Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 6
10. september 2012 MÁNUDAGUR6 Kræsingar & kostakjör ALLT Á PRJÓNANA Í NETTÓ! Garndeildir Nettó | Reykjanesbær | Grindavík | Egilsstaðir | Akureyri | Mjódd | Grafarvogur | Borgarnes Léttlopi 228 KR Kræsingar & kostakjör Hentar fyrir krak ka á öllum aldri! Bókin er seld með kynningar- afslætti í verslunum. Hjúkrunarrými í hverjum landshluta 49 12 179 27 114 21 244 29 360 37 90 24 1.330 117 Fjöldi hjúkrunarrýma nú Biðlisti FRÉTTASKÝRING Hver er staðan á hjúkrunarrýmum? Alls eru 267 manns nú á bið- lista eftir hjúkrunarrými á land- inu, samkvæmt nýjum tölum frá Landlæknisembættinu. Biðlistinn er styttri en fyrir ári, en þá beið 281 eftir hjúkrunarrými. Flestir, eða 117 manns, bíða nú hjúkrunarrýmis á höfuðborgar- svæðinu. 37 bíða eftir plássi á Norðurlandi, 29 á Suðurlandi, 27 á Vesturlandi og 24 á Austur- landi. 21 hjúkrunarrými vantar á Suður nesjum og 12 á Vestfjörð- um. Fyrir tveimur árum kynnti félagsmálaráðuneytið bygg- ingarátak og uppfærða áætl- un um uppbyggingu 360 hjúkr- unarrýma í níu sveitarfélögum frá árinu 2010 til ársins 2012. Sveitarfélögin sem um ræddi eru Akureyri, Borgarbyggð, Fljótsdalshérað, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Reykjanesbær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Seinna bættist svo Ísafjörður við og ráðgert er að skrifað verði undir vilja- yfirlýsingu um uppbyggingu í Bolungarvík á næstu dögum. Því eru hjúkrunarrýmin sem byggja á upp samkvæmt áætlun- inni orðin ríflega 460, samkvæmt svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Ýmist er verið að fjölga hjúkrunarrým- um eða eyða fjölbýlum á hjúkr- unarheimilum, en það er í sam- ræmi við viðmið ráðuneytisins um aðbúnað í hjúkrunarrýmum. Samkvæmt svari velferðar- ráðuneytisins er kostnaðurinn við þessar framkvæmdir um þrettán milljarðar króna og þær munu krefjast um 1.100 ársverka. Utan þessarar áætlunar er einnig unnið að uppbyggingu rýma í Stykkishólmi, á Akranesi og Eskifirði. Staðan eftir landshlutum Hjúkrunarrými voru 2.366 á landinu öllu í febrúar síðastliðn- um. 1.330 þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu en uppbygging á 60 hjúkr- unarrýmum í Garðabæ, 30 rýmum á Seltjarnar- nesi, 30 rýmum í Mos- fellsbæ, 44 í Kópavogi og 60 í Hafnarfirði er mislangt á veg komin. „ Þ á e r á æt lu ð umfangsmikil uppbygg- ing ríflega 200 hjúkrun- arrýma á höfuðborgar- svæðinu, þar sem hvað brýnast er að fjölga rýmum, í samstarfi við sveitarfélögin,“ segir í svari ráðuneytisins. Á Suðurnesjum eru 114 hjúkrunarrými nú. Komist hefur verið að samkomulagi um bygg- ingu sextíu rýma hjúkrunarheim- ilis í Reykjanesbæ sem mun leysa af hólmi þau rými sem nú eru í notkun á hjúkrunarheimilinu Hlévangi og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Nýja hjúkrunarheim- ilið á að komast í notkun 2014. Á Vesturlandi eru 179 hjúkr- unarrými. Ný viðbygging við Dvalar heimili aldraðra í Borgar- nesi var tekin í notkun í sumar, en hjúkrunarrýmum fjölgaði ekki við það. Búið er að undir- rita viljayfirlýsingu um uppbygg- ingu hjúkrunarrýma í Stykkis- hólmi, en rýmum mun ekki fjölga við það. Þá verða níu rými fyrir heilabilaða vígð á Höfða á Akra- nesi í næstu viku. Á Vestfjörðum eru 49 hjúkrun- arrými en í