Fréttablaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 2
26. nóvember 2012 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2
BANGLADESH, AP Að minnsta kosti 112 manns fórust í eldsvoða sem
varð í fataverksmiðju í Bangladess á laugardagskvöld. Eldurinn braust
út í átta hæða byggingu sem fyrirtækið Tazreen Fashion starf rækir.
Það er undirfyrirtæki Tuba Group sem útvegar Walmart og fleiri
stórum fyrirtækjum föt í Bandaríkjunum og Evrópu.
Enn er óvíst hvað olli eldsvoðanum. Um fjögur þúsund fataverk-
smiðjur eru starfræktar í Bangladess. Í mörgum þeirra er öryggis-
málum ábótavant. Þjóðin þénar á hverju ári hundruð milljarða króna
vegna fataframleiðslu sinnar. - fb
Öryggi víða ábótavant í fataverksmiðjum í Bangladess:
Mikið manntjón í eldsvoða
HÖRMULEGT SLYS Mikill harmur ríkti fyrir utan verksmiðjuna en þar biðu starfs-
menn og aðstandendur tíðinda. MYND/AP
NÁTTÚRA Að minnsta kosti þrír
borgarísjakar eru nú við norð-
vestan verðar Íslandsstrendur. Sá
sem er næst landi var einungis um
níu mílur frá Straumnesi á Vest-
fjörðum í gærkvöld.
„Þetta er hættulegt. Þeir eru á
þannig svæði og svo skammt frá
landi,“ segir Björgólfur Ingason,
varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni
„Það má alveg búast við því að það
sé meira en búið er að tilkynna
okkur um undanfarna daga.“
Landhelgisgæslunni hafa borist
reglulegar tilkynningar síðustu
daga um borgarísjaka við norð-
vestanvert landið. Gæslan hefur
staðfest að ísjakarnir séu að
minnsta kosti þrír, en að öllum
líkindum séu þeir fjórir, að sögn
Björgólfs.
Alls bárust þrjár tilkynningar til
Landhelgisgæslunnar í gærdag og
hafa þær komið með ein hverjum
hléum undanfarna daga. Björg-
ólfur segir að miðað við vindátt og
veðurfar sé ekki ólíklegt að hröngl
og bitar brotni af jökunum og slíkt
geti verið mjög erfitt að sjá og því
orðið afar hættulegt skipum.
Fram kemur á vef Veð-
urstofu Íslands að
nokkrar tilkynn-
ingar hafi bor-
ist um hafís
á síðustu
dögum.
Þar
stendur
að fram hafi komið í einni til-
kynningunni að um „heljarinnar
hlunk“ hafi verið að ræða. - sv
Varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni segir borgarísjaka við landið geta skapað skipum hættu:
Þrír til fjórir borgarísjakar við Vestfirði
ÍSBIRNIR ÓLÍKLEGIR Veðurfræðingur
segir ólíklegt að ísbirnir séu á jökunum.
NEYTENDUR
Málmhlutur í tómatdósum
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur
látið innkalla niðursoðna, hakkaða
tómata í dós frá First Price. Málmhlutur
fannst í einni dósinni í Danmörku og
var því ákveðið að láta Kaupás hf. inn-
kalla vöruna af markaði hér á landi.
HEILBRIGÐISMÁL
Samstarf við Karolinska
Háskóli Íslands og Landspítalinn
hafa gert samkomulag við Karolinsku
stofnunina í Svíþjóð um hagnýtingu
rannsóknarniðurstaðna og hug-
verka. Karolinska hefur um árabil
verið leiðandi í heilbrigðisvísindum á
Norðurlöndunum.
SAMGÖNGUR Vegagerðin varaði
í gærkvöldi við áframhaldandi
hálkumyndun á vegum um allt
land. Mikil hálka var á Hellis-
heiði og í Þrengslum í gærkvöldi.
Um vestanvert landið var hálka
á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku,
Fróðárheiði og á sunnanverðu
Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum var
hálka á öllum fjallvegum og víða
utan þeirra. Þá var víða hálka
á Suðurlandi, Austurlandi og á
Norðurlandi vestra.
Loks varaði Vegagerðin einnig
við umferð hreindýra á Austur-
landi og Suðausturlandi. - mþl
Hreindýr á ferð fyrir austan:
Hálka á vegum
víða um land
Íb
úa
r/k
m
²
KAÍRÓ, AP Mótmælendum lenti
saman við lögregluþjóna á Tahrir-
torginu í Kaíró í gær og þurfti
lögreglan að beita táragasi gegn
fjöldanum. Talið er að tugir hafa
slasast í átökunum.
Að sögn innanríkisráðuneytis
Egyptalands hafa 267 mótmæl-
endur verið handteknir og 164 lög-
reglumenn slasast síðan mótmæli
hófust fyrir viku gegn forsetanum
Mohammed Morsi. Á þessu sama
torgi hófust mótmælin gegn fyrr-
verandi forsetanum Hosni Mub-
arak sem urðu til þess að hann
hrökklaðist frá völdum fyrir um
fimm mánuðum síðan.
