Fréttablaðið - 04.10.2012, Síða 56

Fréttablaðið - 04.10.2012, Síða 56
4. október 2012 FIMMTUDAGUR44 sport@frettabladid.is STJARNAN mætir Zorkiy í Rússlandi í síðari viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu klukkan 13.00 í dag en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Liðið hélt utan á mánudagsmorgun og var tæpan sólarhring að komast á leiðarenda. Síðasta spölinn fór hópurinn með næturlest frá Helsinki til Rússlands. Daði Reynir hefur hafið störf hjá Sjúkraþjálfuninni AFL, Borgartúni 6 Tímapantanir í síma 511 4111 www.aflid.is F Ó T B O LT I H i n n sj ó ðh ei t i markaskorari AGF í Danmörku, Aron Jóhannsson, var í gær valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Albaníu og Sviss í undankeppni HM 2014. Leikirnir fara fram 12. og 16. október næstkomandi. Ta lsverð pressa var á landsl iðsþjá lfaranum L ars Lagerbäck að velja Aron, enda er hann markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, búinn að skora 10 mörk í síðustu 5 leikjum og samtals 11 mörk í 11 leikjum. „Ég er nokkuð hress með gang mála. Ég get ekki neitað því,“ sagði hinn 21 árs gamli Aron léttur í spjalli við Fréttablaðið í gær. „Ég var vissulega mjög glaður þegar ég fékk tíðindin enda er ég búinn að leggja hart að mér alla ævi með það að markmiði að fá að spila fyrir mína þjóð. Ég var því að ná ákveðnum áfanga.“ Ræddi við Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari talaði við Aron í upphafi vikunnar en tjáði honum ekki þá að hann yrði í landsliðshópnum. Það var ekki fyrr en daginn eftir sem starfsmaður knattspyrnusambandsins hringdi í hann og sagði honum góðu tíðindin. „Við Lars ræddum lauslega saman en það er okkar á milli hvað var rætt um,“ sagði Aron, en þeir ræddu saman á ensku í stað þess að reyna að tala saman á dönsku og sænsku. „Ég er ekki sleipur í sænskunni en veit ekki hvort við hefðum getað plumað okkur á nokkurs konar skandinavísku.“ Þó svo að Aroni hafi gengið vel upp á síðkastið er hann engu að síður eini nýliðinn í landsliðshópn- um og hann ætlast ekki til eins né neins þegar í hópinn er komið. „Ég get ekki gert neinar kröfur en auðvitað væri gaman að fá einhverjar mínútur. Ég verð að mæta einbeittur á æfingar og sýna hvað ég get. Það skilar mér svo vonandi einhverjum mínútum á vellinum,“ sagði Aron yfirvegaður. Framherjinn segist ekki vera neinn hrokagikkur og velgengnin hafi ekki stigið honum til höfuðs. „Ég er nú ekki þekktur fyrir að vera einhver hrokagikkur en auð- vitað mæti ég til leiks með mikið sjálfstraust. Ég þarf að sýna mig fyrir nýju liði og nýjum þjálfara,“ sagði Aron en hverju þakkar hann þetta góða gengi upp á síðkastið? Hefur allt gengið upp „Þetta er náttúrulega búið að vera ótrúlegt. Það hefur allt gengið upp hjá mér. Get eiginlega ekki útskýrt það betur. Ég veit samt að ég þarf að leggja mjög hart að mér í hverjum leik. Þetta kemur ekki af sjálfu sér. Það þýðir ekkert að hætta núna. Þetta telur ekkert í lok tímabilsins. Ég verð að halda áfram á sömu braut.“ Aron er fæddur í Bandaríkj- unum og bjó þar fyrstu þrjú ár ævi sinnar. Hann er aftur á móti alinn upp á Íslandi og á íslenska foreldra. Þar sem hann hefur ekki enn spilað A-landsleik fyrir Ísland er hann enn gjaldgengur í banda- ríska landsliðið. Bandaríkin komu aldrei til greina Þessi staðreynd náði alla leið til Bandaríkjanna og er Aron sló í gegn í Danmörku var þeim möguleika velt upp í fjölmiðlum vestanhafs hvort hann myndi spila með bandaríska landsliðinu. Aron segist aldrei hafa íhugað það alvarlega. „Ég er Íslendingur og mig hefur langað að spila fyrir Ísland frá því að ég var lítill. Það kom því aldrei til greina. Þegar umræðan var í gangi fór það inn um annað og út um hitt eyrað. Ég heyrði aldrei frá neinum í bandaríska knattspyrnu- sambandinu heldur. Ég vil spila fyrir Ísland og nú var ég valinn í landsliðið, sem er frábært,“ sagði Aron. henry@frettabladid.is Vildi ekki spila fyrir Bandaríkin Aron Jóhannsson er eini nýliðinn í íslenska landsliðshópnum sem mætir Albaníu og Sviss í undankeppni HM síðar í mánuðinum. Aron er fæddur í Bandaríkjunum og því enn gjaldgengur í bandaríska landsliðið, sem hann var orðaður við á dögunum. Hann vill þó mun fremur spila fyrir íslenska landsliðið. Landsliðshópurinn Markverðir: Gunnleifur Gunnleifsson FH Hannes Þór Halldórsson KR Haraldur Björnsson Sarpsborg Varnarmenn: Grétar Rafn Steinsson Kayserispor Birkir Már Sævarsson Brann Kári Árnason Rotherham Ragnar Sigurðsson FCK Bjarni Ólafur Eiríksson Stabæk Sölvi Geir Ottesen* FCK Ari Freyr Skúlason Sundsvall Hólmar Freyr Eyjólfsson Bochum Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson