Fréttablaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 16
4. október 2012 FIMMTUDAGUR16
Umsjón: nánar á visir.is
MILLJARÐAR KRÓNA var markaðsvirði
skráðra hlutabréfa í Kauphöll Íslands í lok ágúst.322
Peningastefnunefnd Seðlabanka
Íslands kynnti í gær þá ákvörðun
sína að halda nafnvöxtum bank-
ans óbreyttum. Eftir ákvörðunina
eru virkir nafnstýrivextir bank-
ans sem fyrr 5,125%.
Í yfirlýsingu nefndarinnar er
bent á að verðbólga hafi verið
minni en spáð var við síðustu
vaxtaákvörðun; hafi lækkað úr
4,6% í ágúst í 4,3% nú. Á móti
komi að gengi krónunnar hefur
lækkað um ríflega 5% frá síðustu
vaxtaákvörðun. Að teknu tilliti til
þessa telur nefndin að verðbólgu-
horfur hafi lítið breyst frá síðustu
vaxtaákvörðun og að verðbólgu-
væntingar séu enn yfir markmiði
bankans.
Þá ítrekar nefndin það mat sitt
að eftir því sem efnahagsbatan-
um vindi fram verði nauðsynlegt
að hækka raunstýrivexti. Að hve
miklu leyti sú aðlögun eigi sér
stað með hærri nafnstýrivöxtum
fari hins vegar eftir framvindu
verðbólgu.
Í yfirlýsingu nefndarinnar frá
því í gær er þó að finna harðari
tón en síðast. Í henni er nefnilega
tekið fram að miðað við óbreytt-
ar horfur um verðbólgu og efna-
hagsbata sé líklegt að nafnvextir
þurfi að hækka frekar á næst-
unni.
Þá vék Már Guðmundsson,
Seðlabankastjóri, að þróun efna-
hagsmála á kynningarfundi
vegna ákvörðunarinnar í gær.
Sagði hann ýmislegt benda til
þess að dregið hefði úr bata inn-
lendrar eftirspurnar en á móti
hefði áhætta vegna fjármála-
kreppunnar á evrusvæðinu
minnkað.
Ákvörðun peningastefnu-
nefndarinnar virðist hafa komið
nokkuð á óvart. Þannig lækk-
aði ávöxtunarkrafa á alla nema
Vaxtahækkanir líklegar á næstunni miðað við óbreyttar horfur:
Stýrivöxtum Seðlabankans
haldið óbreyttum um sinn
SÖLVHÓLL Þeir Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmunds-
son seðlabankastjóri kynntu ákvörðun peningastefnunefndarinnar í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Jón Sigurður Helgason hefur
tekið við starfi framkvæmda-
stjóra KPMG. Jón hefur starfað
hjá félaginu í nítján ár, verið með-
eigandi í þrettán ár og stjórnar-
formaður félagsins í sex ár.
Sigurður Jónsson, sem hefur
látið af starfi framkvæmdastjóra,
mun starfa áfram hjá félaginu.
Þá hefur Margrét G. Flóvenz
tekið við stöðu stjórnarformanns,
en hún var áður varaformaður
stjórnar. - mþl
Mannabreytingar hjá KPMG:
Jón nýr fram-
kvæmdastjóri
Áætlun stjórnvalda um afnám
gjaldeyrishafta verður skýrð
betur á næstu mánuðum. Þetta
sagði Arnór Sighvatsson aðstoð-
arseðlabankastjóri á kynningar-
fundi bankans vegna stýrivaxta-
ákvörðunar í gær. Arnór var
spurður á fundinum í gær hvort
til stæði að gera breytingar á
áætluninni.
Sendinefnd frá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum (AGS) sendi frá sér
yfirlýsingu í síðustu viku að lok-
inni tveggja vikna heimsókn hér
á landi í síðustu viku. Í yfirlýs-
ingunni voru lagðar til ákveðnar
breytingar á áætlun stjórnvalda
um afnám hafta. - mþl
Áætlun um afnám hafta:
Áætlunin brátt
skýrð betur
Talsverðar umræður spunnust um áhrif þeirrar lækkunar sem orðið hefur á
gengi krónunnar síðustu vikur á verðbólguhorfur á kynningarfundi peninga-
stefnunefndarinnar í Seðlabanka Íslands í gær. Í því samhengi sagði Már
Guðmundsson meðal annars: „Ef gengi krónunnar lækkar […] en laun fylgja
ekki eftir þá breytir það í raun ekki verðbólgunni til lengdar. Það kemur smá
kúfur fyrst um sinn en svo stefnir verðbólgan í verðbólgumarkmið. […] Sem
betur fer hefur launaskrið undanfarið verið eitthvað minna en við óttuð-
umst. Mikið veltur hins vegar á því hvað verður gert varðandi endurskoðun
kjarasamninga. Við teljum ekki efnahagslegar forsendur fyrir einhverjum við-
bótarlaunahækkunum þar fyrir allt kerfið í heild. Ef það gerist mun það hafa
verðbólguafleiðingar og Seðlabankinn mun þurfa að bregðast við því.“
Ekki forsendur til almennra launahækkana
Íslensk samkeppnislöggjöf er flókin og óljós
auk þess sem erfitt er að fá leiðbeiningar frá
Samkeppniseftirlitinu um hvað teljist fyrir-
tæki í markaðsráðandi stöðu.
