Fréttablaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 4
26. nóvember 2012 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4
VIÐSKIPTI Útlit er fyrir að Orku-
veita Reykjavíkur (OR) nái mark-
miðum sínum um hagræðingu í
rekstri og gott betur á þessu ári.
Í lok þriðja ársfjórðungs hafði
fyrir tækið náð fram tæplega 10
prósentum meiri sparnaði en stefnt
var að.
Á tímabilinu hagnaðist OR um
2,6 milljarða króna en rekstrar-
hagnaður fyrir skatta, af skriftir
og fjármagnsliði var tæpir 11
milljarðar og jókst talsvert frá
sama tímabili í fyrra.
„Rekstur Orkuveitunnar er
kominn í mjög gott horf og við
erum ekki lengur að reyna að
breyta rekstrinum,“ segir Bjarni
Bjarnason, forstjóri OR, og bætir
við að reksturinn muni á næstu
árum standa undir afborgunum
skulda.
Sem fyrr ber að skoða rekstur
OR með hliðsjón af þungri skulda-
stöðu fyrirtækisins en í mars á
síðasta ári var kynnt aðgerða-
áætlun sem miðar að því að
tryggja rekstrargrundvöll fyrir-
tækisins. Þar á meðal samþykktu
sveitarfélögin sem eiga fyrir tækið
að veita því 12 milljarða króna
víkjandi lán.
Áætlun OR nefnist „Planið“ og
nær til ársins 2016. Í henni hefur
fyrirtækið sett sér markmið um hag-
ræðingu í rekstri á hverju ári til og
með 2016. Alls stefnir fyrirtækið að
því að ná fram rétt ríflega 50 millj-
arða sparnaði. Til að ná því mark-
miði verða eignir seldar, fjárfesting-
ar minnkaðar og hagrætt í rekstri.
Nú þegar hefur ríflega 21 millj-
arðs sparnaður náðst fram og þá
hefur rekstur fyrirtækisins tekið
stakkaskiptum. Þannig hefur
rekstrarhagnaður ríflega þrefald-
ast frá árinu 2008 og er nú tæplega
11 milljarðar eins og áður sagði. - mþl
Rekstur
Orkuveitunnar
er kominn í mjög
gott horf og við
erum ekki lengur
að reyna að
breyta rekstrinum.
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu
Reykjavíkur
„Plan“ Orkuveitu Reykjavíkur hefur staðist og gott betur frá því að það var kynnt snemma árs 2011:
Rekstur OR mun standa undir skuldum
BANDARÍKIN
Möguleiki á 54 milljörðum
Rétt tæplega 425 milljónir dollara, eða
um 54 milljarðar íslenskra króna, gætu
fallið heppnum lottóspilara í Iowa-ríki í
Bandaríkjunum í skaut. Það mun vera
hæsta upphæð í sögu þessa happ-
drættis.
KOSNINGAR Íslendingar sem hafa
búið erlendis frá árinu 2004 þurfa
að sækja um að vera á kjörskrá
fyrir Alþingiskosningar fyrir 1.
desember.
Innanríkisráðuneytið vekur
athygli á þessu á vef sínum. Þeir
sem eru íslenskir ríkisborgarar
en hafa sest að erlendis hafa sjálf-
krafa kosningarétt í átta ár. Að
þeim tíma liðnum þurfa þeir að
sækja sérstaklega um að halda
kosningarétti og gildir rétturinn í
fjögur ár. Þjóðskrá tekur við um-
sóknum um kosningarétt. - þeb
Íslendingar í útlöndum:
Þurfa að sækja
um kosningarétt
FÉLAGSMÁL Árni Finnsson, for-
maður Náttúruverndarsamtaka
Íslands, hefur
verið útnefndur
Evrópumaður
ársins af Evr-
ópusamtökunum
á Íslandi.
„Árni hefur
í fjölda ára
fjallað um mál-
efni sem tengj-
ast náttúru og
umhverfismálum, sem og Evrópu-
málum. Hann er því vel að nafn-
bótinni kominn,“ segir í frétt um
útnefninguna á vef Evrópusam-
takanna. Þar segir enn fremur að
umhverfismál séu einn af mikil-
vægustu málaflokkunum sem ESB
og öll heimsbyggðin takast á við.
- gar
Evrópumaður ársins valinn:
Árni útnefndur
ÁRNI FINNSSON
SAMFÉLAGSMÁL Sextán daga átak
samtakanna UN Women gegn kyn-
bundnu ofbeldi í heiminum hófst í
gær.
