Fréttablaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 1
SAMFÉLAGSMÁL Vímuefnaneysla
unglinga er langminnst á Íslandi
miðað við önnur Evrópulönd. Um
fjörutíu prósent íslenskra unglinga
í tíunda bekk hafa aldrei prófað
áfengi, sígarettur, ólögleg fíkniefni
eða aðra vímugjafa, samkvæmt
evrópskri rannsókn frá síðasta
ári. Albanskir unglingar eru í öðru
sæti, en þar er hlutfallið 32 prósent.
Rannsóknin, European School
Survey Project on Alcohol and
Other Drugs (ESPAD), er samevr-
ópsk og hófst hér á landi árið 1995.
Hún hefur verið gerð reglulega
síðan þá og hefur þróunin á Íslandi
verið á þann veg að alltaf virðast
færri og færri unglingar leiðast út
í vímuefni.
Andrea Hjálmsdóttir, félags-
fræðingur við Háskólann á Akur-
eyri, er hluti af rannsóknarteymi
ESPAD á Íslandi. Hún segir þróun
í neyslumynstrinu afar jákvæða,
en aldrei megi þó sofna á verðinum
þó þessum árangri hafi verið náð.
„Þessi þróun hefur verið stöðug allt
frá árinu 1995 og ég held að virkt
forvarnarstarf hafi verið að skila
sér, bæði innan skólanna og tóm-
stundafélaga. Einnig tel ég að for-
eldar í dag taki miklu meiri ábyrgð
á forvarnastarfi heldur en áður,“
segir hún.
Andrea bendir á að vandamálin
þurfi þó ekki að vera útbreidd til
að vera alvarleg. Rannsóknin hafi
einnig leitt í ljós að þótt færri
krakkar neyti vímuefna virðast
þeir sem þó gera það vera almennt
verr settir hér á landi miðað við hin
Evrópulöndin.
„Við höfum náð að fækka þeim
sem prófa, en þeir sem eru í neyslu
eru í mjög slæmum málum og eru
líklegri en krakkar annars staðar í
Evrópu til að lenda í vandræðum,“
segir hún. „Það er stóra verkefnið
sem við þurfum að takast á við í
framtíðinni.“
Þóroddur Bjarnason, prófessor í
félagsfræði, hefur stýrt rannsókn-
unum hér á landi frá upphafi. Hún
nær til allra nemenda í 10. bekk í
grunnskólum landsins. - sv
Vann yfirburðasigur
Hanna Birna Kristjánsdóttir vann
sannfærandi sigur í prófkjöri
sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir,
Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur
Jónasson leiða lista Vinstri grænna
á höfuðborgarsvæðinu. 6
Landsins forni fjandi Þrír til fjórir
borgarísjakar geta skapað hættu úti
fyrir Vestfjörðum. 2
Kominn í gott horf Rekstur
Orkuveitu Reykjavíkur gengur vel en
skuldastaðan er enn erfið. 4
Útdauð skjaldbaka Vísindamenn
gera tilraun til að endurvekja
útdauða skjaldbökutegund. 8
FRÉTTIR
ÖRYGGISÞJÓNUSTA
MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2012
& KERFI Kynningarblað Eldvarnir, reykskynjarahönnun, öryggisþjónusta, foreldrarölt og góð ráð.
