Fréttablaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 56
26. nóvember 2012 MÁNUDAGUR| SPORT | 24 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Nú eru þeir kaldir hjá Eirvík Bjóðum takmarkað magn af kæli- og frystiskápum frá Liebherr. Þeir eru búnir nýjustu tækni, hannaðir af alúð og framleiddir af þýskri nákvæmni. Einstök framtíðareign. SÉRVERÐ Nr. litur Hæð Stærð í ltr. Orkufl. Sérverð CUsl 3503 grár 181,7 cm K 232 F 91 A+ 174.700,- CPesf 3523 stál 181,7 cm K 230 F 91 A++ 199.995,- CP 3523 hvítur 181,7 cm K 230 F 91 A++ 180.995,- Ces 4023 stál 201,1 cm K 281 F 91 A+ 194.995,- C 4023 hvítur 201,1 cm K 281 F 91 A+ 156.995,- ÚRSLIT ENSKA ÚRVALSDEILDIN SUNDERLAND - WEST BROM 2-4 0-1 Zoltán Gera (30.), 0-2 Shane Long (44.), 1-2 Craig Gardner (74.), 1-3 Romelu Lukaku (81.), 2-3 Stéphane Sessegnon (87.), 2-4 Marc-Antoine Fortuné (90.+5). EVERTON - NORWICH 1-1 1-0 Steven Naismith (12.), 1-1 Sébastien Bas- song (90.) MANCHESTER UNITED - QPR 3-1 0-1 Jamie Mackie (52.), 1-1 Jonny Evans (64.), 2-1 Darren Fletcher (68.), 3-1 Hernández (71.) STOKE - FULHAM 1-0 1-0 Charlie Adam (26.) WIGAN - READING 3-2 0-1 Sean Morrison (35.), 1-1 Jordi Gomez (58.), 2-1 Gomez (68.), 2-2 Sj.m. (79.), 3-2 Gomez (90.). ASTON VILLA - ARSENAL 0-0 SWANSEA - LIVERPOOL 0-0 SOUTHAMPTON - NEWCASTLE 2-0 1-0 Adam Lallana (34.), 2-0 Gastón Ramírez (60.) CHELSEA - MANCHESTER CITY 0-0 TOTTENHAM - WEST HAM 3-1 1-0 Jermain Defoe (44.), 2-0 Gareth Bale (58.), 3-0 Defoe (64.), 3-1 Andy Carroll (82.) STAÐA EFSTU LIÐA Man. United 13 10 0 3 32-18 30 Man. City 13 8 5 0 25-10 29 West Brom 13 8 2 3 23-15 26 Chelsea 13 7 4 2 24-13 25 Everton 13 5 6 2 23-17 21 Arsenal 13 5 5 3 23-13 20 Tottenham 13 6 2 5 23-22 20 West Ham 13 5 4 4 16-15 19 Swansea 13 4 5 4 18-16 17 Fulham 13 4 4 5 25-23 16 Liverpool 13 3 7 3 17-16 16 Stoke 13 3 7 3 11-11 16 MARKAHÆSTU MENN Luis Suárez, Liverpool 10 Demba Ba, Newcastle 8 Robin van Persie, Manchester United 8 Michu, Swansea City 7 Jermain Defoe, Tottenham 7 Steven Fletcher, Sunderland 6 Marouane Fellaini, Everton 6 Carlos Tévez, Manchester City 6 Edin Džeko, Manchester City 6 STEFÁN RAFN FJÓRÐI 7 OG 70 LEIKURINN Haukamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði níu mörk úr tíu skotum þegar Haukar unnu 27-26 sigur á ÍR í N1 deild karla í hand- bolta á laugardaginn. Haukaliðið hefur náð í 17 af 18 mögulegum stigum í deildinni í vetur og er með sex stiga forskot á toppnum. Stefán Rafn hefur farið á kostum á tímabilinu og þetta var fjórði 7 og 70 leikur hans í vetur en það er þegar hann skorar 7 mörk eða meira jafnframt því að nýta yfir 70 prósent skota sinna. Stefán Rafn er búinn að skora 7,2 mörk í leik og nýta 66 prósent skota sinna í deildinni í vetur. Alfreð Gíslason stýrði Kiel til tólf marka sigurs á Lemgo, 36-24, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær en liðið hefur þar með leikið 50 deildar- leiki í röð án þess að tapa. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk og Aron Pálmarsson var með 1 mark. Guðmundur Guðmundsson varð fyrir áfalli í 20 marka sigri Rhein-Neckar Löwen á gríska liðinu Diomidis Argous, 37-17, í EHF-bikarnum því aðalmarkaskorari liðsins, hornamaðurinn Uwe Gensheimer, sleit hásin í leiknum. Dagur Sigurðsson stýrði Füchse Berlin til 25-24 sigurs í Zagreb en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í Meistara- deildinni. FORMÚLA EITT VETTEL HEIMSMEISTARI ÞRIÐJA ÁRIÐ Í RÖÐ EFTIR MIKLA DRAMATÍK Sebastian Vettel hjá Red Bull komst í gær í hóp með þeim Michael Schumacher (2000-04) og Juan- Manuel Fangio (1954-57) þegar hann vann sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð í Formúlu eitt. Hann er yngstur þeirra sem hafa unnið heims- meistaratitilinn þrisvar sinnum. Vettel tryggði sér titilinn í frábærum og dramatískum lokakappakstri í Brasilíu þar sem hann náði sjötta sætinu þrátt fyrir martraðarbyrjun. Fernando Alonso náði