Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.11.2012, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 05.11.2012, Qupperneq 2
5. nóvember 2012 MÁNUDAGUR2 SAMFÉLAGSMÁL Íslensk ættleiðing hyggst hefja undirbúningsnám- skeið fyrir verðandi kjörforeldra á nýjan leik í þessum mánuði. Nám- skeiðin hafa legið niðri síðan í apríl vegna fjárskorts. Seta á undirbún- ingsnámskeiði er forsenda fyrir því að hægt sé að gefa út forsam- þykki fyrir ættleiðingu og senda umsóknir fólks úr landi. Fulltrúar Íslenskrar ættleið- ingar og innanríkisráðuneytisins skrifuðu á fimmtudag undir sam- komulag þess efnis að ættleið- ingarfélagið haldi undirbúnings- námskeið næstu fimm árin. „Sem er frábært, við erum þá komin með það fast í hendi. En þetta helst auð- vitað í hendur við fjárlögin, þetta þýðir í raun og veru ekkert nema í samhengi við þau. Þetta er svona milliskref, mjög ánægjulegt,“ segir Kristinn Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Íslenskrar ættleið- ingar. Félagið fær samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu 9,1 milljón til að starfa á næsta ári, en forsvars- menn þess hafa sagt að um fjöru- tíu milljónir til viðbótar þyrfti til að það geti starfað eðlilega. Krist- inn bindur vonir við það að fjár- framlög til félagsins verði hækkuð í meðförum þingsins á fjárlaga- frumvarpinu. Undirbúningsnámskeiðunum var hætt í apríl sökum fjárskorts og innanríkisráðuneytinu var til- kynnt um þetta. Ráðuneytið og félagið hafa átt í viðræðum um breytingar á fjárframlögum frá árinu 2009. Kristinn gerir ráð fyrir því að fyrsta námskeiðið verði haldið í seinni hluta nóvember. Sálfræð- ingur sem sér um námskeiðið mun Ættleiðingarnámskeið verða haldin að nýju Íslensk ættleiðing hyggst halda undirbúningsnámskeið fyrir verðandi foreldra í þessum mánuði, en þau hafa legið niðri í hálft ár. Félagið skrifaði undir sam- komulag við innanríkisráðuneytið um að halda námskeiðin næstu fimm ár. ÁNÆGJULEGT MILLISKREF Fyrsta undirbúningsnámskeiðið fyrir verðandi kjörforeldra verður haldið í þessum mánuði. Kristinn segir margt hafa getað breyst hjá fólkinu sem hefur beðið eftir námskeiðum síðan í apríl, svo ekki sé vitað hversu margir bíði eftir námskeiðinu. NORDICPHOTOS/GETTY Biðlistar eftir ættleiðingum hafa styst verulega á þessu ári. Fyrir þremur árum síðan voru að jafnaði um hundrað fjölskyldur á biðlista en í septem- ber biðu 46 fjölskyldur auk þess sem 37 fjölskyldur voru í undirbúningsferli. Því voru 83 fjölskyldur í ættleiðingarferli. Meginástæðan fyrir þessu er sú að vel hefur gengið að ættleiða börn frá Kína. Önnur ástæða var sú að eftir að undirbúningsnámskeiðum var hætt hægði á nýjum umsóknum. Biðlistar hafa styst um helgina hefja undirbúning með kennurum á námskeiðinu. Rúmlega þrjátíu hafa beðið þess að komast á undirbúningsnám- skeið síðustu mánuði, en Kristinn segir að margt hafi getað breyst í lífi fólksins á þessum tíma. Þá hafi fólk ekki verið að leggja inn umsóknir til félagsins á meðan það vissi af biðstöðunni og því gæti verið að fjöldinn breyttist. thorunn@frettabladid.is NÁTTÚRA Jarðskjálftahrinan úti fyrir Norðurlandi hélt áfram um helgina en á laugardag mældust skjálftar rétt undir 4,0 á Richter. Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið. Þeir sterkustu fundust víða í byggð, til dæmis á Siglufirði og Dalvík. Jarðskjálftafræðingur á Veður- stofu Íslands segir að stærstu skjálftarnir um helgina hafi verið 3,8 stig á laugardaginn og 3,4 stig í gær. Upptök stóra skjálftans á laugar dag voru 16 kílómetra norð- vestur af Gjögurtá við mynni Eyja- fjarðar en upptök stærsta skjálftans í gær voru 20 kílómetra út af Siglu- firði. Fjöldi smáskjálfta mældist við upptakasvæði stærsta skjálftans í hrinunni til þessa en hann reið yfir 21. október og var 5,6 stig. Áfram verður fylgst náið með svæðinu hjá jarðskjálftavakt Veður- stofunnar eins og undanfarnar vikur en jarðskjálftahrinan fyrir norðan hófst í september. Þann 21. október varð stærsti skjálftinn, 5,6 stig, eins og áður segir. Hann fannst um allt Norðurland, og reyndar víðar. Þessi skjálfti var sá stærsti á svæðinu um nokkurt skeið en við- líka jarðskjálftahrina gekk yfir árin 1996 og 2004. - shá Áframhald á jarðskjálftahrinunni úti fyrir Norðurlandi með skjálfta upp á 3,8 stig: Skjálftarnir finnast vel í byggð ÓVEÐUR Ég stend hérna og horfi á sitkagrenið hinum megin við ána. Þar eru fimm eða sex tré sem féllu alveg,“ segir Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður, sem býr á Sveins- eyri í Mosfellssveit þar sem óveðrið á föstudag reif mörg tré upp með rótum og braut önnur. „Við erum að tala um yfir tuttugu metra há tré sem voru meðal hæstu trjáa á Suð- vesturlandi. Bolirnir eru um það bil fimmtíu til sjötíu sentímetrar í þvermál og þetta rifnar upp með rótum.