Fréttablaðið - 04.10.2012, Síða 52

Fréttablaðið - 04.10.2012, Síða 52
4. október 2012 FIMMTUDAGUR40 40 popp@frettabladid.is „Leggja-þjónustan er búin að vera í boði frá því í mars 2008 og fólk hefur getað hringt inn eða sent SMS til að borga í stöðu- mæla. Nú erum við þó búin að bæta þessum möguleika við að hægt sé að nota app á símanum,“ segir Hreinn Gústavsson hjá hugbúnað- arfyrirtækinu Strokki. Leggja er samstarfsverk- efni Strokks og Bílastæða- sjóðs og hægt að nota hana á öllum gjaldsvæðum Bíla- stæðasjóðs og í bílastæða- húsi Hörpu. „Þetta er barnið okkar og búið að vera það frá upphafi. Þetta virkar bara eins og að mæta í vinnu en fólk stimplar sig í rauninni bara inn og út úr stæðunum,“ segir Hreinn, en með því að nota þjónustuna er aðeins greitt fyrir þann tíma sem bíllinn er í stæðinu. Það eru tæplega 6.000 not- endur sem nýta sér þjón- ustuna sem stendur til boða fyrir alla. „Þetta er mjög einfalt og allir ættu að geta notfært sér þetta. Mamma á til dæmis ekki í neinum vandræðum með þetta,“ segir Hreinn. Hægt er að kynna sér þjónustuna betur á heimasíðunni Leggja.is. Síminn sem stöðumælir VINSÆLT Hreinn segir Leggja. is vera með um 6.000 virka notendur. ÁRA GÖMUL er söngkonan Gwen Stefani í dag. Hún sló í gegn með hljómsveitinni No Doubt og þá sérstaklega laginu Don’t Speak árið 1997 og hefur einnig notið velgengni sem sólólistamaður. Sem slíkur kom hún lagi sínu Hollaback Girl á toppinn í Bandaríkjunum árið 2005. 43 Ágústa Margrét Arnar- dóttir hönnuður stendur fyrir viðburðinum Fashion with Flavor sem fram fer á Grand Hóteli um helgina. Hugmyndin að baki við- burðinum er að sýna full- nýtingu íslenskra hráefna á einstakan hátt. „Ég fékk hugmyndina fyrst í janú- ar í fyrra og ákvað að hrinda henni strax í framkvæmd. Fyrstu sýn- ingarnar fóru fram á Hornafirði, Reykholti og í Reykjavík,“ útskýr- ir Ágústa Margrét Arnardóttir, skipuleggjandi Fashion with Fla- vor. Á viðburðinum er tísku, mat og tónlist tvinnað saman á nýstár- legan máta. Ágústa Margrét er jafnframt eigandi og aðalhönnuð- ur hönnunarmerkisins Arfleifðar á Djúpavogi og vinnur einungis með íslenskar afurðir á borð við roð, leður, horn og fjaðrir. „Ég var sjómaður í þrettán ár og allir í kringum mig eru veiði- menn. Ég hef því óbilandi áhuga á öllu sem tengist nýtingu hráefnis- ins og hef kynnt mér mjög vel vel hvaðan allt hráefnið sem ég nota kemur og hvernig það er veitt. Ég nota til dæmis engin dýr sem eru alin í búrum,“ segir Ágústa og bætir við: „Ein starfskonan í Arf- leifð er bóndakona og hún mætti of seint til vinnu í dag vegna kindar sem fótbrotnaði. Þetta er því mjög sveitalegur tískubissness.“ Á viðburðinum munu fyrir- sætur bera fram rétti eftir mat- reiðslumeistarann Hinrik Carl Ellertsson, klæddar fatnaði úr hreindýra- og lambaleðri eða roði. Greta Salóme sér um undirleik og á tónlistin að ýta enn frekar undir matarupplifun gestanna. Aðspurð segist Ágústa Margrét ekki óttast að sullað verði á flíkurnar. „Ég treysti fyrirsætunum fullkom- lega. Í fyrra skvettist reyndar full- ur bakki af bláberjalíkjör yfir eina sem var klædd í hvítt leðurpils, en það var hægt að skola litinn úr án vandræða. Þetta er algjört undra- efni.“ Aðspurð segist hún vilja gera Fashion with Flavor að árlegum viðburði enda hafi kvöldin verið vel sótt og vakið athygli bæði hér heima og erlendis. „Ég á eftir að vinna með öllum þeim hönnuðum sem vinna með ull þannig ég vil að sjálfsögðu halda áfram með þetta. Helst að eilífu,“ segir hún og hlær. Miðaverð er 9.900 krónur og innifalið í því verði er fordrykkur og sex rétta matseðill. sara@frettabladid.is MAT OG TÍSKU TVINNAÐ SAMAN SKEMMTILEG HUGMYND Ágústa Margrét Arnardóttir var sjómaður í þrettán ár. Hún skipuleggur viðburðinn Fashion with Flavor sem fram fer á Grand Hótel um helgina. Ágústa er á myndinni miðri. MYND/ÞORMAR VIGNIR GUNNARSSON ALLT NÝTT Fyrirsætur bera fram rétti, klæddar fatnaði úr hreindýra- og lambaleðri. Myndin er tekin á Fashion with Flavor á síðasta ári. MYND/ANDRÉS SKÚLASON GLÆSILEGUR KAUPAUKI FYLGIR EF KEYPTAR ERU SHISEIDO VÖRUR FYRIR 9.000 KR. EÐA MEIRA. Endurvektu húð þína með birtu Í HYGEA KRINGLU OG SMÁRALIND 4.-6. OKTÓBER Við kynnum nýjan byltingarkenndan farða sem fjarlægir alla skugga úr andlitinu með birtunni einni saman um leið og hann nærir og lyftir húðinni innan frá. Komdu og sjáðu með eigin augum. Í tilefni af 140 ára afmæli Shiseido bjóðum við: Bio-Performance Super Corrective Serum 50 ml á verði 30 ml. Þú sparar 11.500 kr. Bio-Performance A.S.Revitalizing Cream 75 ml á verði 50 ml. Þú sparar 6.700 kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.