Fréttablaðið - 05.11.2012, Side 8

Fréttablaðið - 05.11.2012, Side 8
5. nóvember 2012 MÁNUDAGUR8 ÚTGREIÐSLUR SÉREIGNAR 2009-2013 2009 22,0 milljarðar 2010 16,9 milljarðar 2011 24,4 milljarðar 2012 14,8 milljarðar 2013 1,9 milljarðar Alls: 79,5 milljarðar ÚTSVAR AF SÉREIGN 2009 2,9 milljarðar 2010 2,2 milljarðar 2011 3,5 milljarðar 2012 2,1 milljarðar 2013 0,3 milljarðar Alls: 11 milljarðar FJÁRMÁL Tekjuskattur ríkisins af útgreiðslu séreignar sparnaðar nemur tæplega 20 milljörðum króna. Útsvarstekjur sveitarfélag- anna eru aðrir ellefu milljarðar króna. Umsóknarfrestur til að sækja um útgreiðslu á séreignarsparnaði rann út 30. september síðastliðinn. Frá því að heimilað var að taka út séreignarsparnaðinn í mars árið 2009 hafa tæplega 80 milljarðar króna verið teknir út. Heimild til útgreiðslu á séreignarsparnaði var tímabundin hrunsaðgerð sem Alþingi samþykkti. Það hefur haft í för með sér tímabundna hækkun á útsvarstekjum sveitarfélaga og tekjuskatti ríkisins. Hag- og upplýsingasvið Sam- bands sveitarfélaga hefur tekið saman útgreiðslu sparnaðarins hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig og þær útsvarstekjur sem úttektirnar skil- uðu. Heildarupphæðirnar eru veru- legar; lægst 2,1 milljarður á þessu ári en útsvarstekjur sveitarfélag- anna urðu mestar 3,5 milljarðar árið 2011. Umfang aðgerðarinnar sést glögglega í tölfræði Sam- bandsins. Þegar einstök sveitarfélög eru skoðuð sést að Reykvíkingar tóku út 27,5 milljarða króna á tímabilinu, af því var greitt útsvar að upphæð 3,5 milljarðar króna. Kópavogs- búar tóku út 8,7 milljarða króna og greiddu 1,1 milljarð til sveitar- félagsins, svo annað dæmi sé tekið. Heildarútgreiðslur séreignar voru hæstar árið 2011, eða 24,4 milljarðar króna, en eru tæpir 15 milljarðar í ár. Samkvæmt gögnum Ellefu milljarða aukaútsvar Eigendur séreignarsparnaðar taka út 80 milljarða króna frá mars 2009. Af þeirri upphæð fær ríkið og sveitarfélögin 31 milljarð í tekjuskatt og útsvar. Útgreiðsla séreignar var mest fyrri hluta árs 2011. sem tekju- og skattaskrifstofa fjár- mála- og efnahagsráðuneytisins tók saman fyrir Fréttablaðið kemur fram að ríkissjóður hefur í hverj- um mánuði allt tímabilið fengið á bilinu 300 til 600 milljónir króna í skatttekjur. Þessar tekjur fóru hæst í rúman milljarð í júlí 2011 þegar útgreiðslur voru hæstar. Langflestir hafa haldið áfram að greiða í séreignarsjóði þrátt fyrir að hafa nýtt sér heimild til sérstakrar útgreiðslu sparnaðar eftir hrunið. Aðeins 1.224 færri greiddu í slíka sjóði árið 2010 en árið á undan, og voru þá 62.251, samkvæmt upplýs- ingum Landssamtaka lífeyrissjóða. Heildareignir landsmanna í sér- eignarsparnaði hafa aukist um tugi milljarða frá því í mars 2009, þrátt fyrir útgreiðslu 80 milljarða króna. Það er hægt að lesa í gögnum Seðla- banka Íslands frá því í fyrra. Eign landsmanna í séreignarsparnaði var 327 milljarðar króna hinn 30. júní 2011. Heildarinnistæður séreignar- sparnaðar frá hruni höfðu þá vaxið um 75 milljarða en þær voru 255 milljarðar í árslok 2008; 288 millj- arðar í árslok 2009 og 314 milljarðar um áramótin 2010. Vöxturinn hefur því verið níu til þrettán prósent árlega, og því óhætt að áætla að heildareignir í séreignarsjóðum séu nú um 380 milljarðar króna. svavar@frettabladid.is Úttektir og útsvar tíu sveitarfélaga 2009-2012 FJARÐABYGGÐ Útsvar: 162 Úttekt: 1.200 FLJÓTSDALSHÉRAÐ Útsvar: 80 Úttekt: 640 Heimildin til útgreiðslu var fyrst ein milljón. Síðan var sú fjárhæð hækkuð í 2,5 milljónir, þá í fimm milljónir og síðast í 6.250 þúsund með lagabreyt- ingu í september 2011. ALLAR TÖLUR ERU Í MILLJÓNUM KRÓNA AKUREYRARBÆR Útsvar: 520 