Fréttablaðið - 24.10.2012, Síða 21
HOPE SPRINGS
Kvikmyndin Hope Springs með Meryl Streep og Tommy
Lee Jones í aðalhlutverkum er sýnd hér á landi um þessar
mundir. Fyrir þá sem séð hafa myndina og heillast af
bænum Hope Springs skal það upplýst að bærinn heitir í
raun Stonington og er í Connecticut-sýslu.
Sportveiðivefurinn.is er skemmti-legur veiðivefur fyrir alla áhuga-menn um skotveiði og stangveiði.
Það voru Egill Gómez og Bergþór Helgi
Bergþórsson sem stofnuðu vefinn
árið 2005. Egill segir þeim félögum
hafa fundist vanta veiðivef fyrir alla
veiðimenn, nýliða og þá sem eru
lengra komnir, og því ákveðið að opna
vefinn. „Margir veiðivefir og sjónvarps-
þættir einblína á þá veiðimenn sem
hafa stundað veiðar í áratugi en okkur
fannst vanta efni fyrir allan hópinn og
ekki síður nýliða.“ Sportveiðivefurinn.
is inniheldur mikinn fróðleik og fréttir
varðandi veiði og í sumar hófu þeir
útsendingu stuttra sjónvarpsþátta á
vefnum undir heitinu Sportveiði TV.
Um er að ræða stutta sjónvarpsþætti
sem eru 7 til 15 mínútna langir og eru
ætlaðir öllum áhugamönnum um stang-
og skotveiði. Egill segir þættina vera
hæfilega langa og afar fjölbreytta að
innihaldi. „Við erum nú þegar búnir að
setja átta þætti inn á vefinn okkar og
umfjöllunarefnið er afar fjölbreytt. Við
höfum fjallað um fluguveiði, gerðum
sérstakan hundaþátt, veiðikennsluþátt
og svo höfum við kynnt litlar verslanir
sem hafa ekki verið mikið áberandi. Svo
má nefna að við kíktum í heimsókn til
Jóa byssusmiðs sem kenndi okkur að
smíða hníf. Þannig að allir ættu að finna
eitthvað við sitt hæfi í þessum þáttum.“
Að sögn Egils hafa viðtökurnar verið
ótrúlega góðar. „Það eru hátt í 1.000
manns sem horfa á hvern þátt. Það
verður síðan margt skemmtilegt í boði
hjá okkur næstu mánuðina. Við munum
meðal annars fjalla
um sjóstang-
veiði á Suður-
nesjum, einnig
munum við fjalla
um svartfuglaveiði
og svo er auðvitað
rjúpan fram undan.
Af öðrum efnum má
nefna bleikjueldi,
fluguhnýtingakennslu
og svo heimsækjum við
veiðifélögin þegar starfsemi
þeirra hefst í vetur. Þannig að
eins og sjá má af þessar upp-
talningu komum við félagarnir
víða við.“
VEITT Á VEFNUM
VEIÐAR Sportveiðivefurinn.is hóf að sýna sjónvarpsþætti á vef sínum í sumar.
Þeir eru ætlaðir áhugafólki um skot- og stangaveiði og hafa vakið mikla athygli.
FJÖLBREYTTIR
ÞÆTTIR Egill Gómez og
Bergþór Helgi Bergþórs-
son eru mennirnir á bak
við Sportveiði TV.
MYND/VILHELM
Heildsöludreifing • Skemmuvegur 10 • Sími 567 1330 • www.hringas.is
• Vörn gegn frosti og tæringu
• Hentugt fyrir alla málma
• Eykur endingartíma
• Kemur í veg fyrir gerlamengun
• Vörn allt niður að -30°C
• Engin eiturefni – umhverfisvænt
• Léttir dælingu
fyrir hita og kælikerfi
frostlögur
Umhverfisvænn
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is
Frábært úrval af
aðhaldsundirfatnaði
TÆKIFÆRISGJAFIR
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
www.tk.is
- mikið af frábærum boðumtil
% a15 fs ál ttur
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI
SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · Hljóðlát
Stórt op > auðvelt að hlaða
Sparneytin amerísk tæki.
<Þvottvélin tekur
heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerísk
gæðavara
Amerísk
gæðavara
Vertu vinur
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Mikið úrval af vönduðum vetrarskóm úr
leðri fyrir dömurnar Til dæmis: Teg: 99561
Stærðir: 36 - 42
Verð: 18.800.-
Sími 551 2070
Opið mán.-fös. 10-18.
Laugardag 10-14.
Nýtt námskeið hefst 26. septemberNýtt námskeið hefst 24. ok óberwww.saft.is
RÆDDU UM ÞÁ
ÁHÆTTU SEM FYLGIR
ÞVÍ AÐ HITTA NETVIN
Þú færð Blaðberann þinn í
Skaftahlíð 24 alla virka daga
frá kl. 9-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfið
Blaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín