Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 4
10. september 2012 MÁNUDAGUR4
ÞJÓÐKIRKJAN Séra Steinunn Arn-
þrúður Björnsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi á Biskupsstofu, hefur verið
valin prestur í
Hjallapresta-
kalli. Það er val-
nefnd presta-
kallsins sem
leggur til að
Steinunn Arn-
þrúður verði
ráðin.
Embætt-
ið veitist frá
1. september.
Frestur til að
sækja um rann út þann 8. ágúst.
Átta sóttu um en einn dró umsókn-
ina til baka.
Biskup skipar umsækjandann
sem valnefndin nær samstöðu um,
að því gefnu að hann telji valið
reist á lögmætum sjónarmiðum. - sh
GENGIÐ 07.09.2012
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
216,5843
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
122,76 123,34
195,60 196,56
155,66 156,54
20,887 21,009
21,077 21,201
18,304 18,412
1,5535 1,5625
187,30 188,42
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Lyfjaval.is • sími 577 1160
15%
afsláttur
STEINUNN
ARNÞRÚÐUR
BJÖRNSDÓTTIR
Átta umsækjendur um brauð:
Steinunn valin í
Hjallaprestakall
MATVÆLAIÐNAÐUR Aðkallandi er að
sett verði löggjöf um vernd land-
fræðilegra merkinga á Íslandi er
álit Samtaka iðnaðarins og sam-
taka í mjólkur- og kjötvinnslu-
iðnaði. Í atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytinu stendur til að
skipa nefnd á næstunni til að
undirbúa slíka löggjöf.
Einar Karl Haraldsson, höf-
undur nýlegrar skýrslu um vernd
vöruheita, segir hættu á að slík
heiti verði tekin upp af öðrum.
Tók hann skyr sem dæmi. Þá geti
íslenskir framleiðendur ekki náð
fram aðgreiningu og erfiðara
verður að auka verðmæti vör-
unnar. Innlend löggjöf um vernd
vöruheita er forsenda þess að
semja um vernd íslenskra vöru-
heita á erlendum mörkuðum, er
hans mat. - shá
Nefnd skipuð næstu daga:
Vilja lög til að
verja vöruheiti
ÍSLENSKT Skyr er dæmi um vöruheiti
sem ástæða þykir að vernda með
lögum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SAMFÉLAGSMÁL Tveir til þrír ein-
staklingar svipta sig lífi í hverjum
mánuði á Íslandi, samkvæmt upp-
lýsingum frá Embætti landlæknis
og hafa 33 til 37 einstaklingar fall-
ið fyrir eigin hendi árlega undan-
farin ár.
Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna
er í dag. Hér á landi er dagurinn
einnig helgaður minningu þeirra
sem fallið hafa fyrir eigin hendi.
Að þessu sinni verður athygli
vakin á sjálfsvígum og forvörnum
gegn þeim með ýmsum hætti; mál-
þing um sjálfsvíg og forvarnir í
safnaðarheimili Dómkirkjunnar
við Tjörnina er klukkan þrjú til
fimm, minningarstund í Dóm-
kirkjunni klukkan átta og kerta-
fleyting á Tjörninni að henni lok-
inni. - shá
Dagur sjálfsvígsforvarna í dag:
33 til 37 sjálfs-
víg hér árlega
SJÁVARÚTVEGUR Gríðarleg magn-
aukning hefur orðið í útflutningi
á ferskum þorski og ýsu til Frakk-
lands á fyrstu sjö mánuðum árs-
ins miðað við sama tímabil í fyrra.
Þetta kemur fram í samantekt
Landssambands smábátaeigenda
úr gögnum Hagstofu Íslands. Aukn-
ingin er 49% í þorskinum og 127%
í ýsu.
Frakkar kaupa langmest allra
þjóða héðan af ferskum þorski eða
um helmingi meira en Bretar sem
eru næstir. Alls hafa tæp 40% af
öllum ferskum þorski verið seld til
Frakklands á fyrstu sjö mánuðum
ársins á móti 35 prósentum í fyrra.
Veruleg aukning er einnig á
útflutningi til Belgíu, Bandaríkj-
anna og Sviss sem eru í þriðja til
fimmta sæti yfir helstu kaupendur
okkar af ferskum þorski. Útflutn-
ingsverðmæti á ferskum þorski
á fyrstu sjö mánuðum þessar árs
nemur 12,4 milljörðum. Fersk ýsa
skilaði tæpum 3,4 milljörðum í
útflutningsverðmæti á tímabilinu
janúar-júlí þessa árs, sem er 648
milljónum meira en á sama tíma-
bili í fyrra.
Bretar kaupa langmest af ýsu
héðan og var hlutfallið 46% á
þessu ári. Næstmest er flutt út til
Bandaríkjanna og þá til Frakka-
lands. - shá
Útflutningur á ferskum fiski til Frakklands vaxið mikið milli áranna 2011 og 2012:
Frakkar stórtækir í fiskkaupum
LÖNDUN Það eru Frakkar sem kaupa
mest af Íslendingum af ferskum þorski.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VESTFIRÐIR Nýtt hvalbeinahlið
var vígt við hátíðlega athöfn í
skrúðgarðinum Skrúði á Þingeyri
í gær. Gömlu beinin hafa verið í
garðinum frá árinu 1932 og eru
nú varðveitt í Náttúrugripasafni
Bolungarvíkur.
