Fréttablaðið - 17.09.2012, Qupperneq 4
17. september 2012 MÁNUDAGUR4
SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli
íslenskra skipa nam 100.401 tonni
í ágúst sem er um 1,6% minni
afli en í ágúst 2011 þegar aflinn
nam 109.814 tonnum. Þótt aflinn
minnki hefur hann aukist um
15,8% miðað við sama tíma-
bil 2011, sé hann metinn á föstu
verði, að því er fram kemur á vef
Hagstofunnar.
Afli uppsjávartegunda nam
tæpum 76.600 tonnum, en 83.300
tonn af uppsjávarafla veiddust
í ágúst 2011. Rúmum 54.700
tonnum var landað af makríl í
ágústmánuði, samanborið við
58.900 tonn í ágúst 2011. Um
19.800 tonn veiddust af síld sem
er samdráttur frá fyrra ári um
4.000 tonn. - shá
Heildarafli fiskiskipa í ágúst:
Tonnin færri
en virðið eykst
Á DEKKI 100 þúsund tonn fóru á þurrt í
ágúst.
Rangt var farið með nafn formanns
Sjúkraliðafélags Íslands í tilvitnun sem
fylgdi frétt í helgarblaði Fréttablaðsins.
Rétt nafn formanns Sjúkraliðafélags-
ins er Kristín Á. Guðmundsdóttir.
LEIÐRÉTTING
LÖGREGLUMÁL Lagt var hald á
nokkra tugi gramma af efni sem
talið er vera amfetamín við hús-
leit lögreglu á höfuðborgarsvæð-
inu á laugardagskvöld. Einnig
fundust peningar sem taldir eru
afrakstur fíkniefnasölu.
Fram kemur í tilkynningu
lögreglu að húsráðandi, kona á
þrítugsaldri með tengsl við vél-
hjólagengið Outlaws, hafi verið
handtekinn í þágu rannsóknar-
innar. Konan er sögð hafa komið
áður við sögu hjá lögreglu vegna
fíkniefnamála. - óká
Fundu amfetamín við húsleit:
Húsráðandinn
tengist Outlaws
Farþegi fluttur á slysadeild
Farþegi bifreiðar var fluttur með
sjúkrabíl á slysadeild eftir árekstur í
Kópavogi klukkan níu á laugardags-
morgun. Ökumaður bílsins var
hins vegar fluttur á lögreglustöð og
vistaður í fangageymslu grunaður
um að vera undir áhrifum áfengis og
fíkniefna.
LÖGREGLUMÁL
SJÁVARÚTVEGUR „Það eina sem Evr-
ópusambandinu er heimilt að gera
er að beita löndunarbanni á íslensk
fiskiskip sem eru á makríl veiðum
en allar aðgerðir umfram það,
innflutningsbann eða slíkt, eru
skýrt brot gegn EES-samningnum,
segir Friðrik Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ.
Á heimasíðu sambandsins segir
að heimild til refsiaðgerða sem Evr-
ópuþingið samþykkti sé almenns
eðlis og beinist því ekki eingöngu
gegn Íslendingum, heldur öllum
ríkjum sem talin eru stunda ofveiði
á sameiginlegum fiskistofnum. Þá
taki hún eingöngu til þeirra tegunda
sem talið er að séu ofveiddar og
annars afla sem veiddur er í sömu
veiðiferð. Því sé ekki hægt að halda
því fram að innflutningsbann verði
sett á allar íslenskar sjávarafurðir
á grundvelli heimildarinnar.
Friðrik segir fráleitt að saka
Ísland um ofveiði. „Við höfum
ítrekað lagt fram tillögur um að
allir dragi úr veiðum svo ekki verði
veitt umfram ráðgjöf. En þá þurfum
við auðvitað að fá sann gjarnan hlut
eins og aðrir. Þá er mikilvægt að
það fari fram endurmat á makríl-
stofninum því gera má ráð fyrir að
stofninn sé mun stærri en mælingar
vísindamanna benda til,“ segir
Friðrik. - shá
Útvegsmenn segja aðrar aðgerðir en löndunarbann brot á EES-samningnum:
Nær bara til löndunar á makríl
LANDAÐ Í EYJUM Löndunarbann á
íslensk fiskiskip á makrílveiðum er það
eina sem refsireglur ESB leyfa.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
31°
26°
22°
18°
24°
24°
18°
18°
28°
19°
28°
24°
31°
17°
25°
18°
17°
Á MORGUN
Strekkingur eða all-
hvasst austan til annars
hægari.
MIÐVIKUDAGUR
Allhvasst með NA-
ströndinni annars frem-
ur hægur vindur.
8 8
7 5
5
8 8
7 6
5
8
7
7
7
9
6
5
5
4
4
0
8
6
4
8 7
9
6
15
15
7
1
7
8
NORÐANÁTT
verður ríkjandi
næstu daga með
minnkandi úrkomu
norðan- og austan-
lands en björtu
veðri sunnan og
vestan til. Um
miðja viku gæti
orðið bjartviðri
mjög víða um land
en svo lítur út fyrir
sunnanátt með
rigningu þegar líður
að næstu helgi.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
LÖGREGLUMÁL Enn er allt á huldu
um orsök öflugrar sprengingar í
Ofanleiti í gærmorgun. Íbúi í hús-
inu liggur lífshættulega slasaður
á Landspítalanum eftir atvikið.
