Fréttablaðið - 04.10.2012, Qupperneq 42
4. október 2012 FIMMTUDAGUR30
Stúlkur oft hlutgerðar í myndefni
skólablaða framhaldsskólanna
30
menntun@frettabladid.is
BARNA Í 1.-3. BEKK LÆRÐU ENSKU SÍÐASTA VETUR
Enska er fyrsta tungumál sem flestir íslenskir nemendur læra. Skólaárið 2011-2012 lærðu 33.937 börn
ensku í grunnskólum, eða 80,1% grunnskólabarna, og hefja flest enskunám í 4. bekk. Heimild: Hagstofa Íslands.
39,2%
128 nemendur eru skráðir í japönsku við Háskóla
Íslands á þessari önn. Þar af eru
15 í Japan þetta skólaár. Algerir
nýnemar eru 28 en einnig sækja
nokkrir tíma sem áður voru
skráðir í önnur fög í HÍ.
Einn þeirra sem hófu japönskunám
við Háskóla Íslands á þessu hausti
er Erlingur Þór Pétursson, 22 ára
Akureyringur.
Hann kveðst hafa brennandi
áhuga á japanskri tungu og menn-
ingu og eitt af því sem heilli hann
við japönskuna sé tilfinningin
sem fylgi talmálinu. En hvernig er
svo að læra þetta framandi mál?
„Námið er mjög áhugavert, eigin-
lega mun áhugaverðara en ég bjóst
við, sérstaklega vegna þess hversu
skemmtilega kennara við erum
með,“ segir Erlingur Þór og ber
líka lof á félagslífið innan hópsins.
„Oftar en ekki er eitthvað gert um
helgar, þá með japönsku skiptinem-
unum sem stunda nám við skólann.
Við reynum líka að nýta virku dag-
ana í að gera eitthvað skemmtilegt,
hvort sem það tengist náminu eða
ekki,“ segir hann. „Svo horfi ég að
sjálfsögðu á japanskar bíómynd-
ir og anime (teiknimyndir). Það er
lærdómur út af fyrir sig.“
Hvernig telur Erlingur Þór svo
námið muni nýtast honum? „Að
kunna annað tungumál opnar
marga möguleika, sama hvaða mál
það er. Maður fær breiðari sýn á
heiminn, sem gerir mann að betri
manneskju ef eitthvað er. Svo
auðveldar það líka frekara nám
í Japan,“ svarar hann og kveðst
aðspurður aldrei hafa komið þang-
að – ekki enn. Skyldi Japansferð
vera á döfinni? „Ekkert á næstunni.
Ekki fyrr en skiptinámið tekur við.
Ef ég gæti færi ég með næsta flugi
út en ég bíð bara spenntur þangað
til.“ - gun
Heillandi
tilfinning
ERLINGUR ÞÓR PÉTURSSON „Ef ég gæti
færi ég með næsta flugi út,“ segir hann.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Eitt erinda á Menntakvik-
unni nefnist Orðræðan um
konur og karla í mynd-
efni framhaldsskólablaða:
Birtingarmyndir hetrósex-
isma og sexisma í íslensk-
um skólablöðum. Það er Jón
Ingvar Kjaran, doktorsnemi
á Menntavísindasviði HÍ,
sem flytur erindið. Hann
segir kynjamismunun í
myndbirtingum fara vax-
andi.
„Ég er aðallega að skoða og velta
fyrir mér hvernig kynin birtast í
myndefni skólablaða í framhalds-
skólum,“ segir Jón Ingvar Kjaran,
doktorsnemi á Menntavísindasviði,
um innihald erindis síns. „Ég tók
aðallega fyrir skólablöð í einum
framhaldsskóla á höfuðborgarsvæð-
inu og hugmyndin var að skoða líka
hvort orðræðan einkenndist af sex-
isma eða slíku. Þetta var eigindleg
greining og megindleg. Megind-
lega greiningin byggðist aðallega á
innihaldsgreiningu en í eigindlegu
greiningunni er ég meira að túlka
niðurstöður út frá femínísku sjón-
arhorni og krítísku.“
Þú ert líka að skoða birtingar-
myndir hinsegin fólks í þessum
blöðum, ekki satt? „Jú, jú, og það
tengist líka margbreytileikanum
og því hvernig orðræðan er um
hinsegin fólk í skólablöðum. Hún
er reyndar mjög lítil og nær engin
og gengur helst út á það að draga
einhver mörk á milli þeirra sem
eru „normal“ og þeirra sem teljast
vera hinsegin. Sú orðræða tengist
líka mikið karlmennsku og kven-
leika, kynhneigð og kyngervi og
ég reyni að skoða þetta út frá því
hvaða staðalmyndir eru ríkjandi og
hvernig þeir sem bregða út af þeim
eru stimplaðir.“
Og hver er niðurstaðan? Er mikil
kynjamismunun í þessum blöð-
um? „Já, það er talsvert um hana
í myndefni skólablaðanna. Reynd-
ar dálítið mismunandi eftir árum.
