Fréttablaðið - 04.10.2012, Side 4

Fréttablaðið - 04.10.2012, Side 4
4. október 2012 FIMMTUDAGUR4 GENGIÐ 03.10.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 219,4802 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,77 123,35 197,79 198,75 158,47 159,35 21,251 21,375 21,414 21,540 18,437 18,545 1,5685 1,5777 188,92 190,04 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Ranghermt var í blaðinu í gær að Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hefði sótt fund þungavigtarfólks úr stjórnmálum og atvinnulífi um Evrópumál í fyrradag. LEIÐRÉTT á Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar í kvöld 4. október kl. 20 Rithöfundarnir Auður Jónsdóttir og Einar Kárason spjalla við Kristof um nýju bókina hans. Höfundakvöld með Kristof Magnusson ALLIR VELKOMNIR – ÓKEYPIS AÐGANGUR LANDBÚNAÐUR Stuðningur við íslenskan landbúnað er ofmetinn í nýrri skýrslu OECD, að mati full- trúa Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks í atvinnuveganefnd Alþingis. Í skýrslunni segir að styrkir hins opinbera til landbúnaðar séu tvöfalt hærri hér en að meðaltali í OECD- löndunum. Einnig er íslenska styrkjakerfið sagt óskilvirkt vegna þess að meirihluti styrkja sé fram- leiðslutengdur, sem sé markaðs- truflandi. Íslensk stjórnvöld verði að draga úr stuðningi við landbún- aðinn og halda jafnframt áfram að þróa „skilvirkari“ og betur sam- hangandi stefnu, sem hafi meðal annars umhverfisvernd og minni truflanir á framleiðslu og viðskipt- um að markmiði. Fréttablaðið náði ekki tali af Steingrími J. Sigfússyni atvinnu- vegaráðherra vegna málsins í gær, en hann er staddur í Norðurlands- kjördæmi eystra og fundar þar stíft. stigur@frettabladid.is Stjórnarandstaða segir OECD ofmeta landbúnaðarstyrkina Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í atvinnuveganefnd þingsins segja stuðning við íslenskan landbúnað ekki jafnmikinn og OECD heldur fram. Fulltrúar Samfylkingar og Hreyfingar vilja breytingar. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 21° 16° 12° 15° 17° 11° 11° 26° 16° 26° 24° 32° 13° 17° 18° 12° Á MORGUN Hæg breytileg átt. LAUGARDAGUR Hægt vaxandi suðlæg átt vestan til. 5 5 4 4 6 6 2 7 7 9 9 9 8 6 7 13 7 3 4 6 2 7 5 5 8 8 4 6 6 7 7 9 BJART Á MORGUN Heldur hægari vindur í dag en var á landinu í gær, einnig styttir víðast upp er líður á daginn. Á morgun veður yfi rleitt bjart- viðri og hæg breyti- leg átt. Hægt vax- andi sunnanátt og þykknar upp vestra á laugardaginn. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Einar K. Guðfinnsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki kynnt sér efni skýrslunnar en segist telja að rétt sé að halda áfram framleiðslutengdum stuðningi í landbúnaði. „Að mínu mati er þetta ekki skynsamleg stefna sem Evrópusambandið og ýmis önnur ríki hafa viðhaft, að vera ekki með framleiðslutengingar, sem leiðir til þess að áhugi manna á atvinnuþátttöku slævist. Hitt er alveg ljóst – og það hefur alltaf legið fyrir – að við styðjum hlutfallslega töluvert mikið við okkar landbúnað og fyrir því eru auðvitað ýmsar ástæður; við búum í harðbýlu, dreifbýlu landi. En ýmis- legt sem talið er með í þessum stuðningi, og OECD og aðrir slíkir taka með í sínum útreikningum, er í raun tilfærslur innan kerfisins – það má nefna fóðurskattinn, verðjöfnunargjald í mjólkur- iðnaði og ýmislegt annað – þannig að það er ekki allt sem sýnist í þeim efnum.“ Óskynsamleg stefna Evrópusambandsins EINAR K. GUÐFINNSSON „Menn eru oft að bera saman epli og appelsínur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fulltrúi Fram- sóknarflokksins í atvinnuveganefnd Alþingis. Í fjárlögum á Íslandi séu liðir sem OECD flokki sem stuðning við landbúnaðinn en séu í raun bara peningar sem ríkið hafi umsýslu með tímabundið. Hann nefnir sérstaklega verðjöfnun mjólkurafurða og fóðursjóð. „Þarna er því ofmat á stuðningi,“ segir hann. Á hinn bóginn hafi menn bent á að sums staðar erlendis séu greiðslur frá hinu opin- bera sem ekki sjáist og OECD reikni þess vegna ekki með. Varðandi óskilvirkni vegna framleiðslu- tengingar segir Sigurður Ingi: „Það mætti halda því fram að hæfileg blanda af því og svokölluðum grænum greiðslum sé skynsamlegri leið heldur en til dæmis Evrópusambandið stundar – að greiða fólki fyrir að framleiða ekki, sem hljómar ekki í mín eyru eins og áhugaverð atvinnugrein. En þetta er hugmyndafræðilegur ágreiningur og menn geta haft ólíkar skoðanir á þessu.