Fréttablaðið - 05.11.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.11.2012, Blaðsíða 16
5. nóvember 2012 MÁNUDAGUR16 um árangur í starfi og fleira því tengt,“ segir Lars. „Ósk kom að máli við mig og ég hafði áhuga á því sem hún hafði fram að færa. Mér stendur í raun á sama um vettvanginn en ef fólk hefur áhuga á að vita meira um hvernig ég starfa er það sjálfsagt af minni hálfu,“ segir hann og bætir við, brosandi: „Það er kannski full „egó- ískt“ af mér að orða þetta svona en ég vona að þetta sé til þess fallið að vekja meiri áhuga á íslenskri knatt- spyrnu.“ Á erindi við alla Ósk segir að fyrirlesturinn sé fyrir hvern þann sem hefur áhuga á að breyta til í sínu lífi. „Ætlunin með námskeiðinu er að læra að ná árangri – hvað þurfi til að koma þér úr þæg- indasvæðinu og gera þig ánægðari í þínu lífi. Ég ræði um persónulega sviðið og Lars fjallar um hvernig megi ná árangri með hóp,“ út skýrir hún. „Það geta allir lært hvernig eigi að búa til lið og ná því besta úr hverjum og einum. Ég held að Lars sé bestur á því sviði.“ Hún segir að Lars geti haft ýmis- legt fram að færa sem megi yfir- færa á daglegt líf hvers og eins. „Til dæmis að vera höfuð fjölskyldunnar og fá alla til að vinna saman. Ég hef trú á því að það sem hann hafi að segja geti nýst öllum vel, hvort sem er fólki sem er að þjálfa aðra, stjórn- endum á vinnustöðum eða þeim sem eru í sjálfsvinnu. Lars hefur sýnt í þann stutta tíma sem hann hefur verið hér að hann nær árangri og veit hvað hann er að gera.“ Nýjar hugmyndir Lars hefur víðtæka reynslu sem hann mun miðla af um næstu helgi. „Ég hef verið í forystuhlutverki í starfi mínu undanfarin ár og mun segja frá því. Íþróttaþjálfarar eru líka í þeirri sér- stöku stöðu að geta í raun tekið þá ákvörðun sem þeir vilja – því ekki eru nein stéttarfélög eða neitt slíkt á meðal leikmanna,“ útskýrir hann. „Einn mikilvægasti þátturinn í starfi mínu hefur verið að fá ólíkt fólk til að vinna saman. Mögulega fólk sem ekki líkar hverju við annað. Þjálfarar hafa allir sínar aðferð- ir en ég hef lært ýmislegt á mínum ferli sem ég mun fjalla um. Einstak- lingar geta lært mikið af því hvernig hópar virka en einnig hvað þarf til að vera virkur þátttakandi í hópi,“ útskýrir hann. „Ég er ekki sérfræð- ingur á sviði Óskar. En ég get sagt frá mínum ferli og hvað ég hef lært af því að starfa með hópi manna við mismunandi aðstæður.“ Ósk segir einn helsta tilganginn með námskeiðinu að kynna nýjar hug- myndir fyrir fólki. „Sú persóna sem maður er í dag hefur ekkert endi- lega að segja um hvaða mann hann hefur að geyma á morgun. Það eina sem þarf til að breytast er þekking til að vita í hvaða átt þú vilt stefna. Þá getur þú orðið að þeim einstaklingi sem þú vilt verða.“ Nánari upplýsingar um fyrirlestur- inn má finna á Midi.is. eirikur@frettabladid.is „Ég veit ekkert um fótbolta,“ segir Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir, sem stendur fyrir fyrirlestri og opinni umræðu á Hilton Hótel um næstu helgi. Ósk, eins og hún er kölluð, heldur fyrirlestur byggðan á einstak- lingsráðgjöf sem hún heldur úti og Lars Lagerbäck, þjálfari karlalands- liðsins í knattspyrnu, talar um þær aðferðir sem hann beitir í þjálfun. Við fyrstu sýn eiga Ósk og Lars lítið sameiginlegt. Ósk er jógakenn- ari og nuddari sem hefur unnið mikið á sviði lífsþjálfunar og sjálfsstyrk- ingar, eins og hún skýrir sjálf frá. „Ég er með ráðgjöf og held námskeið fyrir fólk sem vill ná markmiðum sínum, breyta lífi sínu til hins betra og ná árangri.“ Starf Lars Lagerbäck felst vissu- lega í að ná árangri en alvitað er að þeir knattspyrnuþjálfarar sem ná ekki því besta úr sínum leikmanna- hópi eru ítrekað látnir taka poka sinn. Lars hefur náð góðum árangri á ferli sínum og þegar gengi íslenska lands- liðsins fór að batna til muna vakti það athygli víða – líka hjá Ósk, sem þó fylgist ekki mikið með fótbolta. „Ég vildi fá tækifæri til að hlusta sjálf á Lars og ég er viss um að fleiri en ég eru í sömu sporum. Ég er alltaf að leita að fróðleik og finnst magn- að að hitta fólk eins og Lars sem ég veit að nær árangri með fólk. Ég ósk- aði eftir því að fá að hitta hann, sem hann samþykkti, og er það grunn- urinn að því sem við erum að gera núna,“ segir Ósk. Hún segir að fleiri en þeir knatt- spyrnumenn sem hann þjálfar eigi að fá tækifæri á því að hlusta á hann tala. „Ef það er ráðinn erlendur þjálf- ari til að stýra landsliðinu hlýtur það að þýða að hann sé betri í starfið en nokkur annar hér á landi. Af hverju ættu ekki fleiri að fá að heyra hvað hann hefur upp á að bjóða?