Morsi hefur veitt sjálfum sér
hálfgert einræðisvald, sem hann
gerði að eigin sögn til að stöðva
„það illgresi sem er að skjóta
rótum sínum úti um allt Egypta-
land“. Þessi ákvörðun hefur orðið
til þess að flokkur hans, Bræðra-
lag múslíma, hefur átt í miklum
deilum við frjálshyggjusinna
sem óttast að nýr einræðisherra
sé kominn til valda. Tæpir fimm
mánuðir eru liðnir síðan Morsi
varð fyrsti forseti landsins sem
nær kjöri í frjálsum kosningum.
Virtur egypskur lýðræðisráð-
gjafi, Mohammed ElBaradei,
hefur varað við því að aukin ólga
í landinu geti valdið því að herinn
grípi í taumana. Hægt verður að
koma í veg fyrir þetta ef forsetinn
endurskoðar alræðishugmyndir
sínar. - fb
SPURNING DAGSINS
MEÐALÆVI
FRJÓSEMI
ÞÉTTLEIKI BYGGÐAR OG MANNFJÖLDI
Norðurlönd Evrusvæðið Bandaríkin Japan
Íbúafjöldi (milljónir) 26 333 314 128
Íbúar/km² 1,9 1,6 2,1 1,3
CO₂ útblástur (tonn/íbúa 2010) 6,6 13,2 18,3 9,3
VLF á íbúa (2010) 32.361€ 27.100€ 37.100€ 27.000€
Norðurlönd á heimsvísu
80
60
40
20
ár
■ Meðalævi kvenna ■ Meðalævi karla
130
120
110
100
90
80
70
60
50
40
30
20
10
0
■ Þéttleiki byggðar (vinstri ás) ■ Mannfj öldi (hægri ás)
10 millj.
9 millj.
8 millj.
7 millj.
6 millj.
5 millj.
4 millj.
3 millj.
2 millj.
1 millj.
íbúar 2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
0
■ Fæðingar á 1.000 konur
HAGTÖLUR Ísland stendur höllum
fæti efnahagslega miðað við hin
Norðurlöndin og verðlag hefur
hækkað gríðarlega frá hruni. Þetta
kemur fáum á óvart en staðfestist
í Norrænum hagtölum 2012 sem
komu út í vikunni á vegum Norrænu
ráðherranefndarinnar. Þar eru
teknar saman hagtölur frá Norður-
löndunum, en þetta er í fimmtugasta
skiptið sem ritið kemur út.
Meðal þess sem þar kemur fram
er að skuldir íslenska ríkisins eru
hlutfallslega þær hæstu meðal
Norðurlandanna og verðbólga er
meiri. Á móti kemur hins vegar
að Íslendingar eru frjósamari en
flestir, á Íslandi er skattur lægstur
í hlutfalli við verga landsfram-
leiðslu, íslenskir karlar eru lang-
lífastir, Íslendingar eru öðrum
Norðurlandabúum duglegri við að
sækja leikhús og söfn og eru öllum
netvæddari.
Ef horft er fram til næstu ára-
tuga er útlitið svo ekki slæmt þar
sem búast má við því að Íslend-
ingum fjölgi um þriðjung til ársins
2050, en aðeins hinir stöndugu Norð-
menn búast við meiri fjölgun. Þá er
öll sú orka sem Íslendingar fram-
leiða fengin með endurnýtanlegum
hætti og þrír fjórðu af þeirri orku
sem notuð er hér á landi eru fengn-
ir með endurnýtanlegum orkugjöf-
um. Ekkert af hinum Norðurlöndun-
um kemst nærri því marki þar sem
hlutfallið er yfirleitt fjórðungur til
þriðjungur. thorgils@frettabladid.is
Lík en samt svo ólík
Í ritinu Norrænar hagtölur 2012 er sægur af upplýsingum um Norðurlönd. Þar
sést meðal annars að lífskjör þar eru almennt betri en víðast hvar annars staðar.
Ísland fór út af sporinu í efnahagslegu tilliti en stendur vel á ýmsum sviðum.
Jón Daði, ætlarðu að leggjast
í víking?
„Já, það er bara ansi líklegt.“
Jón Daði Böðvarsson knattspyrnumaður
hefur fengið samningstilboð frá norska
l iðinu Viking. Jón Daði lék með Selfoss
í Pepsi-deildinni í sumar og var valinn
efnilegasti leikmaður mótsins að því loknu.
Andstæðingum forseta Egyptalands lenti saman við lögregluna í gær:
Táragas gegn mótmælendum
MÓTMÆLI Táragasi var beitt gegn mótmælendum á Tahrir-torginu
í Egyptalandi í gær. MYND/AP
267
mót-
mælendur
hafa verið
hand-
teknir
vegna
mótmæl-
anna. Alls
hafa 164
lögreglu-
menn
slasast.