“ Stuðningurinn ofmetinn SIGURÐUR INGI JÓHANNSSON Ólína Þorvarðardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í atvinnu- veganefnd, segir OECD hafa gert sambærilegar athuga- semdir undanfarin ár og í megindráttum sé hún sammála þeim. „Það er ekki eðlilegt ástand þegar hinn opinberi stuðningur nemur um helmingi af tekjum þeirra sem í atvinnugreininni starfa. Ég tek undir að það sé ástæða til að endurskoða og skerpa á stefnu stjórnvalda varðandi opinber framlög til landbúnaðarins og færa þau enn frekar inn í nýsköpunar-, rannsóknar- og þróunarstarf. Fjölbreyttur og hagkvæmur landbúnaður byggir á nýsköpun í fram- leiðslu og markaðssókn. Ég held að það sé mjög ofsagt að greinin muni fara á hliðina þótt þetta sé endurskoðað í góðu samráði við alla hlutaðeigandi. Íslenskir neytendur eiga líka mikið undir því að landbúnaðurinn starfi í eðlilegu samkeppnisumhverfi.“ Neytendur eiga mikið undir ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR „Hreyfingin sem slík hefur enga sérstaka stefnu í landbúnaðarmálum,“ segir Þór Saari, fulltrúi hennar í atvinnuveganefnd. „En ég hef fylgst með þessum málum lengi sem hagfræðingur. Landbúnaðarstefnan hefur ekki verið sérstaklega hagfelld bændum, enda hefur þeim fækkað umtalsvert undanfarna áratugi. Ég hef velt því alvarlega fyrir mér hvort við ættum ekki að taka upp þá stefnu sem virðist ætla að verða ofan á, til dæmis í ESB, að í stað framleiðslustyrkja fái menn einfaldlega búsetustyrki – styrk fyrir það eitt að vera bændur að upp- fylltum ákveðnum lágmarksskilyrðum.“ Slíkur styrkur gæti verið fimm milljónir á ári. „Það mundi duga til að meira yrði framleitt af landbúnaðarvörum, það væri auðveldara fyrir fólk að hefja búskap og verð á landbúnaðarvörum mundi lækka í kjölfarið.“ Vill skoða búsetustyrki af alvöru ÞÓR SAARI NÁTTÚRA Snarpur jarðskjálfti varð undir Mýrdalsjökli, tæpa fimm kílómetra austnorðaustan Goða- bungu, um hálf níu í gærmorgun. Skjálftinn var af stærðinni 3,1 á Richter-kvarða og í kjölfar hans fylgdu fáir og litlir eftirskjálftar. Gunnar Gunnarsson, sérfræð- ingur á Veðurstofu Íslands, segir að ekki sé ráðlegt að lesa of mikið í skjálftann, sem hafi átt upptök sín mjög norðarlega í jöklinum. „Þetta var bara þessi staki skjálfti,“ segir Gunnar og bendir á að töluverð skjálftavirkni hafi verið í Kötlu í sumar og sumarið 2011. - bþh Jarðskjálfti af stærðinni 3,1: Grunnur jarð- skjálfti í Kötlu KATLA Engar vísbendingar eru um að Katla muni gjósa á næstunni. MYND/HAG Reif bindi af lögreglubúningi Hálffertugur maður frá Egilsstöðum hefur verið ákærður fyrir að veitast að lögreglumönnum í febrúar 2010, reyna að hrinda öðrum þeirra fram af svölum og hóta honum og kollega hans líf- láti. Þá er hann ákærður fyrir að hafa reynt að grípa í háls lögreglumanns á lögreglustöðinni á Egilsstöðum í maí síðastliðnum og rifið bindi af ein- kennisbúningi hans. DÓMSTÓLAR ÍRAN, AP Vaxandi reiði hefur verið meðal almennings í Íran undanfar- ið vegna gengishruns og verðbólgu. Ástæðan er að hluta rakin til refsi- aðgerða Vesturlanda vegna kjarn- orkuáforma Írana. Lögregla Teheran skipaði kaup- mönnum á helsta markaðstorgi borgarinnar, sem höfðu lokað versl- unum sínum, að opna aftur. Einn- ig efndi lögreglan til aðgerða gegn víxlurum sem verslað hafa með erlenda gjaldmiðla. Óljóst er hvort aðgerðir af þessu tagi duga til að styrkja gjaldmiðil Írans, sem hefur fallið um þriðjung á innan við viku. Ástandið hefur vakið aftur deil- ur milli Mahmouds Ahmadinejad forseta og valdamikilla andstæð- inga hans, sem segja kreppuna að nokkru stafa af mistökum í pen- ingamálastefnu stjórnar landsins. Stjórnin er gagnrýnd fyrir að auka peningamagn í umferð en halda jafnframt vöxtum niðri. Vegna þessa hafi fjöldi fólks flúið yfir í erlenda gjaldmiðla. Þá hefur glíma ríkisvaldsins við refsiaðgerðir gert illt verra; mjög hefur dregið úr olíuútflutningi auk þess sem helstu alþjóðabankar veita Íran ekki lengur þjónustu. - gb Íranskar öryggissveitir berja niður mótmæli í höfuðborginni Teheran: Kaupmönnum sem loka hótað MÓTMÆLI Í TEHERAN Fyrstu merki þess að gengishrunið hafi skapað ólgu meðal almennings. NORDICPHOTOS/AFP PALESTÍNA, AP Mannréttindasam- tökin Human Rights Watch gagn- rýna harðlega aðbúnað fanga á Gasa-svæðinu, þar sem Hamas- samtökin fara með völd. Í nýrri skýrslu er fullyrt að öryggissveitir Hamas mis- þyrmi föngum með ýmsum hætti og handtaki fólk af handahófi. Fyrir þessu séu nægar sannanir. „Stjórnin á Gasa ætti að hætta að líta fram hjá misþyrmingunum og tryggja að réttarkerfið virði rétt- indi Palestínumanna,“ segir Joe Stark hjá Human Rights Watch. - gb Gagnrýni á Hamas: Ill meðferð fanga á Gasa

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.