Fréttablaðið - 05.11.2012, Blaðsíða 44
5. nóvember 2012 MÁNUDAGUR20
Föstudagur 2. nóvember og laugardagur 3. nóvember
★★★★★
For a Minor
Reflection
Norðurljós í Hörpu
★★★★ ★
The Vintage Caravan
Gamli Gaukurinn
Blæðandi
bassafingur
Rokktríóið The Vintage Caravan gaf
nýverið út sína aðra plötu, Voyage, sem
hefur fengið góðar viðtökur.
Hljómsveitin spilar hresst rokk af
gamla skólanum sem minnir stundum á
sveitir á borð við Wolfmother.
Keyrslan var sett á fullt strax í byrjun
og svo mikil var hún að fljótt fór að
blæða úr fingrum bassaleikarans Alex-
anders Arnar Númasonar. For sprakkinn
síðhærði, Óskar Logi Ágústsson, stal
annars senunni með frábærum söng-
og gítarleik og flottri sviðsframkomu.
Stemningin í salnum var fantagóð,
enda ekki annað hægt þegar um svo
skemmtilega hljómsveit er að ræða. -fb
★★★★★
Dirty Projectors
Listasafnið
Æðislega skrítið
Dirty Projectors frá New York vakti
athygli tónlistarunnenda árið 2009
með plötu sinni Bitte Orca, sem komst
ofarlega á árslista margra gagnrýn-
enda. Hljómsveitinni stóð til boða að
spila á Airwaves árið 2008 en ekkert
varð af því og því var hún fljót að
stökkva á tækifærið að taka þátt í ár.
Dirty Projectors spilar tilraunakennt
popp/rokk þar sem leikandi gítar
fær að njóta sín. Þrjár hljómfagrar
kvenraddir setja svo sterkan svip á
lögin. Þessi sex manna hljómsveit
spilaði alls tólf lög á tónleikunum
og mörg þeirra voru einmitt af Bitte
Orca. Einnig spiluðu þau lög af nýju
plötunni, Swing to Magellan, þar á
meðal hið prýðilega About to Die.
Stundum virkaði sem lítið væri í
gangi í lögunum en allt í einu tóku
þau mikinn kipp og allt small saman
í háværri en mjög svo heillandi hljóð-
bendu. Lokalagið var einmitt gott
dæmi um þetta. Magnaður loka-
hnykkur á frábærum tónleikum. -fb
★★★★★
Shiko Shiko
Kaldalón í Hörpu
Ofvirkir fransmenn
Skemmtilegustu tónleikarnir á
Airwaves eru oft með hljómsveitum
sem maður þekkir lítið sem ekkert.
Maður mætir með opinn huga en
engar sérstakar væntingar og svo
gerist galdurinn og maður kolfellur.
Þannig voru tónleikar frönsku hljóm-
sveitarinnar Shiko Shiko í Kaldalóns-
sal Hörpu á föstudagskvöldið.
Shiko Shiko spilar einhvers konar
furðupönk, hratt og hrátt, en líka fullt
af óvæntum hljóðum, taktbreytingum
og sprelli. Auk hefðbundinna rokk-
hljóðfæra nota þeir synta og tölvu.
Á sviði var þetta mjög leikrænt hjá
þeim, bassaleikarinn spilaði alla tón-
leikana með grímu og söngvarinn
og gítarleikarinn ærsluðust um allt
svið, óðu út í sal, upp á hátalara og
hömuðust sem vitstola væru. Þetta
hljómar kannski eins og einhver til-
gerð, en tónlistin var líka mjög flott
og vel spiluð. Sætin í Kaldalóni eru
mjög þægileg (stundum of þægileg,
ef maður er vansvefta), en Shiko
Shiko rifu alla tónleikagesti á fætur.
Magnaður andskoti! -tj
★★★★ ★
Siinai
Kaldalón í Hörpu
Orkuver í Kaldalóni
Finnska hljómsveitin Siinai er þekkt
fyrir kraftmikla nýproggtónlist, en fyrsta
platan þeirra, Olympic Games, var til-
nefnd til Nordic Music Prize í fyrra. Þeir
spiluðu efni af henni á tónleikunum í
Kaldalóni á laugardagskvöldið. Þetta er
instrúmental tónlist. Þeir fóru rólega af
stað, en svo juku þeir kraftinn og byggðu
upp mikinn hljóðvegg. Flutningurinn
var aflmikill, þeir hömruðu á hljóðfærin.
