Fréttablaðið - 24.10.2012, Síða 24

Fréttablaðið - 24.10.2012, Síða 24
KYNNING − AUGLÝSINGHúsnæðislán MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is sími 512 5411 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Vinsældir óverðt r yggðra lána hafa aukist til muna frá því að bankarnir hófu að bjóða upp á þennan valkost, enda vaxta umhverfið reynst hag- stæðara undan farin misseri en oft áður þrátt fyrir að verðbólgan hafi á sama tíma reynst töluverð,“ segir Finnur Bogi Hannesson, vörustjóri á viðskiptabankasviði Íslands- banka. Um 86% allra nýrra hús- næðislána í dag eru óverðtryggð. Í grunninn býður Íslandsbanki upp á þrjár tegundir húsnæðis- lána. Tvær tegundir óverðtryggðra húsnæðislána, annars vegar með breytilegum vöxtum og hins vegar með föstum vöxtum fyrstu þrjú ár lánstímans. Auk þess býður bank- inn upp á verðtryggt húsnæðislán með föstum vöxtum til 5 ára í senn þegar vextir eru endur skoðaðir. Lántakendum býðst enn fremur að blanda þessum lánsformum saman. Ólíkir kostir og gallar verð- tryggðra og óverðtryggðra lána „Óverðtryggðu lánsformin hafa þá kosti að eignamyndun verður mun hraðari en á verðtryggðum lánum. Ókostir óverðtryggðra lána felast þó einkum í sveiflum og hækkun á greiðslubyrði ef vextir hækka,“ segir Finnur. Á hinn bóginn sé lægri og stöðugri greiðslubyrði kostur verð- tryggðra lána a.m.k. í upphafi láns- tímans en ókosturinn verðbólguá- hætta og hækkandi höfuð stóll við verðbólgu. „Viðskiptavinir eiga að geta valið um mismunandi leiðir til fjármögnunar og það er okkar að bjóða þeim upp á slíkt. Það sem hentar einum hentar ef til vill ekki öðrum,“ segir Finnur. Verð- tryggð húsnæðislán henti þeim lán takendum einkum best sem hafa minni greiðslugetu í upphafi lánstímans en sjá fram á hækkandi tekjur þegar fram líða stundir. En eins og bent er á í skýrslu sem unnin var fyrir SFF, „Nauðsyn eða val? Verðtrygging, vextir og verð- bólga á Íslandi“, þá er mikilvægt að lántakendur hafi í huga verðbólgu- áhættuna sem fylgir verð tryggðum húsnæðislánum og hvernig hún magnast upp með lengri lánstíma og svokölluðu jafngreiðslufyrir- komulagi (e. annuitet) sbr. mynd. Finnur bendir á að til að draga úr verðbólguáhættunni sé skynsam- legt að stilla endurgreiðsluferil lánsins af þannig að höfuðstóllinn greiðist sem hraðast niður, s.s. með styttri lánstíma og/eða jöfnum af- borgunum af höfuðstól. Ný leið til að bregðast við þyngri greiðslubyrði óverðtryggðra lána við hækkandi vaxtastig Þar til nýlega hefur eini raunhæfi valkosturinn til að bregðast við hækkandi greiðslubyrði óverð- tryggðra lána með vaxtahækk- unum falist í endurfjármögnun yfir í verðtryggð lán. Íslandsbanki kynnti nú nýlega nýjan valkost í þeim efnum með svokölluðu vaxtagreiðsluþaki sem veitir lán- takandanum skjól fyrir toppum í greiðslubyrði við hækkun vaxta. Lántakandi velur vaxtagreiðslu- þakið sjálfur sem þó verður að vera yfir 7,5% ársvöxtum. Vextir um- fram vaxtagreiðsluþakið leggjast við höfuðstól lánsins og dreifast á lánstímann. „Með Vaxtagreiðslu- þakinu hafa viðskiptavinir okkar nú raunhæft val milli verðtryggðra og óverðtryggðra húsnæðislána þar sem óvissa um framtíðargreiðslu- byrði hefur verið takmörkuð,“ segir Finnur. Fundir á mannamáli Undanfarið hefur Íslandsbanki haldið ókeypis og opna fundi í útibúum sínum þar sem leitast er við að svara spurningum er brenna á fólki í fasteignahugleiðingum, svo sem hvort fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér, hvaða valkostir séu í boði við endurfjármögnun og hvort skynsamlegra sé að taka verð- tryggð eða óverðtryggð lán. Tveir fundir eru á dagskrá í nóvember og Finnur hvetur alla til að mæta sem eiga og reka húsnæði og þá sem eru í húsnæðishugleiðingum. Nánar á www.islandsbanki.is/fjarmala- namskeid/. Viðskiptavinir eiga að hafa raun- hæft val um fjármögnun húsnæðis Íslandsbanki býður þrjár tegundir húsnæðislána. Tvær tegundir óverðtryggðra húsnæðislána, annars vegar með breytilegum vöxtum og hins vegar með föstum vöxtum fyrstu þrjú ár lánstímans. Húsnæðislán á mannamáli Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum til opinna funda þar sem við leitumst við að svara þessum spurningum. Fundirnir henta öllum sem eiga og reka húsnæði og þeim sem eru í húsnæðiskaupahugleiðingum. Er fasteignamarkaðurinn að taka við sér? Hvaða valkostir eru í boði við fjármögnun á íbúðarhúsnæði í dag? Hvenær er skynsamlegt að endurfjármagna og er það auðvelt? Hvernig er hægt að bregðast við ef vextir hækka? Hvort á ég að velja verðtryggt eða óverðtryggt lán? Fundirnir eru ókeypis, öllum opnir og fara fram í útibúi Íslandsbanka að Kirkjusandi. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Fundirnir verða: Þriðjudaginn 6. nóvember kl. 17.15–18.15 Miðvikudaginn 21. nóvember kl. 17.15–18.15 Athugið að sætaframboð er takmarkað. Skráðu þig á www.islandsbanki.is/fjarmalanamskeid eða í síma 440 4000 Dagskrá: Verðtryggð húsnæðislán Óverðtryggð húsnæðislán Blönduð húsnæðislán Greining Íslandsbanka fer yfir stöðuna á fasteignamarkaði Auðbjörg Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka Hver er kostnaðurinn við að reka fasteign í dag? Jón Finnbogason, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka Hvað stendur til boða í dag varðandi húsnæðislán? Finnur Bogi Hannesson, vörustjóri á Viðskiptabankasviði Íslandsbanka

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.