Fréttablaðið - 04.10.2012, Qupperneq 20
20 4. október 2012 FIMMTUDAGUR
Bókhaldskerfi ríkisins var mikið í umræðunni í síðustu
viku eftir uppljóstranir Ríkis-
útvarpsins um drög að þriggja
ára gamalli skýrslu Ríkisendur-
skoðunar. Þó nokkur atriði hafa
þótt fara úrskeiðis við rekstur
og þróun kerfisins og ábyrgð á
því virðist lenda á milli stofn-
ana. Greinilegt er að eftirliti
hefur verið ábótavant og menn
gerst uppvísir að því að draga
lappirnar við það. Fyrrverandi
Ríkisendurskoðandi bendir svo
á takmarkanir eftirlitsaðilans
því stofnunin hafi í raun ekki
haft þekkingu til að meta inn-
leiðinguna sem þessa. Sem betur
fer hafa uppljóstrarar ákveðið
að leka skjölum til fjölmiðla til
að vekja máls á málinu. Næsta
skref er að læra af þessu og
breyta starfsháttum hins opin-
bera, sérstaklega undirliggjandi
þáttum í stjórnun upplýsinga-
kerfa, til að fyrirbyggja áfram-
haldandi vandræðagang.
Stjórnun upplýsingakerfa
Eftir því sem næst verður kom-
ist hefur í raun enginn yfir-
stjórn kerfisins á sinni könnu.
Stærstur hluti liggur hjá Fjár-
sýslunni sem á að vera svokall-
aður eigandi kerfisins og hefur
ábyrgð á rekstri og þróun. Fjár-
sýslan er hins vegar í eðli sínu
að vinna í fjárstreymi og bók-
haldi, og hefur hvorki sérþekk-
ingu á þróun né innleiðingu
upplýsingakerfa. Þess utan eru
hinar ýmsu stofnanir og ráðu-
neyti með sínar eigin sérlausnir
inni í kerfinu, sem gerir kerfið
brotakennt. Sundurliðun yfir-
stjórnar er því umtalsverð og
vöntun á skýrri verkaskipt-
ingu hefur orðið til þess, eins
og frægt er orðið, að umræddar
sérlausnir hafa hætt að virka
við uppfærslur Oracle-kerfisins.
Sérstakur aðili sem sér um utan-
umhald og þróun kerfisins er
ekki til eftir því sem næst verð-
ur komist en slíkar deildir er
hins vegar að finna í nágranna-
löndum okkar. Til að mynda í
Danmörku er starfandi Digital-
iseringsstyrelsen og Statens IT
hjá danska fjármálaráðuneyt-
inu. Forvera þeirra var að finna
víðs vegar innan stjórnkerfisins
en með ríkari þörf á heildstæð-
ari stefnu hefur starfinu nýverið
verið safnað undir sama hattinn.
Hlutverk þeirra, eins og kemur
fram á heimasíðum þeirra, er að
hafa yfirumsjón, staðla og sam-
ræma rekstur upplýsingakerfa
stjórnkerfisins, aukinheldur að
auðvelda aðgengi fólks að hinu
opinbera og vera vakandi fyrir
hvers konar sparnaði sem hægt
væri að ná fram með tækninni.
Það væri að mínu mati afar gott
skref í rétta átt ef sett yrði á fót
stofnun sem bæri ábyrgð á þess-
um vaxandi málaflokki framtíð-
arinnar. Mikilvægt er að öllum
öngum af tölvukerfum hins
opinbera sé viðhaldið af fagfólki
með það að markmiði að tryggja
gæði, halda kostnaði í skefjum
og fyrirbyggja niðritíma, t.d. af
völdum tölvuárása.
Sýnileiki
Viðbrögð Ríkisendurskoð-
anda við lekanum á drögum að
skýrslu Ríkisendurskoðunar
voru vægast sagt ekki uppörv-
andi fyrir litla Landssímamann-
inn og vini hans. Ríkisendur-
skoðandi vildi kæra lekann til
lögreglunnar. Ég hvet stjórnvöld
til að sleppa þeim málarekstri
í þessu tilviki þar sem hags-
munir ríkisins eru ekki varðir
með því. Virkur stuðningur við
þá sem leka upplýsingum sem
eiga erindi við almenning er for-
senda þess að fólk hættir á að
leka svona málum, sérstaklega
þar sem ljóst er að þetta mál átti
líklegast eftir að daga uppi ef
ekkert yrði að gert.
