Fréttablaðið - 04.10.2012, Page 6
4. október 2012 FIMMTUDAGUR6
Vasabrot skáldverk: 26.9–2.10.12
Vasabrot skáldverk: 26.9–2.10.12
Vasabrot skáldverk: 26.9–2.10.12
Vasabrot skáldverk: 26.9–2.10.12
Vasabrot skáldverk: 26.9–2.10.12
STJÓRNSÝSLA Menntamálaráðuneytið hefur
bent á að Hjallastefnan megi ekki reka eina
grunnskólann á Tálknafirði. Þetta kemur
fram í bréfi sem ráðuneytið sendi hreppnum
21. september. RÚV greindi frá þessu í gær.
Hjallastefnan hóf að reka leik-, grunn- og
tónlistarskóla sveitarfélagsins í haust án
leyfis frá menntamálaráðuneytinu. Ætlaði
sveitarfélagið að fá reynslu á nýja starfs-
hætti skólans áður en sótt yrði um viður-
kenningu.
Viljayfirlýsing var undirrituð í maí um
að Hjallastefnan tæki við rekstri skólans á
Tálknafirði. Í júní funduðu fulltrúar sveitar-
félagsins með fulltrúum ráðuneytisins, þar
sem fram kom að sex mánuði tæki að fá við-
urkenningu á rekstrartilhöguninni.
Tálknafjarðarhreppur sendi ráðuneytinu
hins vegar tilkynningu þann fyrsta ágúst
þess efnis að Hjallastefnunni hefði verið
veitt umboð til rekstrarins.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitar-
stjóri í Tálknafjarðarhreppi, segir að nú fari
starfsmenn sveitarfélagsins yfir bréfið, sem
barst 1. október, með lögfræðingum.
Ákvörðun sveitarfélagsins um þá tilhög-
un að Hjallastefnan reki skólann sætir ekki
endurskoðun í mennta- og menningarmála-
ráðuneytinu.
- bþh
Sveitarfélög þurfa að reka eigin grunnskóla og mega ekki fela það einkaaðilum segir í bréfi ráðuneytis:
Hjallastefnan má ekki reka grunnskólann
TÁLKNAFJÖRÐUR Hjallastefnan hóf að reka leik-, grunn-
og tónlistarskólann á Tálknafirði í haust.
MYND/EGILL AÐALSTEINSSON
STJÓRNMÁL Árni Páll Árnason,
þingmaður Samfylkingarinnar,
ætlar að gefa kost á sér til for-
mennsku á landsfundi Samfylk-
ingarinnar í febrúar næstkomandi.
Þetta tilkynnti hann síðdegis í gær
og varð um leið fyrstur til að gefa
kost á sér í formannssætið.
Jóhanna Sigurðardóttir forsæt-
isráðherra hefur gegnt formanns-
embættinu síðan í mars 2009. Á
dögunum kvaðst hún ekki ætla
að gefa kost á sér í kosningum til
Alþingis í vor og jafnframt hygðist
hún stíga til hliðar sem formaður
flokksins.
Auk Árna Páls hafa þau Dagur
B. Eggertsson, Guðbjartur Hann-
esson, Helgi Hjörvar, Katrín Júlí-
usdóttir og Sigríður Ingibjörg
Ingadóttir verið nefnd sem hugs-
anlegir frambjóðendur.
Össur Skaphéðinsson hefur
einnig verið nefndur sem hugsan-
legur formannskostur og á hann
hefur verið þrýst að gefa kost á
sér. Hann segist hins vegar ekki
hafa áhuga á formannsembættinu.
Árni Páll sagði í yfirlýsing-
unni sem hann sendi fjölmiðlum
í gær að hann óskaði þess að kjör
formanns færi fram í almennri
atkvæðagreiðslu meðal flokks-
manna Samfylkingarinnar. - bþh
Formannsslagurinn í Samfylkingunni hófst formlega þegar Árni Páll gaf kost á sér:
Árni Páll vill verða formaður
FORMANNSEFNI Árni Páll Árnason óskar
eftir stuðningi flokksmanna Samfylk-
ingarinnar í kjöri til formennsku.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ORKUMÁL Íslendingar hafa tryggt
fjármagn til að hefja rannsóknir
og kortlagningu á miklum jarð-
hitalindum í þrettán löndum í Aust-
ur-Afríku. Þetta kom fram í ávarpi
Össurar Skarphéðinssonar utan-
ríkisráðherra fyrir allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna á dögunum.
