Fréttablaðið - 04.10.2012, Page 24
24 4. október 2012 FIMMTUDAGUR
Undanfarin tvö ár hef ég unnið að þeirri tilraun í sagnfræði-
rannsóknum mínum að beita
greiningaraðferðum á samtíma-
málefni sem ég hafði fram að því
notað til að greina miðaldaheim-
ildir. Þegar frumvarp til stjórn-
laga var lagt fram ákvað ég að
kanna II. kafla frumvarpsins
sem ber heitið „Mannréttindi og
náttúra“. „Mannréttindi“ er yfir-
þjóðlegt hugtak sem segir fyrir
um samband mannsins við yfir-
völd og hefur „manninn“ að eig-
inlegu viðfangsefni. Skilgreining
mannréttindahugtaksins
liggur í Mannréttinda-
yfirlýsingu Sameinuðu
þjóðanna og undirliggj-
andi er skilgreining á
„manninum“. Mann-
réttindahugtakið er þar
af leiðandi fyrir fram
bundið og því hlýtur að
orka tvímælis ef Íslend-
ingar kjósa að fjalla um
annað en mannréttindi í
stjórnarskrárkafla um
það efni.
Ekki fer milli mála að
í frumvarpinu er nátt-
úrunni ætlaður „rétt-
ur“ vegna þess að í 33.
gr. II. kafla segir: „Nýt-
ingu náttúrugæða skal
haga þannig að þau
skerðist sem minnst
til langframa og réttur
náttúrunnar og kom-
andi kynslóða sé virtur.“
Allt samhengi bendir til
þess að sá réttur sem um
ræðir sé „mannréttindi“.
Vegna þess að mannrétt-
indahugtakið er saman-
sett úr mörgum hug-
tökum, sem hvert um
sig byggist á aldagam-
alli hefð og samhengi,
gætu afleiðingar þess að
stinga ómannlegu fyrir-
bæri inn í mannréttinda-
skilgreininguna orðið
víðtækar, í versta falli
að í framhaldinu yrðu að gilda öll
þau lögmál sem maðurinn er tal-
inn lúta í lagasetningu og stjórn-
valdsathöfnum tengdum náttúru.
Vegna þess að um náttúruna er
fjallað í mannréttindakaflanum
vakti sérstaka athygli mína orðið
„virða“ í fyrstu málsgrein 33. gr.:
„Náttúra Íslands er undirstaða
lífs í landinu. Öllum ber að virða
hana og vernda.“ Vegna sam-
hengis er varla hægt að skilja það
öðruvísi en sem það hugtak sem
í ensku útgáfu Mannréttindayfir-
lýsingarinnar er „dignity“ og er
eitt af undirstöðuhugtökum sátt-
málans og stendur að nokkru leyti
jafnfætis hugtakinu „rétti“. Ef til
vill má taka sem dæmi um mun-
inn á hugtökum að kosningarétt-
ur skyldar yfirvöld til að tryggja
öllum aðgengi að kjörstað og frelsi
til að kjósa samkvæmt eigin sam-
visku, en „dignity“ á að tryggja
að hver og einn geti gengið til
kosninga á þann hátt sem talið er
sæma manni – með öllu sem því
fylgir.
Þegar ég bar saman beitingu
hugtaksins „dignity“ í enska og
franska texta Mannréttindayfir-
lýsingarinnar kom í ljós fullkom-
ið samræmi í hugtakanotkun. Í
dönsku þýðingunni sömuleiðis,
en þar er hugtakið þýtt sem „vær-
dighed“. Á íslensku er hugtakið
hins vegar ýmist þýtt sem „virð-
ing“, „göfgi“ eða „mannsæmandi“.
Frekari athugun leiddi í ljós að
þýðing Mannréttindasáttmálans
á heimasíðu Mannréttindaskrif-
stofu er byggð á annarri íslenskri
þýðingu sem hægt er að finna á
heimasíðu Sameinuðu þjóðanna.
Engar upplýsingar er að finna um
hver stóð fyrir breytingum á þýð-
ingunni, hvenær eða hvers vegna.
Af þessu dreg ég þá ályktun að
„dignity“ er ekki meðhöndlað sem
hugtak í íslenskum þýðingum og
hef fundið vísbendingar um að
fleiri hugtök sem skil-
greina mannréttindi
séu á reiki. Það þýði að
Íslendingar hafi ekki
aðgang að bestu mögu-
legum tækjum til að
fjalla um mannrétt-
indamál sem hafi meðal
annars þær afleiðing-
ar að í stjórnlagaráðs-
frumvarpinu sé var-
hugaverð ónákvæmni.