Segja má að eftirliti með eftir-
litsaðila löggjafarvaldsins hafi
verið ábótavant í þessu tilviki,
vald einstakra embættismanna
til að þagga þetta mál var of
mikið. Þegar rýnt er í fræðin
varðandi meðhöndlun kvartana
er það vel þekkt og sannað að
slæm tíðindi ná sjaldnast eyrum
valdhafa ef hagsmunir boðber-
anna sjálfra og tengdra milliliða
eru í húfi. Þess vegna er mikil-
vægt að bæta eftirlit með eftir-
litsaðilum hins opinbera.
Næstu skref
Sérstaklega mikilvægt er að
setja á fót sérstakt embætti sem
ber ábyrgð á þróun og rekstri
upplýsinga- og tæknikerfa hins
opinbera. Einnig þarf að auka
eftirlit með einstökum þáttum
í rekstri ríkisins og búa þarf
til lagaumhverfi sem auðveld-
ar almennum starfsmönnum að
koma áhyggjum sínum og gögn-
um á framfæri.
Yfirstjórn upplýsingakerfa
Á þriðjudag kom út skýrsla sérfræðingahóps á vegum
Evrópusambandsins sem segir
að setja þurfi meiri takmarkan-
ir á fjármálakerfið en gert er í
núverandi reglum. Þannig á að
koma í veg fyrir að kostnaður
vegna hruns fjármálakerfis lendi
á herðum almennings. Sú niður-
staða er í samræmi við skýrslur
sem hafa verið gefnar út í Bret-
landi og Bandaríkjunum. Þessar
tillögur eru skref í rétta átt en
engu að síður málamiðlun sem
er gerð til að mæta sjónarmiðum
stórra alþjóðlegra banka.
Reglusetning á Íslandi þarf að
ganga lengra til að koma í veg
fyrir að Íslendingar beri kostn-
að af áhættusækinni bankastarf-
semi sem byggð er á innlánum
almennings. Ef ákveðið er að
skilja fjárfestingabankastarf-
semi frá innlánastarfsemi er
verið að lágmarka það tjón sem
fellur á almenning við fjármála-
hrun. Fjárfestingabankastarf-
semi er ekki stór á Íslandi í dag
og því er aðskilnaður mögulegur
og auðveldur. Lög um aðskiln-
að myndu einnig stuðla að virk-
ari samkeppni á fjármálamark-
aði. Þá rúmast slík löggjöf innan
EES-samningsins og myndi sýna
að Íslendingar hefðu lært af bit-
urri reynslu sinni.
Íslensk stjórnvöld verða að átta
sig á sérstöðu Íslands og aðskilja
fjárfestingabankastarfsemi og
viðskiptabankastarfsemi. Í Gal-
lup-könnun sem birt var í vikunni
kemur fram að 80% landsmanna
eru fylgjandi slíkri lagasetningu.
Sérstaða Íslands
Innan fárra vikna gefst okkur kostur á að taka afstöðu til
djörfustu endurskoðunar á stjórn-
arskrá okkar á lýðveldistímanum.
Í raun er um að ræða róttækustu
endurskoðun frá 1874. Við stofnun
konungsríkisins Íslands 1918 og
síðar lýðveldisins 1944 var byggt
á grunni stjórnarskrárinnar frá
1874 og þar með dönsku grund-
vallarlögunum frá 1849. Þjóðar-
atkvæðagreiðslan 20. okt. er því
tímamótaviðburður.
Mikilvægt er að þjóðin taki
þátt í atkvæðagreiðslunni og sýni
þannig í verki hvaða stefnu hún
vill að stjórnarskrármálið taki. Í
stjórnarskrárgerð er ekki tjald-
að til einnar nætur. Þegar þjóð-
aratkvæðagreiðsla stendur fyrir
dyrum hlýtur því að teljast eðli-
legt að spurt sé gagnrýninna lykil-
spurninga um inntak og útfærslur
í þeirri tillögu sem afstaða skal
tekin til. Af þeim sökum vekur
furðu hversu lítið hefur farið fyrir
umræðum um frumvarp Stjórn-
lagaráðs nú í aðdraganda þjóðar-
atkvæðagreiðslunnar.
Gagnrýninnar umræðu er þörf
Stjórnarskrá er grundvöllur lög-
gjafar í landinu, stjórnarhátta og
réttarfars. Þess vegna er stjórnar-
skráin grundvöllur samfélagsins
og sá sáttmáli sem við byggjum
samlíf okkar á sem þjóð. Spurn-
ingum um gildismat og siðfræði
verður að gefa gaum áður en
gengið er að kjörborði. Mann-
réttindi í fjölbreyttu nútímasam-
félagi hljóta að skipa verðugan
sess í endurskoðaðri stjórnar-
skrá. Þá er mikilvægt að spyrja
hvort frumvarp Stjórnlagaráðs að
nýrri stjórnarskrá leggi nægilega
traustan grunn að því félagslega
réttlæti sem við viljum að ríki. Þá
þarf að spyrja hvort frumvarpið
tryggi almenningi þá aðkomu að
opinberum ákvörðunum og leggi
að öðru leyti traustar undirstöður
að því lýðræði og því réttarríki
sem við viljum búa við. Teljum
við með öðrum orðum að frum-
varp Stjórnlagaráðs leggi grunn
að góðu og öruggu samfélagi fyrir
okkur, börn okkar og komandi
kynslóðir?
