Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag
VIÐSKIPTI Lýður og Ágúst Guð-
mundssynir, stofnendur Bakka-
varar, eru orðnir stærstu ein-
stöku hluthafar félagsins. Þeir
eiga nú um 40 prósenta hlut sem
þeir hafa greitt meira en átta
milljarða króna fyrir. Hlutina
hafa þeir keypt af fyrrum kröfu-
höfum sínum sem breyttu skuldum
Bakka varar Group í nýtt hlutafé.
Á meðal þeirra eru Lífeyris sjóður
starfsmanna ríkisins (LSR), þrota-
bú Glitnis, sjóðsstýringarfyrir-
tæki í eigu Íslandsbanka, MP
Banki og minni lífeyrissjóðir.
Fyrir bankahrun var hollenskt
félag í eigu bræðranna, Bakka-
bræður Holding B.V., aðaleigandi
fjárfestingafélagsins Existu sem
hélt meðal annars á eignarhlut
þeirra í Bakkavör og Kaupþingi.
Í skýrslu rannsóknar nefndar
Alþingis kom fram að það félag
hefði verið á meðal þeirra aðila
sem þáðu hæstar arðgreiðslur á
uppgangsárunum fyrir hrun. Alls
fékk félagið tæpa níu milljarða
króna í arðgreiðslur á árunum
2005 til 2007. Því er ljóst að bræð-
urnir eiga töluvert fé.
Bakkavör Group gerði nauða-
samning árið 2010 sem átti að
gefa bræðrunum tækifæri til
að halda yfirráðum í félaginu
tækist þeim að greiða skuldir
sínar ásamt háum vöxtum. Í upp-
hafi þessa árs var orðið ljóst að
það myndi ekki ganga eftir. Því
var ákveðið að breyta kröfum í
nýtt hlutafé og leyfa bræðrunum
að kaupa um fjórðung þess.
Síðan hafa þeir bætt hratt við sig
eignar hlutum.
Félög í eigu bræðranna hafa
komið inn í landið með milljarða
króna í gegnum fjárfestingaleið
Seðlabankans og hafa með því
fengið hundraða milljóna króna
afslátt af hlutabréfum sem þeir
hafa keypt í Bakkavör.
Á móti bræðrunum hefur staðið
blokk annarra kröfuhafa sem á
rétt rúmlega fimmtíu prósenta
eignarhlut og neitar að selja þeim.
Uppistaðan í henni er Arion banki
(34 prósent), Lífeyrissjóður verzl-
unarmanna (sjö prósent) og Gildi
lífeyrissjóður (fimm prósent)
auk smærri sjóða. Á meðal ann-
arra eigenda í Bakkavör er vog-
unarsjóðurinn Burlington Loan
Management Ltd., sem hefur
eignast alls um fimm prósenta
hlut með uppkaupum á kröfum
og hlutafé. Þessi sjóður er líka á
meðal stærstu eigenda Klakka,
sem áður hét Exista, og stærstu
kröfuhafa þrotabúa Kaupþings og
Glitnis. - þsj / sjá Markaðinn
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Miðvikudagur
skoðun 12
3 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
Húsnæðislán
Markaðurinn
24. október 2012
250. tölublað 12. árgangur
milljarðar eru arð-
greiðslurnar sem
hollenskt félag bræðr-
anna fékk á árunum 2005 til
2007.
9
HÚSNÆÐISLÁNMIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2012 Kynningarblað Óverðtryggð lán, uppgreiðslukerfi, fastir vextir, blönduð lán.
R áðgjafafyrirtækið S
Eignamyndun með hjálp Sparnaðar
Uppgreiðslukerfi Sparnaðar hefur vakið mikla athygli undanfarin ár Fjöl
góðum árangri. Sparnaður veitir óháða ráðgjöf ð
„Það er nefnilega ekki sama í hvaða röð lán eru greidd niður og hvenær greiðsla á sér stað,“ segir Gestur B. Gestsson, framkvæmdastjóri Sparnaðar.
MYND/GVA
HOPE SPRINGSKvikmyndin Hope Springs með Meryl Streep og Tommy
Lee Jones í aðalhlutverkum er sýnd hér á landi um þessar
mundir. Fyrir þá sem séð hafa myndina og heillast af
bænum Hope Springs skal það upplýst að bærinn heitir í
raun Stonington og er í Connecticut-sýslu.
S portveiðivefurinn.is er skemmti-legur veiðivefur fyrir alla áhuga-menn um skotveiði og stangveiði. Það voru Egill Gómez og Bergþór Helgi Bergþórsson sem stofnuðu vefinn árið 2005. Egill segir þeim félögum hafa fundist vanta veiðivef fyrir alla veiðimenn, nýliða og þá sem eru lengra komnir, og því ákveðið að opna vefinn. „Margir veiðivefir og sjónvarps-þættir einblína á þá veiðimenn sem hafa stundað veiðar í áratugi en okkurfannst vanta efni fyrir llekki íð
og svo höfum við kynnt litlar verslanir
sem hafa ekki verið mikið áberandi. Svo
má nefna að við kíktum í heimsókn til
Jóa by usmiðs sem kenndi okkur að
smíða hníf. Þannig að allir ættu að finna
eitthvað við sitt hæfi í þessum þáttum.“
Að sögn Egils hafa viðtökurnar verið
ótrúlega góðar. „Það eru hátt í 1.000
manns sem horfa á hvern þátt. Það
verður síðan margt skemmtilegt í b ð
hjá okkur æstu á
VEITT Á VEFNUMVEIÐAR Sportveiðivefurinn.is hóf að sýna sjónvarpsþætti á vef sínum í sumar.
