Fréttablaðið - 10.09.2012, Síða 46

Fréttablaðið - 10.09.2012, Síða 46
KYNNING − AUGLÝSINGHljóðfæri MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 20124 HEIÐURSGESTIR Raggi Bjarna, Jón Páll Bjarna son og Guðmundur Steingrímsson MIÐASALA HEFST 13. SEPTEMBER Á MIÐI.IS ANDREA GYLFADÓTTIR · DIDDÚ · EIVÖR · ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR · GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR · LAY LOW · RAGGA GÍSLA · SIGGA BEINTEINS BJÖRGVIN HALLDÓRSSON · EGILL ÓLAFSSON · GISSUR PÁLL GISSURARSON · STEFÁN HILMARSSON ÚTSETNINGAR & STJÓRN STÓRSVEITAR SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON STJÓRN STRENGJASVEITAR GRÉTA SALÓME HANDRIT & LAGAVAL GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR · GUNNAR HELGASON · MARGRÉT BLÖNDAL · SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON SVIÐSMYND MÓEIÐUR HELGADÓTTIR BÚNINGAR ELLEN LOFTSDÓTTIR KYNNIR MARGRÉT BLÖNDAL LEIKSTJÓRI GUNNAR HELGASON ALLAR HELSTU SÖNGKONUR LANDSINS SAMANKOMNAR Á EINUM STAÐ ÁSAMT STÓRSKOTALIÐI KARLSÖNGVARA, HRYNSVEIT, BLÁSURUM OG STRENGJASVEIT Á GLÆSILEGUM STÓRTÓNLEIKUM Í HÖLLINNI www.sena.is/elly TUNERIFIC GÍTARSTILLIR Gítarstillirinn Tunerific er íslenskt gítarstilliforrit sem farið hefur sigurför um heiminn undanfarin ár. Forritið er hannað af sprotafyrirtækinu Hugvakanum fyrir OVI-stýrikerfi Nokia-síma og hefur notið fádæma vinsælda hjá Nokia-notendum. Því hefur verið hlaðið niður í yfir milljón síma í 202 löndum. Virkni Tunerific er sú sama og hefðbundinna gítarstilla; farsíminn nemur hljóð frá gítar- streng á gítarnum og gefur svo myndræn skilaboð á skjánum um hvernig hann skuli stilltur. Einnig hafa aðstandendur Tunerific hannað forritið Chords sem er hljómaforrit. Hjá Hug- vakanum er nú unnið að þróun forrita fyrir Iphone- og Android- snjall- síma auk annarra nýsköp- unarverk- efna. FYRSTU HLJÓÐFÆRIN Saga hljóðfæra er nánast jafn- löng sögu mannkyns. Í upphafi menningar var notkun hljóðfæra yfirleitt tengd einhvers konar helgisiðum. Það var ekki fyrr en í samfélögum seinni tíma að fólk fór að búa til tónlist sem ætluð var til skemmtunar. Hljóðfærin þróuðust svo í takt við breyttar áherslur. Fyrstu hljóðfærin voru búin til úr dýraskinnum, beinum, tré og öðrum efnum sem eyðast með tímanum. Því er erfitt að fastsetja einhvern tíma á því hvenær fyrsta hljóðfærið kom til sögunnar og hvers konar hljóðfæri það var. Flestir fræðimenn eru þó sam- mála um það að flautur hafi verið gerðar fyrir að minnsta kosti 37 þúsund árum. Sumir telja að elsta flautan sé um 67 þúsund ára gömul. HLJÓÐFÆRI BROTIN Mörgum tónlistarmönnum í rokksögunni hefur þótt svalt að brjóta gítarinn í lok tónleika. Reyndar er þessi ágæta skemmtun ekki eingöngu bundin við gítarleikara; trommuleikarar hafa gegnum tíðina brotið ófá trommusettin auk þess sem nokkrir bassar hvíla í friði, margbrotnir og sundurtættir. Elstu heimildir um listamann sem braut gítar á tónleikum greina frá Rockin‘ Rocky Rockwell sem flutti grínútgáfu af Elvis Presley-slagaranum „Hound Dog“ og braut gítarinn í öreindir að lagi loknu. Jerry Lee Lewis er talinn fyrsti rokkarinn sem rústaði með stæl hljóðfærum á sviði en hann brenndi fjölda píanóa á sjötta áratugnum. Gítarleikarinn Pete Townshend úr rokksveitinni The Who tók þó verknaðinn upp á næsta stig og skrifaði sig í tónlistarsöguna á sjöunda áratugnum sem fyrsta rokk- stjarnan sem braut gítara sína reglulega á tónleikum. Bandaríska tónlistartímaritið Rolling Stones setur meðal annars gítarbrot Petes, á tónleikum í september árið 1964, á lista yfir 50 atriði sem breyttu rokksögunni. Seinni tíma rokkstjörnur hafa að sjálfsögðu leikið eftir þessa iðju. Þannig rústaði Ritchie Blackmore úr Deep Purple og Rainbow mörgum gíturum á áttunda áratug síðustu aldar. Kurt Cobain og aðrir með- limir Nirvana brutu ófáa gítara og önnur hljóðfæri á síðasta áratug síðustu aldar. BLÁSTUR FRÁ ÁSTRALÍU Tréblásturshljóðfærið Didgeridoo á rætur að rekja til frumbyggja Norður-Ástralíu. Hljóðfærið á sér langa sögu og eru til yfir 1500 ára gamlar hellamynd- ir sem sýna notkun þess. Það var upphaflega notað þar sem leikið var undir dansi en frumbyggjar Ástralíu trúðu því að lækninga- máttur byggi í hljóðfærinu og hægt væri að lækna fólk með því að spila á mein þess. Erfitt er fyrir byrjendur að spila á hljóðfærið en beita þarf lagni við að ná tón úr því og spila varir og öndun þar stórt hlutverk. Vanir spilarar hafa þróað með sér svo kallaða hring- öndun sem gerir þeim kleift að spila í mjög langan tíma.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.