Ákvæði um þjóðkirkju á ekki
að vera það eina sem
þjóðkirkjan lætur sig varða
Hvert og eitt okkar hlýtur að
spyrja sig þeirra spurninga sem
að ofan getur. Það er líka eðlilegt
að vænta þess að ýmsar lykilstofn-
anir samfélagsins og almannasam-
tök geri slíkt hið sama. Í þeirra
hópi má m.a. líta til þjóðkirkjunn-
ar. Hún er stofnun sem eðlilegt er
að láti sig gildismat og siðferðileg
álit varða – einnig þegar þau hafa
félagspólitíska skírskotun eins og
raun er á í stjórnarskrármálinu.
Þjóðkirkjan hefur vissulega tjáð
sig varðandi tillögu stjórnlaga-
ráðs. Þann 1. sept. sl. var kallað
saman aukakirkjuþing til að fjalla
um málið en kirkjuþing er æðsta
stjórn þjóðkirkjunnar. Á þinginu
var samþykkt að hvetja „til þess
að áfram verði ákvæði um þjóð-
kirkju í stjórnarskrá og að staða
og réttindi annarra trú- og lífs-
skoðunarfélaga verði tryggð“.
Með þessari ályktun er kirkju-
þing ekki að mæla fyrir óbreyttu
ástandi. Þjóðkirkjan er í raun að
lýsa sig reiðubúna til að taka þátt
í þróun trúmálaréttar fyrir 21. öld
og sér sanngirni í að staða annarra
skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga
verði skilgreind með nákvæmari
hætti en nú er. Með skýrari skil-
greiningu verður dregið úr þeim
mismun sem nú er á stöðu þeirra
og þjóðkirkjunnar.
Það er eðlilegt að þjóðkirkjan
taki frumkvæði á þessu mikil-
væga sviði fjölhyggjusamfélags-
ins. Hún er stærsta trú- og lífs-
skoðunarfélag landsins og henni
ber sem slíkri að berjast fyrir
auknum rétti yngri og smærri
systurfélaga sinna. Í ljósi stærðar
sinnar og hlutverks er eðlilegt að
þjóðkirkjan hafi einnig skoðun á
því hvort nægilega vel sé búið um
hnútana í þeim hlutum frumvarps-
ins sem lúta að mannréttindum,
mannhelgi, jafnrétti og jöfnuði.
Þorum við að taka umræðu um
gildi og gildismat? Einhverra hluta
vegna virðist sú umræða ekki vera
okkur töm. Þjóðkirkja sem vill
standa undir nafni sem slík hlýt-
ur að líta á það sem hlutverk sitt að
kalla slíka umræðu fram og leiða
hana. Það liggur í hlutarins eðli sé
hún sú grundvallarstofnun sam-
félagsins sem hún telur sig vera.
Verður þjóðkirkjuákvæðið að
pólitísku bitbeini?
Allt frá upphafi hefur sú endur-
skoðun stjórnarskrárinnar sem
nú stendur yfir verið pólitískt bit-
bein. Hún hefur verið eitt helsta
baráttumál stjórnarflokkanna
en þyrnir í augum stjórnarand-
stöðunnar. Hætt er við að þessi
skuggi fylgi málinu inn í komandi
atkvæðagreiðslu. Það yrði döpur
niðurstaða ef þjóðkirkjuákvæðið
yrði að pólitísku bitbeini. Þjóð-
kirkja í boði þessa eða hins stjórn-
málaflokksins rís ekki undir því
að vera kirkja allrar þjóðarinnar
heldur verður hún hluti af bákn-
inu. – Viljum við það?
Stjórnarskrá
og mannréttindi
Upplýsingakerfi
Jón
Finnbogason
meistaranemi í
Upplýsingastjórnun við
CBS Kaupmannahöfn
Fjármál
Pétur
Einarsson
forstjóri Straums
fjárfestingabanka
Ný stjórnarskrá
Baldur Kristjánsson
Hjalti Hugason
Sigrún Óskarsdóttir
guðfræðingar
Frábærar McCain
franskar á 5 mínútum
Franskar kartöflur í sérflokki sem þú töfrar fram á
augabragði. Einföld og fljótleg matreiðsla og algjör
sæla fyrir bragðlaukana. Prófaðu núna!