Fréttablaðið - 17.09.2012, Page 47

Fréttablaðið - 17.09.2012, Page 47
| FÓLK | 3HEIMILI KOMDU MEÐ MÁLIN og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI Þú nýtur þekkingar og reynslu og fyrsta flokks þjónustu. VIÐ KOMUM HEIM TIL ÞÍN, tökum mál og ráðleggjum um val innréttingar. ÞÚ VELUR að kaupa inn- réttinguna í ósamsettum einingum, samsetta, eða samsetta og uppsetta. HREINT OG KLÁRT Við sníðum innrétt- inguna að þínum óskum. Þú getur fengið skúffur og útdregin tauborð undir véL- arnar, einnig útdreginn óhreinatausskáp, kústaskáp o.m.fl . Þvottahús Fataskápar og sérsmíði Baðherbergi Uppþvottavélar Helluborð Ofnar Háfar RAFTÆKI TILBOÐ AFSLÁTTUR 25% AF ÖLLUM INNRÉTTING UM Í SEPTEMBER OG HAUSTA FER TILBOÐ VIÐ HÖFUM Í SEPTEMBER ER SUMRI HALLAR Glæsilegar innréttingar á tilboðsverði Vandaðar hillur Pottaskápar Þvottahúsinnréttingar ÁBYRGÐ - ÞJÓNUSTA Fríform annast alla þjónustu. (Trésmíðaverkstæði, raftækjaviðgerðaverkstæði). VÖNDUÐ RAFTÆKI Á VÆGU VERÐI friform.is Viftur ■ HUGMYND Kökudiskar á fæti njóta ómældra vinsælda og eru til á allmörgum heimilum. Ef myndarskapurinn er á undan- haldi og kökurnar skortir má engu að síður finna not fyrir þessa fallegu diska. Tínið til kubba- og kúlukerti í nokkrum litum og raðið fallega í hring á diskinn. Komið fyrir á miðju stofuborði, kveikið á kertunum og komin er fyrir- taks kertaskreyting. Eins má gera uppáhaldspottaplöntunni hærra undir höfði með því að setja hana á kökudisk. KERTI Á KÖKUDISK Hægt er að finna ýmis not fyrir uppáhaldsköku- diskinn ■ ERFITT AÐ NÁ ÚR Ef mikið af málningu hellist niður á teppi getur það reynst þrautin þyngri að ná henni úr. Hér er þó ágætis ráð til þess. Skerið út tvo hluta úr pappakassa. Notið endana á pappanum til að ná málning- unni saman í poll. Notið svo pappahlutana eins og skóflu og mokið málningunni aftur ofan í málningarfötuna. Þegar mestu af vökvanum hefur verið hellt aftur í fötuna þarf að ná í tvær aðrar fötur, aðra með hreinu vatni og hina tóma. Hellið hreina vatninu á blettinn sem er eftir á teppinu, skafið svo upp með skeið og setjið í tómu fötuna. Vinnið hratt og ákveðið. Til að ná örugglega öllum málningarleifum úr er gott að fá teppa- hreinsivél lánaða, passið bara að halda máln- ingarblettinum blautum á meðan beðið er eftir vélinni. MÁLNINGU NÁÐ ÚR TEPPI ■ FÖNDUR Nú er annar hver maður bú- inn að fylla frystinn af góm- sætum berjum enda berja- sprettan sérstaklega góð í ár. Margir vita þó ekki al- veg hvað þeir eiga að gera við alla uppskeruna en það er alltaf klassískt að skella í nokkrar sultur. Gaman er að skreyta krukkurnar sem notaðar eru við sultugerð- ina og er hægt að gera það á ýmsan máta. Tilvalið er að láta börnin taka þátt og föndra svolítið með þeim. Hér eru nokkrar hugmyndir að krukkuskreytingum en ef vel tekst til verða sultu- krukkurnar skreyttu að til- völdum tækifærisgjöfum. ● Málið krukkurnar. ● Vefjið krukkurnar í tjull eða annars konar efni. ● Límið fallega límmiða á krukkurnar. ● Festið borða eða bast á krukkurnar. ● Vefjið krukkurnar inn í litað sellófan. ● Prentið út myndir og límið á krukkurnar. ● Límið blóm eða krydd- jurtir á krukkurnar. ● Málið krukkurnar með glimmermálningu. ● Setjið tauefni á lokið og festið það með borða. ● Kaupið krukkur sem eru óhefðbundnar í lögun og skreytið að vild. SÆTAR SULTUKRUKKUR KRÚTTLEGAR KRUKKUR Fallega skreyttar sultu- krukkur geta verið fyrirtaks tækifæris- gjafir. NORDIC PHOTO/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.