Fréttablaðið - 05.11.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 05.11.2012, Blaðsíða 50
5. nóvember 2012 MÁNUDAGUR26 www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss m ar kh on nu n. is Kræsingar & kostakjör LÍFRÆNAR VÖR UR Á AFAR HAG STÆÐU VERÐI! HANDBOLTI Íslenska landsliðið er þegar komið með eins stigs for- skot á Slóveníu á toppi síns riðils í undankeppni EM í Danmörku eftir flottan 37-30 sigur í Rúmen- íu í gær. Langt og erfitt ferðalag og allt annað en óskabyrjun en þegar á reyndi þá sýndu íslensku strákarnir styrk sinn í seinni hálfleik og kláruðu leikinn með sannfærandi hætti. Liðið er því komið í bílstjórasætið í riðlinum. „Það eru eins og við viljum hafa þetta,“ sagði Aron Krist- jánsson, þjálfari íslenska lands- liðsins. „Þetta var erfiður úti- völlur, langt ferðalag og ég er gríðarlega ánægður með að við skyldum ná svona öruggum sigri í lokin.“ Rúmenar voru skrefinu á undan nær allan fyrri hálfleikinn og íslenska liðið var í vandræðum með stórar og sterkar skyttur liðsins. „Við byrjuðum leikinn mjög illa, lendum þremur mörk- um undir og virkum eins og við séum svolítið á hælunum í vörn- inni,“ segir Aron um byrjun leiks- ins þar sem Rúmenar skoruðu alltof auðveldlega og náðu mest þriggja marka forskoti. „Þegar við fórum að þétta vörnina og spila hver með öðrum þá kom vörnin og við fórum að vinna okkur hægt og rólega inn í leikinn. Við náðum eins marks forystu fyrir hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við spila nokkuð vel,“ sagði Aron. Aron Rafn Eðvarðsson stóð sig vel í íslenska markinu og fékk líka hrós frá þjálfaranum. „Aron Rafn var í fyrsta skipti að standa sem fyrsti markvörður í landsleik. Það var pressa á honum á erfiðum úti- velli og það eru góðar skyttur í þessu rúmenska liði. Hann er að verja allan tímann og taka nokkuð góð færi,“ sagði Aron og Ásgeir Örn Hallgrímsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Kári Kristjánsson fengu líka hrós. Einn besti landsleikur Ásgeirs „Ásgeir var mjög góður og var að spila einn af sínum betri lands- leikjum. Guðjón Valur klúðraði reyndar tveimur hraðaupp- hlaupum en skoraði 11 mörk og var að spila mjög „massíft“ allan leikinn. Kári kemur inn síðustu tólf mínúturnar og var strax mjög hættulegur,“ segir Aron. Aron Pálmarson var eins og svart og hvítt í leiknum. Hann gerði mörg mistök í fyrri hálf- leiknum og komst ekki á blað fyrr en eftir hlé. Hann spilaði hins vegar vel í seinni hálfleik. „Aron var svolítið þungur á sér í fyrri hálfleik og kom of hægt á vörnina. Aron var að reyna of mikið sjálfur í fyrri hálfleik en í þeim seinni var hann bara að spila með liðinu. Hann kom þá af krafti í vörnina og var með helling af góðum stoðsendingum og nokkur mjög góð mörk. Hann var að spila mjög vel í seinni hálfleik.“ Íslenska liðið vann síðustu sjö mínúturnar á móti Hvít-Rússum 6-1 og síðustu tólf mínúturnar í gær 10-4. Samtals hefur íslenska liðið unnið lokamínúturnar í fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Arons með 11 marka mun. „Strákarnir stóðu sig mjög vel, voru á tánum, sýndu mikla sam- stöðu og baráttuvilja sem var mjög ánægjulegt. Það er gott að vinna tvo örugga sigra í tveimur fyrstu leikjunum,“ sagði Aron að lokum. ooj@frettabladid.is Í bílstjórasætinu í riðlinum Íslenska handboltalandsliðið er eitt á toppnum í sínum riðli í undankeppni EM eftir sjö marka sigur í Rúmeníu í gær. Strákarnir eru búnir að vinna lokamínút- urnar í