Þetta er mat margra aðildar-
fyrirtækja Samtaka atvinnu-
lífsins (SA) sem kynntu í
gær skýrslu þar sem lagðar
eru til ýmsar breytingar á
íslenskum samkeppnislögum
og framkvæmd þeirra.
„Við erum þarna að kynna
þau skilaboð sem við höfum
fengið frá okkar félagsmönn-
um; fyrirtækjum sem eru að
reyna að fara eftir lögunum. Það skiptir miklu
máli til að lögin virki sem best að fyrirtæki viti,
eða hafi í það minnsta á tilfinningunni hvort
þau eru að gera rétt eða ekki,“ segir Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri SA.
Vilhjálmur segir að íslensk samkeppnislög-
gjöf sé tiltölulega nýleg og hafi fyrir vikið verið
í þróun. „Þetta er hins vegar grundvallarlög-
gjöf fyrir atvinnulífið. Í SA eru bæði fyrirtæki
sem þurfa að leita réttar síns hjá samkeppnis-
yfirvöldum og eins fyrirtæki sem eru talin hafa
brotið lögin. Útgangspunkturinn í skýrslunni er
að finna þarf jafnvægi milli þessara hópa. Þá
viljum við að framkvæmd laganna verði eins
skilvirk og hægt er,“ segir Vilhjálmur.
Meðal breytinga sem SA leggur til á
umhverfi samkeppnismála eru í fyrsta lagi að
fjárhæðamörk sem gera fyrirtæki tilkynning-
arskyld vegna samruna verði hækkuð. Í öðru
lagi að heimild Samkeppniseftirlitsins til þess
að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar sam-
keppnismála til dómstóla verði felld úr gildi. Í
þriðja lagi að heimild stofnunarinnar til breyt-
inga á skipulagi fyrirtækja verði takmörkuð. Þá
eru ýmsar aðrar tillögur í skýrslunni.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppnis-
eftirlitsins, flutti erindi á kynningarfundi SA í
gær. Í kjölfarið birti hann pistil á vef stofnunar-
innar um efni ræðunnar.
Páll Gunnar segir að Samkeppniseftirlitið
telji tillögur SA draga taum stærri fyrirtækja.
„Ef marka má skýrsluna eru tillögurnar settar
fram sem viðhorf atvinnulífsins. Þegar nánar
er að gáð kemur í ljós að megininntak tillagn-
anna er að draga úr framkvæmd samkeppnis-
laga. Það er augljóst að hér er dreginn taumur
stærri fyrirtækja og þeirra sem vilja starfa í
friði fyrir Samkeppniseftirlitinu og samkeppn-
islögum,“ segir Páll Gunnar.
Hann segir enn fremur: „Allar þessar til-
lögur vinna í eðli sínu gegn hagsmunum þeirra
fyrirtækja sem þurfa á samkeppnislögum að
halda til að komast inn á markaði og vaxa og
dafna við hlið stærri fyrirtækja. Þær vinna
gegn hagsmunum neytenda og samfélagsins af
virkri samkeppni.“ magnusl@frettabladid.is
SA vilja skýrari samkeppnislög
Mörg aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins telja samkeppnislöggjöfina og framkvæmd hennar of flókna.
SA kynntu tillögur að úrbótum í gær en forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir þær draga taum stærri fyrirtækja.
lengstu ríkisskuldabréfaflokka í
gær sem bendir til þess að frek-
ar hafi verið búist við vaxta-
hækkun. Spár helstu greiningar-
aðila höfðu ýmist gert ráð fyrir
0,25 prósentustiga vaxtahækkun
eða þá því að vöxtum yrði haldið
óbreyttum.
Eins og áður sagði eru virkir
nafnstýrivextir bankans 5,125%.
Virkir raunstýrivextir hafa hins
vegar hækkað úr um 0,5% í um
0,8% frá síðustu vaxtaákvörðun.
Aðhald peningastefnunnar hefur
því aukist samhliða lækkandi
verðbólgu upp á síðkastið. Næsta
vaxtaákvörðun verður kynnt 14.
nóvember. magnusl@frettabladid.is
SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ Í nýrri skýrslu SA eru kynntar
tillögur að úrbótum á samkeppnislögum og fram-
kvæmd þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
VILHJÁLMUR
EGILSSON
Það er augljóst að hér er
dreginn taumur stærri
fyrirtækja og þeirra sem
vilja starfa í friði fyrir Sam-
keppniseftirlitinu og sam-
keppnislögum.
PÁLL GUNNAR PÁLSSON
FORSTJÓRI SAMKEPPNISEFTIRLITSINS