljótlega skoruðu þeir á okkur að bæta blásturs- hljóðfærum við vöruúrvalið og jafnt og þétt bættust við f leiri hljóðfæri í Tónastöðina,“ útskýrir Andrés. Bjöllur og banjólele Tónastöðin f lutti í Skipholt 50d árið 1995 og þar hefur verslunin smám saman tekið undir sig jarð- hæðina. „Í dag seljum við allar tegund- ir hljóðfæra og ég geri töluvert af því að flytja inn óvenjuleg hljóð- færi eins og bjöllur, tenórgítara, gítarmandólín og banjólele sem er sérstök útgáfa af ukulele,“ segir Andrés sem hefur ástríðu fyrir að uppgötva ný hljóðfæri. „Í mínum huga er hlutverk hljóðfærabúða að kynna við- skiptavinum ný hljóðfæri. Það viðheldur forvitninni, kemur mörgum skemmtilega á óvart og kveikir nýjar hugmyndir meðal tónlistarmanna.“ Allir jafnir í Tónastöðinni Andrés er tónlistarkennari og lærði á trompet í blásaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Á námsárunum var hann bassa- leikari í ýmsum kunnum hljóm- sveitum en hætti í hljómsveita- bransanum til að snúa sér að kennslu. „Á búðargólfinu í Tónastöðinni hafa orðið til margar hljómsveit- ir enda búðin eins konar félags- miðstöð tónlistarmanna. Margir koma „baksviðs” og fá sér kaffi og iðulega óma tónar skemmtilegs samspils um búðina þegar tón- listarfólk mælir sér mót í Tóna- stöðinni,“ segir Andrés. Frá Tónastöðinni hefur stund- um spurst út að heimsþekktir listamenn hafi gripið í hljóðfærin. „Hingað koma jafnt frægir, ófrægir og heimsfrægir og við leggjum okkur fram við að koma eins fram við alla. Ég nýt þess hins vegar að upplifa ótrúlega tónelsku Íslendinga og sjá hversu framúrskarandi tónlistarmenn við eigum; jafnvel þótt þeir séu ekki í framlínu tónlistarsenunn- ar.“ Töfrastaður ólíkra hópa Andrés skrifar velgengni Tóna- stöðvarinnar ekki síst á starfsfólk sitt sem unnið hefur hjá honum lengi og býr yfir mikilli reynslu. „Ég er lukkunnar pamfíll að eiga hljóðfærabúð og vakna glað- ur til vinnu á hverjum morgni. Andrúmsloftið er ætíð skap- andi og við störfum næstum því í heilsugeiranum. Ég held nefni- lega að það sé fátt heilsusamlegra en að spila á hljóðfæri og öruggt að það er hollt fyrir bæði líkama og sál,“ segir Andrés brosmildur. Hann segir Tónastöðina fyrst og fremst þjónustufyrirtæki. „Sala hljóðfæra er aðeins brot af starfsemi Tónastöðvarinn- ar því þjónustan eftir á skiptir ekki síður máli. Við mætum ólík- um þörfum hljóðfæraeigenda og höfum aðgang að úrvals fagfólki í hljóðfærastillingum- og viðgerð- um,“ upplýsir Andrés sem ásamt starfsfólki sínu skiptir einnig um strengi, stillir gítara og fleira fyrir viðskiptavini Tónastöðvarinnar. „Hér finna allar tónlistarstefnur það sem þær vantar, hvort sem það er rokk, djass, klassík eða allt þar á milli. Það er einmitt gaman að sjá þessa ólíku hópa versla í sömu búðinni. Þá verða til töfrar og fólk uppgötvar að móhíkanatoppur gerir manneskjuna ekkert verri.“ Á gólfinu í aldarfjórðung Þegar tónlistarkennarinn Andrés Helgason og kona hans Hrönn Harðardóttir áttu von á barni árið 1987 ákváðu þau að slá til og flytja inn nótnabækur til búbótar í launalausu barnsburðarleyfi. Síðan eru liðin 25 ár og enn vex og dafnar húsmæðrahobbí hjónanna í Tónastöðinni sem stendur í fremstu röð hljóðfæraverslana. Þar hafa hljómsveitir fæðst innan um hefðbundin og óvenjuleg hljóðfæri. Í Tónastöðinni fást yfir tólf þúsund titlar af nótnabókum og hágæðahljóðfæri af öllum gerðum og fyrir allar tegundir tónlistar. Starfsfólk Tónastöðvarinnar aðstoðar byrjendur jafnt sem lengra komna við val á hljóðfærum og veitir alla aðra þjónustu sem viðkemur viðhaldi og viðgerðum á hljóðfærum. Tónastöðin opnaði einnig sérverslun á Akureyri árið 2009 til að mæta þörfum Norðlendinga fyrir nótnabækur og hljóðfæri. MYNDIR/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.