Verkefnið á að geta veitt allt að
150 milljónum Afríkubúa aðgang
að hreinni og endurnýjanlegri
orku. „Aðgengi að orku snertir
flesta þætti samfélagsins og dag-
legs lífs og aukinn aðgangur fólks
að rafmagni er mikilvægur hluti
þess að vinna að framgangi þúsald-
armarkmiðanna,“ segir Engilbert
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Þróunarsamvinnustofnunar Íslands
(ÞSSÍ).
ÞSSÍ og Norræni þróunarsjóður-
inn hafa hleypt verkefni af stokk-
unum sem miðar að jarðhitaleit,
rannsóknum og mannauðsuppbygg-
ingu í löndunum þrettán. Markmið-
ið er að í lok verkefnisins hafi lönd-
in skýra hugmynd um möguleika á
sviði jarðhita, auk getu og mann-
auðs til að framleiða rafmagn.
Áhersla er lögð á að orkuþörf
þróunarríkja verði mætt með end-
urnýjanlegum og hreinum orku-
gjöfum í stað brennslu jarðefna.
Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu
þjóðanna, fer fyrir átaki um sjálf-
bæra orku í heiminum. Markmið
átaksins er að árið 2030 verði hlut-
ur endurnýjanlegrar orku tvöfaldur
frá því sem hann er í dag. Íslenska
verkefnið er til að leggja lóð á þær
vogarskálar.
Norræni þróunarsjóðurinn legg-
ur fram fimm milljónir evra til
verkefnisins og ÞSSÍ sömu fjárhæð
á fimm ára tímabili.
Íslensk sérþekking á sviði jarð-
hita mun spila stórt hlutverk í
framkvæmd verkefnisins, að sögn
Davíðs Bjarnasonar, verkefnastjóra
hjá ÞSSÍ. Mikil óvissa sé samt sam-
hliða jarðhitaleit og því aðeins
vænst að jákvæðar niðurstöður
fáist í sex til sjö löndum.
birgirh@frettabladid.is
Kortleggja jarðhita
í 13 löndum Afríku
Þróunarsamvinnustofnun og Norræni þróunarsjóðurinn styrkja jarðhitaleit,
rannsóknir og mannauðsuppbyggingu í löndum Austur-Afríku. Verkefnið ætti
að gefa 150 milljónum Afríkubúa kost á að raforkuvæða samfélög sín.
VIRKJAÐ Í KENÍU Jarðvarmi hefur aðeins verið virkjaður í Keníu af öllum löndum Afríku.
Gríðarlegir möguleikar á raforkuframleiðslu eru í Sigdalnum mikla í Austur-Afríku, en
dalurinn er í raun risavaxið misgengi á plötuskilum jarðskorpunnar. NORDICPHOTOS/AFP
Áætlað er að aðeins 24 prósent
íbúa Afríku sunnan Sahara hafi
aðgang að rafmagni. Rafmagns-
skortur er mjög tíður í þessum
heimshluta og hamlar orkuskortur-
inn hagþróun þar. „Einungis næst
að framleiða hluta af því rafmagni
sem þörf er fyrir og slíkt torveldar
vöxt fyrirtækja og iðnframleiðslu,“
segir Davíð Bjarnason, sviðstjóri
hjá ÞSSÍ.
„Rafmagnsskortur kemur einnig
niður á lífsgæðum íbúa. Skólabörn
geta ekki lært eftir að skyggja
tekur, sjúkrahús og heilsugæslu-
stöðvar eru án rafmagns og kæli-
geymslu lyfja er ábótavant,“ heldur
Davíð áfram.
„Stór hluti rafmagns í sunnan-
verðri Afríku er framleiddur með
vatnsaflsvirkjunum, en óstöðugur
vatnsaflsbúskapur hefur á síðustu
árum stuðlað að stopulli orkufram-
leiðslu,“ segir Davíð. „Þá er stór
hluti rafmagns framleiddur með
brennslu jarðefna, sem stuðlar að
mengun og gróðurhúsaáhrifum.“
Fjórðungur hefur aðgang að rafmagni
KJÖRKASSINN
Ert þú búin(n) að kaupa skjól-
flík fyrir veturinn?
Já 15,7%
Nei 84,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Borðar þú fisk í hverri viku?
Segðu þína skoðun á Vísir.is