Þeir eru ætlaðir áhugafólki um skot- og stangaveiði og hafa vakið mikla athygli.
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR Egill Gómez og Bergþór Helgi Bergþórs-son eru mennirnir á bak við Sportveiði TV.MYND/VILHELM
frostlö
Umhverfisvænn
Bláu húsin v/FaxafenSími 553 7355 • www.selena.is
Frábært úrval af aðhaldsundirfatnaði
TÆKIFÆRISGJAFIR
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
www.tk.is
- mikið af frábærum boðumtil
% a15 fs ál ttur
Vertu vinurGóð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.mistyskor.is
Mikið úrval af vönduðum vetrarskóm úr
leðri fyrir dömurnar
Til dæmis: Teg: 99561Stærðir: 36 - 42 Verð: 18.800.-
Sími 551 2070Opið mán.-fös. 10-18.Laugardag 10-14.
www.visir.is
Sími: 512 5000 |
Miðvikudagur 24. nóvember 2012 | 18. tölublað | 8. árgangur
Fótbolti.net hagnaðist í fyrraFótbolti ehf., sem á og rekur vefinn Fótbolti.net, hagnaðist um 355 þúsund krónur á síðasta ári og eigið fé þess um áramót var 1,1 milljón króna. Félagið tapaði 296 þúsund krónum á árinu 2010. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Fót-bolta ehf. Engar upplýsingar eru um veltu Fót-bolti.net í ársreikningnum.Hafliði Breiðfjörð Guðmundsso , framkvæmda-jóri Fótbolti.net, á 95 prósent hl tafjár í fé-laginu. Fótbolti.net varð tíu ára fyrr á þessu ári. Hann er í dag vinsælasti knattspyrnuvefur lands-ins með tæplega 1,7 milljón fletti gar á viku og er í níunda sæti yfir mest sóttu vefi landsins. Það eru fleiri flettingar en næststærsti knattspyrnu-vefur, 433.is, og íþróttahlutar Mbl.is og Vísis.is fá samanl gt á viku, en þær eru um 1,6 milljónir. - þsj
Er prentverkið
Svansmerkt?
Við erum í hádegismat Sími 5 800 600www.iss.is
Meðan þú sprettir úr spori þá sprettur
svitinn fram. Taktu hressilega á því án
þess að hafa áhyggjur. Maður verður
að ná andanum.
7 dagar
í Hrekkjavöku
Kíktu á
okkur á
Facebook!
Hryllilegt ú
rval
af hræðileg
um
vörum!
Nú á
Akureyri
KIEFER SUTHERLAND SNÝR AFTUR
TOUCH
HEFST Í KVÖLD KL. 21.40
Í danska sjónvarpinu
Guðrún Eir keppir í
raunveruleikaþættinum
Danmarks Næste
Topmodel.
popp 26
Vildi aldrei vera Bond
Daniel Craig segir það
vera áskorun að leika
James Bond.
popp 20
FJÁRMÁL Reykjavíkurborg vill að
ríkið bæti sveitarfélögum upp
útgjaldaaukningu til fjárhags-
aðstoðar vegna fólks sem misst
hefur rétt til atvinnuleysisbóta.
Borgin segir að nær tvö þúsund
manns í Reykjavík verði búnir að
missa rétt til atvinnuleysisbóta
fyrir lok næsta árs. Áætlað sé að
útgjöld borgarinnar vegna þessa
aukist um þrjá milljarða króna á
sex árum. Innheimtu tryggingar-
gjalds umfram þörf Atvinnuleys-
istryggingasjóðs megi líkja við
„að ríkissjóður sé að skattleggja
sveitarfélögin til að brúa gat í
fjármálum ríkisins“. - gar / sjá síðu 4
Tvö þúsund missa bætur:
Atvinnulausir
í fang borgar
DÁLÍTIL ÚRKOMA Í dag verður
víðast hæg vestanátt og úrkomu-
lítið en dálítil úrkoma um vestan-
vert landið. Hiti 0-7 stig en vægt
frost NA-lands.
VEÐUR 4
4
4
3
0
0
Í NETAVINNU Í verksmiðju Hampiðjunnar við Skarfagarða eru framleidd veiðarfæri fyrir á annan milljarð króna á ári hverju. Þótt fyrirtækið hafi
breyst í hátæknifyrirtæki, sem þróar vörur fyrir marga aðra geira en sjávarútveginn, eru hefðbundin verkfæri eins og netanálin enn á lofti. Megnið af fram-
leiðslu fyrirtækisins fer nú fram í Litháen. Hampiðjan var stofnuð árið 1934 af íslenskum vél- og skipstjórum. Sjá Markaðinn FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONSagan með stelpunum
Íslenska kvennalandsliðið
er í lykilstöðu fyrir seinni
umspilsleikinn.
sport 22 Bræðurnir orðnir
stærstir í Bakkavör
Lýður og Ágúst Guðmundssynir hafa keypt um 40 prósenta hlut í Bakkavör á
þessu ári. Þeir eru nú orðnir stærstu einstöku hluthafar félagsins á ný, tveimur
árum eftir nauðasamninga. Fyrrum kröfuhafar hafa unnvörpum selt þeim hluti.