Fréttablaðið - 05.11.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.11.2012, Blaðsíða 2
5. nóvember 2012 MÁNUDAGUR2 SAMFÉLAGSMÁL Íslensk ættleiðing hyggst hefja undirbúningsnám- skeið fyrir verðandi kjörforeldra á nýjan leik í þessum mánuði. Nám- skeiðin hafa legið niðri síðan í apríl vegna fjárskorts. Seta á undirbún- ingsnámskeiði er forsenda fyrir því að hægt sé að gefa út forsam- þykki fyrir ættleiðingu og senda umsóknir fólks úr landi. Fulltrúar Íslenskrar ættleið- ingar og innanríkisráðuneytisins skrifuðu á fimmtudag undir sam- komulag þess efnis að ættleið- ingarfélagið haldi undirbúnings- námskeið næstu fimm árin. „Sem er frábært, við erum þá komin með það fast í hendi. En þetta helst auð- vitað í hendur við fjárlögin, þetta þýðir í raun og veru ekkert nema í samhengi við þau. Þetta er svona milliskref, mjög ánægjulegt,“ segir Kristinn Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Íslenskrar ættleið- ingar. Félagið fær samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu 9,1 milljón til að starfa á næsta ári, en forsvars- menn þess hafa sagt að um fjöru- tíu milljónir til viðbótar þyrfti til að það geti starfað eðlilega. Krist- inn bindur vonir við það að fjár- framlög til félagsins verði hækkuð í meðförum þingsins á fjárlaga- frumvarpinu. Undirbúningsnámskeiðunum var hætt í apríl sökum fjárskorts og innanríkisráðuneytinu var til- kynnt um þetta. Ráðuneytið og félagið hafa átt í viðræðum um breytingar á fjárframlögum frá árinu 2009. Kristinn gerir ráð fyrir því að fyrsta námskeiðið verði haldið í seinni hluta nóvember. Sálfræð- ingur sem sér um námskeiðið mun Ættleiðingarnámskeið verða haldin að nýju Íslensk ættleiðing hyggst halda undirbúningsnámskeið fyrir verðandi foreldra í þessum mánuði, en þau hafa legið niðri í hálft ár. Félagið skrifaði undir sam- komulag við innanríkisráðuneytið um að halda námskeiðin næstu fimm ár. ÁNÆGJULEGT MILLISKREF Fyrsta undirbúningsnámskeiðið fyrir verðandi kjörforeldra verður haldið í þessum mánuði. Kristinn segir margt hafa getað breyst hjá fólkinu sem hefur beðið eftir námskeiðum síðan í apríl, svo ekki sé vitað hversu margir bíði eftir námskeiðinu. NORDICPHOTOS/GETTY Biðlistar eftir ættleiðingum hafa styst verulega á þessu ári. Fyrir þremur árum síðan voru að jafnaði um hundrað fjölskyldur á biðlista en í septem- ber biðu 46 fjölskyldur auk þess sem 37 fjölskyldur voru í undirbúningsferli. Því voru 83 fjölskyldur í ættleiðingarferli. Meginástæðan fyrir þessu er sú að vel hefur gengið að ættleiða börn frá Kína. Önnur ástæða var sú að eftir að undirbúningsnámskeiðum var hætt hægði á nýjum umsóknum. Biðlistar hafa styst um helgina hefja undirbúning með kennurum á námskeiðinu. Rúmlega þrjátíu hafa beðið þess að komast á undirbúningsnám- skeið síðustu mánuði, en Kristinn segir að margt hafi getað breyst í lífi fólksins á þessum tíma. Þá hafi fólk ekki verið að leggja inn umsóknir til félagsins á meðan það vissi af biðstöðunni og því gæti verið að fjöldinn breyttist. thorunn@frettabladid.is NÁTTÚRA Jarðskjálftahrinan úti fyrir Norðurlandi hélt áfram um helgina en á laugardag mældust skjálftar rétt undir 4,0 á Richter. Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið. Þeir sterkustu fundust víða í byggð, til dæmis á Siglufirði og Dalvík. Jarðskjálftafræðingur á Veður- stofu Íslands segir að stærstu skjálftarnir um helgina hafi verið 3,8 stig á laugardaginn og 3,4 stig í gær. Upptök stóra skjálftans á laugar dag voru 16 kílómetra norð- vestur af Gjögurtá við mynni Eyja- fjarðar en upptök stærsta skjálftans í gær voru 20 kílómetra út af Siglu- firði. Fjöldi smáskjálfta mældist við upptakasvæði stærsta skjálftans í hrinunni til þessa en hann reið yfir 21. október og var 5,6 stig. Áfram verður fylgst náið með svæðinu hjá jarðskjálftavakt Veður- stofunnar eins og undanfarnar vikur en jarðskjálftahrinan fyrir norðan hófst í september. Þann 21. október varð stærsti skjálftinn, 5,6 stig, eins og áður segir. Hann fannst um allt Norðurland, og reyndar víðar. Þessi skjálfti var sá stærsti á svæðinu um nokkurt skeið en við- líka jarðskjálftahrina gekk yfir árin 1996 og 2004. - shá Áframhald á jarðskjálftahrinunni úti fyrir Norðurlandi með skjálfta upp á 3,8 stig: Skjálftarnir finnast vel í byggð ÓVEÐUR Ég stend hérna og horfi á sitkagrenið hinum megin við ána. Þar eru fimm eða sex tré sem féllu alveg,“ segir Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður, sem býr á Sveins- eyri í Mosfellssveit þar sem óveðrið á föstudag reif mörg tré upp með rótum og braut önnur. „Við erum að tala um yfir tuttugu metra há tré sem voru meðal hæstu trjáa á Suð- vesturlandi. Bolirnir eru um það bil fimmtíu til sjötíu sentímetrar í þvermál og þetta rifnar upp með rótum.