Úttekt: 4.100 ÍSAFJARÐARBÆR Útsvar: 99,5 Úttekt: 787 VESTMANNAEYJAR Útsvar: 143 Úttekt: 1.100 ÁRBORG Útsvar: 208 Úttekt: 1.600 REYKJAVÍK Útsvar: 3.500 Úttekt: 27.500 KÓPAVOGUR Útsvar: 1.100 Úttekt: 8.700 HAFNARFJÖRÐUR Útsvar: 943 Úttekt: 7.400 REYKJANESBÆR Útsvar: 448 Úttekt: 3.500 LONDON, AP Breska ríkisstjórnin gæti fyrirskipað opinbera rann- sókn á meðhöndlun breska rík- isútvarpsins, BBC, á kynferðis- brotum Jimmys Savile. Það sagði Maria Miller, menningarmálaráð- herra Breta sem einnig hefur með fjölmiðlamál að gera, í samtali við The Sunday Telegraph í gær. Miller sagði að búast mætti við opinberri rannsókn ef innra eftir- lit BBC fyndi ekki fullnægjandi skýringar á því hvernig á því stóð að kynferðisbrot Saviles hefðu verið látin viðgangast áratugum saman. Savile, einn frægasti sjón- varpsmaður BBC , hefu r verið sakaður um að hafa beitt hundruð ung- linga kynferð- islegu ofbeldi á meðan hann vann við sjón- varpsstöðina. Innan BBC stendur nú yfir rannsókn á því hvort Savile hafi nýtt sér frægð sína og stöðu innan sjónvarpsins til að lokka unglingana og hvort félagar hans hafi vitað af framferði hans án þess að tilkynna það. Auk þess er kannað hvort forsvarsmenn eins af vinsælustu skemmtiþáttum stöðvarinnar hafi haft vitneskju um misnotkunina í desember síðast liðnum en ákveðið að stinga þeim upplýsingum undir stól til að varpa ekki skugga á hyllingar- þætti um Savile sem stöðin sýndi í upphafi þessa árs. Ásakanir um kynferðislega misnotkun Saviles á unglingum komu fyrst fram hjá samkeppnisstöðinni ITV. - fsb Ráðherra fjölmiðlamála í Bretlandi hótar opinberri rannsókn á Savile-málinu: Krefst fullnægjandi skýringa frá BBC JIMMY SAVILEVAR BRENNDUR UM HELGINA Líkneski af hjólreiðakappanum Lance Armstrong var um helgina brennt í bænum Edenbridge í Bretlandi á brennunótt, sem haldin er árlega til minningar um sprengjumanninn Guy Fawkes. NORDICPHOTOS/AFP SVÍÞJÓÐ Skemmdarverk voru unnin á tveimur skrifstofum útlendingastofnunar í Svíþjóð fyrir helgi. Rúður voru brotnar, málningu hellt um skrifstofur og slagorð á borð við „hafnanir ykkar drepa“ spreyjuð á veggi. Lögregla telur að árásirnar hafi verið skipulagðar en þær voru gerðar á svipuðum tíma í Malmö í suðri og Umeå í norðri. Hópur sem kallar sig „aðgerðir fyrir heim án landamæra“ hefur sent bréf til margra sænskra dag- blaða og lýst yfir ábyrgð. - þeb Ráðist á útlendingastofnun: Samhæfð skemmdarverk DANMÖRK Upplýsingastjóri veit- ingastaðarins Noma í Kaup- mannahöfn telur að frá hafi þurft að vísa yfir milljón manns sem reynt höfðu að panta borð á staðn- um á liðnu ári. Staðurinn getur tekið á móti 20 þúsundum gesta. Haft er eftir upplýsingastjóra Noma, Peter Kreiner, á fréttavef Politiken að ekki séu til ná kvæmar tölur þar sem fyrirspurnir komi í gegnum bókunarkerfi, tölvupóst og síma. Hver fyrirspurn getur varðað tvo til 15 gesti. Að sögn Kreiner mætti áætla að fjöldinn fari yfir eina milljón á ári. Samkvæmt listanum World‘s 50 Best Restaurants er Noma besti veitingastaður heims. -ibs Veitingastaðurinn Noma: Vísa árlega frá milljón gestum VIÐ INNGANGINN Noma er sagður besti veitingastaður í heimi. NORDICPHOTOS/AFP Gefur kost á sér í 3. sæti Fréttamaðurinn Ingimar Karl Helga- son gefur kost á sér í þriðja sæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir Vinstrihreyfinguna grænt fram- boð fyrir komandi Alþingiskosningar. Sækist eftir 2. sæti Rósa Björk Brynjólfsdóttir, upplýsinga- fulltrúi fjármálaráðuneytisins, sækist eftir 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjör- dæmi fyrir kosningarnar næsta vor. STJÓRNMÁL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.