Ef til vill má segja að
íslenskur texti Mann-
réttindayfirlýsingar-
innar sé á „mannamáli“
að því leyti að ekki er
fylgt ýtrustu nákvæmni
í hugtakanotkun, sem
hlýtur að leiða hug-
ann að væntingum um
stjórnarskrá á manna-
máli og langvarandi
afleiðingum sem gætu
hlotist af því.
Ef spurt er um mark-
mið þess að veita nátt-
úru réttindi með stjórn-
arskrárákvæði virðist
líklegt að stjórnlagaráð
hafi viljað takast á við
alþjóðlegan vanda sem
varðar ásókn í nátt-
úruauðlindir af hendi
fyrirtækja sem oft eru
stærri en ríki og ógna
í raun lýðræði í heim-
inum í vaxandi mæli.
Ólíklegt er að ákvæði
frumvarpsins nái fram lausn á því
máli en aðrar afleiðingar þess eru
ófyrirséðar. Að mínu mati færi
betur á því að markmið breyt-
inga á stjórnarskrá væru skil-
greind nákvæmlega eftir að fram
væri komin skýr greining á fyrir-
liggjandi vanda. Að því loknu þarf
að beita bestu áhöldum til að ná
markmiðunum fram, en það verð-
ur helst í alþjóðlegu samstarfi.
Niðurstöðu fræðilegrar rann-
sóknar tekur langan tíma að birta
í ritrýndum vísindatímaritum en
sökum þess að stjórnlagaráðs-
frumvarpið þarfnast umræðu
núna hef ég ákveðið að birta
greinina sem uppkast á heimasíðu
Rannsóknaseturs Háskóla Íslands
á Norðurlandi vestra http://stofn-
anir.hi.is/skagastrond/. Föstudag-
inn 5. október flyt ég fyrirlestur
í ReykjavíkurAkademíunni um
efnið og er hvort tveggja undir
heitinu: „Náttúran í eigin rétti.
Stjórnarskrá á mannamáli“.
Lengri útgáfa af þessari grein er
á Vísir.is.
Ef til vill
má segja að
íslenskur
texti Mann-
réttindayfir-
lýsingarinnar
sé á „manna-
máli“ að
því leyti
að ekki er
fylgt ýtrustu
nákvæmni
í hugtaka-
notkun, sem
hlýtur að
leiða hugann
að vænt-
ingum um
stjórnarskrá á
mannamáli.
Hjólasprettur - Dalshrauni 13 - 220 Hafnarfjörður - Sími 565 2292 - www.hjolasprettur.is
Útsölulok!
ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR
fimmtudag - föstudag - laugardag
Einnig góður afsláttur á völdum fylgihlutum og fatnaði
60% afsláttur
á öllum boxvörum
Mannréttindi
og mannamál
Meintar „talnalækningar“ á Landspítala eru gerðar að
umtalsefni í grein Guðrúnar Bryn-
dísar Karlsdóttur í Fréttablaðinu 27.
sept. sl.
Þar heldur Guðrún því fram að
upplýsingar um rekstrarafkomu
LSH séu settar fram með villandi
hætti „athugasemdalaust – enda-
laust“. Hún endar grein sína á að
spyrja „Hver er tilgangurinn?“
Það er góð spurning. Hver er
tilgangur fólks með því að birta
ítrekað skrif þar sem röngum og/
eða villandi upplýsingum um starf-
semi og rekstur LSH er haldið að
almenningi? Hvaða tilgangi ætli
slíkur málflutningur þjóni? Eru
hagsmunir skattgreiðenda (og þar
með sjúklinga LSH og annarra sem
veita heilbrigðisþjónustu) þar í fyr-
irrúmi? Kynnum okkur „talnalækn-
ingarnar“.
Frá árinu 2007 hefur spítalinn
skorið niður um 23% eða sem nemur
9,5 milljörðum króna á ársgrunni
árið 2012 og 34 milljörðum króna
samtals á tímabilinu 2008 til 2012
á föstu verðlagi ársins 2012. Þessi
niðurskurður stafar annars vegar
af skertum ríkisframlögum til spít-
alans á fjárlögum og hins vegar af
óhagstæðum gengisáhrifum auk
annarra breytinga í rekstrarum-
hverfi sem ekki hafa verið bætt að
fullu í framlagi ríkisins til LSH.
Þessi ytri áhrif eru vissulega ekki
Rekstur LSH – „talna-
lækningar“ eða staðreyndir?