Hún er talsverð árið 1996 og hefur
farið svolítið vaxandi síðan. Nær
hámarki um 2005-6, síðan kemur
smá lægð en svo fer hún aftur upp
og ég er dálítið að velta fyrir mér
hvað gæti valdið því. Internetið
kemur þarna upp úr 2000 og síðan
er talað um þessa auknu klám-
væðingu í samfélaginu. Kynslóðin
sem kemur inn í framhaldsskólana
SKOÐAR KYNJAMISMUNUN Jón Ingvar segir að dregið hafi úr kynjamismunun í skólablöðum upp úr 2005 en nú sé hún að
aukast aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Menntakvika, árleg ráð-
stefna Menntavísindasviðs
Háskóla Íslands um
nýjustu rannsóknir,
nýbreytni og þróun í
menntavísindum, fer fram
föstudaginn 5. október frá
klukkan 9 til 17. Ráðstefn-
unni er ætlað að kynna
og miðla því sem efst er
á baugi í rannsóknum í
menntavísindum á Íslandi
ár hvert. Flutt verða
erindi í 45 málstofum um
fjölbreytt málefni sem
tengjast uppeldi, menntun
og þjálfun.
Umfjöllunarefni málstof-
anna eru hin fjölbreyttustu
og spanna víðfeðmt svið,
allt frá heilsu til samfélags-
miðla eins og sjá má á
meðfylgjandi lista:
Heilsa á 52 fjöllum
Gunnhildur Hinriksdóttir,
MS aðjúnkt Menntavís-
indasviði HÍ
Smári Stefánsson, MS
aðjúnkt Menntavísinda-
sviði HÍ
Orðræðan um konur og
karla í myndefni fram-
haldsskólablaða: Birting-
armyndir hetrósexisma
og sexisma í íslenskum
skólablöðum
Jón Ingvar Kjaran,
doktorsnemi Menntavís-
indasviði HÍ
Háskólar og bankar
og um samfélagslega
ábyrgð þessara stofnana
Páll Skúlason, prófessor á
Hugvísindasviði HÍ
Viðhorf ungs fólks til
eineltis og óttinn við að
standast ekki kröfur
Halla Jónsdóttir, aðjúnkt
Menntavísindasviði HÍ
Heimsborgaralegur
auður: Efling tungumála-
náms
Birna Arnbjörnsdóttir,
prófessor Hugvísindasviði
HÍ
Notkun samfélagsmiðla
til heilsueflingar
Ágústa Pálsdóttir, prófess-
or Félagsvísindasviði HÍ
Vinna er lasta vörn.
Sveitastörf íslenskra
barna á síðari hluta
20. aldar
Anna Dórothea Tryggva-
dóttir, meistaranemi
Menntavísindasviði HÍ
Ólöf Garðarsdóttir,
prófessor Menntavísinda-
sviði HÍ
Kynjamunur á notkun
próteinfæðubótarefna
á meðal framhalds-
skólanema
Anna Sigríður Ólafsdóttir,
dósent Menntavísindasviði
HÍ
Meðhöfundar: Unnur B.
Arnfjörð
Sigurbjörn Árni Arngríms-
son, prófessor Menntavís-
indasviði HÍ
Dagskrána í heild má
nálgast á vef Mennta-
kvikunnar: http://vefsetur.
hi.is/menntakvika/dagskra
FJÖLBREYTT ERINDI OG MÁLSTOFUR
2007 og eftir það er hin svokallaða
„klámkynslóð“, þannig að ég er
svona að skoða hvort draga megi
einhverjar ályktanir út frá því en
vil þó ekki draga neinar almennar
ályktanir, þetta eru meira svona
vísbendingar.“
Hvernig birtist þessi kynjamis-
munun í blöðunum? „Birtingar-
myndirnar eru auðvitað ýmsar.
Kynin eru sýnd í skrítnum stell-
ingum, oftast þá stúlkur. Það er
líka áberandi að þær eru sýndar
fáklæddar, eru hlutgerðar í mynd-
efninu. Hetrósexisminn er einnig
áberandi, það er gengið út frá því
að allir séu gagnkynhneigðir.“
Fyrirlestur Jóns Ingvars hefst
klukkan 9 í fyrramálið í Gamla
kennaraskólanum við Skaftahlíð.
fridrika@frettabladid.is
STÓRLEIKIR í dag
EvrópudEIlDin
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS | VERSLANIR VODAFONE | VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
PANATHINAIKOS - TOTTENHAM
KL. 16.55
LIVERPOOL - UDINESE
KL. 19.00