Fréttablaðið - 05.11.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 05.11.2012, Blaðsíða 48
5. nóvember 2012 MÁNUDAGUR24 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Liðsmenn Malmö klúðr- uðu víti í fyrri hálfleik og skutu í slána í þeim síðari áður en Tyresö náði forystunni á 81. mínútu með laglegu skallamarki. Heimakonur héldu í sókn, sendu boltann fyrir markið þar sem markvörður gest- anna virtist missa boltann yfir marklínuna. Aðstoðardómarinn gaf til kynna að mark hefði verið skorað en þar með var sagan ekki öll. „Þetta er það furðulegasta sem ég hef upplifað á ferlinum. Aðal- dómarinn ákvað að hún hefði verið í betri aðstöðu til þess að sjá atvikið þó hún hafi í raun ekki verið í neinni aðstöðu til þess,“ segir Þóra skiljanlega svekkt. „Það er voðalega erfitt að jafna sig á svona. Maður er í æfingu að tapa fyrir betra liði, tapa með tign og jafnvel ósanngjarnt en það er ansi erfitt að kyngja þessu. Þetta eina atvik kostaði okkur titilinn,“ segir Þóra. Þurfa að vera afleiðingar Þóra segist vonast til þess að forráðamenn Malmö leggi inn formlega kvörtun til sænska knattspyrnusambandsins vegna at viksins gegn Tyresö. „Við fáum auðvitað aldrei gullið en það þurfa að vera afleiðingar. Það eru afleiðingar fyrir okkur þegar við gerum eitthvað heimsku- legt. Erum settar á bekkinn, fáum ekki nýjan samning eða fáum rautt spjald. Mér finnst eðlilegt að farið verði yfir þetta mál svo þetta komi ekki fyrir aftur,“ segir Þóra. Malmö hafði fimm stiga forskot á Tyresö þegar tvær umferðir voru eftir en gerði aðeins jafntefli í síðustu umferð gegn Umeå. „Við áttum auðvitað að klára þetta um síðustu helgi. Við fengum eins mark á okkur gegn Umeå. Þá fengum við sams konar mark á okkur og það sem ekki stóð gegn Tyresö. Það var mjög vafasamt hvort boltinn hefði farið yfir lín- una. Dómarinn ákvað að markið skyldi standa og maður tekur því. En þegar dómararnir eru ekki sammála og aðaldómari, sem er í engri aðstöðu, breytir ákvörðun línuvarðarins verður maður að setja spurningarmerki við það.“ Búnar að sofa mikið Mikið álag hefur verið á Söru og Þóru undanfarnar vikur. Þær voru í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Úkraínu í undan keppni Evrópumótsins á dögunum auk þess sem liðið lék fyrri leik sinn gegn Verona frá Ítalíu í Meistaradeildinni í síð- ustu viku. „Ég var einmitt að ræða þetta við Söru. Við erum búnar að sofa rosalega mikið síðustu daga. Það er það frábæra við að vinna við það að spila fótbolta. Þá er tími til þess að sofa. Ég er alveg þreytt en ekkert meira en það. Á meðan það eru engin meiðsli er ég sátt,“ segir Þóra en liðið flýgur í dag til Ítalíu þar sem liðið mætir Verona í síðari leik liðanna á miðvikudag. „Ítalska liðið er gott en við erum betri. Við spiluðum ekkert sér- staklega heima því við vorum enn með tárin í augunum eftir leikinn gegn Umeå. Við vorum ekki við sjálfar en stefnum á að klára tímabilið með stæl með góðum leik.“ kolbeinntumi@365.is ALFREÐ FINNBOGASON skoraði sitt níunda mark í jafnmörgum deildarleikjum fyrir Heeren- veen þegar liðið lagði Zwolle að velli 2-1. Alfreð hefur farið á kostum hjá sínu nýja félagi undanfarna tvo mánuði en Heerenveen situr í 10. sæti deildarinnar með 13 stig. Maður er í æfingu að tapa fyrir betra liði, tapa með tign og jafnvel ósanngjarnt en það er ansi erfitt að kyngja þessu. ÞÓRA BJÖRG HELGADÓTTIR MARKVÖRÐUR MALMÖ Opnunarhátíð velkomin í Steinhellu 17a Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is Manchester United - Arsenal 2-1 1-0 Robin van Persie (3.), 2-0 Patrice Evra (67.), 2-1 Santi Cazorla (90.) Swansea - Chelsea 