Fréttablaðið - 17.09.2012, Page 16

Fréttablaðið - 17.09.2012, Page 16
16 17. september 2012 MÁNUDAGUR Það er ekki ofsögum sagt að Ísland hafi tekið crossfit opnum örmum. Síðan undir ritaður stofnaði fyrstu crossfit-stöðina á Íslandi haustið 2008 hefur iðkenda- fjöldi vaxið úr engu í á fjórða þús- und og löggiltar crossfit- stöðvar landsins fylla nú tuginn. Þessi mikli vöxtur er að langmestu leyti sjálf sprottinn, knúinn áfram af ánægðum viðskiptavinum sem linna ekki látum fyrr en þeir hafa drifið vini, maka og ættingja með sér á æfingar, og af stórhuga þjálf- urum sem eru tilbúnir að leggja allt undir til að láta drauminn um crossfit-stöðina sína rætast. Crossfit-vakningin á Íslandi hefur haft ýmislegt jákvætt í för með sér, fyrir utan þá lýðheilsubót sem regluleg hreyfing þúsunda kyrrsetumanna hefur í för með sér. 1. Crossfit-stöðvar eru frum- kvöðlafyrirtæki sem skapa atvinnu fyrir metnaðarfulla þjálfara (þar á meðal á annan tug íþróttafræðinga og sjúkra- þjálfara) og hafa örvandi áhrif á efnahagslífið. 2. Í öllum almennilegum crossfit- stöðvum myndast sterkur og jákvæður félagsandi sem verður hvati að mörgum samfélagslega gagnlegum viðburðum, eins og söfnunum til ýmissa góðgerða- mála, íþróttakeppnum, stofnun íþróttafélaga og ýmislegu fleiru. 3. Crossfit er líkamsrækt sem brúar kynslóðabil, fær unglinga til að spjalla af áhuga og ein- lægni við foreldra sína, gefur uppteknum hjónum færi á dýr- mætum samverustundum og vinahópum möguleikann á að hittast reglulega. 4. Í crossfit er árangur mældur í auknum styrk, þreki, úthaldi o.s.frv. Áhersla á aukna getu en ekki útlit frelsar jafnt karla sem konur frá oki hins staðlaða tískublaðalíkama og auðveldar þannig fólki af öllum stærðum og gerðum að sættast við líkama sinn eins og hann er. 5. Crossfit-samfélagið upp hefur sterkar konur. Sú upphefð vinnur gegn fordómum um að konur eigi ekki að vera sterkar og veitir sterkari konum frelsi til að njóta sín á sínum eigin for- sendum. Crossfit-þjálfun hefur það að markmiði að koma iðkendum sínum í form á breiðum og almennum grunni, og gera þá vel í stakk búna til að takast á við líkamlegar áskor- anir daglegs lífs. Allar æfingar sem gerðar eru í crossfit-þjálfun eru lagaðar að mismunandi getu og lík- amsástandi hvers og eins, með því t.d. að aðlaga þyngdir lóða, fjölda endurtekninga, með því að skipta út of erfiðum æfingum o.s.frv. Þannig er flestum gert kleift að stunda crossfit, þó vitanlega sé himinn og haf á milli þess álags sem hæfur þjálfari leggur á bakveikan kyrr- setumann á sextugsaldri og afreks- konu á þrítugsaldri. Þó margt jákvætt megi segja um crossfit-iðkun er langt í frá að æfingakerfið sé hafið yfir gagn- rýni. Crossfit-þjálfun er í eðli sínu há-ákefðarþjálfun og sem slík afskaplega árangursrík ef vel er að henni staðið, en jafnframt vandmeðfarin, sérstaklega þegar iðkendur eru á mismunandi aldri og með ólíkan bakgrunn. Þegar við bætist að þröskuldur fyrir því að öðlast crossfit-þjálfara- réttindi er lágur, og hver cross- fit-stöð hefur fullt frelsi og sjálf- stæði í því hvernig hún útfærir sína þjálfun, liggur í augum uppi að heil mikill munur getur verið á gæðum og innihaldi þeirrar þjón- ustu sem boðið er upp á í mismun- andi crossfit-stöðvum. Sá munur getur til dæmis legið í mismun- andi menntun og hæfni þjálfara, mismunandi útfærslu á hugmynda- fræði þjálfunarinnar, mismunandi þjónustustigi, mismunandi aðstöðu, mismunandi verðlagningu og mis- munandi markmiðum stöðvanna. Vangaveltur sjúkraþjálfara um hugsanleg meiðsl vegna crossfit- þjálfunar ber að taka alvarlega, jafnvel þó engin töluleg gögn eða upplýsingar um tilgang og eðli meðferða liggi fyrir á þessu stigi málsins. Allir þjálfarar, hvort sem er í crossfit eða annars staðar, eiga að líta á það sem frumtilgang sinn að meðhöndla fólk af varkárni og ábyrgð, með langtímauppbyggingu í huga. Crossfit er þjálfunarkerfi í mótun. Á þeim rúmlega fjórum árum sem liðin eru síðan undirrit- aður byrjaði að sökkva sér ofan í hugmyndafræðina hefur orðið heil- mikil gerjun í crossfit-heiminum, til dæmis með stóraukinni áherslu og þekkingu á því hvernig auka má hreyfigetu og liðleika, áhugaverðum deilum um langtímaáhrif þess að setja hverja einustu æfingu upp sem keppni upp á líf og dauða, vangavelt- um um réttmæti og tilgang þess að gera tæknilega flóknar æfingar undir miklu álagi, skoðanaskiptum um það að hversu miklu leyti eigi að nota þekkingu úr hefð bundinni þjálffræði til að byggja upp æfinga- áætlanir