“ Auk grenitrjánna féllu stórar aspir, gullregn og furutré. „Þetta eru tré sem var plantað um miðja síðustu öld,“ segir Steinunn Bergsteins- dóttir, húsfreyja á Sveinseyri. „Þetta er mikið tjón.“ Sigurður segir tjónið hlaupa á hundruðum þúsunda bara hjá þeim hjónum. Hann segir bæinn ekki bera ábyrgð á því að hreinsa brotnu trén í burtu. „Ég held þetta sé bara á okkar ábyrgð,“ segir hann. „Þetta verður ekki hreinsað nema með stórvirkum vinnuvélum og mann- skap þannig að það mun kosta skild- inginn. Þetta er ekkert búið.“ - fsb Stormurinn reif tuttugu metra há tré á Sveinseyri upp með rótum: Tjón upp á hundruð þúsunda RIFIÐ UPP MEÐ RÓTUM Sigurður við eitt trjánna sem óveðrið felldi. „Það eru tíu til tólf tré fallin bara hérna á landareigninni.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SIGLUFJÖRÐUR Jarðskjálftahrinan fyrir norðan hefur staðið yfir með hléum síðan í september. MYND/FRIÐRIK ÞÓR HALLDÓRSSON DÝRAVERND Hundruð álfta eru skotnar, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar, en tegundin er alfriðuð eins og kunnugt er. Högl fundust í 14% allra álfta sem rannsakaðar voru á löngu tímabili en á ári hverju fara um ellefu þús- und álftir frá Íslandi til vetursetu á Bretlandseyjum, að því að fram kemur á fréttavefnum Scotsman. Einn rannsakenda segir í við- tali við Scotsman að svo hátt hlut- fall særðra álfta bendi til þess að mikill fjöldi fugla séu drepinn árlega, án þess að vitað sé hver ber sök. - shá Högl finnast í 14% fugla: Álftir skotnar óháð alfriðun ÁLFTIR Fuglinn er friðaður samkvæmt íslenskum og alþjóðlegum lögum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VIÐSKIPTI Vatnsfyrirtæki Jóns Ólafssonar hyggst bjóða upp á heimsendingu á vatninu Icelandic Glacial í Kaliforníu og Flórída. Verkefnið er unnið í samvinnu við fjölmiðlana Los Angeles Times og Sun Sentinel. Vatnið mun þannig berast heim til fólks með blöðunum. Jón Ólafsson segir að þetta sé það stærsta sem Ice- landic Glacial hafi ráðist í til þessa. Í til- kynningu segir að með þessu móti geti fyrirtækið lagt sitt af mörkum til að draga úr nei kvæðum áhrifum á um- hverfið. - sh Nýbreytni hjá Jóni Ólafssyni: Vatnið kemur heim að dyrum JÓN ÓLAFSSON ÞÝSKALAND Þýska vikublaðið Welt am Sonntag fullyrðir að Evróp ski seðlabankinn láni spænskum bönkum milljarða evra á betri kjörum en reglur bankans leyfi. Í frétt í blaðinu í gær kemur fram að seðlabankinn hafi tekið við spænskum ríkisskuldabréf- um sem tryggingu fyrir 16,6 milljarða evra láni til spænskra banka. Blaðið byggir þessa full- yrðingu á opinberum gögnum og segir að reglur Evrópska seðlabankans geri þessi skulda- bréf óhæf sem tryggingu. Stór alþjóðleg matsfyrirtæki hafa úrskurðað að lánshæfiseinkunn spænskra ríkisskuldabréfa sé annars flokks. - fsb Welt am Sonntag skúbbar: Segja Evrópska seðlabankann brjóta reglur DUBAI AP Pakistanska stúlkan, Malala Yousufzai, sem skotin var í höfuðið í síðasta mánuði, er á góðum batavegi. Sendiherra Pakistans í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fullyrti þetta á stúdentafundi sem haldin var til heiðurs Yousufzai í Dubai í gær. Yousufzai var skotin vegna skoð- ana sinna, meðal annars á mennt- unarmálum kvenna. Hún liggur nú á sjúkrahúsi í Birmingham og hefur náð sér það vel að hún getur nú, að sögn sendiherrans, gengið, talað og lesið. - fsb Yousufzai á batavegi: Getur gengið, talað og lesið FÉLAGSMÁL Ísland hefur nú full- gilt samning Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðisofbeldi, svonefndan Lanzarote-samning. Alls hafa þá 22 aðildarríki fullgilt samninginn. Lanzarote-nefndin heimsótti Barnahús í lok maí. Á fundi nefnd- arinnar fyrir skömmu var ákveðið að leita leiða til að kynna Barnahús með það að markmiði að hugmynda- fræði þess yrði hrint í framkvæmd í fleiri aðildarríkjum ráðsins. Evrópuráðið vinnur að gerð heimildarmyndar um starfsemi Barnahúss sem gert er ráð fyrir að verði tilbúin til dreifingar síðar á þessu ári. - shá Heimildarmynd um Barnahús: Barnahús vekur athygli í Evrópu SPURNING DAGSINS Björn, er enginn hundur í ykkur? „Nei, við erum mjög mjákvæð að eðlisfari.“ Björn Þór Björnsson stofnaði hóp á Facebook þar sem aðdáendur katta geta deilt myndum og myndböndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.