byggingu er 30 rýma heimili á Ísafirði. Þá er áætlað að undirrita samning um uppbyggingu einbýla á nýju hjúkrunarheimili í Bolungarvík. Á Norðurlandi eru 360 hjúkrunarrými en fyrir skemmstu var nýtt hjúkrunarheimili, Lögmannshlíð, fullbúið til notkunar. Þangað flytjast 45 íbúar af öðrum dvalarheimilum. Á Austurlandi eru nú níutíu hjúkrunarrými. Í vor var skrifað undir samning um byggingu hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum sem á að taka í notkun árið 2014. Hjúkrunarrými fyrir fjörutíu manns verða á heimilinu. Þá er stefnt að því að nýtt hjúkrunarheimili verði tekið í notkun á Eskifirði á næsta ári, en það verður fyrir tuttugu íbúa. Á Suðurlandi eru 244 hjúkr- unarrými. Engin uppbyggingar- áform voru í landshlutanum sam- kvæmt fyrrgreindum áætlunum. thorunn@frettabladid.is Uppbygging brýnust á höfuðborgarsvæði 267 aldraðir bíða nú eftir hjúkrunarrými, en þeir voru 281 á sama tíma í fyrra. Áætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir uppbyggingu rúmlega 460 rýma en stór hluti þess er ekki ný rými. Fjölgun rýma er brýnust á höfuðborgarsvæðinu. 117 manns bíða nú eftir hjúkrunarrými á höfuðborg- arsvæðinu en 37 á Norður- landi. KEMUR HEILSUNNI Í LAG % AFSLÁTTUR 10.-30. SEPTEMBER HEILBRIGÐISMÁL Biðlistar á Land- spítalanum lengjast þvert á mark- mið spítalans að fækka þeim kerfis- bundið. Þetta kemur fram í pistli forstjórans, Björns Zoëga, sem hefur áhyggjur af þróuninni. Í skrifum hans kemur fram að í dag eru um tvö þúsund sjúklingar á biðlistum spítalans „en það er nokk- ur fjölgun frá því 1. janúar síðast- liðinn, þvert á markmið okkar um að fækka verulega á biðlistunum,“ segir Björn. Hann segir markmið starfsfólks spítalans fyrir árið 2012 hafa verið mjög metnaðarfull og þess vegna hafi í mörgum tilvikum verið mjög erfitt að ná þeim. „Það er þó hægt að gleðjast yfir markmiði eins og því að við nálgumst óðfluga að fækka spítalasýkingum niður í 5%. Þær eru 6,1% núna en nefna má að á öðrum háskólasjúkrahús- um á Norðurlöndum er tíðnin oft í kringum 9-10%,“ skrifar Björn. Sex mánaða uppgjör spítalans var neikvætt í fyrsta skipti í þrjú ár, eða upp á 84 milljónir króna. Bráðabirgðauppgjör fyrir fyrstu sjö mánuði ársins bendir hins vegar til þess að hallinn minnki hægt og sígandi, í samræmi við endurskoð- aða áætlun Landspítalans frá því í maí. - shá Forstjóri LSH hefur áhyggjur af því að fjölgað hefur á biðlistum frá áramótum: Biðlistar lengri en færri sýkjast Á LANDSPÍTALA Í FOSSVOGI Ágætlega gengur að fækka spítalasýkingum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NESKAUPSTAÐUR Miklar skemmd- ir urðu á húsnæði Verkmennta- skóla Austurlands í Neskaup- stað þegar heitavatnsrör sprakk og heitt vatn fossaði um bygg- inguna. Meðal annars skemmd- ust gólfefni, hurðir og húsgögn. Ekki er búið að meta tjón á tölvubúnaði skólans og því ekki vitað hversu mikill skaðinn var. Öll önnur hæð skólans er þó stórskemmd og kemur óhappið því til með að raska skólastarfi á næstu vikum. - trg Skólastarf raskast fyrir austan: Vatnsleki olli stórtjóni í VA Er launahækkun forstjóra Landspítalans réttlætanleg? JÁ 26,3% NEI 73,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú nýtt þér síðsumars- útsölurnar? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.