Fréttablaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGÖryggisþjónusta & kerfi MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 20122
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s.512-5432
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
BLEIKAR OG GRÆNAR FLUGUR Á VEGG
Reykskynjarar eru mörgum þyrnir í
augum en útlit þeirra stangast gjarnan á
við stíl heimilisins. En hver segir
að reykskynjarar þurfi endilega
að vera ljótir og lummó? Finnska
hönnunarfyrirtækið Jalo Helsinki fékk tvo
hönnuði til liðs við sig, Harri
Koskinen og Paola Suhonen,
og leysti það vandamál í eitt
skipti fyrir öll. Úr varð Lento,
bráðsniðugur reykskynjari sem
lítur út eins og fluga á vegg.
Reykskynjarinn er fram-
leiddur í fimm litum og
hefur slegið í gegn.
Meðal annars hlaut
hann Red Dot Design
Award árið 2011.
Lento-reykskynjarinn
fæst í verslunum
hér á landi, meðal
annars Suomi PRKL!
Design á Laugavegi
og í Pottum og prikum
á Akureyri.
Foreldrarölt er mjög virkt í flestum skólahverfum Kópa-vogs. Um er að ræða samstarf
foreldra, lögreglu, forvarnafull-
trúa og Íþrótta- og tómstundaráðs
Kópavogs. Markmið foreldra-
röltsins er margþætt. Þau snúa að
hefðbundnu forvarnarstarfi, gefa
foreldrum tækifæri til að kynnast
betur og hverfinu sínu og ekki síst
þjónar það hlutverki nágranna-
vörslu. Marta Sigurjónsdóttir situr
nú fjórða vetur sinn í stjórn SAM-
KÓP (Samtök foreldrafélaga í Kópa-
vogi). Hún segir að með því að vera
á ferli eftir útivistartíma barna á
kvöldin sýni foreldrar að þeim sé
ekki sama. „Foreldraröltið á sinn
þátt í að brjóta upp það mynstur
sem annars kæmist á ef enginn full-
orðinn væri á ferli. Auk þess á nær-
vera foreldra líka þátt í að fæla frá
ýmsa ólöglega starfssemi.“
Skólar misduglegir
Fyrsta foreldraröltið í Kópavogi
hófst árið 1994 þegar foreldrar
barna í Hjallaskóla höfðu fengið
nóg af látum og skemmdar verkum
kringum verslunarmiðstöðina í
Engihjalla. Fyrsta veturinn var fá-
mennur hópur foreldra sem gekk
um hverfið en næsta vetur bættust
Digranesskóli, Snælandsskóli og
Þinghólsskóli í hópinn. Á næstu
árum bættust síðan fleiri skólar í
hópinn að sögn Mörtu en foreldrar
eru þó misduglegir milli skóla.
„Skólarnir eru misduglegir hvað
þetta varðar en yfirleitt þarf einhver
að halda utan um röltið innan skól-
ans. Ég á tvö börn í Hörðuvallaskóla
og við röltum öll föstudagskvöld.
Snælandsskóli er eini skólinn þar
sem foreldrar rölta bæði á föstu-
dags- og laugardagskvöldum. Auk
þessara tveggja skóla eru það Álf-
holtsskóli, Kársnesskóli og Linda-
skóli sem standa sig best í foreldra-
röltinu.“
Ferlið fer yfirleitt þannig fram
að einn aðili í skólanum heldur
utan um foreldraröltið en bekkir
skólans skipta helgum á milli sín.
Tölvupóstur er sendur á alla for-
eldra í bekknum sem á viðkom-
andi helgi og bekkjarfulltrúar taka
síðan við og hvetja foreldra áfram.
„Hópurinn hittist kl. 22, þegar úti-
vistartíma lýkur, og röltir ákveðna
leið. Þá er stoppað við þá staði þar
sem börn og unglingar gætu helst
verið, til dæmis við skóla, undir-
göng, íþróttahús og fleiri staði. Ef
allt gengur vel tekur gangan 1-1,5
klukkutíma.“
Öruggari hverfi
Mörtu finnst foreldraröltið mikil-
vægur vettvangur þrátt fyrir að
margt hafi breyst frá því hún var
ung. „Börn og unglingar héngu
meira úti í sjoppu og niðri í bæ hér
áður fyrr og hópamyndanir voru
algengari. Í raun er hending að
maður sjái barn úti eftir útivistar-
tíma. Nú hefur þetta mikið breyst
og foreldraröltið snýr meira að ná-
grannagæslu og að vera vett vangur
fyrir fólkið í hverfinu til að kynn-
ast. Þannig gerum við líka hverfið
okkar betra og öruggara.“
Í Hörðuvallaskóla eru bekkir
skólans í keppni um það hvaða for-
eldrar eru duglegastir að taka þátt.
Í verðlaun er pitsuveisla fyrir þrjá
duglegustu bekkina sem hefur
leitt til þess að börn og foreldrar
eru mjög áhugasamir um foreldra-
röltið. Stundum ganga jafnvel 15-20
foreldrar saman. „Að vinna pitsu-
veislu þýðir eitt bekkjarkvöld fyrir
bekkinn og það munar nú um það.“
Foreldrar passa upp á hverfið
Foreldrar eru farnir að taka aukinn þátt í nágrannavörslu. Algengt er að foreldrar grunnskólabarna skipuleggi foreldrarölt um
hverfið sitt með góðum árangri. Röltið styrkir líka samband foreldra og gerir hverfið öruggara.
„Foreldraröltið snýr meira að nágrannagæslu,“ segir Marta Sigurjónsdóttir hjá SAMKÓP. MYND/STEFÁN
25% afsláttur í Skemmtigarðinum Smáralind á sunnudögum.
NÝTT OG ÖFLUGRA
FRÍÐINDAKERFI
sjálfvirkur afsláttur frá samstarfsaðilum
beint í vasa áskrifenda
25%
afsláttur
Virkjaðu kreditkortið þitt og annarra fjölskyldumeðlima á mínar síður
á www.stod2.is. Ört vaxandi hópur samstarfsaðila. Fylgstu með!