Heilbrigðis-
þjónusta
María Heimisdóttir
framkvæmdastjóri
fjármálasviðs
Landspítala
2007
2008
2009
2010
2011
2012*
0 20 40 60 80 100%
■ Gjöld umfram sér-
tekjur (ríkisframlag),
leiðrétt fyrir gengis-
áhrifum (án S-lyfja).
■ Rekstrarhagræðing,
að teknu tilliti til
gengis áhrifa umfram
almennt verðlag.
Þróun heildargjalda umfram sértekjur frá 2007
Í milljörðum króna á föstu verðlagi 2012. Án sameiningar LSH og St. Jósefsspítala
og án Rjóðurs.
*2012 mv. fjárlög
42,1 milljarður 100%
97%
87%
79%
78%
32,6 milljarðar 77%
3%
13%
21%
22%
9,5 ma. 23%
Mannréttindi
Lára
Magnúsardóttir
forstöðumaður
Rannsóknaseturs HÍ á
Norðurlandi vestra
AF NETINU
Þjóðin getur létt undir með Alþingi
Evrópumálið er eins og stjórnarskrármálið að því leyti að stjórnmálaflokk-
arnir á Alþingi þurfa ekki og eiga helzt ekki að koma nálægt því nema til
að staðfesta ákvörðun þjóðarinnar. Þjóðin er sjálf fullfær um að leiða bæði
málin til lykta án milligöngu flokkanna.
Stjórnmálaflokkarnir eru allir klofnir í afstöðu sinni til ESB-aðildar. Þjóðar-
atkvæðagreiðslur henta vel í málum sem flokkarnir eiga erfitt með að gera
upp við sig. Flokkarnir verðu kröftum sínum betur ef þeir einbeittu sér að
málum þar sem meiri árangurs er að vænta af starfi þeirra.
http://www.dv.is/blogg
Þorvaldur Gylfason
skerðing á ríkisframlagi til LSH en
krefjast engu að síður viðbótarhag-
ræðingar innan sjúkrahússins til
að mæta auknum kostnaði vegna
þeirra. Ríkisframlag árið 2012 er
6,6 milljörðum króna lægra en árið
2007 eða sem nemur 16% á föstu
verðlagi 2012 miðað við almennar
verðlagsforsendur. Almennar verð-
lagsforsendur miðast við þróun
launavísitölu opinberra starfs-
manna og þróun neysluverðsvísi-
tölu. Viðbótarhagræðingarkrafa
vegna neikvæðra áhrifa af gengis-
þróun krónunnar frá árinu 2007,
umfram almennt verðlag, er metin
um 7% á ársgrunni m.v. árið 2012
eða um 2,9 milljarðar króna. Veru-
legur hluti rekstrarvöru LSH er
keyptur inn í erlendum gjaldmiðli
í kjölfar útboða á fjölþjóðamarkaði
og því krefst óhagstæð gengisþróun
þess að hagrætt sé enn frekar innan
spítalans til að mæta þeim auka-
kostnaði sem af henni hlýst. Heild-
arskerðingin, 9,5 milljarðar miðað
við árið 2012, er summa þessara
tveggja þátta, þ.e. skerðingar ríkis-
framlags (6,6 milljarðar) og óhag-
stæðrar gengisþróunar umfram
almennt verðlag (2,9 milljarðar).
Það er ekki von að Guðrún fái
raunhagræðingu LSH fram með
sinni aðferð sem er í stuttu máli sú
að fletta upp í fjárlögum síðustu 5
ára, sem eðli málsins samkvæmt
eru birt á verðlagi hvers árs og
endurspegla ekki nema að ákveðnu
leyti raunrekstrarumhverfi og hag-
ræðingarþörf þeirra stofnana sem
þau taka til. Á þessum tíma hefur
verðbólga mælst 53% og vísitala
meðalgengis hækkað um 88%. Það
að taka ekki tillit til þessara þátta,
eins og Guðrún gerir sig seka um,
er villandi og hreinlega rangt eins
og flestum má vera ljóst.
Landspítali hefur frá árinu 2007
dregið saman rekstrarkostnað sinn
um 23% á ársgrunni og hagrætt um
samtals 34 milljarða á samræmdu
verðlagi á tímabilinu. Landspít-
ali mun áfram upplýsa stjórnvöld,
skattgreiðendur og almenning um
rekstur sinn og starfsemi út frá vís-
indalegum, faglega viðurkenndum
aðferðum eins og hér hefur verið
lýst. Ef menn vilja kalla það „talna-
lækningar“ þá verður að hafa það
enda virðist því miður vera til fólk
sem kýs fremur getgátur og rök-
leysur en skýr rök og faglega vinnu.