fyrstu leikjunum undir stjórn Arons með 11 marka mun. ÁSGEIR ÖRN HALLGRÍMSSON Lék mjög vel í Rúmeníu í gær og skoraði 8 mörk úr aðeins 9 skotum. NORDICPHOTOS/AFP HANDBOLTI Guðjón Valur Sigurðs- son, fyrirliði íslenska lands liðsins, er markahæsti leikmaðurinn í undankeppni EM eftir tvo ell- efu marka leiki. Hann var sáttur með sigurinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég held að við getum verið sáttir með þessa byrjun í riðlinum. Það var kannski óör- yggi í byrjun í báðum leikjunum en tveir sannfærandi sigrar eru frábær byrjun,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Við höfum oft þurft tíma til að koma okkur í gang. Strákarnir í liðinu eiga hrós skilið fyrir hvernig við kláruðum þetta því þetta voru ekki auðveldar að- stæður,“ sagði Guðjón Valur. „Við vorum að spila við lið sem við þekkjum mjög lítið. Það var lítið til af efni um þá og í rauninni bara einn leik- ur því þeir eru með nýtt lið. Þeir eru mjög stórir, sterkir og þungir og það er því frábært að hafa klár- að þetta,“ sagði Guðjón Valur sem hafði ekki áhyggjur eftir erf- iða byrjun. „Ég var nokk- uð viss um að við kæmumst í gírinn. Þetta var aldrei mikil hætta og þeir voru bara yfir í byrjun leiks og því engin ástæða til að hafa áhyggj- ur,“ sagði Guðjón sem hrósaði nokkrum mönnum. „Kári kom flottur inn og Geiri var alveg frábær í fyrri hálfleik. Mér fannst strák arnir í vörninni standa sig mjög vel og þá sérstak- lega ef við tökum seinni hálfleikinn,“ sagði Guðjón Valur. Hann var ekki eins sáttur við rúmenska sambandið. „Eins og ég sagði við strákana fyrir leik þá eru engar afsak- anir þegar menn eru komnir í treyjuna, hvort sem það eru dómarar, ferðalög eða eitthvað. Það var reynt að gera þetta eins erfitt fyrir okkur og hægt var. Við erum að ferðast fáránlega lengi og það er með ólíkindum að það sé leyfilegt að spila leik svona langt frá alþjóðaflugvelli. Við ákváðum bara að taka þessu sem ögrun,“ sagði Guðjón Valur. - óój Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 22 mörk í fyrstu tveimur leikjum Ísland í undankeppni EM í Danmörku: Tveir sannfærandi sigrar eru frábær byrjun GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON 1. RIÐILL Sviss-Spánn 22-33 Portúgal-Makedónía 32-25 Stigin: Spánn 4, Makedónía 2, Portúgal 2, Sviss 0. 2. RIÐILL Svartfjallaland-Tékkland 23-22 Ísrael-Þýskaland 27-30 Stigin: Svartfjallaland 4, Tékkland 2, Þýskaland 2, Ísrael 0. 3. RIÐILL Litháen-Noregur 21-28 Tyrkland-Frakkland 30-33 Stigin: Noregur 4, Frakkland 4, Litháen 0, Tyrk- land 0. 4. RIÐILL Lettland-Króatía 23-30 Slóvakía-Ungverjaland 24-28 Stigin: Ungverjaland 4, Króatía 4, Slóvakía 0, Lettland 0. 5. RIÐILL Holland-Svíþjóð 31-33 Úkraína-Pólland 20-29 Stigin: Pólland 4, Svíþjóð 4, Holland 0, Úkraína 0. 6. RIÐILL Hvíta-Rússland-Slóvenía 32-32 Rúmenía - Ísland 30-37 (18-19) Mörk Rúmeníu (skot): Valentin Ghionea 6 (9), Bogdan Criciotoiu 5 (9), Ionut Ramba 4 (7), And- rei Grasu 3 (6), Cristian Stelian Fenici 3 (6), Radu Cristian Ghita 3 (6), Marius Novanc 2 (4), Marius Sadoveac 1 (1), Alexandru Gheorghe Sabou 1 (1), Dragos Iancu 1 (2), Florin Dospinescu 1 (2), Ionut Rotaru (1), Mihai Andrei Paius (1), Varin skot: Ionut Ciobanu 10 (42/2, 24%), Emilian Marocico 1 (6/1, 17%), Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 11/3 (14/3), Ásgeir Örn Hallgrímsson 8 (9), Snorri Steinn Guðjónsson 4 (7), Aron Pálmarsson 4 (9), Kári Kristján Kristjánsson 3 (3), Þórir Ólafsson 