Cardiff Emil Hallfreðsson Verona Helgi Valur Daníelsson AIK Jóhann Berg Guðmundsson AZ Alkmaar Rúrik Gíslason FCK Eggert Gunnþór Jónsson Wolves Birkir Bjarnason Pescara Gylfi Þór Sigurðsson Tottenham Sóknarmenn: Gunnar Heiðar Þorvaldsson Norrköping Alfreð Finnbogason Heerenveen Aron Jóhannsson AGF *Tekur út leikbann þegar Ísland mætir Albaníu 12. október. ÍSLENDINGUR Aron Jóhannsson hefur spilað með yngri landsliðum Íslands. Hér er hann í leik gegn enska U-21 landsliðinu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ég get ekki gert neinar kröfur en auðvitað væri gaman að fá einhverjar mínútur. ARON JÓHANNSSON LEIKMAÐUR AGF FÓTBOLTI Gunnleifur Gunnleifsson tók við Íslandsmeistarabikarnum á laugardaginn og það mátti sjá á viðbrögðum hans þegar titill- inn var í höfn tveimur vikum fyrr að þar fór maður sem var búinn að bíða lengi eftir því að komast í tæri við þann stóra. Gunnleifur kom í FH fyrir tíma- bilið 2010 þegar FH-ingar voru búnir að vinna tvo Íslandsmeist- Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði og markvörður Íslandsmeistara FH, átti flott sumar í Pepsi-deildinni: Hélt oftar hreinu í ár en síðustu ár til samans HRÓKUR ALLS FAGNAÐAR Gunnleifur Gunnleifsson fagnar með félögum sínum í FH eftir lokaleikinn á móti Val. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL aratitla í röð og fimm titla á sex árum. Gunnleifur leysti þá af Daða Lárusson, sem var búinn að vera aðalmarkvörður FH-liðins í níu sumur. Gunnleifur hafði árin á undan staðið sig frábærlega með liði HK og verið einn af lykilmönnunum í að koma liðinu upp í deild þeirra bestu. Nú var komið að því að spila með einum af stórum klúbbunum. Það gekk þó ekki allt eins og í sögu. FH-liðið þurfti að sætta sig við silfur tvö fyrstu ár Gunnleifs í Krikanum en hann fékk fyrirliðabandið í vor og þá kom sá stóri. Gunnleifur talaði sjálfur um að hann hefði verið að vinna sinn fyrsta alvöru Íslandsmeistaratitil, en hann á einnig verðlaunapening frá árinu 1999 þegar hann var varamarkvörður Kristjáns Finnbogasonar hjá KR og fékk að spila lokaleik mótsins þegar titillinn var í höfn. Gunnleifur hélt marki sínu sam- tals níu sinnum hreinu fyrstu tvö tímabil sín með FH en gerði einu betur í sumar. Gunnleifur hélt marki sínu nefnilega tíu sinnum hreinu í Pepsi-deildinni í ár og allir þeir leikir voru fyrir þá eftir- minnilegu stund á Stjörnuvellinum 16. september síðastliðinn þegar FH-liðið tryggði sér Íslandsmeist- aratitilinn. Gunnleifur er sá markvörður sem hélt oftast marki sínu hreinu á tímabilinu, en næstur kom Eyjamaðurinn Abel Dhaira sem náði því í átta leikjum. FH-ingar unnu sex af leikjum sínum 1-0 og þessi 18 stig vógu þungt í að liðið tók titilinn af KR-ingum. - óój Gunnleifur og árin í FH 2010 2. sæti 28 mörk á sig í 22 leikjum (5 sinnum haldið hreinu) 2011 2. sæti 28 mörk á sig í 22 leikjum (4 sinnum haldið hreinu) 2012 Meistari 21 mark á sig í 21 leik (10 sinnum haldið hreinu) HANDBOLTI Nikola Karabatic var í gær leiddur fyrir dómara þar sem honum var birt ákæra fyrir meint veðmálasvindl í tengslum við leik Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni. Samkvæmt frönskum fjölmiðl- um mun hann hafa fellt tár við þetta tilefni. Þeir leikmenn sem voru kærðir, þar á meðal Kar- abatic, mega nú ekki spila með liðum sínum á meðan málið er fyrir dómstólum. Alls voru sjö núverandi eða fyrrverandi leikmenn Montpel- lier kærðir. Leikmennirnir eru grunaðir um að hafa tapað vilj- andi leik í frönsku úrvalsdeild- inni undir lok síðasta tímabils. Fimm aðrir voru einnig kærðir, en þeir veðjuðu á leikinn og högn- uðust um samtals 40 milljónir króna á því. Kærustur, vinir og ættingjar leikmanna voru meðal þeirra kærðu. - esá Veðmálahneykslið: Karabatic grét hjá dómara KARABATIC Spilar ekki í nánustu framtíð. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI Kvennalandslið Íslands gerði í gær jafntefli við Svíþjóð, 24-24, í æfingaleik ytra. Hrafn- hildur Ósk Skúladóttir skoraði níu mörk fyrir íslenska liðið. Þetta eru góð úrslit fyrir íslenska liðið enda Svíar með eitt besta lið Evrópu. Staðan í hálf- leik var 13-11 Svíum í vil. Guðný Jenný Ásmundsdóttir átti góðan dag í marki íslenska liðsins og varði 20 skot. Ísland mætti Svíum einnig í fyrradag og tapaði þá, 23-16. Þetta er í fyrsta sinn sem Svíar ná ekki að vinna Ísland í lands- leik en fyrir leik kvöldsins hafði öllum fjórtán leikjum þessara þjóða lokið með sigri Svía. - esá Æfingaleikur í Svíþjóð: Jafntefli gegn sterkum Svíum HRAFNHILDUR Setti níu gegn Svíum í gær. MYND/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.