crossfittara til skemmri og lengri tíma, og margt fleira. Um þetta eru deildar meiningar, líka innan hins íslenska crossfit-samfé- lags, og það er að mínu mati þarna sem fagstéttir eins og sjúkraþjálf- arar og íþróttafræðingar geta gert mest gagn. Með málefnalegri gagn- rýni og hófstilltri umræðu um kosti og vankanta, er ég viss um að hægt sé að auka gæði crossfit- þjálfunar á Íslandi. Glannalegar og órök- studdar upphrópanir, alhæfingar og rangfærslur gera ekkert annað en að búa til andstæðar fylkingar úr hópum sem eiga að snúa bökum saman í þeim sameiginlega tilgangi sínum að efla heilbrigði og lífsgæði þjóðarinnar. Lengri útgáfu greinarinnar má lesa á Vísir.is. Crossfit: Ekki svo galið Íþróttir Dr. Leifur Geir Hafsteinsson eigandi og yfirþjálfari CrossFit Sport Glannalegar og órökstuddar upphrópanir, alhæfingar og rangfærslur gera ekkert annað en að búa til andstæðar fylkingar… ÞEKKTU RÉTT ÞINN Á VINNUMARKAÐI. KÍKTU Á ASIUNG.IS VEIST ÞÚ HVER RÉTTUR ÞINN ER? EKKI? SVINDLA Á ÞÉR? Alkunna er að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Í ágætum umræðum í blaðinu undan farið um forsendur langtíma hagvaxtar er talið farsælast að stóla meira á þekkingargeirann og tryggja með því verðmætari afurðir sem er forsenda aukinna lífsgæða. Bætt er við að það gerist „til dæmis með því að efla menntun í tækni og vísindum,“ og sjá þannig til þess að nýsköpunarfyrirtæki fái „rétta starfsfólkið,“ eins og segir í leið- ara Fréttablaðsins 12.09. Síðan er áréttað að það verði með því að efla rannsóknir á vegum háskólanna og tíundaður fjöldi doktorsnema sem vinnur fjölda ársverka í rannsókn- artengdu námi. Loks er bent á að slíkt umhverfi eigi að vera „útung- unarstöð nýsköpunarfyrirtækja“. Taka má undir að gefa þurfi sprotafyrirtækjum (og vonandi einnig starfandi tæknifyrir tækjum) meiri gaum, skapa þeim hagstætt rekstrarumhverfi og auðvelda þeim að fá fé til að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd. Allt er þetta rétt og skynsamlegt. Eftir sem áður er ekki minnst á þann hlekk í þessari mikilvægu keðju sem ræður úrslitum um hvort allt það góða starf sem talið er upp hér á undan skili þeim árangri sem stefnt er að. Þegar talað er um „rétta starfs- fólkið“ í þessu sambandi er ekki gæfulegt að gleyma þeim sem síðast koma við sögu eftir að góð hugmynd hefur fæðst og farsælt þróunar starf farið fram og við tekur að framleiða eftirsóttar vörur úr öllu saman. Í sérhverju tæknisamfélagi sem nær árangri í þekkingargeiranum er þess gætt að framleiðslufyrir tækin hafi á að skipa fagmönnum sem geta nýtt sér tölvustýrðar vélar og tæki sem taka sífelldum framförum. Þessar sömu þjóðir vita að slíkt fólk verður ekki hirt af götunum; þvert á móti hefur það lært sínar iðn greinar í góðum skólum, fengið þjálfun í tæknifyrirtækjum og hefur aðgang að góðri endur menntun. Vissulega eru starfandi á Íslandi afbragðs fag- menn í málm-, véltækni og rafiðn- aði. Hér eru líka góðir skólar fyrir slíkt fólk, mörg ágæt fyrirtæki í greininni og öflug endur menntun. Eftir sem áður stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd að mikill skortur er á slíkum fagmönnum. Kveður svo rammt að þessum skorti að með sama framhaldi ger- ist annað tveggja að flytja verður inn fagmenn á þessu tæknisviði í stórum stíl á næstu árum eða færa framleiðsluna til landa þar sem lögð hefur verið meiri áhersla á verktækninám en hér hefur verið um sinn. Þá stöndum við frammi fyrir þeirri nöturlegu staðreynd að afrakstur þekkingargeirans verður ekki eftir hér á landi í þeim mæli sem eðlilegt er að gera kröfu til. Sem betur fer er flestum að verða ljóst að við svo búið má ekki standa. Margir iðnmennta- skólar eru nú að vekja athygli unga fólksins á þeim gríðarlegu mögu- leikum sem er að finna í málm-, véltækni- og rafiðnaðarfyrir- tækjum hér á landi. Þeim er þó skorinn þröngur stakkur í fjárhags- legum efnum. Þess vegna eru fyrir- tæki í iðntæknigreinum að vakna til vitundar um að þau verða líka að leggjast á árarnar með skólunum, ríkisvaldinu og sveitarstjórnum. Með því móti aukast líkur á að skól- arnir geti menntað mun fleira ungt og efnilegt fólk til starfa í skap- andi iðngrein sem hefur þegar náð miklum árangri á alþjóðamarkaði. Þarna liggja stærstu og arðsöm- ustu atvinnutækifæri þessa lands og ekki seinna vænna að nýta þau enn betur fyrir land og lýð. Veikasti hlekkurinn Menntamál Ingólfur Sverrisson hjá Samtökum iðnaðarins

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.