“ Áhugavert hjá Ósk Lars segist sjálfur ekki hafa gert mikið af því að tala fyrir almenna hópa. „Ég hef mestmegnis gert þetta fyrir styrktaraðila [sænska knatt- spyrnusambandsins þegar hann starfaði þar] sem óskuðu eftir því að ég ræddi við starfsfólkið þeirra Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Lars: Einn mikil- vægasti þátturinn í starfi mínu hefur verið að fá ólíkt fólk til að vinna sam- an. Mögulega fólk sem ekki líkar hverju við annað. LARS LAGERBÄCK OG GUÐBJÖRG ÓSK FRIÐRIKSDÓTTIR: LEGGJA LÍFSREGLURNAR Við þjálfarar getum tekið þær ákvarðanir sem við viljum ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari og Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir flytja bæði erindi á námskeiði á Grand Hótel um næstu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR SVEINSDÓTTIR LAXNESS Gljúfrasteini, lést á dvalarheimilinu Grund mánudaginn 29. október. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 7. nóvember kl. 13.00. Sigríður Halldórsdóttir Guðný Halldórsdóttir Halldór Þorgeirsson Auður Jónsdóttir Rannveig Jónsdóttir Ari Klængur Jónsson Halldór Halldórsson Halldóra Lena Christians og fjölskyldur og barnabarnabörn. BRAGI STEINARSSON saksóknari, Löngulínu 10, Garðabæ, andaðist miðvikudaginn 31. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 6. nóvember kl. 15.00. Ríkey Ríkarðsdóttir Eiríkur Bragason Guðbjörg Jóna Jónsdóttir Björk Bragadóttir Kolbeinn Arinbjarnarson Steinarr Bragason Kristín Thoroddsen og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HEIMIR AÐALSTEINSSON Eyrarvegi 18, Akureyri, lést á heimili sínu 29. október. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 8. nóvember kl. 13.30. Heimir Freyr Heimisson Ásta Reynisdóttir Alda Heimisdóttir Helga Heimisdóttir Guðlaugur Halldórsson Guðrún Hulda Heimisdóttir Heimir Ingvason Inga Arna Heimisdóttir Símon Hrafn Vilbergsson afa- og langafabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLINGUR DAGSSON fyrrverandi aðalbókari, sem lést á Hrafnistu föstudaginn 26. október, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 6. nóvember kl. 13.00. Þór Ingi Erlingsson Margrét Sigurðardóttir Vigdís Erlingsdóttir Steinar Geirdal Kristrún Erlingsdóttir Jón Sverrir Erlingsson Kristín Stefánsdóttir Kjartan Erlingsson Grétar Örn Erlingsson Bryndís Anna Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Víðtæk reynsla og góður árangur Merkisatburðir 1605 Púðursamsærið í Bretlandi mistekst þegar Guy Fawkes er handtekinn í kjallara Westminster. 1618 Svíþjóð og Pólland gera með sér vopnahlé. 1848 Fyrsta fréttablað á Íslandi, Þjóðólfur, hefur göngu sína. Það kom út tvisvar til fjórum sinnum í mánuði til 1911. 1914 Bretar taka Kýpur af Tyrkjum. 1960 Ásgrímssafn er opnað í húsi Ásgríms Jónssonar listmál- ara við Bergstaðastræti í Reykjavík. Í safninu er mikill fjöldi listaverka hans geymdur. 1992 Á Alþingi er felld tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu Íslands í Evrópska efnahagssvæðið. Tugir þúsunda kjósenda höfðu sent Alþingi áskorun um þjóðaratkvæða- greiðslu. 1993 Fjöldi fólks bíður án árangurs eftir því að geimverur lendi við Snæfellsjökul klukkan 21.07, en þeim þóknaðist ekki að láta sjá sig. 1996 Jökulhlaup hefst úr Grímsvötnum og stendur í tvo daga. 2006 Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, og tveir af helstu samstarfsmönnum hans eru dæmdir til dauða fyrir glæpi gegn mannkyninu. TILDA SWINTON leikkona á afmæli í dag. „Ég hef engan sérstakan áhuga á leikhúsi, ef satt skal segja. Ég fer aldrei í leikhús. Mér leiðist það.“ 52 Lars Lagerbäck starfaði hjá sænska knattspyrnusambandinu í tvo áratugi, þar af sem þjálfari A-landsliðs karla í rúman áratug. Á þeim tíma kom hann Svíum á fimm stórmót í knattspyrnu í röð, en hann hætti með liðið árið 2009. Þá tók hann við nígeríska landsliðinu og stýrði því á HM 2010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.