Ö ryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildar lausnir í öryggis- og velferðarmálum fyrir bæði fyrir-tæki og heimili. Fyrir tækið rekur eigin stjórnstöð til móttöku boða frá öryggiskerfum viðskiptavina og er hún starfrækt allan sólar hringinn, alla daga ársins. Ómar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs, segir fyrir tækið leggja mikla áherslu á brunavarnir núna fyrir jól og ára-mót. „Við þjónustum bæði heimili og fyrirtæki varðandi brunavarnir þótt á ólíkan hátt sé. Í fyrirtækjum tengjast brunavarnir meira reglugerðum og þar aðstoðum við þau við að uppfylla þær kröfur sem eru til staðar. Síðan bjóðum við upp á allar lausnir fyrir heimili og ber þar fyrst að nefna reykskynjara sem er gífurlega nauðsynlegt öryggis-tæki fyrir heimilið. Við bjóðum bæði staka reykskynjara og reykskynjara sem eru tengdir við öryggiskerfi sem sendir þá brunaboð í stjórnstöð okkarNú fást einni í
í flestum herbergjum í dag. Þessi tæki kosta ekki mikið en skipta aftur á móti öllu máli komi upp eldur.“ Ómar nefnir einnig slökkvitæki og eldvarnarteppi sem nauðsynlegan búnað inn á heimilum enda vilji eng-inn vera án reykskynjara eða slökkvi-tækis þegar kviknar í. „Við bjóðum upp á mikið úrval eldvarnarteppa og slökkvitækja. Þau eru einnig nauðsyn-leg inn á öll heimili en það skiptir líka máli að þeir sem þurfa að nota tækin viti hvar þau eru staðsett og kunni að nota þau. Það gerir lítið gagn að fela til dæmis eldvarnarteppi í skúffu. Að sama skapi verða slökkvitæki að vera staðsett þar sem auðvelt er að nálgast þau. Öryggistækin þurfa að vera að-gengileg.“
Verslað á netinu
Allar þessar vörur fást bæði stakar og í hentugum tilboðspökkum í vef verslun Öryggismiðstöðvarinnari Ö
Eigðu
örugg jólFyrir jólin og áramótin skiptir miklu máli að huga að brunavörnum. Öryggismiðstöðin býður gott úrval af öryggisvörum eins og reykskynjurum, slökkvitækjum og eldvarnarteppum í vefverslun sinni, www.oryggi.is.
TALIÐ NIÐUR
Á laugardag byrjar niðurtalning barnanna til jóla. Það er spennandi að opna glugga á hverjum degi og fá lítinn súkkulaðimola þótt ekki séu nammi-dagar alla daga. Flestir vilja gera vel við sig á aðventu og börnin eru þar ekki undanskilin.
LÍKA JÓLASKRAUT
HLAUT SKÚLAVERÐLAUNIN
María Manda hannaði standandi
jólakort fyrir jólin í fyrra. Núna
hefur hún bætt við standandi
pakkamerkispjöldum sem hún
hlaut verðlaun fyrir.
MYND/ANTON FASTEIGNIR.IS26. NÓVEMBER 2012
45. TBL.
Spennandi tækifæri
ík
Landmark leiðir þig
heim!
* Starfsemi Landma
rk byggir á öflugum
mannauði sem veit
ir afburðaþjónustu!
Okkur er sönn ánæg
ja að sjá um þín fast
eignaviðskipti – þú
hringir við seljum!100% þjónusta = ár
angur
*
Sími 512 4900
landmark.is
Magnús
Einarsson
Löggiltur
fasteignasali
Sími 897 8266
Sigurður
Samúelsson
Löggiltur
fasteignasali
Sími 896 2312
Sveinn
Eyland
Löggiltur
fasteignasali
Sími 690 0820
Íris Hall
Löggiltur
fasteignasali
Þórarinn
Thorarensen
Sölustjóri
Sími 770 0309
Kristberg
Snjólfsson
Sölufulltrúi
Sími 892 1931
Eggert
Maríuson
Sölufulltrúi
Sími 690 1472
Haraldur
Ómarsson
sölufulltrúi
sími 845 8286
Sigurður Fannar
Guðmundsson
Sölufulltrúi
Sími 897 5930
Ólafur
Hilmarsson
Sölufulltrúi /
Húsasmíðameistari
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Mánudagur
26. nóvember 2012
277. tölublað 12. árgangur
SKOÐUN
Guðmundur Andri fer
yfir sviðið og veltir
fyrir sér áhugaleysi
flokksmanna
á prófkjörum
helgarinnar.
13
MENNING
Stuttmynd Ísoldar
Uggadóttur á góðri
leið í keppninni um
Óskarsverðlaunin
árið 2013. 30
SPORT
Stuðningsmenn Chelsea
bauluðu á Rafael Benitez
í fyrsta leiknum
hans. 24
12
3 SÉRBLÖÐ
Fasteignir | Öryggisþjónusta & kerfi
Fólk
www.forlagid.is
ÍS
LA
N
D
A
LB
A
N
ÍA
N
O
R
EG
U
R
SV
ÍÞ
JÓ
Ð
ÍR
LA
N
D
D
A
N
M
Ö
R
K
TÉ
K
K
LA
N
D
1.
