Fréttablaðið - 24.10.2012, Page 6

Fréttablaðið - 24.10.2012, Page 6
24. október 2012 MIÐVIKUDAGUR6 NEYTENDAMÁL Íslenska neftóbakið Lundi, sem hefur raunar einkum verið notað sem munntóbak, er nú að hverfa úr hillum verslana. ÁTVR hætti að kaupa það inn um áramót þegar efasemdir vökn- uðu um að það gæti flokkast sem neftóbak. Þá var ákveðið að selja birgðirnar sem þegar voru til, en þær eru nú að klárast í verslunum landsins. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að salan á tóbakinu hafi dvínað veru- lega frá því sem var í upphafi, þegar 600 kíló seldust á fyrstu þremur dögunum. Í sumar hafi þurft að henda óverulegu magni af gömlum, óseldum Lunda. Nú er bara gamla íslenska nef- tóbakið til sölu hjá ÁTVR – svo- kallaður ruddi. Sigrún Ósk segir að velferðarráðuneytið hafi gefið það út að til stæði að leggja fyrir Alþingi breytingar á skilgrein- ingum á nef- og munntóbaki, og ÁTVR bíði nú eftir þeim tillögum áður en frekari ákvarðanir verða teknar um Lundann. „En þangað til hefur innkaupa- bannið verið framlengt til næstu áramóta.“ - sh ÁTVR bíður eftir að velferðarráðuneytið taki af skarið með nef- og munntóbak: Lundinn að hverfa úr hillum UMDEILT TÓBAK Þó hætt sé að selja Lunda verður gamla íslenska neftóbakið áfram í hillum verslana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVÍÞJÓÐ, AP Tæplega þrítugur maður hlaut átján mánaða fang- elsi í Svíþjóð fyrir að hafa stolið veski af dauðadrukknum manni, sem hafði dottið niður á lestar- teina á neðanjarðarstöð í Stokk- hólmi. Þjófurinn, sem heitir Nadar Khiari, skildi síðan við fórnar- lamb sitt varnarlaust á teinunum, þar sem það varð skömmu síðar fyrir lest. Fórnarlambið missti þar annan fótinn, en lifði af. Khiari var einnig dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu jafnvirði tæplega 230 þúsund íslenskra króna í skaðabætur. Dómarinn úrskurðaði jafnframt að Khiari yrði rekinn úr landi þegar hann hefði afplánað refs- ingu sína, en hann er frá Túnis. - gb Stal af drukknum manni: Skildi fórnar- lamb sitt eftir á lestarteinum EVRÓPUMÁL Samningaviðræður hefjast í dag milli Íslands og ESB í þremur málaflokkum, að því er heimildir Fréttablaðsins herma. Þeir koma til viðbótar við þá átján samningskafla sem þegar hafa verið opnaðir, eins og það kallast, en kaflarnir eru alls 33 talsins. Þeir kaflar sem nú um ræðir eru um fjármálaþjónustu, hag- tölur og tollabandalagið. Tveir fyrstu eru á sviði EES-samnings- ins, en sá þriðji fellur fyrir utan það svið. Ríkjaráðstefna Íslands og ESB fer fram í Brussel í dag, en ekki er búist við því að neinum samningsköflum verði lokað. Næsta ríkjaráðstefna fer fram í desember. - þj Aðildarviðræður við ESB: Samningavið- ræður um þrjá kafla hefjast ÍTALÍA Æðstu yfirmenn almanna- varna á Ítalíu hafa sagt af sér í mótmælaskyni við dóm yfir jarðvísindamönnum vegna jarð- skjálfta í ĹAquila árið 2009. Jarðvísindamennirnir voru á mánudag dæmdir í sex ára fang- elsi fyrir að hafa ekki varað fólk nægilega vel við skjálftanum. Vísindamenn um allan heim hafa fordæmt réttarhöldin. Ástæðan fyrir uppsögnunum var sögð að ekki væri hægt að vinna við aðstæðurnar sem dóm- urinn hefði skapað. - þeb Yfirmenn almannavarna: Hættu störfum í mótmælaskyni VEISTU SVARIÐ? 1. Hvað heitir Tékkinn sem hljóp hringinn í kring um Ísland? 2. Hver er formaður kjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður? 3. Með hvaða knattspyrnuliði í Noregi leikur Veigar Páll Gunnars- son? SVÖR: 1. René Kujan. 2. Katrín Theodórsdóttir. 