Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.10.2012, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 04.10.2012, Qupperneq 46
4. október 2012 FIMMTUDAGUR34 Efsta sæti metsölulista Eymunds- son yfir allar bækur vermir þessa dagana Létta leiðin eftir Ásgeir Ólafs- son, næring- arráðgjafa og þjálfara. Bókin fjallar um heilsubót- arkerfi og eru lesendur leiddir skref fyrir skref í gegnum sex vikna tíma- bil sem ætlað er að skila aukinni vellíðan og létt- ari líkama til frambúðar. Annað sæti lista Eymundsson skipar skáldsagan Fimmtíu gráir skuggar, íslensk þýðing hinnar geysivinsælu Fifty Shades of Grey eftir E.L. James. Létta leiðin vinsælust Söngleikjaunnendur fá mikið fyrir sinn snúð í Salnum í Kópa- vogi í vetur en á föstudags- kvöld hefst tónleikaröðin „Ef lífið væri söngleikur“. Þar flytja leikararnir og söngvararnir Bjarni Snæbjörnsson, Margrét Eir, Sigríður Eyrún Friðriks- dóttir og Orri Huginn Ágústsson lög úr klassískum söngleikjum, rokkóperum, poppsöngleikjum og söngperlur stóru söngleikja- skáldanna. Sigríður Eyrún og Bjarni hafa sungið saman í dúettnum Viggó og Víólettu en fjórmenningarnir tóku allir þátt í uppfærslu Þjóð- leikhússins á Vesalingunum síðastliðinn vetur. „Við erum öll mjög hrifin af söngleikjum, en því miður eru þeir svo sjaldan settir á svið hér á landi,“ segir Sigríður Eyrún. „Við ákváðum því að bæta úr því, leiða saman hesta okkar og flytja lög sem við höldum mikið upp á úr ólíkum stílum söngleikja.“ Á fyrstu tónleikunum annað kvöld bregður hópurinn sér til Broadway og West End með flutningi laga úr Kabarett, Vesa- lingunum, Fiðlaranum á þakinu, Söngvaseiði og Óperudraugnum. Í nóvember verða vinsælustu söngleikjum kvikmyndasögunn- ar gerð góð skil. Í febrúar verða ódauðleg lög stóru söngleikja- skáldanna á dagskrá og í apríl verða tekin lög úr rokkóperum. Spurð hvers konar söngleik- ir henni þyki skemmtilegast- ir nefnir Sigríður Eyrún verk á borð við Avenue Q og Vesa- lingana. „Það má segja að ég heillist af ýktum andstæðum; Vesaling- arnir er auðvitað hádramatískt verk en Avenue Q tekur sig ekki hátíðlega og gerir svolítið grín að forminu. Ég er í essinu mínu í hvorutveggja.“ Söngleikir vakna til lífsins í Salnum SÖNGLEIKJALÍF Fjórir söngvarar flytja lög úr jafn mörgum tegundum söngleikja við undirleik Kjartans Valdemarssonar píanóleikara í Salnum í vetur. ÁSGEIR ÓLAFSSON Bókaforlagið Springer gaf nýlega út fræðiritið Asymmetric Econo- mic Integration: Size Characteris- tics of Econo- mies, Trade Costs and Welfare eftir dr. Snorra Snorrason fræðimann og kennara við Lancas- ter-háskól- ann. Efni bókarinnar er hagfræði- leg rannsókn á efnahags- legum sam- runa ríkja með sérstöku tilliti til þess hvort áhrif slíks samruna séu breytileg eftir stærð þeirra ríkja sem hlut eiga að máli. Rann- sóknin byggir á gögnum frá 218 ríkjum, þar af eru 45 Evrópuríki að Íslandi meðtöldu. Í þessari rannsókn Snorra er leitast við að svara því hvort jákvæð hagræn áhrif fríverslun- arsambanda dreifist jafnt á milli aðildarríkja af ólíkri stærð eða hvort, og þá í hve ríkum mæli, fríverslunarsamstarf ýtir undir ósamhverfu í vöruviðskiptum milli misstórra ríkja. Efnahagsleg- ur samruni rannsakaður SKIPTIR STÆRÐIN MÁLI? Í nýrri rann- sókn eru efnahagsleg áhrif fríverslunar- samninga skoðuð. GEFÐU HÆNU gjofsemgefur.is 9O7 2OO3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.