Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.11.2012, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 05.11.2012, Qupperneq 14
5. nóvember 2012 MÁNUDAGUR Eru skipulagsmál hlutlæg eða huglæg? Í sumar (20. júlí 2012) birtist all-langt viðtal við Pál Hjaltason, arkitekt og formann Skipulags- ráðs Reykjavíkur, í Fréttablaðinu. Þar kom ýmislegt fram sem verð- skuldar frekari umræðu en að þessu sinni er lagt út af eftirfar- andi ummælum sem höfð eru eftir Páli: „Það er viss hefð fyrir því að við rífumst um skipulagsmál en það er raunverulega óþarft. Ég lít ekki á skipulagsmál sem huglægan hlut. Skipulagsmál eru raunverulega vísindi. Ef maður passar að öll fagmennska og allar rannsóknir og allar upplýsingar liggi á hreinu þá er engin ástæða til að vera að þjarka mikið um þau mál.“ Kannski ætti þessi skoðun for- mannsins ekki að koma á óvart. Það vantar einmitt huglægu gæðin í mörg þeirra verkefna sem verið hafa hvað mest í umræðunni í sumar. Þau eru vélræn og innan- tóm. Það vantar í þau tilfinn- inguna og sálina sem er svo ómiss- andi til að fólki líði vel. Þetta á t.d. við um Landspítalann, Ingólfstorg og nú síðast hafnarskipulagið eftir því sem hægt er að dæma það af þeim gögnum sem hafa verið kynnt. Til grundvallar öllu skipulagi liggja bæði hlutlægar og hug- lægar forsendur. Í fyrri flokknum er t.d. hnattstaða sem er ráðandi um dagsbirtu, hitastig, sólar- hæð, skuggavarp og styrkleika og tíðni vinda. Í eina mínútu einu sinni á ári nær sólin að komast 48 gráður yfir sjóndeildarhringinn í Reykjavík. Í Kaupmannahöfn nær hún þessari hæð á hverjum degi í 3,5 mánuði (hæst 58 gráður) og í London í 4,5 mánuði (hæst 62 gráður). Ef engin mengun væri í loft- hjúpnum myndi dagsbirtan að jafnaði vera minni í Reykjavík en hinum borgunum. Sólargeisl- arnir falla undir lægra horni á jörðina þannig að sama geisla- magn ferðast gegnum meiri loft- hjúp og skín á stærri flöt og hitar hann minna. Auk þess eru skugg- arnir lengri. Meðalhiti í Reykja- vík er 5-10° lægri en í nálægum höfuðborgum sex mánuði á ári. Allt hlutlæg og mælanleg gildi. Í Reykjavík sækjast menn eftir að vera í skjóli og sólskini þegar þeir eru úti. Víða annars staðar sækja menn fremur í andvara og skugga. Almennt þurfa byggingar í Reykjavík að vera lægri en í höfuð borgum nágrannalandanna og meira bil á milli þeirra til að við njótum birtu, sólar og hlýju. Þannig er þetta í mörgum bestu og fallegustu hverfum borgarinnar. Og það er mikilvægt að þær snúi rétt við sólu og að skjól sé myndað á réttan hátt á réttum stöðum. Í Reykjavík er nánast alltaf kalt í skugga og þar getur legið héla og hálka allan daginn í veðri sem við köllum frábært haustveður. Skipulagsgerð er flókið ferli þar sem beitt er ýmsum reiknireglum sem geta verið hlutlægar hver um sig. Það er þó engin leið að reikna sig fram til skipulags. Flestar ákvarðanir eru matskenndar og huglægar og oft byggðar á persónulegri reynslu. Hvar á að byggja, hvað á að byggja, fyrir hvern og fyrir hvaða starfsemi? Hvar eiga að vera opin svæði og hversu stór, hvar götur, hve breiðar og með hvaða frágangi? Hvar á að geyma snjóruðning og hvar á að gróðursetja tré og setja niður bekki, hvernig eiga ljósa- staurarnir að vera? Allt hug lægar ákvarðanir. Fólk notar líka huglæg og afstæð hugtök við að lýsa um hverfinu. Fallegt og ljótt, hlýtt og kalt, dimmt og bjart, flott, glæsilegt, kósí, óaðlaðandi o.fl. Að lokum miðast allt skipulag við manninn í umhverfinu og að honum líði vel, að hann geti notað jákvæð huglæg hugtök um líðan sína. Á meðan þeir sem ráðskast með skipulag í Reykjavík líta á skipulag sem „hlutlægan hlut“ og vísindalega aðgerð verður „ þjarkað mikið“ og þjarkað til einskis. Skipulagsmál Guðl. Gauti Jónsson arkitekt FAÍ 20 15 10 5 0 -5 -10 Ósló Kaupmannahöfn Stokkhólmur Helsinki London Berlín Reykjavík °C °C Meðalhiti í nokkrum borgum Evrópu jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des Við nýlegt hlutafjárútboð Eim-skips vakti það athygli að ýmsir lífeyrissjóðir vildu ekki vera með. Sumpart fyrir of hátt verð en þó líklega aðallega vegna óheyrilegra kjara og afslátta til lykilstjórnenda félagins við útboðið. Þótti mönnum sem stjórnendur Eimskips hefðu ekk- ert lært af hruninu og sigldu fleyi sínu beint í ófæran boðann. Bloggarar og stjórnmálamenn vilja þakka sér afstöðu lífeyris- sjóðanna og telja sig hafa haft vit fyrir þeim. Þeir mega auðvi- tað vel gera það. Rétthafar lífeyr- issjóðanna geta hins vegar spurt sig að því hvort aðkomu þessara aðila þurfti nokkuð. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Samtök lífeyrissjóða efndu til úttektar á fjárfestingar- stefnu, ákvarðanatöku og laga- legu umhverfi lífeyrissjóða í aðdraganda bankahrunsins 2008. Þeirri úttekt var skilað í febrúar síðastliðnum. Niðurstaða hennar var meðal annars sú að vandræði lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins hefðu stafað af ríkjandi viðskiptaumhverfi og þeim anda sem þar var ríkjandi. Þá var á það bent að með samstarfi gætu lífeyrissjóðirnir haft mikil og heillavænleg áhrif á fjármála- markaðinn og gert hann heil- brigðari. Áður en úttektinni var skilað höfðu sumir lífeyrissjóðir þegar hafið vinnu við breytta stefnu- mótun um fjárfestingar sínar og setningu siðareglna varðandi þær. Það var von úttektarnefnd- arinnar að þeirri vinnu yrði haldið áfram og kom hún með margar ábendingar í því skyni. Margar þeirra áttu sér fyrir- myndir erlendis. Vissulega var úttektinni misjafnlega tekið á opinberum vettvangi þótt nefnd- armenn hafi ekkert fengið nema þakkir frá rétthöfum lífeyris- sjóðanna. Ýmsir alþingismenn gagnrýndu nefndina á nefndar- fundi fyrir að hafa ekki nægi- lega persónugert það sem á hafði skort um fjárfestingarstefnu og aðra stjórnarhætti. Kastljós sjónvarpsins tók strax kvöldið sem skýrslan var kynnt sama pól í hæðina án þess ljóslega að hafa nokkuð kynnt sér hvað stóð á næstum 700 síðum skýrslunn- ar. Þingmaður, sem síðar sýnd- ist leiða umfjöllun þingsins og tillögugerð, gerði það sama, strax daginn eftir kynninguna, þegar hann að því er virtist hafði ekki lesið nema fyrstu blaðsíður skýrslunnar. Stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur síðan gert til- lögu um að ráðist verði í miklu umfangsmeiri skýrslu um líf- eyrissjóðina sem ná á yfir lengra tímabil. Slík nefnd hefur enn ekki verið skipuð og mátti ráða af orðum forseta Alþing- is að hún væri að vonum nokk- uð hugsandi yfir öllum þeim rannsóknarnefndum sem þing- menn óska eftir. Þeir væru ef til vill tregari til að kynna sér út- komnar rannsóknir og úttektir með íhygli. Það er enda lítt opin- bert leyndar mál að hæfir menn fást orðið treglega til þessara erfiðu og umfangsmiklu verk- efna. Þá sýnist bert að rann- sóknarglöðustu þingmennirnir hafa fordóma gagnvart sumum þeirra sem helst koma til greina til slíkra verka. Það er eðlilega skylda þing- manna að afla sér sem gleggsta mynd af því sem gerðist hér árin fyrir hrun. Allt verður þó að vera í hófi og eftir þær umfangsmiklu rannsóknir sem fyrir liggja er kominn tími til að byggja á þekk- ingunni sem fyrir liggur. Það virðast lífeyrissjóðirnir að ein- hverju leyti ætla að gera, megi taka mark á ofangreindri afstöðu þeirra. Þá hefur fjármálaráð- herra skipað nefnd til að koma á úrbótum á lífeyrissjóðalögun- um og Fjármálaeftirlitið hefur aukið og bætt eftirlit sitt. Á nauð- syn þessa benti úttektarnefndin og kom með tillögur um. Lög- reglu- og björgunarsveitahugs- unarháttur á eðlilega stundum við en ætlum við Íslendingar að læra af hruninu verðum við að setja fyrirbyggjandi reglur í lög og reka fyrirtækin með lang- tímamarkmið í huga. Það væri ef til vill gott fyrir suma þingmenn og stjórnendur félaga og fyrir- tækja að gera sér grein fyrir því að til er fólk sem stjórnast ekki aðeins af peningum heldur á sér starfslegan metnað. Jákvæðni og framfarahugsun reynist oftast betur en tortryggni og sífelldar úrtölur. Rannsókn á rannsókn ofan Lífeyrissjóðir Hrafn Bragason fv. hæstaréttardómari, var í úttektarnefnd lífeyrissjóða FRÁBÆR T Goði tilbúnir réttir, frosið Sænskar kjötbollur 1198 kr. kg Sælkera hakkbollur 1198 kr. kg Hakkabuff 1098 kr. pk. 1679kr.pk. Gríms fiskibollur, frosnar, 2 kg 1168kr.pk. Gríms ýsa í raspi, 1 kg 1 kg 2 kg VERÐ – alla daga!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.