Lögregla lauk vettvangsvinnu
um sexleytið í gær, en hefur enn
ekkert gefið út um tildrög spreng-
ingarinnar. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins er ekkert sem
liggur fyrir um að eitthvað sak-
næmt hafi farið fram í íbúðinni
sem hefði getað valdið slysinu.
Ingvar Ágústsson var staddur í
Ofanleiti þegar sprengingin varð
og var hann fyrstur á vettvang.
Hann sá mann standa í stofu íbúð-
arinnar og hljóp til hans til að
aðstoða hann við að koma sér út.
Að sögn Ingvars var ekki mikill
eldur í íbúðinni á þessu stigi, að
undanskildum logum í hljómflutn-
ingsgræjum og litlum logum í eld-
húsi. Hann slökkti eldinn strax
í raftækjunum og reyndi svo að
beina manninum út. Veggur sem
skildi að stofu og svefnherbergi
hafði hrunið inn í stofuna og ofan
á sófann.
„Næsta hugsun var að koma
honum út. En veggurinn blokker-
aði gönguleiðina ásamt sófanum,
en ég náði að þrykkja sófanum til
og hann labbaði svo út sjálfur,“
segir Ingvar. Hann ræddi ekkert
við manninn, sem var augljóslega
í miklu losti. Hann náði þó að tjá
honum að hann væri einn í íbúð-
inni ásamt hundinum sínum, sem
slapp ómeiddur úr sprengingunni.
„Það eina sem ég sá var gas kútur
í eldhúsinu,“ segir hann. „Það var
enginn eldur í stofunni þegar við
komum að þessu. Mér finnst heldur
ólíklegt að sprengingin hafi orðið
þar, þar sem veggurinn hrundi inn
í hana, en ekki öfugt.“
Sigurður Ásgrímsson, fagstjóri
sprengjusveitar Landhelgisgæsl-
unnar, furðar sig á að lögregla
hafi ekki kallað Landhelgisgæsl-
una á svæðið þegar sprengingin
varð.
„Það hefði verið eðlilegt að gera
það,“ segir Sigurður. „Ég mun lík-
lega óska eftir því á morgun [í dag]
að fá að sjá vettvanginn og afla
mér upplýsinga um þetta mál.“
Sigurður segir erfitt að segja
til um orsakir sprengingarinnar
án þess að hafa séð svæðið. Hann
segir þó að miðað við það sem
hann sá í fréttum hafi verið ein-
kennilegt hversu mikill eldur
blossaði upp í kjölfar sprenging-
arinnar.
„Það er yfirleitt ekki svo í gas-
sprengingum, þær eru hreinni og
sneggri. En hvort það hafi verið
einhver önnur efni í íbúðinni sem
voru svona mikill eldsmatur er
erfitt að segja til um,“ segir hann.
„Þetta er allt mjög einkennilegt.
Mjög undarlegt. Ég mun kanna
þetta mál á morgun [í dag] til
að heyra hvað lögreglan telur
að þetta hafi getað verið. Það er
mjög nauðsynlegt fyrir okkur að
vera upplýstir í öllu svona. En það
vantar upp á hér á landi að menn
taki svona löguðu alvarlega.“
Sigurður segir gas vissulega
vera fyrstu hugmyndina sem komi
upp í svona sprengingum.
„En þessi eldur og svarti reykur
gerir það mjög einkennilegt,“
segir hann. „Leifar af gaskúti
ættu þá að finnast í íbúðinni ef það
hefur verið orsökin.“
sunna@frettabladid.is
Undrast að ekki hafi verið
leitað til sprengjusveitar
Lögregla rannsakar nú tildrög öflugrar sprengingar við Ofanleiti í gær. Maður slasaðist lífshættulega í
slysinu. Nauðsynlegt að taka svona löguðu alvarlega, segir fagstjóri sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar.
ÖFLUG SPRENGING Fljúgandi brak úr íbúðinni skemmdi bíla tugi metra frá fjöl-
býlishúsinu. Borgarstarfsmenn fóru strax í að hreinsa upp glerbrot, sem höfðu
dreifst víða um hverfið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Íbúum í Ofanleiti 17 og 19 var boðið upp á hressingu og áfallahjálp í hús-
næði Rauða krossins um eittleytið í gær eftir að húsin voru rýmd. Að sögn
Jóns Brynjars Birgissonar hjá Rauða Krossinum komu um 15 manns úr hús-
unum til að fá upplýsingar, en þeim var einnig boðin gisting ef þörf var á.
„Þau mega ekki fara heim til sín strax, en mér sýnist langflestir vera komn-
ir með gistingu,“ segir Jón Brynjar. „Okkar hlutverk núna er að hlusta á þau
og veita þeim upplýsingar. Svo höfum við samband við íbúana nokkrum
dögum síðar til að kanna hvernig þeim hefur reitt af.“
Íbúum boðið í Rauða krossinn
GENGIÐ 14.09.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
218,0412
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
120,65 121,23
195,91 196,87
157,91 158,79
21,178 21,302
21,268 21,394
18,4 18,508
1,5457 1,5547
186,8 187,92
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is