Flestir tónleikagestir kunnu vel að meta
þéttofinn og dýnamískan hávaðavegg-
inn, en þó voru nokkrir sem þoldu ekki
við og forðuðu sér. Flottir Finnar! -tj
„Þetta var besta upplifun lífs míns,“
heyrði undirrituð einn áhorfenda
segja að loknum tónleikum Ásgeirs
Trausta á laugardagskvöldið. Sá
hinn sami var örugglega ekki einn
um þá skoðun, enda var Norður-
ljósasalur stappfullur og vel það
þegar einn vinsælasti söngvari
landsins steig á svið við gríðarleg
fagnaðarlæti. Mikil stemming var í
salnum og áhorfendur sungu með og
dilluðu sér við ljúfa tóna.
Hann Ásgeir Trausti þarf enga
utanaðkomandi aðstoð til að búa til
frábæra tónleika. Enga litríka bún-
inga, brjálaða sviðsframkomu eða
fyndna brandara milli laga. Umvaf-
inn góðum hljóðfæraleikurum er
töfrandi rödd Ásgeirs leyndamálið á
bak við velgengnina, enda tók allur
salurinn undir er Ásgeir lék lagið
Leyndarmál og lauk þar með ein-
stökum tónleikum á Airwaves.
-áp
RAFMAGNAÐUR
★★★★★
Ásgeir Trausti
Norðurljós í Hörpu
Flugeldasýning
Það var hreinn unaður að fylgjast með
strákunum á sviði, allir sprengfullir
af hæfileikum og krafti. Eðaltón listin
sem þeir buðu upp á kom blóðinu
heldur betur á hreyfingu og sam-
spilið á milli gítarleikaranna tveggja,
Kjartans og Guðsteins, var þvílíkt að á
köflum var eins og þeim væri stjórnað
af sama heilanum. Báðir voru þeir
með myndbandsupptökuvélar fastar á
gíturunum sínum og eflaust áhugavert
að skoða myndböndin úr þeim þar sem
gítararnir voru á fleygiferð alla tón-
leikana. Hrikalega góðir og enn eitt
dæmi um þá gríðarlegu hæfileika sem
við eigum hér á litlu eyjunni okkar
lengst í norðri. Flugeldasýning út í
gegn sem uppskar heiðarlega tilraun
til uppklapps.
-trs
FRÁBÆRIR Guðfinnur Sveinsson og Kjartan Dagur Hólm, liðsmenn For a Minor Reflection, slógu ásamt öðrum í bandinu í gegn í
Norðurljósasal Hörpu. FRÉTTABLAÐIÐ/KLARA
LÁTLAUS OG POTTÞÉTTUR Stemmningin á tónleikum Ásgeirs Trausta var ótrúleg, í einu orði sagt. Gestir sungu með og dönsuðu og sumir höfðu á orði að tónleikarnir væru
það besta sem þeir hefðu upplifað á ævi sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
★★★★ ★
Diiv
Iðnó
Ekta rokkarar
Það var erfitt að vera á tónleikum ungu
rokkaranna án þess að detta inn í tón-
listina, enda varla manneskja í salnum
sem ekki tók undir með fótastappi,
hnébeygjum eða höfuðrykkingum.
Fjórmenningarnir taka rokkaraímyndina
alla leið og voru gítarleikararnir til að
mynda duglegir að sveifla til síðu hárinu
á meðan þeir spiluðu. Það voru litlu
hlutirnir sem gerðu það að verkum að
ekki aðeins buðu þeir upp á stórgóða
tónlist heldur líka ekta upplifun. Þeir
voru suddasvalir frá upphafi til enda
og áttu greinilega fjölda aðdáenda í
salnum, sem urðu án efa enn fleiri eftir
að tónleikunum lauk. Að minnsta kosti
má telja undirritaða sem nýjan meðlim
í aðdáendahópnum. -trs
ROKKAÐIR Aðdáendum Diiv fjölgaði til
muna á föstudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/KLARA