S
Æ
TI
2.
S
Æ
TI
3.
S
Æ
TI
5.
S
Æ
TI
7.
S
Æ
TI
31
. S
Æ
TI
34
. S
Æ
TI
40
30
20
10
0
➜ Ísland langefst
Hlutfall unglinga sem hafa aldrei prófað
vímuefni í nokkrum Evrópulöndum árið
2011.
Heimild: Espad rannsóknin
Nær helmingur hefur
aldrei prófað áfengi
Um 40 prósent íslenskra unglinga hafa aldrei prófað vímugjafa, hvorki löglega né
ólöglega, samkvæmt evrópskri rannsókn. Hlutfallið er hvergi hærra í Evrópu.
Mæðginin Sigrún Elsa og Smári Rúnar skrifa bók saman. 16
Bolungarvík -2° N 2
Akureyri -2° V 2
Egilsstaðir -1° V 3
Kirkjubæjarkl. 0° NV 4
Reykjavík 1° NV 4
Nokkuð bjart víða um land en
lítilsháttar él með norðurströndinni.
Hægviðri og heldur kólnandi. 4
SLYS Tveir skipverjar á trefja-
bátnum Jónínu Brynju komust
af sjálfsdáðum í land í gærkvöld
eftir að bátur þeirra strandaði við
Straumnes á norðanverðum Vest-
fjörðum.
Fjöldi skipa sigldi á staðinn
eftir að neyðarkall barst, þeirra á
meðal Ottó N. Þorláksson. Jón Ell-
ert Stefánsson, skipstjóri á Ottó,
sagði í samtali við Fréttablaðið
í gærkvöld að mannbjörg hefði
orðið. „Þeir voru í göllum og kom-
ust upp í fjöruna þar sem þyrlan
mun sækja þá. Þeir eru í sjokki, en
það amar ekkert að þeim,“ sagði
Jónas Ellert.
Skipverjarnir tveir voru fluttir
með þyrlu Landhelgisgæslunnar
til Ísafjarðar þar sem hlúð var að
þeim.
Báturinn sökk til hálfs og er
talin gjörónýtur. Jónína Brynja
var sjósett í Hafnarfirði þann 1.
nóvember síðastliðinn og hefur því
einungis verið til sjós í 25 daga.
Báturinn er í eigu Jakobs Valgeirs
ehf. - svVEL HEPPNUÐ GANGA GEGN KYNBUNDNU OFBELDI Hanna Björg Vilhjálmsdóttir og Hildur Lilliendahl
voru heiðraðar af samtökunum UN Women fyrir framlag sitt til baráttunnar gegn kynbundnu ofbeldi á þessu ári. Af því
tilefni leiddu þær hina árlegu ljósagöngu í Reykjavík í gærkvöldi sem markaði upphaf sextán daga átaks gegn kynbundnu
ofbeldi. Fjöldi fólks tók þátt í göngunni sem heppnaðist mjög vel. 4 FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FLÓRÍDA Tveir menn drápu fjöl-
skyldukalkúninn Tom með boga
og örvum eftir að hafa rænt
honum af heimili sínu í Flórída í
gær. Eigendur Tom voru harmi
slegnir enda var fuglinn talinn
einn af fjölskyldunni.
Mennirnir náðust á öryggis-
myndavél við búgarð fjölskyld-
unnar og játuðu við yfirheyrslu
hjá lögreglu að hafa skotið Tom
með boga. Ekki liggur fyrir hvort
þeir hafi ætlað að nýta gæludýrið
í þakkargjörðarmat, en kalkúnn
er yfirleitt á borðum Bandaríkja-
manna yfir hátíðina, sem var
fagnað um helgina. Mennirnir
eiga ákæru yfir höfði sér. - sv
Heimiliskalkúnn veginn:
Drápu gæludýr
með örvum
STRAUMNES
Strand við Straumnes:
Skipverjar náðu
sjálfir í land