1-1 0-1 Victor Moses (61.), 1-1 Pablo Hernandez (88.) West Ham - Manchester City 0-0 Fulham - Everton 2-2 1-0 Sjálfsmark (7.), 1-1 Marouane Fellaini (55.), 1-2 M. Fellaini (72.), 2-2 Steve Sidwell (90.) Sunderland - Aston Villa 0-1 0-1 Gab Agbonlahor (57.) QPR - Reading 1-1 0-1 Kaspar Gorkss (17.), 1-1 Djibril Cisse (66.) Norwich - Stoke 1-0 1-0 Bradley Johnson (43.) Tottenham - Wigan 0-1 0-1 Ben Watson (56.) MARKAHÆSTIR Robin van Persie 8 mörk Luis Suarez 7 mörk Demba Ba 7 mörk STAÐAN Man.Utd. 10 8 0 2 26-14 24 Chelsea 10 7 2 1 22-10 23 Man.City 10 6 4 0 18-9 22 Everton 10 4 5 1 19-13 17 Tottenham 10 5 2 3 17-14 17 Arsenal 10 4 3 3 15-8 15 Fulham 10 4 3 3 21-16 15 West Ham 10 4 3 3 13-11 15 W.B.A. 9 4 2 3 13-11 14 Newcastle 10 3 5 2 12-14 14 Swansea 10 3 3 4 15-14 12 Liverpool 10 2 5 3 13-15 11 Wigan 10 3 2 5 11-16 11 Norwich 10 2 4 4 8-18 10 Stoke 10 1 6 3 8-10 9 Sunderland 9 1 6 2 6-9 9 Aston Villa 10 2 3 5 8-14 9 Reading 9 0 5 4 12-18 5 QPR 10 0 4 6 8-19 4 Southampton 9 1 1 7 14-26 4 ENSKA ÚRVALSDEILDIN Eitt atvik kostaði okkur titilinn Sara Björk Gunnarsdóttir, Þóra Björg Helgadóttir og félagar í LdB Malmö máttu sjá á eftir sænska meistara titlinum í knattspyrnu á laugardaginn eftir dramatískt 1-0 tap í lokaumferðinni gegn Tyresö. FÓTBOLTI Manchester United er komið á topp ensku úrvalsdeild- arinnar í knattspyrnu en allt féll liðinu í hag um helgina. Robin van Persie skoraði eftir aðeins þrjár mínútur gegn sínu gamla félagi, Arsenal, en United hafði mikla yfirburði í leiknum. 2-1 sigur gefur kolranga mynd af gangi leiksins sem United réð. Bros stuðningsmanna United varð enn breiðara þegar helstu andstæðingar liðsins, Chelsea og Manchester City, töpuðu stigum gegn minni spámönnum. Allt stefndi í góða innheimtu hjá Chel- sea í jöfnum leik gegn Swan- sea en Pablo Hernandez tryggði Svönunum eitt stig með marki skömmu fyrir leikslok. Uppskera Chelsea er eitt stig úr síðustu tveimur leikjum en þangað til hafði liðið verið óstöðvandi. Manchester City skrikaði fótur í heimsókn hjá West Ham á Boy- len Ground. Englands meistararnir voru miklu sterkari aðilinn en gekk illa að skapa sér færi. Þetta var í fyrsta skipti á leiktíðinni sem City tekst ekki að skora í leik en liðið er sérstaklega vel skipað í framherjastöðunni. Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik í tapi Tottenham á heimavelli gegn Wigan. Gylfi Þór náði sér ekki á strik frekar en aðrir leikmenn Tottenham sem áttu ekkert skilið gegn spræku liði gestanna. -ktd Allt gekk Manchester United í haginn um helgina: Draumur Fergusons FAGNAÐ Wayne Rooney fagnaði marki Robin van Persie öllu meira en Hollendingurinn. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Skúli Jón Friðgeirsson varð um helgina sænskur meist- ari þegar Elfsborg gerði jafntefli gegn Åtvidabergs. Skúli Jón var ónotaður varamaður í leiknum. Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði sigurmark Norrköping í 2-1 sigri á Mjällby en liðið hafn- aði í fimmta sæti deildarinnar. Gunnar Heiðar varð næstmarka- hæsti leikmaður deildarinnar með sautján mörk. Matthías Vilhjálmsson skoraði tvívegis í 3-0 sigri Start á Kongs- vinger í norsku b-deildinni. Með sigrinum tryggði Start sér deildar meistaratitilinn en Guð- mundur Kristjánsson lék einnig með Start í leiknum. Haraldur Björnsson varði mark Sarpsborg 08 en dramatískur 3-2 sigur á Notodden tryggði liðinu annað sæti deildarinnar og um leið sæti í efstu deild. -ktd Norræna knattspyrnan: Góð uppskera okkar manna FAGNAÐ Elfsborg varð síðast sænskur meistari árið 2006. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.