3 (4), Alexander Petersson 3 (4), Ingimundur Ingimundarson 1 (1), Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 19 (49, 39%), Hraðaupphlaup: 11 (Guðjón Valur 5, Ásgeir 3, Snorri Steinn, Þórir, Ingimundur) Fiskuð víti: 3 ( Kári, Alexander, Róbert) STAÐAN Í RIÐLI ÍSLANDS Ísland 2 2 0 0 73-58 4 Slóvenía 2 1 1 0 66-58 3 Hvíta-Rússland 2 0 1 1 60-68 1 Rúmenía 2 0 0 2 56-71 0 7. RIÐILL Bosnía-Serbía 21-24 Rússland-Austurríki 38-31 Stigin: Serbía 4, Rússland 2, Austurríki 2, Bosnía 0. EM Í HANDBOLTA Dominosdeild kvk í körfu KR - Snæfell 93-67 (46-25) Stig KR: Patechia Hartman 28, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 25, Helga Einarsdóttir 11, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9, Hafrún Hálfdánardóttir 8, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 4, Anna María Ævarsdóttir 3, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Helga Hrund Friðriksdóttir 2. Stig Snæfells: Kieraah Marlow 24, Hildur Björg Kjartansdóttir 17, Hildur Sigurðardóttir 7, Berglind Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 7, Aníta Sæþórsdóttir 2. Lengjubikar karla í körfu A-RIÐILL Keflavík-Skallagrímur 110-64 (56-36) Stigahæstir: Magnús Þór Gunnarsson 21, Darrel Keith Lewis 16, Kevin Giltner 15, Valur Orri Valsson 12, Michael Graion 12 - Carlos Medlock 19, Haminn Quaintance 17, Davíð Guðmundsson 13. B-RIÐILL Hamar-KFÍ 106-109 (80-80, 95-95) Stigahæstir: Jerry Lewis Hollis 31/11 fráköst, Örn Sigurðarson 28/12 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 11 - Momcilo Latinovic 26/9 fráköst, Jón Kristinn Sævarsson 22, Mirko Stefán Virijevic 20/10 fráköst, Bradford Harry Spencer 19. C-RIÐILL Fjölnir-Tindastóll 79-102 (34-51) Stigahæstir: Sylverster Cheston Spicer 26/12 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 14, Tómas Heiðar Tómasson 14- George Valentine 27, Isaac Deshon Miles 13, Þröstur Leó Jóhannsson 13/9 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 11. D-RIÐILL Þór Þ.-Valur 86-69 (50-45) Stigahæstir: Benjamin Curtis Smith 27, Grétar Ingi Erlendsson 18/11 fráköst, Robert Diggs 17 - Chris Woods 31/12 fráköst, Ragnar Gylfason 13. N1 deild kvenna í handb. Selfoss - Valur 12-28 (6-13) Markahæstar: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5, Þuríður Guðjónsdóttir 3 - Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 10, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Dagný Skúladóttir 3, íris Ásta Pétursdóttir 3. Haukar - Fram 22-30 (10-19) Markahæstar: Marija Gedroit 11, Karen Helga Sigurjónsdóttir 4 - Ásta Birna Gunnarsdóttir 7, Stella Sigurðardóttir 5, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Hekla Rún Ámundadóttir 3. Afturelding - Stjarnan 18-37 (9-22) Markahæstar: Sara Kristjánsdóttir 7, Hekla Daðadóttir 5, Rósa Jónsdóttir 3 - Hanna Guðrún Stefánsdóttir 10, Ágústa Edda Björnsdóttir 8, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 6, Kristín Clausen 4. HK - ÍBV 30-35 (15-18) Markahæstar: Guðrún Erla Bjarnadóttir 7, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Arna Björk Almarsdóttir 4 - Grigore Ggogota 7, Guðbjörg Guðmannsdóttir 7, Ivana Mladenovic 7, Simona Vintale 5, Drífa Þorvaldsdóttir 4. FH - Fylkir 33-25 (17-14) Markahæstar: Steinunn Snorradóttir 6, Ásdís Sigurðardóttir 5, Aníta Mjöll Ægisdóttir 4 - Hildur Björnsdóttir 7, Vera Pálsdóttir 5. ÚRSLITIN Í GÆR UPP Í 2. SÆTIÐ KR-konur unnu góðan sigur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.