öðru sætinu í gær en hefði þurft að vinna Brasilíu-kappaksturinn til að tryggja sér titilinn. Vettel endaði bara þremur stigum á undan Alonso en Kimi Raikkonen varð þriðji. Vettel byrjaði illa og féll síðan niður í neðsta sæti eftir árekstur við Bruno Senna. Vettel þurfti því að berjast fyrir lífi sínu þegar Alonso var skyndilega kominn í þriðja sætið en þýska seiglan skilaði honum upp í sjötta sætið sem dugði á endanum. Red Bull vann keppni bílasmiða en Ferrari var þar í öðru sæti. ALFREÐ OG KIEL 50 LEIKIR Í RÖÐ ÁN TAPS FÓTBOLTI Manchester United hrifsaði aftur til sín toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar um helgina þökk sé sigri liðsins á QPR á laugardag og markalausu jafntefli Chelsea og Manchester City á Brúnni í gær. United hefur eins stigs forskot á nágrannana í City og West Brom er komið upp fyrir Chelsea og í 3. sætið eftir fjórða sigurinn í röð. Rafael Benitez fékk ekki góðar móttökur frá stuðningsmönnum Chelsea þegar hann stýrði lið- inu í fyrsta sinn. Stuðningsmenn Chelsea-liðsins bauluðu á nýja stjórann á milli þess að syngja lofsöngva um Roberto Di Matteo sem var rekinn frá liðinu í síðustu viku. Benitez var ekki að hlusta Leikurinn var lítil skemmtun en Benitez gat þakkað fyrir að gest- irnir í Manchester City nýttu ekki eitt af fáum færum leiksins en það gerist ekki oft að nýr stjóri þurfi að mæta bauli og níð söngvum áður en hann stjórnar sínum fyrsta leik. „Ég var ekkert að hlusta á þetta heldur einbeitti mér bara að leikn- um. Ég var ekki að fylgjast með neinu öðru en frammistöðu leik- mannanna,“ sagði Rafael Benitez eftir leikinn en stigið dugði ekki til að endurheimta þriðja sætið sem spútniklið West Borm tók af þeim með 4-2 sigri á Sunderland. „Ég get skilið óánægjuna vegna þess sem gerðist áður, en meiri- hluti stuðningsmannanna veit betur. Ég er fagmaður og ætla að sinna mínu starfi. Ég vil vinna með Chelsea og ég vil vinna með þeim,“ sagði Benitez. „Það var erfitt fyrir þá að spila í þessu andrúmslofti en við spil- uðum vel. Við töpuðum í góðum leik í fyrra en nú náðum við í stig. Ég er ekki ánægður en þetta var betra en í fyrra,“ sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Spiluðum bara í tíu mínútur Manchester United lenti enn á ný 0-1 undir, nú á móti Queens Park Rangers, en vara mennirnir kveiktu í liðinu og United-liðið tryggði sér 3-1 sigur með þremur mörkum á sjö mínútna kafla. „Við spiluðum bara í tíu mín útur í þessum leik og þær tíu mínútur voru frábærar. Anderson breytti leiknum fyrir okkur. Það er áhyggjuefni að vera að lenda allt- af undir en í þetta skipti vakti það okkur. Svona sigrar þegar þú ert ekki að spila þinn besta leik eru alltaf mikilvægir,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. United. Heil umferð í vikunni Það er stutt á milli leikja í ensku úrvalsdeildinni því heil umferð fer fram í vikunni og þar á meðal er leikur Tottenham og Liverpool á White Hart Lane. Rafael Beni- tez fær þá annan heimaleik þegar liðið tekur á móti Fulham. Það má búast við enn frekara bauli þar. ooj@frettabladid.is Baulað á Benitez á Brúnni Manchester United komst aft ur í toppsætið í ensku úrvalsdeildinni en ekkert mark var skorað í leikjum Chelsea, Manchester City, Arsenal og Liverpool um helgina. Ævintýri West Brom er í fullum gangi. ERFIÐAR AÐSTÆÐUR Rafael Benitez fékk að heyra það frá stuðn- ingsmönnum Chelsea sem sakna Roberto Di Matteo. MYND/AFP Gylfi Þór Sigurðsson kom við sögu í 3-1 sigri Tottenham á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann var búinn að dúsa á bekknum í síðustu tveimur deildarleikjum liðsins og hafði ekki spilað í úrvalsdeildinni síðan í leik á móti Wigan 3. nóvember. Gylfi kom reyndar ekki inn á fyrr en á 94. mínútu í gær eða þegar tveggja marka maðurinn Jermain Defoe fékk heiðursskiptingu í lok leiksins. Gylfi kom inn á 94. mínútu SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.