Fréttablaðið - 24.10.2012, Síða 4
24. október 2012 MIÐVIKUDAGUR4
GENGIÐ 23.10.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
224,2188
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,02 125,62
199,88 200,86
162,51 163,41
21,783 21,911
21,918 22,048
18,87 18,98
1,5639 1,5731
192,29 193,43
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Ómissandi á pizzuna,
í ofn- og pastaréttina,
á tortillurnar og salatið.
Heimilis
RIFINN OSTUR
NÝJUNG
ÍSLENSKUR OSTUR
100%
ATVINNUMÁL Reykjavíkurborg
vill að ríkið bæti sveitarfélögum
upp þá útgjaldaaukningu til fjár-
hagsaðstoðar sem þau hafa tekið
á sig frá 2008 vegna fólks sem
misst hefur atvinnuna og rétt til
atvinnuleysisbóta.
Fulltrúar Reykjavíkur fund-
uðu með fjárlaganefnd Alþingis
15. október síðastliðinn um fjár-
mál, fjárhagsstöðu og verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Efst á minnisblaði fjármálaskrif-
stofu borgarinnar vegna fundar-
ins voru atvinnuleysisbótarétt-
indi og fjárhagsaðstoð. Segir í
minnisblaðinu að tæplega tvö
þúsund manns í Reykjavík muni
hafa misst rétt til atvinnuleysis-
bóta fyrir lok næsta árs. Borgin
vill meðal annars að bráðabirgða-
ákvæði um fjögurra ára bótarétt
verði framlengt allt næsta ár
eða að minnsta kosti um þrjá til
sex mánuði. Grípa þurfi til sér-
stakra vinnumarkaðsaðgerða
vegna þeirra sem missa réttinn
til atvinnuleysisbóta.
Fjármálaskrifstofan segir að
þegar atvinnuleysi hafi aukist eftir
hrunið hafi Alþingi hækkað trygg-
ingargjald sem rennur í Atvinnu-
leysistryggingasjóð. Á sama tíma
hafi skuldbindingar sveitarfélaga,
einkum Reykjavíkur borgar, aukist
vegna einstaklinga sem áttu rétt á
fjárhagsaðstoð.
„Alþingi samþykkti engar breyt-
ingar á tekjustofnum sveitarfélaga
til að mæta þessum auknu útgjöld-
um en lagði á sveitarfélög að taka
fullan þátt í fjármögnun Atvinnu-
leysistryggingasjóðs,“ segir fjár-
málaskrifstofan. Bent er á að
þótt tryggingagjaldið hafi verið
lækkað að hluta vegna fækkunar
í hópi atvinnulausra hafi ekkert
verið gert til að sveitarfélögin geti
mætt þeim sem munu missa rétt
til atvinnuleysisbóta og bætast í
„sífellt stækkandi“ hóp þeirra sem
eiga rétt á fjárhagsaðstoð sveitar-
félaga.
„Lækkun tryggingargjalds er
þó mun minni en nemur áætlaðri
lækkun útgjalda Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs. Má líkja þessu
við að ríkissjóður sé að skattleggja
sveitarfélögin til að brúa gat sitt
í fjármálum ríkisins,“ segir fjár-
málaskrifstofan sem kveður ríkið
og sveitarfélögin verða að meta
„nauðsynlega tilfærslu“ tekna til
sveitarfélaga. „Eðlilegra hefði
verið að færa tekjur af tryggingar-
gjaldi til þeirra sveitarfélaga sem
bera þyngstar byrðar í útgjöldum
til fjárhagsaðstoðar vegna afleið-
inga hrunsins,“ segir fjármála-
skrifstofan. gar@frettabladid.is
Alda atvinnulausra á
leið á fjárhagsaðstoð
Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar segir nær tvö þúsund atvinnulausa í
Reykjavík verða búna að missa atvinnuleysisbótarétt í Reykjavík fyrir lok 2013.
Borgin vill að bráðabirgðaákvæði um bótarétt verði framlengt út næsta ár.
RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Sveitarfélögin, ríkið og aðilar vinnumarkaðarins tóku höndum
saman í desember í fyrra í átaki til að tryggja atvinnuleitendum störf. Dregið hefur úr
atvinnuleysi en sumir sem enn eru án vinnu eru að missa atvinnuleysisbætur. Borgin
áætlar að útgjöld sín vegna fjárhagstoðar til framfærslu aukist þess vegna um þrjá
milljarða króna á sex árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
2007 2011 Breyting
Allt landið 177.200 167.300 -5,6%
Reykjavík 71.000 62.600 -11,8%
Höfuðborgarsvæðið 116.900 108.600 -7,1%
HBS án RVK 45.900 46.000 0,2%
Heimild: Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands.
Starfandi í fullu starfi og hlutastarfi
DÓMSMÁL Sérstakur saksóknari
hefur gefið út ákæru á hendur
Ragnari Þórissyni, sjóðsstjóra
og stofnanda vogunarsjóðsins
Boreas Capital, fyrir skattsvik.
Í ákærunni er Ragnari gefið að
sök að hafa ekki talið fram 120
milljóna króna fjármagnstekjur
árið 2007, sem hafi verið til
komnar vegna uppgjörs tveggja
framvirkra skiptasamninga við
MP banka. Þannig hafi hann
komist undan tólf milljóna króna
skattgreiðslu. Ákæran verður
þingfest á fimmtudag.
Boreas Capital var með útibú
víða um Evrópu og var nátengdur
fjárfestingabankanum Straumi,
sem var í eigu Björgólfs Thors
Björgólfssonar, vinar Ragnars. - sh
Ragnar Þórisson fyrir dóm:
Stjóri Boreas
ákærður fyrir
12 milljóna svik
Mörður sækist eftir 3. sæti
Mörður Árnason alþingismaður
sækist eftir þriðja sæti í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjör-
dæmunum tveimur. Hann vill því
skipa annað sæti í öðru hvoru kjör-
dæminu. Mörður var þingmaður frá
2003 til 2007 og svo aftur frá árinu
2010.
PRÓFKJÖR
Margrét Gauja fer fram
Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjar-
fulltrúi í Hafnarfirði, sækist eftir þriðja
til fjórða sæti á lista Samfylkingar-
innar í Suðvesturkjördæmi. Margrét
Gauja starfar sem kennari auk þess
að vera bæjarfulltrúi og forseti bæjar-
stjórnar í Hafnarfirði.
Niðurrif í Fossvogi
Eigandi einbýlishúss í Grundarlandi
í Fossvogi hefur fengið leyfi til að
rífa húsið og byggja nýtt í staðinn.
Núverandi hús er 189 fermetrar en
nýja húsið verður 356 fermetrar.
SKIPULAGSMÁL
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
23°
18°
10°
11°
16°
17°
10°
10°
27°
15°
24°
17°
29°
5°
16°
18°
5°
Á MORGUN
5-10 m/s.
FÖSTUDAGUR
Víða úrkoma
seinni partinn.
0
0
0
-2
2
4
4
6
4
3
3
5
4
3
2
3
1
2
2
5
4
1
-3
2
2
0 -4
3
0
-3
2
2
FÍNT Í BILI Það
hefur verið fremur
meinhægt veður
ríkjandi á landinu
en það lítur út
fyrir breytingar og
umhleypingasamt
veður um helgina.
Svalt í veðri næstu
daga en fer hægt
hlýnandi á föstu-
dag.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
SAFNAMÁL Forsvarsmenn Náttúru-
fræðistofnunar Íslands (NÍ) og
Náttúruminjasafns Íslands (NMÍ)
undirrituðu samkomulag um víð-
tækt samstarf á mánudag. Í því
felst að NÍ muni veita NMÍ greiðan
aðgang að safnkosti sínum vegna
sýninga og annarrar starfsemi
og að samvinna verði um söfnun,
skráningu, rannsóknir og fræðslu.
