Fréttablaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 6
26. nóvember 2012 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | ➜ Kjördæmin á höfuð- borgarsvæðinu STJÓRNMÁL Hanna Birna Kristjáns- dóttir og Illugi Gunnarsson munu leiða lista Sjálfstæðis flokksins í Reykjavík í alþingiskosningunum í vor. Katrín Jakobsdóttir og Svan- dís Svavarsdóttir munu leiða lista Vinstri grænna í höfuðborginni og Ögmundur Jónasson verður í fyrsta sæti á lista flokksins í Suð- vesturkjördæmi. Þetta varð ljóst á laugardag þegar Sjálfstæðisflokk- urinn hélt prófkjör í Reykjavík og Vinstri grænir héldu flokksval í Kraganum og í Reykjavík. Alls nítján gáfu kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Flokkurinn hlaut fimm þingsæti þar árið 2009 en sam- kvæmt skoðanakönnunum fengi hann átta þingsæti nú. Þau Hanna Birna Kristjánsdóttir borgar- fulltrúi og Illugi Gunnarsson þingmaður gáfu kost á sér í for- ystusæti listans og hlaut Hanna Birna yfirburðakosningu; ríflega 72% atkvæði í fyrsta sæti. Illugi hafnaði síðan í öðru sætinu. „Tíðindi hjá Sjálfstæðisflokk- num eru auðvitað stórsigur Hönnu Birnu. Þetta eru skýr skilaboð um það hvernig forystumenn sjálf- stæðismenn sjá fyrir sér. Hvort að þetta muni leiða til formanns- skipta, eins og sumir hafa ýjað að, er þó óvíst enda álitamál hvort skynsam- legt er fyrir flokk að skipta um formann rétt fyrir kosn- ingar,“ segir Grétar Þór Ey- þórs son, pró- fessor í stjórnmálafræði, og bætir við að Hanna Birna geti væntan- lega gengið að varaformanns- embætti flokksins vísu, sækist hún eftir því, og sömuleiðis ráðherra- embætti eftir kosningar fari flokk- urinn í ríkisstjórn. Brynjar náði góðum árangri Allir sitjandi þingmenn Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík gáfu kost á sér í prófkjörinu, ef frá er skilin Ólöf Nordal sem hyggst hætta á þingi, og höfnuðu þeir allir í líklegum þingsætum. Þá vakti athygli árangur hæstaréttarlög- mannsins Brynjars Níelssonar sem kemur nýr inn og fékk góða kosningu í fjórða sætið. Í flokksvali Vinstri grænna í Reykjavík höfnuðu ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir í fyrsta og öðru sæti. Á eftir þeim komu þingmenn- irnir Árni Þór Sigurðsson og Álf- heiður Ingadóttir. Björn Valur Gíslason, þing- maður, hafnaði hins vegar í sjöunda sæti en hann sóttist eftir fyrsta eða öðru sæti. Björn Valur var kjörinn á þing í Norðaustur- kjördæmi árið 2009 en ákvað að bjóða sig fram í Reykjavík nú. Björn Val vantaði 18 atkvæði Grétar Þór segir að þótt Birni Vali hafi verið hafnað hafi árangur hans í prófkjörinu að mörgu leyti verið eftirtektarverður. „Hann hafði mjög lítinn tíma til að vinna framboði sínu fylgi en svo skorti hann víst ekki nema 18 atkvæði í þriðja sætið,“ segir Grétar. Í flokksvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi hafnaði Ögmundur Jónasson, ráðherra, í fyrsta sæti. Guðfríður Lilja Grétars dóttir leiddi lista flokksins í Kraganum í kosningunum árið 2009 en hún hyggst hætta á þingi. Auk Ögmundar gaf Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi í Kópa- vogi, kost á sér í fyrsta sætið og munaði litlu að honum tækist að fella Ögmund. Ólafur hafnaði hins vegar í öðru sæti og verður að öllum líkindum færður í það þriðja vegna ákvæða flokksins um kynja- sjónarmið við uppstillingu lista. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fjöl- miðlafulltrúi í fjármálaráðuneyt- inu sem hafnaði í þriðja sæti, mun líklega taka sæti hans. Kjörsókn í prófkjörum helgar- innar var lítil og segir Grétar Þór það í samræmi við fyrri prófkjör haustsins. „Áhugi á pólitík, og ekki síst fjórflokknum, í þjóðfélaginu virðist vera þverrandi. Það sést í könnunum að traust á Alþingi er í kjallaranum og í ljósi þess þarf þetta kannski ekki að koma mikið á óvart.