Nýju beinin eru úr langreyði
sem var veidd árið 2009 og eru
gjöf frá Hval ehf. Talið er að
gömlu beinin séu af einni stærstu
steypireyði sem veidd hefur verið
í norðanverðu Atlantshafi og eru
nýju beinin rúmum metra styttri
en þau gömlu.
Nýtt hvalbeinahlið í Skrúði
Bein af lang-
reyði notuð
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
29°
29°
28°
23°
28°
26°
22°
22°
27°
21°
25°
24°
30°
19°
27°
21°
19°Á MORGUN
5-10 m/s,
hvassara austan til.
MIÐVIKUDAGUR
Hvessir og þykknar
upp SV-til síðdegis.
5
5
3
4
2
5
3
6
4
7
0
13
14
13
16
14
18
16
22
11
18
16
9
6 4
4
5 9
7 6
7
6
HVASST! Í dag
gengur kröpp lægð
yfi r landið og það
verður töluvert
hvasst, einkum
austanlands og
sunnan Vatna-
jökuls. Lægir smám
saman í kvöld og
nótt, fyrst NV-til en
áfram verður hvasst
SA- og A-lands á
morgun. Kólnar
heldur í veðri.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður
Þjófar slógust við verði
Öryggisverðir í verslun við Skógar-
lind í Kópavogi lentu skömmu eftir
hádegi í gær í handalögmálum við
mann sem talinn er hafa ætlað að
stela rafmagnsvespu úr versluninni
ásamt félaga sínum. Mennirnir tveir
voru ölvaðir og voru vistaðir í fanga-
geymslu fram eftir degi.
LÖGREGLUFRÉTTIR
LÖGREGLUMÁL Átján ára íslenskur
piltur, Kristján Hinrik Þórsson, var
skotinn til bana á bílastæði fyrir
utan verslun í bandarísku borginni
Tulsa í Oklahoma aðfaranótt laug-
ardags.
Tildrög skotárásarinnar, sem
varð klukkan hálftvö að nóttu, eru
óljós. Að því er haft er eftir lög-
reglu í bandarískum fjölmiðlum
sat Kristján Hinrik – kallaður Hin-
rik – í Chrysler Concorde-bíl með
öðrum manni fyrir utan verslunina
QuikTrip þegar árásarmaðurinn
kom aðvífandi, lenti í snörpu rifr-
ildi við ökumanninn, dró síðan upp
skammbyssu og hleypti af minnst
níu skotum inn í bílinn.
Fram kom í fjölmiðlum vestra í
gær að árásarmaðurinn hefði hald-
ið því fram að ökumaðurinn hefði
nánast ekið sig niður. Hann stökk í
kjölfarið á flótta. Bíll tvímenning-
anna rann síðan yfir á bílastæði við
nálæga kirkju og staðnæmdist á tré.
Hinrik og félagi hans, hinn 37
ára gamli John White, voru fluttir
í snatri á sjúkrahús þar sem Hinrik
var úrskurðaður látinn. White ligg-
ur enn helsærður á spítalanum. Ekk-
ert hefur enn komið fram um það
hvernig Hinrik og White tengjast.
Árásarmannsins, blökkumanns
með hökutopp sem hafði rauða der-
húfu á höfði við árásina, var enn
leitað í gærkvöldi. Lögregla vann
að því að fara yfir upptökur úr
öryggis myndavélum á staðnum.
Haft var eftir Dave Walker, yfir-
manni morðdeildar lögreglunnar í
Tulsa, í fréttum RÚV í gær að svo
virðist sem Hinrik hefði aðeins
verið saklaus strákur á röngum
stað. Hann hefur svo til alla tíð búið
í Tulsa ásamt móður sinni.
Bílastæðið við QuikTrip versl-
unina var vettvangur áþekkrar
árásar í ágúst í fyrra. Þá voru tveir
menn skotnir til bana í bíl sínum og
bíða tveir menn dóms fyrir morð
vegna þess. stigur@frettabladid.is
Morðingja íslensks
pilts leitað í Tulsa
Átján ára Íslendingur skotinn til bana á bílastæði við verslun í bandarísku borg-
inni Tulsa. Virðist hafa verið saklaus strákur á röngum stað. Félagi hans liggur
milli heims og helju á spítala. Morðinginn flúði og var ófundinn í gærkvöldi.
MIKILL VIÐBÚNAÐUR Málið hefur vakið mikla athygli í Tulsa og verið meðal helstu
fréttamála þar um helgina.
LEITA BANAMANNSINS White reyndi að aka bílnum í burtu en komst ekki langt og bíllinn rann á tré í grenndinni. MYND/NEWSON6