“ Auk grenitrjánna féllu stórar aspir, gullregn og furutré. „Þetta eru tré sem var plantað um miðja síðustu öld,“ segir Steinunn Bergsteins- dóttir, húsfreyja á Sveinseyri. „Þetta er mikið tjón.“ Sigurður segir tjónið hlaupa á hundruðum þúsunda bara hjá þeim hjónum. Hann segir bæinn ekki bera ábyrgð á því að hreinsa brotnu trén í burtu. „Ég held þetta sé bara á okkar ábyrgð,“ segir hann. „Þetta verður ekki hreinsað nema með stórvirkum vinnuvélum og mann- skap þannig að það mun kosta skild- inginn. Þetta er ekkert búið.“ - fsb Stormurinn reif tuttugu metra há tré á Sveinseyri upp með rótum: Tjón upp á hundruð þúsunda RIFIÐ UPP MEÐ RÓTUM Sigurður við eitt trjánna sem óveðrið felldi. „Það eru tíu til tólf tré fallin bara hérna á landareigninni.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SIGLUFJÖRÐUR Jarðskjálftahrinan fyrir norðan hefur staðið yfir með hléum síðan í september. MYND/FRIÐRIK ÞÓR HALLDÓRSSON DÝRAVERND Hundruð álfta eru skotnar, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar, en tegundin er alfriðuð eins og kunnugt er. Högl fundust í 14% allra álfta sem rannsakaðar voru á löngu tímabili en á ári hverju fara um ellefu þús- und álftir frá Íslandi til vetursetu á Bretlandseyjum, að því að fram kemur á fréttavefnum Scotsman. Einn rannsakenda segir í við- tali við Scotsman að svo hátt hlut- fall særðra álfta bendi til þess að mikill fjöldi fugla séu drepinn árlega, án þess að vitað sé hver ber sök. - shá Högl finnast í 14% fugla: Álftir skotnar óháð alfriðun ÁLFTIR Fuglinn er friðaður samkvæmt íslenskum og alþjóðlegum lögum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VIÐSKIPTI Vatnsfyrirtæki Jóns Ólafssonar hyggst bjóða upp á heimsendingu á vatninu Icelandic Glacial í Kaliforníu og Flórída. Verkefnið er unnið í samvinnu við fjölmiðlana Los Angeles Times og Sun Sentinel. Vatnið mun þannig berast heim til fólks með blöðunum. Jón Ólafsson segir að þetta sé það stærsta sem Ice- landic Glacial hafi ráðist í til þessa. Í til- kynningu segir að með þessu móti geti fyrirtækið lagt sitt af mörkum til að draga úr nei kvæðum áhrifum á um- hverfið. - sh Nýbreytni hjá Jóni Ólafssyni: Vatnið kemur heim að dyrum JÓN ÓLAFSSON ÞÝSKALAND Þýska vikublaðið Welt am Sonntag fullyrðir að Evróp ski seðlabankinn láni spænskum bönkum milljarða evra á betri kjörum en reglur bankans leyfi. Í frétt í blaðinu í gær kemur fram að seðlabankinn hafi tekið við spænskum ríkisskuldabréf- um sem tryggingu fyrir 16,6 milljarða evra láni til spænskra banka. Blaðið byggir þessa full- yrðingu á opinberum gögnum og segir að reglur Evrópska seðlabankans geri þessi skulda- bréf óhæf sem tryggingu. Stór alþjóðleg matsfyrirtæki hafa úrskurðað að lánshæfiseinkunn spænskra ríkisskuldabréfa sé annars flokks. - fsb Welt am Sonntag skúbbar: Segja Evrópska seðlabankann brjóta reglur DUBAI AP Pakistanska stúlkan, Malala Yousufzai, sem skotin var í höfuðið í síðasta mánuði, er á góðum batavegi. Sendiherra Pakistans í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fullyrti þetta á stúdentafundi sem haldin var til heiðurs Yousufzai í Dubai í gær. Yousufzai var skotin vegna skoð- ana sinna, meðal annars á mennt- unarmálum kvenna. Hún liggur nú á sjúkrahúsi í Birmingham og hefur náð sér það vel að hún getur nú, að sögn sendiherrans, gengið, talað og lesið. - fsb Yousufzai á batavegi: Getur gengið, talað og lesið FÉLAGSMÁL Ísland hefur nú full- gilt samning Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðisofbeldi, svonefndan Lanzarote-samning. Alls hafa þá 22 aðildarríki fullgilt samninginn. Lanzarote-nefndin heimsótti Barnahús í lok maí. Á fundi nefnd- arinnar fyrir skömmu var ákveðið að leita leiða til að kynna Barnahús með það að markmiði að hugmynda- fræði þess yrði hrint í framkvæmd í fleiri aðildarríkjum ráðsins. Evrópuráðið vinnur að gerð heimildarmyndar um starfsemi Barnahúss sem gert er ráð fyrir að verði tilbúin til dreifingar síðar á þessu ári. - shá Heimildarmynd um Barnahús: Barnahús vekur athygli í Evrópu SPURNING DAGSINS Björn, er enginn hundur í ykkur? „Nei, við erum mjög mjákvæð að eðlisfari.“ Björn Þór Björnsson stofnaði hóp á Facebook þar sem aðdáendur katta geta deilt myndum og myndböndum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.