3. Stabæk. ALÞINGI Lögfræðingahópur sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis skipaði til að fara yfir drög stjórnlagaráðs að stjórnar- skrá á að skila af sér á mánu- dag. Páll Þórhallsson, for maður hópsins, sagði á nefndarfundi í gær að reynt yrði að virða þau tímamörk, en það gæti dregist um einhverja daga þar sem heilmikil vinna væri eftir. Hópnum var falið að yfirfara drögin með tilliti til lagatæknilega atriða. Páll sagði að engar grund- vallarbreytingar yrðu gerðar á drögunum, en hins vegar væru mörkin á milli lagatæknilegra og efnislegra athugasemda oft og tíðum óljós. „Við erum búin að greina tillög- urnar og greinargerðina og erum að koma okkur niður á þær laga- tæknilegu lagfæringar sem þarf að gera og bæta greinargerðina. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að það þyrfti töluvert mikla vinnu í að þétta skýringarnar sem fylgdu með frá stjórnlagaráði,“ sagði Páll á fundinum, en hópnum er falið að vinna greinargerð með frum- varpinu. Sem dæmi um atriði sem hóp- urinn væri að skoða nefndi hann mannréttindakaflann, en mikið púður hefði farið í hann. Þá mætti nefna ákvæði um takmörkun á setu forseta við þrjú kjörtímabil og ráð- herra við átta ár. Taka þyrfti á því hvernig það sneri að þeim sem nú eru í embætti. Þá mætti nefna ákvæði um að Alþingi skyldi koma saman tveimur vikum eftir kosningar og samspil þess við ákvæði um vand- aðri feril en nú er við að meta gildi kosninga. Samræma þyrfti þetta og jafnvel stytta leiðir í kæruferli varðandi kosningar. Sérstök umræða var á Alþingi í gær um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði mikilvægt að for- ystumenn flokka kæmu sér saman um tímaramma á umræður. Hvað eðli breytinga hópsins og Alþingis varðar sagði hún: „Þannig geta komið fram bæði tæknilegar og efnislegar breyt- ingar á tillögum stjórnlagaráðs, en stjórnlagaráð opnaði sjálft fyrir svigrúm til breytinga eftir auka- fund ráðsins í vor, m.a. að Alþingi hækkaði þröskuldinn vegna þjóðar- atkvæðagreiðslna.“ Ólöf Nordal, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði að fyrir- sjáanlegt væri að breytingar yrðu gerðar á drögunum. Þjóðarat- kvæðagreiðslan hefði ekki bundið hendur Alþingis. „Alþingi ber ábyrgð á breyting- um á stjórnarskrá og eru alþingis- menn bundnir af sinni eigin sann- færingu í því grundvallarverkefni þingsins.“ kolbeinn@frettabladid.is Engar grunnbreytingar á frumvarpi um stjórnarskrá Vinna lögfræðinganefndar sem yfirfer drög að stjórnarskrá gæti dregist um nokkra daga. Erfitt verður að greina á milli lagatæknilegra og efnislegra breytinga. Tillögu að ákvæði um þjóðkirkju var dreift í gær. STARFIÐ KYNNT Páll Þórhallsson, formaður sérfræðingahóps sem yfirfer drög stjórn- lagaráðs að stjórnarskrá, kynnti vinnu hópsins fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kjósendur samþykktu á laugardag að í stjórnarskrá ætti að vera ákvæði um þjóðkirkju. Hjalta Hugasyni, prófessor við Háskóla Íslands, var falið að gera tillögu að ákvæðinu, sem kynnt var nefndarmönnum í gær. Það á eftir að fara fyrir sérfræðingahópinn og síðan í umræðu á Alþingi og gæti tekið breytingum. Tillagan að ákvæðinu hljóðar svo: Kveða skal á um stöðu þjóðkirkjunnar sem og annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í lögum. Nú samþykkir Alþingi breytingu á ákvæðum laga um stöðu þjóðkirkjunnar og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til sam- þykktar eða synjunar.HJALTI HUGASON Nýtt ákvæði um þjóðkirkju Hópnum var falið að taka tillit til eftirfarandi atriða: ■ Mannréttindasáttmála sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að fara eftir. ■ Innra samræmis og mögulegra mótsagna. ■ Réttarverndar miðað við gildandi stjórnarskrá og greinar- gerð með tillögum. ■ Málsóknarmöguleika gegn ríkinu. Verkefni hópsins

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.