Fréttablaðið - 09.11.2012, Side 23

Fréttablaðið - 09.11.2012, Side 23
Taílenskur kjúklingaréttur með rauðu karríi og kókossósu Hráefni 4 kjúklingabringur, skornar í strimla Olía til steikingar 100 ml kjúklingasoð 400 ml kókosmjólk 4 tsk. rautt karrí Smá salt 2 stk. rauður chili-pipar, grófsaxaður 1 búnt kóríander, fínsaxað 1 laukur, skorinn í sneiðar 3 gulrætur, saxaðar í sneiðar Hitið wokpönnu, hellið olíu á hana og steikið kjúklingabringurnar í 4 mín. Kryddið með karríi og salti og steikið í 2 mín. Bætið grænmetinu á pönnuna og brúnið. Hellið kókosmjólkinni og soðinu út í og sjóðið niður í 5 mín. Að lokum er kóríander bætt út í. Gott að bera fram með hrísgrjónum. Matreiðslumaðurinn Úlfar Finn-björnsson sér um sjónvarpsþátt-inn Eldað með Holta á ÍNN. Þar heimsækir hann marga af færustu kokkum landsins og fær þá til að elda ljúffenga rétti úr Holta-kjúklingi. Í dag er það matreiðslu- maðurinn Sturla Birgisson sem Úlfar heim- sækir. Sturla rekur veislu- og fyrirtækja- þjónustuna Heitt og kalt og er meðlimur Bocuse d‘Or-akademíunnar. Hér færir hann okkur uppskriftir að tveimur réttum; annars vegar er það taílenskur kjúklinga- réttur með rauðu karríi og kókossósu og hins vegar steiktar kjúklingabringur með sveppafylltu ravíólíi og skessujurtarpestói. Hægt er að fylgjast með Sturlu elda þessa girnilegu rétti í kvöld klukkan 20.30 á sjón- varpsstöðinni ÍNN. Þættirnir verða svo endursýndir yfir helgina. Einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, inntv.is. ELDAÐ MEÐ HOLTA HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Á næstunni mun hann heimsækja færustu kokka landsins og fá þá til að elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi. Steiktar kjúklingabringur með sveppafylltu ravíólíi og skessujurtar pestói 4 kjúklingabringur, heilar eða skornar í strimla 400 g sveppafyllt ravíólí,fæst ferskt í Hagkaup Olía til steikingar 1 askja sveppir, saxaðir 250 ml rjómi 1 askja konfekttómatar, skornir í tvennt Salt og svartur pipar Ferskur parmesanostur (magn fer eftir smekk) til að setja ofan á 25 g parmesanostur rifinn Skessujurtapestó 50 g skessujurt (beint úr garðinum) Salt 100 ml ólífuolía 3 hvítlauksrif Allt maukað saman. Ravíólí soðið í saltvatni í 5 mínútur. Hitið pönnu, bætið olíu á, kryddið kjúk- linginn með salti og pipar og smyrjið smá pestói yfir. Steikið í 4 mín. á hvorri hlið. Bætið sveppunum á pönnuna og steikið. Hellið rjóma yfir og sjóðið í 4 mínútur. Að lokum er ravíólíinu bætt út í og soðið í 1 mínútu. Kryddað með salti og pipar eftir smekk. Setjið á disk og bætið meira pestói á kjúklinginn og parmesan yfir það. KEISARAKONSERT Í HÖRPU Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari flytur Keisarakonsertinn eftir Beethoven í Eldborgarsal Hörpu í kvöld kl. 19.30. Þetta er síðasti píanókonsertinn sem Beethoven samdi. Þessi tignar- legi konsert gerir miklar kröfur til einleikarans. Keisara- konsertinn var saminn árið 1809. HEIMILISTÆKI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.