Samkvæmt samkomulaginu mun
NÍ afhenda NMÍ til lengri tíma
muni sem verða hluti af grunnsýn-
ingu þess. Auk þess munu starfs-
menn safnsins fá tímabundna
starfsaðstöðu hjá Náttúrufræði-
stofnun á meðan starfsemi safnsins
er í mótun.
Eins og komið hefur fram í
fréttum er NMÍ húsnæðislaust frá
og með áramótum, en á sama tíma
hefur samstarfsnefnd á vegum
ríkis og borgar skilað skýrslu um
möguleika á að setja upp sýningu í
Perlunni. Fjárhagslegur grundvöll-
ur slíkrar sýningar verður skoðað-
ur í framhaldinu, eins og kom fram
í ræðu mennta- og menningarmála-
ráðherra á Alþingi nýlega.
Jón Gunnar Ottósson, forstjóri
NÍ, og Margrét Hallgrímsdóttir,
settur forstöðumaður NMÍ, undir-
rituðu samkomulagið. Í tilkynn-
ingu segir að með því hafi verið
tekið mikilvægt skref í því að efla
samvinnu þessara náttúruvísinda-
stofnana. - shá
Náttúrufræðistofnun og Náttúruminjasafnið sammælast um víðtækt samstarf:
Samstarf á sviði náttúruvísinda
SAFNKOSTUR Engin sýning náttúrugripa
hefur staðið uppi um margra ára skeið.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín
Rússlandsforseti hefur óspart
hæðst að og gert lítið úr
stjórnar andstæðingum, sem eiga
ekki sæti á þingi en hafa hvað
eftir annað efnt til fjölmennra
mótmælafunda gegn honum í
Moskvu og víðar um land.
Hann segir þá vera sundur-
lausa hjörð netbúa, sem hafi
hvorki skipulag né stefnu og geti
ekkert gert. Mótmælendurnir
hafa nú brugðist við með því að
efna til eins konar prófkjörs á
netinu, þar sem valin var for-
ystusveit sem vonast er til að
verði upphafið að betra skipu-
lagi hreyfingarinnar. Alls tóku
82 þúsund manns þátt í kjör-
inu. Í fyrsta sæti varð Alexei
Navalní, þekktur bloggari sem
orðið hefur eitt helsta andlit
mótmælahreyfingarinnar út á
við. - gb
Prófkjör stjórnarandstæðinga:
Navalní hreppti
fyrsta sætið
HEILBRIGÐISMÁL Um 200 manns
bíða þess að komast í afeitrun
á Vogi og í meðferðarúrræði að
því loknu. Þetta kemur fram í
pistli sem Gunnar Smári Egils-
son, formaður SÁÁ, skrifar á
heimasíðu félagsins. Hann vill
láta stytta biðlistana.
„10 dagar á Vogi og 28 daga
meðferð að því loknu kostar
ríkissjóð aðeins rúmar 400 þús-
und krónur; eða um 11 þúsund
krónur á dag,“ skrifar Gunnar
Smári. Sé miðað við bandarískar
rann sóknir er kostnaðurinn við
að sinna þessum sjúklingahópi
ekki um 15,4 milljónir á dag. Sá
kostnaður er tilkominn meðal
annars vegna óvirkni fólksins,
heilbrigðis hjálpar, afbrota og
slysa. - þeb
Meðferð kostar 400 þúsund:
200 bíða eftir
afeitrun á Vogi
SAMGÖNGUR Alls vill 71 prósent
félagsmanna Samtaka ferða-
þjónustunnar (SAF) fremur hafa
innanlandsflugvöll í Reykjavík
en í Keflavík. Þetta kemur fram
í könnun sem Capacent Gallup
gerði fyrir samtökin.
Í tilkynningu SAF er því
beint til ráðamanna að tryggja
umgjörð innanlandsflugs á
Reykjavíkurflugvelli. „Stöðugar
deilur um framtíð flugvallarins
eru ekki bjóðandi heldur þarf að
vinna að sátt um starfsemina,“
segir í tilkynningu SAF. - óká
SAF kannaði vilja félaga sinna:
Vilja hafa flug-
völl í Reykjavík