“ magnusl@frettabladid.is Lykilatriði í fjármögnun atvinnutækja Lykill býður fyrirtækjum örugga fjármögnun atvinnutækja Það er lykilatriði að tala við réttan aðila þegar kemur að fjármögnun atvinnutækja. Starfsfólk okkar býr yfir yfirgripsmikilli reynslu og veitir skjóta og góða þjónustu ásamt ítarlegum upplýsingum um bestu valkosti í fjármögnun hverju sinni. Lykill – opnar á möguleika. Lykill er hluti af MP banka Ármúli 13a Sími 540 1700 Lykill.is B ran den bu rg B ran de B ran de B ran den bu rg n bu rg n bu rg Hanna Birna Kristjánsdóttir 5.438 atkvæði í 1. sæti Illugi Gunnarsson 2.695 atkvæði í 1. - 2. sæti Pétur H. Blöndal 3.004 atkvæði í 1. - 3. sæti Brynjar Níelsson 3.722 atkvæði í 1. - 4. sæti Guðlaugur Þór Þórðarson 3.503 atkvæði í 1. - 5. sæti Birgir Ármannsson 3.196 atkvæði í 1. - 6. sæti Sigríður Á. Andersen 3.894 atkvæði í 1. - 7. sæti Áslaug María Friðriksdóttir 4.413 atkvæði í 1. - 8. sæti Ingibjörg Óðinsdóttir 2.950 atkvæði í 1. - 8. sæti Elínbjörg Magnúsdóttir 2.848 atkvæði í 1. - 8. sæti Katrín Jakobsdóttir 547 atkvæði í 1. sæti Svandís Svavarsdóttir 432 atkvæði í 1. - 2. sæti Álfheiður Ingadóttir 322 atkvæði í 1. - 4. sæti Árni Þór Sigurðsson 324 atkvæði í 1. - 3. sæti Steinunn Þóra Árnadóttir 373 atkvæði í 1. - 5. sæti Ingimar Karl Helgason 363 atkvæði í 1. - 6. sæti Ögmundur Jónasson 261 atkvæði í 1. sæti Ólafur Þór Gunnarsson 234 atkvæði í 1. - 2. sæti Rósa Björk Brynjólfsdóttir 249 atkvæði í 1. - 3. sæti Arndís Soffía Sigurðardóttir lögfræðingur mun leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í Alþingiskosning- unum í vor. Upp- stillingarnefnd flokksins í kjördæminu kynnti tillögu sína að framboðslista á laugardag og var hún samþykkt samhljóða á kjördæmisfundi. Í öðru sæti verður Inga Sigrún Atladóttir, guðfræðingur og bæjarfulltrúi í Vogum, og í þriðja sæti verður Þórbergur Torfason fiskeldisfræðingur. ➜ VG í Suðurkjördæmi: Arndís Soffía í fyrsta sætinu PRÓFKJÖR Í REYKJAVÍK FLOKKSVAL Í REYKJAVÍK FLOKKSVAL Í SUÐVESTURKJÖRDÆMI 1 1 1 2 2 2 3 3 3 4 4 5 5 6 6 7 8 9 10 7.546 greiddu atkvæði 639 greiddu atkvæði 487 greiddu atkvæði 41,6% kjörsókn 2 þingmenn 2009 1 þingmaður Þjóðarpúls Gallup 5 þingmenn 2009 8 þingmenn Þjóðarpúls Gallup 5 þingmenn 2009 Einar K. Guð- finnsson þing- maður mun leiða lista Sjálfstæðis- flokksins í Norð- vesturkjördæmi í Alþingiskosning- unum í vor. Valið var í efstu sæti listans á kjördæmisþingi í Borgar- nesi á laugardag. Einar gaf einn kost á sér í fyrsta sætið og var því sjálf- kjörinn. Í annað sæti var kjörinn Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, sem hlaut 229 atkvæði í sætið. Eyrún Ingi- björg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri á Tálknafirði, hafnaði í þriðja sæti og hlaut 228 atkvæði í það sæti. Þá varð Sigurður Örn Ágústsson, forstjóri Ilsanta, í fjórða sæti með 229 atkvæði í sætið. ➜ Haraldur líklega á þing: Einar K. Guðfinns- son í forystusæti Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður mun leiða lista Fram- sóknarflokksins í Norðvesturkjör- dæmi í Alþingis- kosningunum í vor. Þetta varð ljóst á laugardag þegar tillaga kjörnefndar flokksins í kjördæm- inu var samþykkt á kjördæmis- þingi að Reykjum í Hrútafirði. Í öðru sæti verður Ásmundur Einar Daðason þingmaður, sem gekk til liðs við flokkinn á kjör- tímabilinu. Þá verður Elsa Lára Arnardóttir, kennari og vara- bæjarfulltrúi á Akranesi, í þriðja sæti. ➜ Framsóknarflokkurinn: Gunnar Bragi í fyrsta sæti 3 þingmenn Þjóðarpúls Gallup Hanna Birna vann stórsigur Ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson munu leiða lista Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu í þingkosningunum í vor. Birni Vali Gíslasyni þingmanni var hins vegar hafnað. Reykjavík Suðvestur- kjördæmi GRÉTAR ÞÓR EYÞÓRSSON 6 VALIÐ Á FRAMBOÐSLISTA STJÓRNMÁLAFLOKKANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.