UN Women vinnur að því að
vekja athygli á ofbeldi gegn konum
í fátækustu ríkjum heims og á
stríðshrjáðum svæðum. „Samt sem
áður er ekki til eitt einasta samfé-
lag í heiminum þar sem kyn bundið
ofbeldi þrífst ekki,“ segir Inga
Dóra Pétursdóttir, framkvæmda-
stýra UN Women. „Okkur finnst
ansi hart að sex hundruð milljónir
kvenna og stúlkna í heiminum búi
í löndum þar sem heimilisofbeldi
er ekki refsivert. Hér á Íslandi er
heimilisofbeldi saknæmt en samt
sem áður er bara eitt kvennaat-
hvarf fyrir allt landið og þar dvelja
fjórar konur og þrjú börn að meðal-
tali á dag. Þótt það sé búið að setja
lög er það ekki nóg. Við viljum
vekja umræðu í samfélaginu því
það er hugarfarið sem þarf að
breytast.“
Að sögn Ingu Dóru munu um
tuttugu íslensk samtök standa
fyrir mismunandi viðburðum á
þessum sextán dögum. „Þetta er
mjög mikil vægt átak. Okkur finnst
svolítið súrt að þrátt fyrir að það
sé búið að standa fyrir þessu átaki
í tuttugu ár er samt svo langt í
land,“ segir hún. freyr@frettabladid.is
Kynbundið ofbeldi í
öllum samfélögum
Sex hundruð milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki
saknæmt. Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi í heiminum hófst í gær.
Í ár ætla samtökin UN Women að vekja sérstaka athygli á kvennamorðum
sem eiga sér stað úti um allan heim.
Barist gegn kvennamorðum í heiminum
2
konur eru
drepnar að
meðaltali á
hverjum degi
í Gvatemala,
eingöngu
vegna kyns
síns.
10
konur deyja
daglega í
Brasilíu,
eingöngu
vegna heim-
ilisofbeldis.
107
konur hafa
verið myrtar
af körlum
á Ítalíu
eingöngu á
þessu ári.
37
konum er
nauðgað
á meðal-
tali á dag í
lýðveldinu
Kongó.
4
konur og þrjú
börn dveljast
að meðaltali
í Kvennaat-
hvarfinu á
Íslandi vegna
heimilisof-
beldis.
Valborg Sigurðardóttir, fyrr-
verandi skólastjóri Fóstur-
skóla Íslands, lést í gær. Val-
borg fæddist
árið 1922 í
Ráðagerði á
Seltjarnar-
nesi en
ólst upp í
Reykjavík.
Valborg
varð stúdent
frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1941
og lauk cand. phil. prófi frá
Háskóla Íslands 1942. Hún
lauk B.A. prófi í uppeldis- og
sálarfræði frá Smith College
í Massachussets árið 1944
og M.A. prófi frá sama skóla
1946. Valborg skrifaði fjölda
greina og bóka um uppeldis-
og kennslumál.
Árið 1950 giftist Valborg
Ármanni Snævarr, fyrrum
háskólarektor og hæstaréttar-
dómara (1919-2010). Valborg
og Ármann eignuðust fimm
börn.
Valborg Sigurð-
ardóttir látin
107 MYRTAR Kona gengur fram hjá vegg þar sem málaðar hafa verið 107 myndir ásamt nöfnum þeirra kvenna sem hafa verið
myrtar af karlmönnum á Ítalíu á þessu ári. MYND/AFP
BARSELÓNA, AP Flokkur þjóð-
ernis sinna, CiU, í spænska
sjálfsstjórnarhéraðinu Kata-
lóníu átti sigurinn vísan í hér-
aðs kosningum sem fram fóru í
gær. Eftir að um 66% atkvæða
höfðu verið talin hafði CiU náð 48
þingsætum. Aðskilnaðarsinnar á
vinstri vængnum, ERC, sem eru
líka þjóðernissinnar, höfðu náð
tuttugu sætum. Báðir flokkarnir
hafa áhuga á að halda þjóðarat-
kvæðagreiðslu þar sem kosið yrði
um hvort Katalóníubúar vilji vera
áfram hluti af Spáni. - fb
Kosningar í Katalóníu í gær:
Þjóðernissinnar
sigurvegarar
224,2714
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,87 126,47
200,6 201,58
162,25 163,15
21,752 21,880
22,141 22,271
18,893 19,003
1,5286 1,5376
192,40 193,54
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
23.11.2012
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
BRJÓSTDROPARNIR
NORSKU
KOMNIR AFTUR
KRÖFTUG HÓSTAMIXTÚRA
SEM RÓAR HÓSTA, DREGUR
ÚR SÁRSAUKA Í HÁLSI OG
LOSAR UM Í ENNIS- OG
KINNHOLUM.
FÆST Í NÆSTA APÓTEKI
Veðurspá
Miðvikudagur
Strekkingur sunnan- og vestanlands
annars hægari.
HÆGVIÐRI og nokkuð bjart víða í dag. Á morgun þykknar upp vestanlands og fer að
rigna þar aðfaranótt miðvikudags en áfram verður bjart austanlands á morgun.
-2°
2
m/s
0°
4
m/s
1°
4
m/s
3°
6
m/s
Á morgun
Strekkingur allra vestast annars
fremur hægur vindur.
Gildistími korta er um hádegi
6°
4°
3°
1°
3°
Alicante
Basel
Berlín
19°
12°
8°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
9°
10°
11°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
8°
8°
24°
London
Mallorca
New York
11°
20°
7°
Orlando
Ósló
París
23°
2°
12°
San Francisco
Stokkhólmur
17°
6°
0°
4
m/s
1°
3
m/s
-1°
3
m/s
-2°
3
m/s
-2°
2
m/s
-1°
2
m/s
-4°
2
m/s
2°
1°
1°
-2°
1°
Ingibjörg Karlsdóttir
veðurfréttamaður